Danir grípa til hertra aðgerða – öllum flugferðum frá áhættusvæðum aflýst

Stjórnvöld í Danmörku hafa tilkynnt um hertar aðgerðir til að hefta útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Forsætisráðherrann hvetur fólk til að taka ástandið alvarlega. „Allir þurfa að breyta hegðun sinni.“

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Auglýsing

Danir til­kynntu í morgun um hertar aðgerðir vegna COVID-19 nú þegar veiran heldur áfram að breið­ast út um Evr­ópu. For­sæt­is­ráð­herr­ann segir að fólk hafi ekki tekið vánni nógu alvar­lega. Á Ítalíu er sömu sögu að segja, mjög hertar var­úð­ar­ráð­staf­anir eru nú þar í gildi og fólk hvatt til að vera heima nema að það þurfi nauð­syn­lega að ferð­ast starfa sinna vegna.

Fólk sem er sýkt af nýju kór­ónu­veirunni er ein­kenna­laust í fimm daga að með­al­tali sam­kvæmt nýrri rann­sókn. Dæmi eru þó um að sýktir séu ein­kenna­lausir í allt að tvær vik­ur. Nið­ur­staðan stað­festir mik­il­væg­i ­sótt­kví­ar. „Miðað við okkar grein­ingu á þeim gögnum sem ligja fyrir þá er fjórtán daga sótt­kví sem nú er mælt með skyn­sam­leg,“ hefur breska dag­blaðð Guar­dian eftir Justin Lessler, aðal­höf­undi rann­sókn­ar­innar sem gerð var við Johns Hop­k­ins Bloomberg School of Public Health.

Rann­sóknin leiddi ekki í ljós hvenær ein­kenna­laust fólk sem ­sýkt er af veirunni getur smitað aðra. Vís­bend­ingar eru þó um smit­hættu  í að minnsta kosti stuttan tíma áður en veik­indi fara að gera vart við sig.

Auglýsing

Í 98% til­fella fær fólk ein­kenni COVID-19 innan 11,5 daga frá því að það smit­ast. Það þýð­ir, að mati höf­unda rann­sókn­ar­inn­ar, að um 101 af tíu þús­und mönnum sem fara í sótt­kví í tvær vikur fá ein­kenni eftir að henn­i lýk­ur.

Nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar voru birtar í vís­inda­tíma­rit­inu Annals of Internal Med­icine. Í henni var 181 til­felli frá Kína og öðrum löndum skoð­að. Flest til­fellin voru tengd ferða­lögum til Wuhan, kín­versku borg­inni þar sem veiran á upp­tök sín.

Hinn fimm daga langi með­göngu­tími, þ.e. tími frá því að fólk smit­ast og þar til ein­kenna verður vart, er sam­bæri­legur með­göngu­tíma SARS- og ­MER­S-veir­anna sem einnig ollu far­öldr­um. Kór­ónu­veirur sem valda almennu kvefi hafa hins vegar styttri með­göngu­tíma eða um þrjá daga.

Mikið álag getur skapast á sjúkrahúsum víða um heim ef veiran heldur áfram að breiðast út með þeim hraða sem hún hefur gert nú þegar. Mynd: EPA

Höf­undar rann­sókn­ar­innar leggja hins vegar áherslu á að fólk eigi ekki að túlka nið­ur­stöð­urnar á þann veg að það sé heil­brigt sýni það eng­in ein­kenni fyrtu fimm dag­ana eftir að grunur um smit vakn­ar. „Það er algjör­lega röng túlk­un,“ hefur Guar­dian eftir Gra­ham Cooke, pró­fessor í far­alds­fræðum við  Imper­ial Col­lege í London. „Eftir fimm daga hefur helm­ingur fólks ekki enn sýnt ein­kenn­i.“

Dauðs­föll yfir fjögur þús­und

Í dag hafa 114.544 manns greinst með veiruna og dauðs­föll­in af hennar völdum eru komin yfir fjögur þús­und. Mjög hefur hægt á smitum bæði í Kína og Suð­ur­-Kóreu en smit­uðum í öðrum lönd­um, m.a. Ítal­íu, fjölgar hratt. Þar í landi hafa 463 dauðs­föll verið rakin til COVID-19, sjúk­dóms­ins sem veiran veldur og hafa stjórn­völd gripið til þess ráðs að herða mjög á ferða­tak­mörk­un­um og setja á sam­komu­bann. For­sæt­is­ráð­herr­ann Giuseppe Conte segir þetta gert til­ að vernda við­kvæm­ustu hópa fólks. „Við þurfum öll að fórna ein­hverju fyr­ir­ vel­ferð Ítal­íu,“ sagði hann í sjón­varps­ávarpi í morgun. „Og við verðum að ger­a það nún­a.“

Conte lýsti aðgerð­unum með setn­ing­unni „ég verð heima“ – sem vísar til þess að fólki er bannað að safn­ast saman á almanna­færi. „Ekk­ert meira næt­ur­líf, við getum ekki leyft það lengur því við slík til­efni er hætta á smit­i.“

Aðeins þeir sem þurfa nauð­syn­lega að mæta til vinnu utan­ heim­ilis og þeir sem þurfa að sinna ætt­ingjum fá að ferð­ast. Lest­ar­stöðvar og flug­stöðvar eru vaktaðar og þeir sem hyggj­ast nýta sér þessa sam­göngu­máta þurfa að gera grein fyrir ferðum sín­um.

Aðgerðir vegna far­ald­urs­ins hafa einnig verið hertar í mörgum öðrum lönd­um. Allir þeir sem koma til Ísra­els þurfa nú að fara í tveggja vikna sótt­kví svo dæmi sé tek­ið.

Dönsk stjórn­völd gripu einnig til hertra aðgerða í morg­un­. ­Fólk er hvatt til að ferð­ast til og frá vinnu utan háanna­tíma og far­þegar almenn­ings­sam­gangna skulu gæta þess að standa ekki nálægt hver öðr­um. Flug­ferðum frá áhættu­svæð­u­m, m.a. Íran, Kína og svæðum í Suð­ur­-Kóreu, Aust­ur­ríki og Ítal­íu, verður aflýst ­með öllu. Þær tak­mark­anir taka gildi á mið­nætti og munu vara í að minnsta kost­i fjórtán daga. Mette Frederiksen, for­sæt­is­ráð­herra Dan­merk­ur, hvetur fólk til að ­taka ástandið alvar­lega. „Allir þurfa að breyta hegðun sinni til vernda þá sem eru við­kvæm­ast­ir,“ sagði hún á blaða­manna­fundi í dag. Hún benti á að nýja kór­ónu­veiran væri að breið­ast hratt út, mun hraðar en venju­leg inflú­ensa.

Á Íslandi hafa nú 65 greinst með veiruna og um 500 manns eru í sótt­kví. Í gær var ákveðið að skil­greina skíða­svæði í öllum Ölp­un­um, ekki að­eins á Norð­ur­-Ítalíu og í Aust­ur­ríki, sem áhættu­svæði. Fólk sem hefur ver­ið þar á ferð frá því í lok febr­úar þarf að fara í sótt­kví. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar