Aldraðir Bretar beðnir að halda sig til hlés næstu mánuði

Feneyjar virðast mannlausar og gondólarnir liggja bundnir við bryggjur. Ásýnd New York-borgar mun taka miklum breytingum í dag þegar fólk getur ekki lengur farið inn á veitingastaði og bari. Skólum þar hefur einnig verið aflýst.

Markúsartorgið í Feneyjum er nær mannlaust.
Markúsartorgið í Feneyjum er nær mannlaust.
Auglýsing

Nýja kór­ónu­veiran hefur nú greinst í 148 lönd­um. Tæp­lega 170 þús­und manns um allan heim hafa ­greinst með smit og yfir 6.500 hafa lát­ist. Fleiri smit hafa nú greinst utan­ Kína en innan í fyrsta skipti frá því að far­ald­ur­inn braust út í byrjun árs.

Enn sem komið er hafa lang­flest dauðs­föllin vegna veiru­sjúk­dóms­ins COVID-19 átt sér stað í Kína. ­Yfir 1.800 hafa lát­ist á Ítalíu og tæp­lega 730 í Íran. Í Banda­ríkj­unum hafa nú 3.500 greinst og 57 lát­ist. Smit­sjúk­dóma­stofn­unin þar í landi hefur lagt til að ­sam­komur tak­mark­ist næstu átta vik­urnar við fimm­tíu manns.

Ásýnd borga og bæja víða um heim er óvenju­leg þessa dag­ana. Ítalska borgin Fen­eyjar er allt árið um kring gríð­ar­lega vin­sæll áfanga­staður ferða­manna svo mörgum var far­ið að þykja nóg um. Núna eru þar fáir á ferli og gondól­arnir mara mann­lausir við bryggj­ur.

Auglýsing

Ástandið er ­svipað í mörgum öðrum ítölskum borgum en þar í landi hefur verið gripið til­ alls­herjar lok­unar stofn­ana, versl­ana, veit­inga­staða og ann­arra sam­komu­staða.

Nú hefur einnig verið gripið til svip­aðra aðgerða í New York-­borg. Þar verður skól­u­m, veit­inga­hús­um, börum og öðrum sam­komu­stöðum lokað fyrir gestum til að reyna að hefta útbreiðslu veirunn­ar. Þó má sækja mat og senda heim.  Borg­ar­yf­ir­völd í Los Ang­eles ætla að feta ­sömu slóð og sam­bær­legar aðgerðir eru við lýði í Was­hington-­ríki.

Ákveðið hef­ur verið að loka nokkrum hót­elum og spila­vítum í Las Veg­as.

Heil­brigð­is­yf­ir­völd í Bret­landi hafa beðið fólk yfir sjö­tugt um að halda sig til hlés í heima­sótt­kví næstu vik­urnar og jafn­vel mán­uð­ina. Þetta er gert vegna þess að aldr­aðir eru í einum helsta áhættu­hópn­um.

Í Lúx­em­borg, Frakk­landi og Belgíu eru barir og veit­inga­hús lok­uð.

Stjórn­völd í Þýska­land­i ætla að loka landa­mærum sínum fyrir öllum nema þeim sem nauð­syn­lega þurfa að ­ferð­ast.

Fáir eru á ferli í New York í dag.

Ind­verski ­kvik­mynda­iðn­að­ur­inn, Bollywood, mun leggj­ast í dvala næstu vik­urn­ar.

Í Hondúras hef­ur einnig veirð gripið til mjög rót­tækra aðgerða. Bæði opin­berir starfs­menn og ­starfs­menn einka­fyr­ir­tækja hafa verið sendir heim, fyrir utan þá sem sinna heil­brigð­is­þjón­ustu, lög­gæslu og svo fram­veg­is. Flugum hefur verið aflýst og ­sömu­leiðis almenn­ings­sam­göng­um. Tak­mark­an­irnar munu gilda í að minnsta kosti viku. ­Sex smit hafa greinst í land­inu til þessa.

Í morgun bætt­is­t G­ana í hóp þeirra ríkja sem hafa bannað komur fólks frá helstu áhættu­svæð­u­m veiru­sýk­ing­ar­inn­ar.

Í Suð­ur­-Afr­ík­u hefur verið lýst yfir neyð­ar­á­standi og þar hefur landa­mærum einnig verið lok­að ­fyrir fólki frá mestu áhættu­svæð­un­um, m.a. frá Kína, Íran, Ítal­íu, Spán­i, Bret­landi og Banda­ríkj­un­um.

Í Kenía hafa einnig verið settar á ýmsar tak­mark­anir á ferða­lög­um. Fólk frá löndum þar sem veiran hefur greinst er bannað að koma þang­að. Þar hafa þrjú til­felli greinst.

Í Tansaníu hef­ur ekk­ert til­felli greinst en stjórn­völd ætla engu að síður að grípa til harðra að­gerða og hafa aflýst öllu milli­landa­flugi. Sömu sögu er að segja frá Marokkó.

Fleiri lönd í Afr­ík­u hafa gripið til sam­bæri­legra aðgerða en í álf­unni hafa mun færri til­felli ­greinst en flestum öðrum heims­álf­um. Þó hafa smit verið stað­fest í 26 lönd­um Afr­íku.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent