Aldraðir Bretar beðnir að halda sig til hlés næstu mánuði

Feneyjar virðast mannlausar og gondólarnir liggja bundnir við bryggjur. Ásýnd New York-borgar mun taka miklum breytingum í dag þegar fólk getur ekki lengur farið inn á veitingastaði og bari. Skólum þar hefur einnig verið aflýst.

Markúsartorgið í Feneyjum er nær mannlaust.
Markúsartorgið í Feneyjum er nær mannlaust.
Auglýsing

Nýja kór­ónu­veiran hefur nú greinst í 148 lönd­um. Tæp­lega 170 þús­und manns um allan heim hafa ­greinst með smit og yfir 6.500 hafa lát­ist. Fleiri smit hafa nú greinst utan­ Kína en innan í fyrsta skipti frá því að far­ald­ur­inn braust út í byrjun árs.

Enn sem komið er hafa lang­flest dauðs­föllin vegna veiru­sjúk­dóms­ins COVID-19 átt sér stað í Kína. ­Yfir 1.800 hafa lát­ist á Ítalíu og tæp­lega 730 í Íran. Í Banda­ríkj­unum hafa nú 3.500 greinst og 57 lát­ist. Smit­sjúk­dóma­stofn­unin þar í landi hefur lagt til að ­sam­komur tak­mark­ist næstu átta vik­urnar við fimm­tíu manns.

Ásýnd borga og bæja víða um heim er óvenju­leg þessa dag­ana. Ítalska borgin Fen­eyjar er allt árið um kring gríð­ar­lega vin­sæll áfanga­staður ferða­manna svo mörgum var far­ið að þykja nóg um. Núna eru þar fáir á ferli og gondól­arnir mara mann­lausir við bryggj­ur.

Auglýsing

Ástandið er ­svipað í mörgum öðrum ítölskum borgum en þar í landi hefur verið gripið til­ alls­herjar lok­unar stofn­ana, versl­ana, veit­inga­staða og ann­arra sam­komu­staða.

Nú hefur einnig verið gripið til svip­aðra aðgerða í New York-­borg. Þar verður skól­u­m, veit­inga­hús­um, börum og öðrum sam­komu­stöðum lokað fyrir gestum til að reyna að hefta útbreiðslu veirunn­ar. Þó má sækja mat og senda heim.  Borg­ar­yf­ir­völd í Los Ang­eles ætla að feta ­sömu slóð og sam­bær­legar aðgerðir eru við lýði í Was­hington-­ríki.

Ákveðið hef­ur verið að loka nokkrum hót­elum og spila­vítum í Las Veg­as.

Heil­brigð­is­yf­ir­völd í Bret­landi hafa beðið fólk yfir sjö­tugt um að halda sig til hlés í heima­sótt­kví næstu vik­urnar og jafn­vel mán­uð­ina. Þetta er gert vegna þess að aldr­aðir eru í einum helsta áhættu­hópn­um.

Í Lúx­em­borg, Frakk­landi og Belgíu eru barir og veit­inga­hús lok­uð.

Stjórn­völd í Þýska­land­i ætla að loka landa­mærum sínum fyrir öllum nema þeim sem nauð­syn­lega þurfa að ­ferð­ast.

Fáir eru á ferli í New York í dag.

Ind­verski ­kvik­mynda­iðn­að­ur­inn, Bollywood, mun leggj­ast í dvala næstu vik­urn­ar.

Í Hondúras hef­ur einnig veirð gripið til mjög rót­tækra aðgerða. Bæði opin­berir starfs­menn og ­starfs­menn einka­fyr­ir­tækja hafa verið sendir heim, fyrir utan þá sem sinna heil­brigð­is­þjón­ustu, lög­gæslu og svo fram­veg­is. Flugum hefur verið aflýst og ­sömu­leiðis almenn­ings­sam­göng­um. Tak­mark­an­irnar munu gilda í að minnsta kosti viku. ­Sex smit hafa greinst í land­inu til þessa.

Í morgun bætt­is­t G­ana í hóp þeirra ríkja sem hafa bannað komur fólks frá helstu áhættu­svæð­u­m veiru­sýk­ing­ar­inn­ar.

Í Suð­ur­-Afr­ík­u hefur verið lýst yfir neyð­ar­á­standi og þar hefur landa­mærum einnig verið lok­að ­fyrir fólki frá mestu áhættu­svæð­un­um, m.a. frá Kína, Íran, Ítal­íu, Spán­i, Bret­landi og Banda­ríkj­un­um.

Í Kenía hafa einnig verið settar á ýmsar tak­mark­anir á ferða­lög­um. Fólk frá löndum þar sem veiran hefur greinst er bannað að koma þang­að. Þar hafa þrjú til­felli greinst.

Í Tansaníu hef­ur ekk­ert til­felli greinst en stjórn­völd ætla engu að síður að grípa til harðra að­gerða og hafa aflýst öllu milli­landa­flugi. Sömu sögu er að segja frá Marokkó.

Fleiri lönd í Afr­ík­u hafa gripið til sam­bæri­legra aðgerða en í álf­unni hafa mun færri til­felli ­greinst en flestum öðrum heims­álf­um. Þó hafa smit verið stað­fest í 26 lönd­um Afr­íku.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent