Aldraðir Bretar beðnir að halda sig til hlés næstu mánuði

Feneyjar virðast mannlausar og gondólarnir liggja bundnir við bryggjur. Ásýnd New York-borgar mun taka miklum breytingum í dag þegar fólk getur ekki lengur farið inn á veitingastaði og bari. Skólum þar hefur einnig verið aflýst.

Markúsartorgið í Feneyjum er nær mannlaust.
Markúsartorgið í Feneyjum er nær mannlaust.
Auglýsing

Nýja kór­ónu­veiran hefur nú greinst í 148 lönd­um. Tæp­lega 170 þús­und manns um allan heim hafa ­greinst með smit og yfir 6.500 hafa lát­ist. Fleiri smit hafa nú greinst utan­ Kína en innan í fyrsta skipti frá því að far­ald­ur­inn braust út í byrjun árs.

Enn sem komið er hafa lang­flest dauðs­föllin vegna veiru­sjúk­dóms­ins COVID-19 átt sér stað í Kína. ­Yfir 1.800 hafa lát­ist á Ítalíu og tæp­lega 730 í Íran. Í Banda­ríkj­unum hafa nú 3.500 greinst og 57 lát­ist. Smit­sjúk­dóma­stofn­unin þar í landi hefur lagt til að ­sam­komur tak­mark­ist næstu átta vik­urnar við fimm­tíu manns.

Ásýnd borga og bæja víða um heim er óvenju­leg þessa dag­ana. Ítalska borgin Fen­eyjar er allt árið um kring gríð­ar­lega vin­sæll áfanga­staður ferða­manna svo mörgum var far­ið að þykja nóg um. Núna eru þar fáir á ferli og gondól­arnir mara mann­lausir við bryggj­ur.

Auglýsing

Ástandið er ­svipað í mörgum öðrum ítölskum borgum en þar í landi hefur verið gripið til­ alls­herjar lok­unar stofn­ana, versl­ana, veit­inga­staða og ann­arra sam­komu­staða.

Nú hefur einnig verið gripið til svip­aðra aðgerða í New York-­borg. Þar verður skól­u­m, veit­inga­hús­um, börum og öðrum sam­komu­stöðum lokað fyrir gestum til að reyna að hefta útbreiðslu veirunn­ar. Þó má sækja mat og senda heim.  Borg­ar­yf­ir­völd í Los Ang­eles ætla að feta ­sömu slóð og sam­bær­legar aðgerðir eru við lýði í Was­hington-­ríki.

Ákveðið hef­ur verið að loka nokkrum hót­elum og spila­vítum í Las Veg­as.

Heil­brigð­is­yf­ir­völd í Bret­landi hafa beðið fólk yfir sjö­tugt um að halda sig til hlés í heima­sótt­kví næstu vik­urnar og jafn­vel mán­uð­ina. Þetta er gert vegna þess að aldr­aðir eru í einum helsta áhættu­hópn­um.

Í Lúx­em­borg, Frakk­landi og Belgíu eru barir og veit­inga­hús lok­uð.

Stjórn­völd í Þýska­land­i ætla að loka landa­mærum sínum fyrir öllum nema þeim sem nauð­syn­lega þurfa að ­ferð­ast.

Fáir eru á ferli í New York í dag.

Ind­verski ­kvik­mynda­iðn­að­ur­inn, Bollywood, mun leggj­ast í dvala næstu vik­urn­ar.

Í Hondúras hef­ur einnig veirð gripið til mjög rót­tækra aðgerða. Bæði opin­berir starfs­menn og ­starfs­menn einka­fyr­ir­tækja hafa verið sendir heim, fyrir utan þá sem sinna heil­brigð­is­þjón­ustu, lög­gæslu og svo fram­veg­is. Flugum hefur verið aflýst og ­sömu­leiðis almenn­ings­sam­göng­um. Tak­mark­an­irnar munu gilda í að minnsta kosti viku. ­Sex smit hafa greinst í land­inu til þessa.

Í morgun bætt­is­t G­ana í hóp þeirra ríkja sem hafa bannað komur fólks frá helstu áhættu­svæð­u­m veiru­sýk­ing­ar­inn­ar.

Í Suð­ur­-Afr­ík­u hefur verið lýst yfir neyð­ar­á­standi og þar hefur landa­mærum einnig verið lok­að ­fyrir fólki frá mestu áhættu­svæð­un­um, m.a. frá Kína, Íran, Ítal­íu, Spán­i, Bret­landi og Banda­ríkj­un­um.

Í Kenía hafa einnig verið settar á ýmsar tak­mark­anir á ferða­lög­um. Fólk frá löndum þar sem veiran hefur greinst er bannað að koma þang­að. Þar hafa þrjú til­felli greinst.

Í Tansaníu hef­ur ekk­ert til­felli greinst en stjórn­völd ætla engu að síður að grípa til harðra að­gerða og hafa aflýst öllu milli­landa­flugi. Sömu sögu er að segja frá Marokkó.

Fleiri lönd í Afr­ík­u hafa gripið til sam­bæri­legra aðgerða en í álf­unni hafa mun færri til­felli ­greinst en flestum öðrum heims­álf­um. Þó hafa smit verið stað­fest í 26 lönd­um Afr­íku.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heild til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins, að mati HMS.
Áform um 950 hlutdeildarlánaíbúðir á landsvísu þegar samþykkt
Fram kemur í nýrri skýrslu um stöðu húsnæðismarkaðarins að HMS hafi samþykkt áform um byggingu alls 950 hagkvæmra íbúða til þessa. 362 þessara íbúða verða á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 27. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent