Gylfi: Launafólki mestur greiði gerður með því að vernda fyrirtækin frá þroti

Viðskiptabankar og stjórnvöld þurfa að gera sitt besta til að hjálpa fyrirtækjum sem verða fyrir áföllum yfir hjallann sem blasir við. Það er hægt með því að fresta innheimtu skatta, fella þá niður eða veita niðurgreidd lán, segir Gylfi Zoega.

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Auglýsing

Mestu máli skiptir á næstu mán­uð­um, við núver­andi aðstæður í heims­mál­un­um, að við­skipta­bankar og stjórn­völd geri sitt besta til þess að líf­væn­leg fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu og öðrum greinum sem verða fyrir áföllum geti haldið áfram rekstri þegar ástand verður eðli­legt aft­ur. Þetta segir Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði, í grein í nýj­ustu Vís­bend­ingu sem kom út í lok síð­ustu viku. 

Gylfi segir að við­skipta­bank­arnir hér­lend­is  hafi laust fé til þess að hjálpa fyr­ir­tækjum með nægt eigið fé yfir hjall­ann og stjórn­völd geti frestað inn­heimtu skatta hjá þeim fyr­ir­tækjum sem verst standa, fellt niður skatta eða lækkað þá og veitt nið­ur­greidd lán til þess að hjálpa þeim að ná sér á strik. „Vaxta­lækkun Seðla­bank­ans myndi fyrst og fremst hafa þau áhrif að létta á fjár­magns­kostn­aði fyr­ir­tækja og heim­ila á meðan á far­sótt­inni stendur og ýta aðeins undir nýfjár­fest­ingar eftir að hún er gengin yfir. 

Í kjöl­far far­sóttar geta stjórn­völd, ef þörf reyn­ist á, síðan aukið opin­berar fjár­fest­ingar til þess að auka eft­ir­spurn í hag­kerf­inu. Launa­fólki er mestur greiði gerður með því að vernda fyr­ir­tækin frá þroti vegna þess að þá eykst atvinnu­leysi minna. Þeir sem missa atvinn­una þrátt fyrir þessar aðgerðir njóta síðan atvinnu­leys­is­bóta.“

Afleið­ingar geta orðið miklar fyrir alþjóð­legt efna­hags­líf

Í grein­inni, sem er ítar­leg og fjallar heild­rænt um efna­hags­leg áhrif útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómnum á hag­kerfi heims­ins. Þar segir hann að nú þegar far­sóttin herjar á öllum Vest­ur­löndum og nær að breið­ast út geta afleið­ing­arnar orðið miklar fyrir hið alþjóð­lega efna­hags­líf. 

Auglýsing
Þar segir Gylfi að í hag­fræði sé talað um „heldn­i“, sem er íslensk þýð­ing á enska orð­inu „hy­ster­es­is“, þegar tíma­bundið áfall hefur langvar­andi áhrif. „Þegar atvinnu­leysi eykst tíma­bundið þá geta sumir þeirra sem fyrir því verða misst móð­inn og trúna á sjálfan sig og þá dottið út af vinnu­mark­aði og sitja þá eftir þegar hag­kerfið nær sér á strik aft­ur. Þannig getur skamm­vinn nið­ur­sveifla haft áhrif til langs tíma.

Þegar far­sótt geisar þá geta einnig orðið afleið­ingar til lengri tíma. Aug­ljós­asta afleið­ingin er sú að mörg fyr­ir­tæki verði gjald­þrota vegna þess að við­skipta­vinum fækkar tíma­bundið og starfs­fólk er heima og þorir ekki að koma til vinn­u. 

Þá lækka tekj­ur, lausa­fjár­staðan versnar og slök afkoma getur valdið því að eigið fé verði upp urið áður en far­ald­ur­inn hefur runnið sitt skeið. Fyr­ir­tækjaflóran verður þá fátæk­ari þegar upp er staðið og í gjald­þroti fyr­ir­tækj­anna felst heldni – það að tíma­bundin far­sótt hefur áhrif til lengri tíma á efna­hags­líf­ið. Þetta á sér­stak­lega við um þrot kerf­is­lega mik­il­vægra fyr­ir­tækja sem hefur síðan áhrif á rekstur ann­arra fyr­ir­tækja. En áhrifin eru ekki ein­skorðuð við þau fyr­ir­tæki sem fara í þrot. Þau fyr­ir­tæki sem ekki verða gjald­þrota hafa minna eigið fé eftir en áður og eig­in­fjár­skortur hefur áhrif á ákvarð­anir stjórn­enda. Vöxtur þeirra er þá minni fyrir vikið þegar eðli­legt ástand hefur náð að mynd­ast.“

Þess vegna skipti mestu málið á næstu mán­uðum að við­skipta­bankar og stjórn­völd geri sitt besta til þess að líf­væn­leg fyr­ir­tæki sem verði fyrir áföllum geti haldið áfram rekstri þegar ástand verður eðli­legt aft­ur. Það sé, líkt og áður sagði, hægt að gera með því að sjá fyr­ir­tækjum með nægt eigið fé fyrir lausu fé auk þess sem stjórn­völd geta frestað inn­heimtu skatta hjá þeim fyr­ir­tækjum sem verst standa, fellt niður skatta eða lækkað þá og veitt nið­ur­greidd lán til þess að hjálpa þeim að ná sér á strik. 

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent