Gylfi: Launafólki mestur greiði gerður með því að vernda fyrirtækin frá þroti

Viðskiptabankar og stjórnvöld þurfa að gera sitt besta til að hjálpa fyrirtækjum sem verða fyrir áföllum yfir hjallann sem blasir við. Það er hægt með því að fresta innheimtu skatta, fella þá niður eða veita niðurgreidd lán, segir Gylfi Zoega.

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Auglýsing

Mestu máli skiptir á næstu mán­uð­um, við núver­andi aðstæður í heims­mál­un­um, að við­skipta­bankar og stjórn­völd geri sitt besta til þess að líf­væn­leg fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu og öðrum greinum sem verða fyrir áföllum geti haldið áfram rekstri þegar ástand verður eðli­legt aft­ur. Þetta segir Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði, í grein í nýj­ustu Vís­bend­ingu sem kom út í lok síð­ustu viku. 

Gylfi segir að við­skipta­bank­arnir hér­lend­is  hafi laust fé til þess að hjálpa fyr­ir­tækjum með nægt eigið fé yfir hjall­ann og stjórn­völd geti frestað inn­heimtu skatta hjá þeim fyr­ir­tækjum sem verst standa, fellt niður skatta eða lækkað þá og veitt nið­ur­greidd lán til þess að hjálpa þeim að ná sér á strik. „Vaxta­lækkun Seðla­bank­ans myndi fyrst og fremst hafa þau áhrif að létta á fjár­magns­kostn­aði fyr­ir­tækja og heim­ila á meðan á far­sótt­inni stendur og ýta aðeins undir nýfjár­fest­ingar eftir að hún er gengin yfir. 

Í kjöl­far far­sóttar geta stjórn­völd, ef þörf reyn­ist á, síðan aukið opin­berar fjár­fest­ingar til þess að auka eft­ir­spurn í hag­kerf­inu. Launa­fólki er mestur greiði gerður með því að vernda fyr­ir­tækin frá þroti vegna þess að þá eykst atvinnu­leysi minna. Þeir sem missa atvinn­una þrátt fyrir þessar aðgerðir njóta síðan atvinnu­leys­is­bóta.“

Afleið­ingar geta orðið miklar fyrir alþjóð­legt efna­hags­líf

Í grein­inni, sem er ítar­leg og fjallar heild­rænt um efna­hags­leg áhrif útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómnum á hag­kerfi heims­ins. Þar segir hann að nú þegar far­sóttin herjar á öllum Vest­ur­löndum og nær að breið­ast út geta afleið­ing­arnar orðið miklar fyrir hið alþjóð­lega efna­hags­líf. 

Auglýsing
Þar segir Gylfi að í hag­fræði sé talað um „heldn­i“, sem er íslensk þýð­ing á enska orð­inu „hy­ster­es­is“, þegar tíma­bundið áfall hefur langvar­andi áhrif. „Þegar atvinnu­leysi eykst tíma­bundið þá geta sumir þeirra sem fyrir því verða misst móð­inn og trúna á sjálfan sig og þá dottið út af vinnu­mark­aði og sitja þá eftir þegar hag­kerfið nær sér á strik aft­ur. Þannig getur skamm­vinn nið­ur­sveifla haft áhrif til langs tíma.

Þegar far­sótt geisar þá geta einnig orðið afleið­ingar til lengri tíma. Aug­ljós­asta afleið­ingin er sú að mörg fyr­ir­tæki verði gjald­þrota vegna þess að við­skipta­vinum fækkar tíma­bundið og starfs­fólk er heima og þorir ekki að koma til vinn­u. 

Þá lækka tekj­ur, lausa­fjár­staðan versnar og slök afkoma getur valdið því að eigið fé verði upp urið áður en far­ald­ur­inn hefur runnið sitt skeið. Fyr­ir­tækjaflóran verður þá fátæk­ari þegar upp er staðið og í gjald­þroti fyr­ir­tækj­anna felst heldni – það að tíma­bundin far­sótt hefur áhrif til lengri tíma á efna­hags­líf­ið. Þetta á sér­stak­lega við um þrot kerf­is­lega mik­il­vægra fyr­ir­tækja sem hefur síðan áhrif á rekstur ann­arra fyr­ir­tækja. En áhrifin eru ekki ein­skorðuð við þau fyr­ir­tæki sem fara í þrot. Þau fyr­ir­tæki sem ekki verða gjald­þrota hafa minna eigið fé eftir en áður og eig­in­fjár­skortur hefur áhrif á ákvarð­anir stjórn­enda. Vöxtur þeirra er þá minni fyrir vikið þegar eðli­legt ástand hefur náð að mynd­ast.“

Þess vegna skipti mestu málið á næstu mán­uðum að við­skipta­bankar og stjórn­völd geri sitt besta til þess að líf­væn­leg fyr­ir­tæki sem verði fyrir áföllum geti haldið áfram rekstri þegar ástand verður eðli­legt aft­ur. Það sé, líkt og áður sagði, hægt að gera með því að sjá fyr­ir­tækjum með nægt eigið fé fyrir lausu fé auk þess sem stjórn­völd geta frestað inn­heimtu skatta hjá þeim fyr­ir­tækjum sem verst standa, fellt niður skatta eða lækkað þá og veitt nið­ur­greidd lán til þess að hjálpa þeim að ná sér á strik. 

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tvö ný smit staðfest
Sextán manns eru í einangrun vegna COVID-19. Tvö ný smit greindust í gær. Yfir 1.500 einkennasýni voru tekin í gær.
Kjarninn 9. mars 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Huldufólk, fyrirboðar og draumráðningar
Kjarninn 9. mars 2021
Búið er að sótthreinsa snertifleti í verslun Hagkaups í Garðabæ, samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins.
Starfsmaður Hagkaups í Garðabæ greindist með smit í gærkvöldi
Hagkaup segja frá því að starfsmaður sinn hafi greinst með COVID-19 í gærkvöldi. Almannavarnir svara því ekki hvort sá einstaklingur var sá eini sem greindist jákvæður fyrir veirunni í gær eða ekki.
Kjarninn 9. mars 2021
Air Iceland Connect heyrir brátt sögunni til
Unnendur íslenskrar tungu hváðu þegar heiti Flugfélags Íslands var breytt í Air Iceland Connect vorið 2017. Síðar í mánuðinum verður innanlandsflug félagsins samþætt við vörumerki Icelandair og vörumerkið Air Iceland Connect lagt niður.
Kjarninn 9. mars 2021
Haukur Arnþórsson
Hvaða erindi á Sósíalistaflokkurinn?
Kjarninn 9. mars 2021
Fjölgun íbúða hefur ekki haldist í við fjölgun fullorðinna hér á landi síðustu árin.
Færri íbúðir á hvern fullorðinn einstakling
Íbúðum á hvern fullorðinn einstakling hefur fækkað stöðugt á síðustu 14 árum. Nú eru þær 8 prósent færri en þær voru árið 2007.
Kjarninn 9. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent