Gylfi: Launafólki mestur greiði gerður með því að vernda fyrirtækin frá þroti

Viðskiptabankar og stjórnvöld þurfa að gera sitt besta til að hjálpa fyrirtækjum sem verða fyrir áföllum yfir hjallann sem blasir við. Það er hægt með því að fresta innheimtu skatta, fella þá niður eða veita niðurgreidd lán, segir Gylfi Zoega.

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Auglýsing

Mestu máli skiptir á næstu mán­uð­um, við núver­andi aðstæður í heims­mál­un­um, að við­skipta­bankar og stjórn­völd geri sitt besta til þess að líf­væn­leg fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu og öðrum greinum sem verða fyrir áföllum geti haldið áfram rekstri þegar ástand verður eðli­legt aft­ur. Þetta segir Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði, í grein í nýj­ustu Vís­bend­ingu sem kom út í lok síð­ustu viku. 

Gylfi segir að við­skipta­bank­arnir hér­lend­is  hafi laust fé til þess að hjálpa fyr­ir­tækjum með nægt eigið fé yfir hjall­ann og stjórn­völd geti frestað inn­heimtu skatta hjá þeim fyr­ir­tækjum sem verst standa, fellt niður skatta eða lækkað þá og veitt nið­ur­greidd lán til þess að hjálpa þeim að ná sér á strik. „Vaxta­lækkun Seðla­bank­ans myndi fyrst og fremst hafa þau áhrif að létta á fjár­magns­kostn­aði fyr­ir­tækja og heim­ila á meðan á far­sótt­inni stendur og ýta aðeins undir nýfjár­fest­ingar eftir að hún er gengin yfir. 

Í kjöl­far far­sóttar geta stjórn­völd, ef þörf reyn­ist á, síðan aukið opin­berar fjár­fest­ingar til þess að auka eft­ir­spurn í hag­kerf­inu. Launa­fólki er mestur greiði gerður með því að vernda fyr­ir­tækin frá þroti vegna þess að þá eykst atvinnu­leysi minna. Þeir sem missa atvinn­una þrátt fyrir þessar aðgerðir njóta síðan atvinnu­leys­is­bóta.“

Afleið­ingar geta orðið miklar fyrir alþjóð­legt efna­hags­líf

Í grein­inni, sem er ítar­leg og fjallar heild­rænt um efna­hags­leg áhrif útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómnum á hag­kerfi heims­ins. Þar segir hann að nú þegar far­sóttin herjar á öllum Vest­ur­löndum og nær að breið­ast út geta afleið­ing­arnar orðið miklar fyrir hið alþjóð­lega efna­hags­líf. 

Auglýsing
Þar segir Gylfi að í hag­fræði sé talað um „heldn­i“, sem er íslensk þýð­ing á enska orð­inu „hy­ster­es­is“, þegar tíma­bundið áfall hefur langvar­andi áhrif. „Þegar atvinnu­leysi eykst tíma­bundið þá geta sumir þeirra sem fyrir því verða misst móð­inn og trúna á sjálfan sig og þá dottið út af vinnu­mark­aði og sitja þá eftir þegar hag­kerfið nær sér á strik aft­ur. Þannig getur skamm­vinn nið­ur­sveifla haft áhrif til langs tíma.

Þegar far­sótt geisar þá geta einnig orðið afleið­ingar til lengri tíma. Aug­ljós­asta afleið­ingin er sú að mörg fyr­ir­tæki verði gjald­þrota vegna þess að við­skipta­vinum fækkar tíma­bundið og starfs­fólk er heima og þorir ekki að koma til vinn­u. 

Þá lækka tekj­ur, lausa­fjár­staðan versnar og slök afkoma getur valdið því að eigið fé verði upp urið áður en far­ald­ur­inn hefur runnið sitt skeið. Fyr­ir­tækjaflóran verður þá fátæk­ari þegar upp er staðið og í gjald­þroti fyr­ir­tækj­anna felst heldni – það að tíma­bundin far­sótt hefur áhrif til lengri tíma á efna­hags­líf­ið. Þetta á sér­stak­lega við um þrot kerf­is­lega mik­il­vægra fyr­ir­tækja sem hefur síðan áhrif á rekstur ann­arra fyr­ir­tækja. En áhrifin eru ekki ein­skorðuð við þau fyr­ir­tæki sem fara í þrot. Þau fyr­ir­tæki sem ekki verða gjald­þrota hafa minna eigið fé eftir en áður og eig­in­fjár­skortur hefur áhrif á ákvarð­anir stjórn­enda. Vöxtur þeirra er þá minni fyrir vikið þegar eðli­legt ástand hefur náð að mynd­ast.“

Þess vegna skipti mestu málið á næstu mán­uðum að við­skipta­bankar og stjórn­völd geri sitt besta til þess að líf­væn­leg fyr­ir­tæki sem verði fyrir áföllum geti haldið áfram rekstri þegar ástand verður eðli­legt aft­ur. Það sé, líkt og áður sagði, hægt að gera með því að sjá fyr­ir­tækjum með nægt eigið fé fyrir lausu fé auk þess sem stjórn­völd geta frestað inn­heimtu skatta hjá þeim fyr­ir­tækjum sem verst standa, fellt niður skatta eða lækkað þá og veitt nið­ur­greidd lán til þess að hjálpa þeim að ná sér á strik. 

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent