Auglýsing

Það eru uppi aðstæður í heim­in­um, og íslensku sam­fé­lagi þar með talið, sem kalla á að víkja öllu hefð­bundnu dæg­ur­þrasi til hlið­ar. Póli­tísk hug­mynda­fræði og kreddu­á­herslur í rík­is­fjár­málum verða líka að víkja. Skyn­samt og rétt mein­andi fólk verður að taka höndum sam­an, móta mark­vissa stefnu um skýrar aðgerðir og hrinda þeim svo fum­laust í fram­kvæmd. Það verður að geta sett sig í spor mis­mun­andi hópa sam­fé­lags­ins við mótun þeirra aðgerða og reyna eftir bestu getu að hafa sam­ráð þegar að fram­kvæmd þeirra kem­ur. 

­Með hverjum deg­inum sem líður sem að fát er á því hvernig skila­boð eru fram­sett, að óvissa sé um hver staðan sé og hvað sé í vænd­um, þá minnkar glugg­inn til að takast á við þessar áskor­anir almenni­lega. Og sam­hliða vex lýð­skrum­urum sem reyna að selja sig sem sterka leið­toga, en eru aðal­lega sjálf­hverft lýð­ræð­is­legt skað­ræði sem kunna fyrst og fremst að nýta sér aðstæður til að slá póli­tískar keil­ur, fiskur um hrygg. Það er gríð­ar­lega sam­fé­lags­lega mik­il­vægt að sam­hentar aðgerðir jað­ar­setji slíka aðila. Allir sem leggja til að til­mæli sér­fræð­inga séu hunsuð eiga að dæm­ast sam­stundis úr leik, enda oftar en ekki vart sér­fræð­ingar í nokkru nema sjálfum sér.

Það þarf að vera áætlun

Enn sem komið er hefur rík­is­stjórn­inni mis­tek­ist illa að sinna því leið­toga­hlut­verki sem hún á að sinna. Blaða­manna­fundur hennar síð­ast­lið­inn þriðju­dag, þar sem sjö óljósar og að ein­hverju leyti end­ur­nýttar aðgerðir til að skapa við­spyrnu fyrir íslenskt efna­hags­líf, fer í sögu­bæk­urnar fyrir að vera and­stæðan við það að ná til­gangi sín­um. Þar sáust þrír leið­togar þriggja ólíkra flokka sem eru búnir að hafa gaman saman í rík­is­stjórn aðal­lega í með­vindi, skipt­ast á að troða sér í sviðs­ljósið án þess að nokkur þeirra hefði í raun mikið mark­vert að segja. Á sama tíma eru aðrir ráð­herr­ar, sem aug­ljós­lega er haldið frá helstu ákvörð­unum og sviðs­ljós­inu gegn þeirra vilja, að tala fyrir harð­ari og umfangs­meiri aðgerðum í fjöl­miðlum og þar með á skjön við tón for­svars­manna rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Munn­leg skýrsla um aðgerðir stjórn­valda í efna­hags­málum á Alþingi í gær var sömu­leiðis afar inni­halds­rýr og skildi áhorf­endur eftir með fleiri spurn­ingar en svör.

Fund­ur­inn í dag, þar sem greint var frá sam­komu­banni, var skárri og upp­lýs­ing­arnar sem þar voru settar fram skýr­ar. Þar skipti máli að hafa það öfl­uga teymi sér­fræð­inga sem stýrt hafa aðgerðum í sótt­varn­ar­málum með stjórn­mála­mönn­un­um. En öll umgjörðin var ekki traust­vekj­and­i. 

Þetta þarf allt saman að batna og ósam­stíga rík­is­stjórn þarf að koma sér saman um hvernig sé best að eiga reglu­legt og stöðugt sam­tal við þjóð­ina á þessum for­dæma­lausu tím­um. Og hver sé best til þess fall­inn að leiða það sam­tal. 

Sam­komu­bann og ferða­bann

Fyrst og síð­ast þarf að setja heil­brigði íslenskrar þjóðar í for­gang og grípa til allra þeirra aðgerða sem þarf til að tryggja það. Til þess að leggja þá línu erum við með sér­fræð­inga sem á að hlusta á og fylgja út í eitt. Það verður seint sagt nógu oft að þeir séu að standa sig frá­bær­lega, við ótrú­lega krefj­andi og erf­iðar aðstæður með mikið magn af heima­til­búnum bess­erviss­erum á bak­inu sem ala á ótta og óör­yggi byggt á engu nema til­finn­ingu. Við erum að greina, rekja og skima betur en flestar aðrar þjóð­ir. Sam­fé­lagið allt er að taka þátt í að vinna gegn útbreiðslu með því að sýna ábyrga hegðun og verja þá hópa sem eru við­kvæm­ast­ir. 

Í dag bætt­ust svo við til­mæli um sam­komu­bann og ákveðnar hömlur á skóla­starfi. Þetta er gert vegna þess að sótt­varn­ar­læknir kallar eftir aðgerð­unum og ein­boðið að ráð­ast af æðru­leysi í aðgerð­irn­ar. 

Sam­hliða því að taka ákvarð­anir um ítr­ustu heil­brigð­is­á­kvarð­anir þarf að huga að þeim gríð­ar­legu efna­hags­legu afleið­ingum sem þær for­dæma­lausu aðstæður sem við stöndum frammi fyrir munu hafa í för með sér.

Auglýsing
Í byrjun viku stóðum við frammi fyrir þeirri svört­ustu sviðs­mynd að ferða­mönnum sem sækja Ísland heim gæti fækkað um sirka eina íslenska þjóð í ár og orðið um 1,6 millj­ón­ir. Þá hefði þeim fækkað um 700 þús­und á tveimur árum og öllu aug­ljóst að slíkt myndi hafa gríð­ar­leg nei­kvæð áhrif, enda ferða­þjón­usta ell­efu pró­sent af lands­fram­leiðslu árið 2018. Hund­ruð millj­arða króna í tekjum myndu hverfa.

Í gær breytt­ist þessi staða enn til hins verra þegar for­seti Banda­ríkj­anna ákvað að setja ferða­bann á lönd sem til­heyra Schen­gen-­svæð­inu til að fela eigin almenna van­hæfni og sér­tækt aðgerð­ar­leysi í bar­átt­unni gegn útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar. 

Áhrif banns­ins verða mest á Ísland, enda Banda­ríkin stærsta ein­staka við­skipta­land Íslands í þjón­ustu­út­flutn­ingi, sem í felst aðal­lega sala á ferða­þjón­ustu. Á árinu 2018, þegar sá þjón­ustu­út­flutn­ingur náði hámarki, var hann 32 pró­sent af öllum heild­ar­út­flutn­ingi Íslands á þjón­ustu. Sam­kvæmt bráða­birgð­ar­tölum Hag­stofu Íslands fyrir síð­asta ár var hann 29,2 pró­sent það árið. Alls var um að ræða 202 millj­arða króna í þjón­ustu­tekjum sem koma frá þessu eina land­i. 

Nú er, í fullri alvöru, hægt að búast við því að ferða­menn sem heim­sæki landið í ár verði nær einni milljón en tveim­ur. 

Hefur áhrif alls staðar

Þessi staða mun hafa ruðn­ings­á­hrif út um allt atvinnu­lífið og sam­fé­lag­ið. Ísland er örríki, með örmynt og mjög ein­hæfar gjald­eyr­is­skap­andi tekju­lind­ir. Það verður keðju­verkun sem byrjar hjá ferða­þjón­ust­unni og teygir sig síðan yfir í aðrar grein­ar. Við blasir erfið kreppa með miklu atvinnu­leysi og fjölda­gjald­þrot­um. Í þetta skiptið munum við ekki geta sótt lausn­ina í vasa erlendra kröfu­hafa. Kór­ónu­veiran á hvorki banka­reikn­ing né kredit­kort og það verður ekk­ert til hennar að sækja. Við verðum að leysa þessa stöðu sjálf.

Til þess erum við í góðum fær­um. Skulda­staða rík­is­sjóðs er mjög góð, enda hafa stöð­ug­leika­fram­lögin sem kröfu­haf­arnir borg­uðu fyrir að fá að losna út úr íslenskum höftum lækkað skuldir rík­is­ins um mörg hund­ruð millj­arða króna á örfáum árum. Krónan hefur veikst og það bætir sam­keppn­is­hæfni útflutn­ings­greina strax. Engin teikn eru á lofti um verð­bólgu vegna slaka í efna­hags­kerf­inu og lágs heims­mark­aðs­verðs á olíu og frekar lík­legt að hún lækki en hitt. Gamlar plötur um að verja verði verð­tryggða hús­næð­is­lán­tak­end­ur, sem hafa búið við bestu lána­að­stæður Íslands­sög­unnar und­an­farin ár á sama tíma og virði eigna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur tvö­faldast, mega því fara aftur niður í geymslu. 

Gjald­eyr­is­vara­forði þjóð­ar­innar er nú 856 millj­arðar króna og rík­is­sjóður ætti líka að geta fengið lán á mjög góðum kjörum ef eftir því verður leit­að. Við erum í góðri stöðu til að bregð­ast vel við og skila land­inu heilu út úr þessum efna­hags­legu hremm­ing­um. 

Til að stilla þessu upp á skilj­an­legan hátt þá má líkja þessu við heim­il­is­bók­hald. Íslenska ríkið er búið að vera að greiða niður hús­næð­is­lánið sitt hratt á síð­ustu árum og vann auk þess í lottó­inu árið 2015. Það hefur safnað góðum vara­sjóði til að takast á við erf­ið­ari tíma. 

Þeir erf­iðu tímar eru núna.

Skýrt og auð­skilj­an­legt

Þær aðgerðir sem hafa verið kynntar duga ekki til. Það að fresta skilum á opin­berum gjöld­um, líkt og ákveðið var í dag að heim­ila, leysir ekki vanda þeirra fyr­ir­tækja sem eiga illa fyrir helstu útgjöld­um, heldur frestar honum bara þangað til í apr­íl. Sú aðgerð lyktar af því að vera skamm­tíma­að­stoð við Icelandair í dul­ar­gervi almennrar aðgerð­ar. Afnám gistin­átta­skatts skiptir engu máli þegar það eru fáir ferða­menn hvort eð er að koma til að greiða hann. Mark­aðsá­tak í fram­tíð­inni gerir ekk­ert fyrir fyr­ir­tækin sem þurfa að loka um næstu mán­aða­mót, eða starfs­fólkið sem missir vinn­una. Óút­færðar hug­myndir um að halda óskil­greindum „líf­væn­leg­um“ fyr­ir­tækjum í ferða­þjón­ustu lif­andi gera ekk­ert fyrir öll hin fyr­ir­tækin í land­inu, jafn­vel í óskyldum grein­um, sem verða óhjá­kvæmi­lega fyrir miklum áhrifum af stöð­unni.

Auglýsing
Aðgerðir stjórn­valda þurfa að vera stórar og skýr­ar. Fram­setn­ing á þeim þarf að vera ein­föld og auð­skilj­an­leg. Í fyrsta lagi þarf að tryggja birgðir af mat, lyfjum og öðrum nauð­synja­vör­um. Í því felst að styðja við, og þjóð­nýta ef með þarf, flutn­inga­fyr­ir­tæki á borð við Icelandair og skipa­fyr­ir­tæk­in. Í öðru lagi þarf að reyna að halda atvinnustig­inu eins háu og hægt er með áhrifa­ríkum almennum aðgerðum sem hafa þann til­gang að auka svig­rúm sem flestra fyr­ir­tækja í land­inu til að halda sem flestum í vinnu, en hafa þær afleið­ingar að ríkið þarf að gefa eftir miklar tekjur og eyða úr vara­sjóðn­um. Það er hægt að gera með beinum aðgerðum í gegnum skatt­kerfið eða í gegnum bank­anna sem ríkið á og eru troð­fullir af pen­ing­um.

Í þriðja lagi þarf að stór­auka allar greiðslur í atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóð, lengja tíma­bilið sem fólk getur verið á fullum bót­um, búa til auk­inn sveigj­an­leika fyrir starfs­fólk að geta fengið bætur en samt verið í hluta­starfi og beina fleirum í nám á kom­andi hausti án þess að það skerði fram­færslu­mögu­leika þeirra. Það ætti líka að setja aukið fjár­magn í milli­færslu­kerfi og beina þeim í auknum mæli að lág­tekju­hópum sem fara alltaf verst út úr öllum dýf­um.

Í fjórða lagi þarf að vera með putt­ann á púls­in­um, grípa inn í hratt ef með þarf og við­halda hið minnsta rekstri allra þeirra sem telj­ast kerf­is­lega mik­il­væg þjón­ustu­fyr­ir­tæki.

Ísland er í færum til að kom­ast í gegnum þessar aðstæð­ur. Til þess þurfa þeir ein­stak­lingar sem við kjósum til að stýra þjóð­inni að sýna auð­mýkt, fórn­fýsi, dugnað og þor. Tak­ist þeim það mun Ísland ná sér hratt og örugg­lega eftir að far­aldr­inum og afleið­ingum hans slot­ar. Tak­ist þeim það ekki munu póli­tískir tæki­fær­is­sinnar nýta sér ástandið til að skapa glund­roða og auka eigin fyr­ir­ferð. 

Von­andi tekst þeim það.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halla Hrund Logadóttir.
Halla Hrund næsti orkumálastjóri
Hæfisnefnd mat fimm umsækjendur um starf orkumálastjóra hæfa. Eftir viðtöl við þá taldi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir að Halla Hrund Logadóttir væri hæfust þeirra til að gegna starfinu næstu fimm árin.
Kjarninn 19. apríl 2021
Róbert Farestveit, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Vilhjálmur Hilmarsson
Samkeppni skiptir sköpum fyrir lífskjör á Íslandi
Kjarninn 19. apríl 2021
Frosti Sigurjónsson
Nóbelsverðlaunahafi segir ivermectin vinna á COVID-19
Kjarninn 19. apríl 2021
Kári Stefánsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason.
Samstarf Þórólfs og Kára „langoftast“ og „næstum því alltaf“ ánægjulegt
Mun meira máli skiptir hvernig við hegðum okkur heldur en af hvaða afbrigði veiran er, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Sóttvarnalæknir segir þátt fyrirtækisins í baráttunni gegn COVID-19 hafa skipt sköpum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari