Icelandair vinnur með stéttarfélögum að því að lækka launakostnað

Á síðustu dögum hefur dregið úr flugframboði hjá Icelandair um 30 prósent og félagið gerir ráð fyrir því að flugframboð yfir háannartíma muni að minnsta kosti dragast saman um fjórðung.

Icelandair - Mynd: Eric Salard
Auglýsing

Fjár­hags­leg áhrif vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar á starf­semi Icelandair Group eru enn óviss, en ljóst er að hún mun hafa nei­kvæð áhrif á sjóð­streymi félags­ins. Það vinnur nú að því að lág­marka þau áhrif, meðal ann­ars með því að draga úr flug­fram­boði og vinna með stétt­ar­fé­lögum til að lækka launa­kostnað veru­lega.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Icelandair sem send var til Kaup­hallar Íslands í kvöld.

Þar kemur fram að lausa­fjár­staða félags­ins hafi numið  rúmum 39 millj­örðum króna í árs­lok 2019 og sé enn á svip­uðum stað í dag.

Auglýsing
Á síð­ustu dögum hefur Icelandair hins vegar dregið úr flug­fram­boði um allt að 30 pró­sent. „Lík­legt er að dregið verði enn frekar úr flug­fram­boði á meðan ferða­tak­mark­anir eru í gildi og staðan getur breyst hratt. Félagið heldur áfram að fylgj­ast grannt með stöðu mála og hefur gripið til ýmissa aðgerða í sam­ráði við heil­brigð­is­yf­ir­völd til að tryggja heilsu og öryggi starfs­fólks og far­þega.

Óvissa ríkir um háanna­tíma sum­ars­ins en félagið gerir að óbreyttu ráð fyrir að draga úr flug­fram­boði um að minnsta kosti 25 pró­sent miðað við það sem áður hafði verið kynnt. Félagið mun þó leggja áherslu á að við­halda þeim sveigj­an­leika sem þarf til að geta brugð­ist hratt við eftir því hvernig eft­ir­spurn þró­ast.“

Mark­aðsviði Icelandair hefur hríð­fallið und­an­far­ið. ­Meðal ann­ars lækk­­aði Icelandair um 22,8 pró­sent á fimmtu­dag, eftir að Banda­ríkin til­kynntu um ferða­bann til lands­ins. Bréf félags­ins jöfn­uðu sig aðeins á föstu­dag en mark­aðsvirði þess við lok við­skipta þá var rétt um 22,8 millj­arður króna. Það hefur ekki verið lægra en það er um þessar mundir frá því snemma árs 2011. Mark­aðsvirði Icelandair fór niður fyrir 30 millj­­arða króna í fyrsta skipti í átta ár í byrjun síð­ustu viku.

Eigið fé Icelandair var um 60 millj­­arðar króna um síð­­­ustu ára­­mót. Mark­aðsvirðið er því um rúm­lega einn þriðji af eigin fé félags­­ins og rúm­lega helm­ingur af lausu fé þess.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent