Ekki nóg að setja á samkomubönn til að verjast veirunni

Ekki er nóg að banna fólki að fara út, loka veitingahúsum og skólum. Slíkum aðgerðum verða að fylgja umfangsmiklar lýðheilsuvarnir. Annars gæti allt farið á versta veg á ný. Nauðsynlegt er að finna smitaða, einangra og rekja smit.

Auðar götur munu einn daginn fyllast á ný. Og þá gæti allt farið aftur á versta veg.
Auðar götur munu einn daginn fyllast á ný. Og þá gæti allt farið aftur á versta veg.
Auglýsing

„Það sem við verðum að ein­beita okkur að er að finna þá sem eru veik­ir, þá sem eru smit­aðir og ein­angra þá, finna þá [sem smit­að­ir] hafa verið í sam­skiptum við og ein­angra þá.“

Þetta segir Mike Ryan, sér­fræð­ingur hjá Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­inni. Hann segir ekki nóg að stjórn­völd loki ein­fald­lega ­sam­fé­lögum sínum í bar­átt­unni gegn kór­ónu­veirunni. Til þurfi einnig að koma lýð­heilsu­varn­ir til að koma í veg fyrir að veiran nái sér aftur á strik síðar meir. Hætta sé á að það ger­ist þegar sam­komu­bönnum og öðrum tak­mörk­unum verður aflétt.

Mörg lönd víða um heim hafa síð­ustu daga gripið til sam­komu­banna, ­út­göngu­banna og marg­vís­legra ann­arra tak­markanna. Versl­anir eru lok­að­ar, bar­ir og veit­inga­hús einnig og sömu­leiðis skólar í mörgum lönd­um.

Auglýsing

En Ryan segir það alls ekki nóg. Því verði sam­hliða að ­fylgja umfangs­mikil skimun og smitrakn­ing. Tók hann Kína, Singapúr og Suð­ur­-Kóreu ­sem dæmi. Þar voru sett á ferða­bönn og fleira en á sama tíma var ski­mað í stórum stíl og allra leiða leitað til að hafa uppi á þeim sem mögu­lega vor­u smit­að­ir. Þetta er að mati Ryan leiðin sem Evr­ópu­þjóðir ættu að fylgja nú þeg­ar miðju heims­far­ald­urs­ins er nú þar að finna.

Í takti við aðgerðir á Íslandi

Þessar aðgerð­ir, sem Asíu­löndin gripu til strax í upp­hafi árs, eru nokkuð sam­bæri­legar þeim sem not­aðar hafa verði hér á landi. Leið­ar­stef ­ís­lenskra heil­brigð­is­yf­ir­valda er að greina snemma, ein­angra og beita sótt­kví. Þá hefur sér­stakt smitrakn­ing­arteymi, sem lög­reglu­menn og heil­brigð­is­starfs­fólk koma að, unnið að því að rekja hvert ein­asta smit. 

­Ís­lensk erfða­grein­ing hef­ur í nokkra daga ski­mað fyrir veirunni meðal almenn­ings til að kanna hvort að ­sam­fé­lags­smit sé að eiga sér stað, þ.e. hvort að veiran hafi búið um sig í sam­fé­lag­inu án þess að við vitum af því.

Í síð­ustu viku var svo sett á sam­komu­bann á Íslandi sem er enn eitt tæki sem stjórn­völd geta beitt til að hefta útbreiðslu. Til stendur að herða enn frekar á því frá og með mið­nætti á morg­un, mánu­dag.

Far­ald­ur­inn er nú veru­lega að sækja í sig veðrið á Spáni og ­neyð­ar­á­stand sem þar er í gildi hefur verið fram­lengt um tvær vikur til­ við­bót­ar. Á meðan það er í gildi mega Spán­verjar ekki fara út af heim­ilum sín­um ­nema að brýna nauð­syn beri til. Þar hafa nú 1.720 dáið og stað­fest smit eru ­yfir 28 þús­und.

Í gær lést Lor­enzo Sanz, fyrr­ver­andi for­set­i knatt­spyrnu­fé­lags­ins Real Madrid, úr COVID-19. Hann var 76 ára gam­all. Madrid er miðja far­ald­urs­ins á Spáni og þar hafa flest smit greinst og yfir 800 lát­ist ­vegna veirunn­ar.

Staðan er nokkuð önnur í Tékk­landi í augna­blik­inu. Þar segja op­in­berar tölur að 1.047 smit hafi greinst úr tæp­lega 15.600 sýnum og að sex ­sjúk­lingar hafi náð sér af COVID-19. Eng­inn er enn tal­inn hafa lát­ist úr veiru­sýk­ing­unni.

Að minnsta kosti átta erf­iðar vikur fyrir höndum

Belgísk yfir­völd telja að þar í landi verði hámarki far­ald­urs­ins senn náð. Enn séu þó erf­iðar átta vikur framund­an. Í land­inu, sem er mið­stöð ýmissa alþjóða­stofn­ana, búa um tíu millj­ónir manna. Þar hef­ur ­stað­festum smitum og dauðs­föllum af völdum veirunnar fjölgað hratt síðust­u daga. Í dag hafa greinst 3.400 smit og 75 dauðs­föll eru rakin til veirunn­ar. Um helg­ina óku lög­reglu­bílar um götur borg­ar­innar og hvatti lög­reglan fólk til að vera inni hjá sér og halda fjar­lægð sín á milli.

Í Frakk­landi hafa greinst um 15.000 smit og dauðs­föll eru þegar orðin mörg eða 562.

Miklar tak­mark­anir hafa verið settar á mörg landa­mæri í Evr­ópu og víðar og ónauð­syn­legum ferða­lögum settar þröngar skorð­ur.

Í Evr­ópu er ástandið lang­verst á Ítalíu og þar hefur her­inn verið feng­inn til að tryggja að fólk haldi útgöngu­bann. Á einum sól­ar­hring, frá­ ­föstu­degi til laug­ar­dags, lét­ust 793 sem þýðir að aðeins á fjórum dögum dóu ­yfir 2.300 manns í land­inu vegna veirunn­ar. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokum sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiErlent