Nafni apabólu verður líklega breytt

Sóttvarnalæknir segir til skoðunar að breyta nafninu á sjúkdómi þeim sem nú er kallaður apabóla. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur ákveðið að enska heitinu monkeypox verði breytt í mpox.

Hjúkrunarfræðingur bólusetur karlmann í Bandaríkjunum gegn apabólu. Bóluefni gegn bólusótt gagnast til að verjast apabólu.
Hjúkrunarfræðingur bólusetur karlmann í Bandaríkjunum gegn apabólu. Bóluefni gegn bólusótt gagnast til að verjast apabólu.
Auglýsing

„Við þurfum ekki að breyta nafn­inu en mér finnst lík­legt að við gerum það,“ segir Guð­rún Aspelund sótt­varna­læknir um hvort til standi að breyta nafni sjúk­dóms­ins apa­bólu í sam­ræmi við ákvörðun Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar (WHO). Stofn­unin hefur ákveðið að enska heit­inu, mon­keypox, verði breytt í mpox.

Guð­rún bendir á að WHO mun nota bæði nöfnin í eitt ár en eftir það ein­göngu mpox. Mpox verði síðan verða form­lega í upp­færslu á alþjóð­legu flokk­un­ar­kerfi WHO á árinu 2023.

Sextán ein­stak­lingar hafa greinst með apa­bóluna á Íslandi. Allt eru það full­orðnir karl­menn og flestir þeirra hafa smit­ast erlend­is.

Auglýsing

En hverjir taka ákvarð­anir um nöfn á sjúk­dóma og þá breyt­ingar sem þess­ar?

„Sótt­varna­læknir í sam­ráði við sótt­varna­ráð og emb­ætti land­læknis mun taka ákvörðun þar sem þetta er til­kynn­inga­skyldur smit­sjúk­dóm­ur,“ svarar Guð­rún, „en engin form­leg nafna­nefnd eða þannig er um slíkt hér­lend­is.“

Hún segir að yfir­leitt séu heiti sjúk­dóma tekin beint upp frá WHO, sam­an­ber COVID-19 og apa­bóla (e. mon­keypox).

WHO tekur ákvörðun sína í kjöl­far háværs ákalls um breyt­ingu á heit­inu. Margir telja nafn sjúk­dóms­ins – apa­bóla – smána þá sem sýkj­ast og fylla þá skömm. „Þegar útbreiðsla apa­bólu hófst fyrr á þessu ári þá voru marg­vís­leg rasísk ummæli látin falla á net­inu og víð­ar,“ sagði í til­kynn­ingu frá WHO um ákvörð­un­ina. Á fundum sér­fræð­inga WHO, sem koma frá ólíkum lönd­um, vöktu margir máls á þessu og ósk­uðu eftir nafna­breyt­ing­u.“

Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin hefur það hlut­verk að nefna sjúk­dóma, rask­anir og heil­kenni. Stofn­unin hefur auk þess vald til að breyta nöfn­um. Hins vegar er ekki algengt að það sé gert. Þekktasta dæmið um slíka breyt­ingu er heil­kenni sem WHO kallar nú þrí­stæðu 21. Heil­kennið var áður nefnt Down syndrome af stofn­un­inni, Down-heil­kenni á íslensku.

Far­ald­ur­inn fyr­ir­séður

Apa­bóla (mon­keypox) hefur verið kölluð því nafni í fleiri ár en það er þó ekki fyrr en hún breið­ist frá Afr­íku til Vest­ur­landa þar sem ákall um nafna­breyt­ingu verður hávært. Í mörgum ríkjum Afr­íku hefur hún verið land­læg lengi en rann­sóknir á henni þó verið tak­mark­að­ar. Helsta skýr­ingin er sú, líkt og oft á við þegar Afr­íka á í hlut, að fjár­magn til þeirra skort­ir.

Í maí á þessu ári fór apa­bólan svo að breið­ast út um Evr­ópu og í kjöl­farið til fleiri Vest­ur­landa. Það kom mörgum sér­fræð­ingnum á óvart en hefði þó ekki átt að gera það. Því þeir sér­fræð­ingar sem mest hafa rann­sakað sjúk­dóm­inn í Afr­íku voru búnir að vera við að einmitt þetta gæti gerst. Þeir segja að það eina sem hefði átt að koma á óvart var hversu nákvæmir spá­dómar þeirra um far­aldur víða um heim reynd­ust.

Auglýsing

„Við höfum alltaf varað við því að við ákveðnar kjörað­stæð­ur, líkt og þeirra sem urðu til þess að far­ald­ur­inn braust út í ár, að sjúk­dóm­ur­inn gæti ógnað lýð­heilsu um allan heim,“ segir Adesola Yinka-Og­un­leye, far­alds­fræð­ingur við smit­sjúk­dóma­stofnun Níger­íu. Auk Nígeríu er apa­bóla land­læg í Benín, Kamer­ún, Gana og Líberíu og að auki hefur hún greinst í mörgum öðrum Afr­íku­ríkjum í far­aldr­inum nú.

Yfir 80 þús­und manns í meira en 100 löndum hafa greinst með apa­bólu á þessu ári. Þessi mikla útbreiðsla hefur minnt á mik­il­vægi þess að hlusta á varn­að­ar­orð sér­fræð­inga í þeim löndum sem mesta þekk­ingu hafa á ákveðnum sjúk­dóm­um. Far­alds­fræð­ing­arnir Yinka-Og­un­leye og Anne Rimoin, sem hefur rann­sakað apa­bólu í Aust­ur-­Kongó, hafa báðar rann­sakað sjúk­dóm­inn í fleiri á og hafa sam­an­lagt ára­tuga reynslu af því verk­efni.



Árið 2017 hófu und­ar­leg útbrot að gera vart við sig hjá fólki í suð­ur­hluta Níger­íu. Yinka-Og­un­leye grun­aði strax að um væri að ræða apa­bólu en sú stað­reynd að hún hafði ekki greinst í land­inu í fjóra ára­tugi dró þó úr vissu henn­ar. En grunur hennar var stað­festur nokkrum vikum síð­ar. 122 til­felli greindust í Nígeríu þetta ár og sjö dauðs­föll voru tengd sjúk­dómn­um. Karlar voru í meiri­hluta sýktra og flestir voru þeir full­orðnir svo hægt var að draga þá ályktun að dregið hefði veru­lega úr virkni barna­bólu­setn­ingar gegn bólu­sótt.

Ban­vænna afbrigði

Í Aust­ur-­Kongó hefur annað afbrigði veirunnar sem veldur apa­bólu greinst en í Níger­íu. Það afbrigði er lífs­hættu­legra. Heil­brigð­is­kerfi lands­ins er mjög veik­byggt, þetta er eitt fátæk­asta ríki heims þar sem mikil ólga og átök hafa geisað árum og ára­tugum sam­an. Þetta ástand hefur gert það erf­ið­ara og flókn­ara að rann­saka útbreiðslu sjúk­dóma. Talið er að þús­undir hafi smit­ast af apa­bólu á hverju ári frá því á níunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Dauðs­föll árlega skipta hund­ruð­um. Í ár, svo dæmi sé tek­ið, eru til­fellin þegar yfir 4.500 og talið er að 155 manns hið minnsta hafi lát­ist vegna apa­bólu.

Yinka-Og­un­leye og Rimoin segja í við­tali við Nat­ure að gríð­ar­leg þörf sé á að rann­saka til fulln­ustu útbreiðslu apa­bólunnar í Afr­íku. „Það er margt sem við vitum ekki ennþá en þurfum að kom­ast að,“ segir Rimoin. Rann­saka þurfi t.d. ónæmi fólks fyrir veirunni, hversu lengi það var­ir, sem og smit­leið­ir.

Til verks­ins þurfi fleiri vís­inda­menn og betri tæki og tól til sýna­söfn­unar og grein­inga. Slíkar rann­sókn­ir, á upp­runa og útbreiðslu veirunnar í Afr­íku mun hjálpa allri heims­byggð­inni, minna þær á.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent