Mikill veikindavetur framundan

COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.

Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Auglýsing

Flensu­tíðin hófst snemma í Evr­ópu þennan vet­ur­inn og að auki hafa kór­ónu­veiran og RS-veiran verið áber­andi. Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin varar við miklum veik­inda­vetri framund­an. Hún brýnir fyrir heil­brigð­is­yf­ir­völdum hvers lands að láta bólu­setja við­kvæma hópa fyrir bæði inflú­ensu og COVID-19.

Vegna þess að veik­indi af ýmsum toga eru útbreidd telur WHO ástæðu til að vara við því að álag á heil­brigð­is­kerfi verði mikið á kom­andi vikum og mán­uð­um. Grein­ingum og inn­lögnum vegna önd­un­ar­færa­sýk­inga hefur fjölgað tölu­vert hér á landi á síð­ustu vik­um.

Auglýsing

Tvær týpur af inflú­ensu­veirunni eru á kreiki í Evr­ópu: A og B. Sýk­ingar af báðum afbrigðum hafa verið áber­andi meðal barna og allt frá því í októ­ber hefur orðið aukn­ing í inn­lögnum á sjúkra­hús vegna inflú­ensunnar meðal eldra fólks. Inflú­ensa getur valdið alvar­legum veik­indum hjá þeim sem eldri eru sem og hjá fólki sem er með króníska önd­un­ar­færa­sjúk­dóma.

Í dæmi­gerðu árferði smit­ast um 5-15 pró­sent af mann­fjöld­anum af inflú­ensu. Um 3-5 millj­ónir manna veikj­ast alvar­lega og dauðs­föll á heims­vísu eru um 650 þús­und í með­al­ári. Um 70 þús­und þess­ara dauðs­falla verða í Evr­ópu.

Sýk­ingum af RS-veirunni hefur einnig fjölgað fra því í októ­ber og í tutt­ugu Evr­ópu­ríkjum er veru­leg aukn­ing á smit­um.

Fleiri að grein­ast og leggj­ast inn

Líkt og víðar í Evr­ópu var inflú­ensan tölu­vert fyrr á ferð­inni hér á landi en venju­lega. Einnig eru margir að grein­ast með aðrar önd­un­ar­færa­veir­ur. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Land­spít­ala hefur orðið aukn­ing milli ára á sýna­töku vegna önd­un­ar­færa­sýk­inga sem getur að ein­hverju leyti útskýrt fjölda grein­inga. „Hins vegar er ljóst að klínískar grein­ingar eru algeng­ari en vant er á þessum árs­tíma og inn­lagnir hafa aukist,“ segir enn­fremur í upp­lýs­ingum spít­al­ans.

Auglýsing

Í síð­ustu viku nóv­em­ber­mán­aðar jókst fjöldi þeirra sem þurftu inn­lögn á Land­spít­ala vegna COVID-19, inflú­ensu og RSV (RS-vírus) milli vikna. 52 ein­stak­lingar voru lagðir inn á Land­spít­ala vegna þess­ara sjúk­dóma þá viku. Flestir vegna COVID-19 eða 29 ein­stak­ling­ar, 14 vegna inflú­ensu og níu vegna RSV. Inn­lagnir eru algengastar í elstu ald­urs­hóp­unum vegna COVID-19 og inflú­ensu en í yngstu ald­urs­hóp­unum vegna RSV. Tveir sjúk­lingar voru inniliggj­andi á sjúkra­hús­inu á Akur­eyri með COVID-19.

Þróun innlagna vegna sjúkdómanna þriggja á Landspítalann síðustu vikur. Mynd: Landspítalinn

Í umræddri viku var Respiratory Syncytial veiru­sýk­ing (RSV) stað­fest hjá sam­tals 26 ein­stak­lingum og er það sami fjöldi og greind­ist vik­una áður. Flestar grein­ingar voru hjá börnum á aldr­inum 0-2 ára eða sam­tals 19. Einnig var mikið um grein­ingar á öðrum önd­un­ar­færa­veirum s.s. Rhinoveiru, Adenoveiru, Enter­oveiru, Para­in­flú­ensu, kór­ónu­veirum öðrum er SAR­S-CoV-2 og Human Metap­neu­mó­veiru (hMP­V).

Mikil útbreiðsla COVID-19 í sam­fé­lag­inu

Sam­tals 199 ein­stak­lingar greindust með COVID-19 hér á landi í síð­ustu viku nóv­em­ber sem er svip­aður fjöldi og und­an­farnar vik­ur. Hlut­fall jákvæðra sýna af heild­ar­fjölda sýna var 29 pró­sent sem gefur til kynna, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Land­spít­al­ans, mikla dreif­ingu í sam­fé­lag­inu. Ef hlut­fall jákvæðra sýna er yfir 5 pró­sent er almennt talið að dreif­ing í sam­fé­lagi sé meiri en sýna­taka gefur til kynna. Áfram grein­ast flestir með Omicron BA.5 afbrigðið og und­ir­af­brigði þess.

Myndin sýnir hvenær inflúensan hefur greinst síðustu ár. Rauða línan sýnir yfirstandandi vetur og sjá má hversu snemma fyrstu tilfellin greinast. Athugið að línan er flöt eftir 47. viku en það skýrist af því að gögn síðan þá, liggja ekki fyrir. Á myndinni má einnig sjá að yfirleitt er inflúensan að greinast mest á fyrstu vikum ársins. Mynd: Landspítalinn

41 ein­stak­lingur greind­ist með stað­festa inflú­ensu hér á landi í þess­ari sömu viku sem er aukn­ing milli vikna. Sjö voru á aldr­inum 0-4 ára, tveir á aldr­inum 5-15 ára, 19 á aldr­inum 16-64 ára og 13 voru 65 ára og eldri. Fjöldi með inflú­ensu­lík ein­kenni, sem eru klínískar grein­ingar skráðar í sjúkra­skrá, jókst einnig milli vikna úr 23 í 39.

Grímunotkun í fjölmenni hefur sannað gildi sitt í sóttvarnalegu tilliti. Mynd: EPA

WHO segir mjög mik­il­vægt að heil­brigð­is­yf­ir­völd séu áfram á varð­bergi gagn­vart COVID-19 en einnig bæði til­fellum inflú­ensu og sýk­inga af RS-veirunni. „Þörfin fyrir að vernda heilsu fólks, sér­stak­lega við­kvæmra hópa, er rík nú sem aldrei fyrr.“

Stofn­unin ítrekar enn­fremur til­mæli um að gæta að per­sónu­legum smit­vörn­um. Að halda sig til hlés í veik­ind­um, hand­hreins­un, grímunotkun á heil­brigð­is­stofn­unum þ.m.t. bið­stof­um, að forð­ast umgengni við ung­börn, sér­stak­lega nýbura, og aðra í áhættu­hópum meðan ein­kenni eru til stað­ar, getur dregið úr smiti til ann­arra og þar með alvar­legum veik­indum meðal áhættu­hópa. „Að­eins með því að vera vel und­ir­bú­in, á varð­bergi og halda áfram þeim aðgerðum sem við vitum að virka, getum við kom­ist yfir áskor­anir þessa vetr­ar.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent