Segja stjórnvöld gefa erlendum stórfyrirtækjum auðlindir Íslands

80 þúsund frjóir laxar eru taldir hafa sloppið úr kvíum Arnarlax á Vestfjörðum. Villti laxastofninn á Íslandi telur aðeins um 50 þúsund laxa. Um er að ræða „grafalvarlegt umhverfisslys“.

Um 80 þúsund eldislaxar sluppu úr einni kví Arnarlax í Arnarfirði síðasta sumar.
Um 80 þúsund eldislaxar sluppu úr einni kví Arnarlax í Arnarfirði síðasta sumar.
Auglýsing

„Er stefna stjórn­valda að þurrka út villtan lax á Íslandi og þar með hlunn­indi og ferða­þjón­ustu í lax­veiðiám fyrir ofsa­gróða norskra sjó­kvía­eld­is­fyr­ir­tækja? Af hverju eru íslensk stjórn­völd að gefa erlendum stór­fyr­ir­tækjum auð­lindir okk­ar?“ Þannig spyr fjöldi sam­taka og fyr­ir­tækja sem skora á mat­væla­ráð­herra að stöðva lax­eldi í opnum sjó­kvíum áður en það verði um sein­an. Kallað er eftir „trú­verð­ugri áætlun sem miðar að því að banna alfarið lax­eldi í sjó­kvíum hér við land“.

Auglýsing

Nýverið lagði Mat­væla­stofnun 120 millj­óna króna stjórn­valds­sekt á sjó­kvía­eld­is­fyr­ir­tækið Arn­ar­lax er upp komst að fyr­ir­tækið gat ekki gert grein fyrir örlögum yfir 80 þús­und laxa sem sleppt hafði verið í kví fyr­ir­tæk­is­ins í Arn­ar­firði. Ljóst þykir að þeir hafi sloppið út í nátt­úr­una. Sakar MAST Arn­ar­lax um að hafa brotið gegn skyldu til að til­kynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á hon­um.

Við slátrun úr sjó­kví 11 við Haga­nes í Arn­ar­firði í októ­ber varð ljóst að fyr­ir­tækið gat ekki gert grein fyrir afdrifum 81.564 laxa hið minnsta.

Alls hafði 132.976 löxum verið komið fyrir í kvínni í októ­ber 2020 og júlí 2021. Skráð afföll voru 33.097 fiskar en nú í októ­ber, þegar slátrun var lokið úr kvínni, reynd­ist fjöld­inn sem kom upp úr kvínni hins vegar vera aðeins 18.315 lax­ar.

Hófst þá rann­sókn MAST sem leiddi í ljós mis­ræmi í fóð­ur­gjöf miðað við upp­gef­inn fjölda fiska í kvínni. Veru­leg frá­vik höfðu orðið í fóð­ur­gjöf í umræddri kví frá því í júní í fyrra „sem hefði átt að vekja sterkar grun­semdir fyr­ir­tæk­is­ins um að eitt­hvað alvar­legt væri á seyð­i,“ sagði í til­kynn­ingu MAST um mál­ið.

Í ágúst í fyrra var til­kynnt um gat á umræddri kví og þá sagt að það hefði ekki verið á henni við eft­ir­lit um mán­uði fyrr.

Arn­ar­lax svarar fyrir sig

For­svars­menn Arn­ar­lax svör­uðu þess­ari ákvörðun MAST með því að til­kynna að þeir hyggð­ust kæra hana á þeim for­sendum að „öllum við­bragðs­ferlum fyr­ir­tæk­is­ins, sem og lögum og regl­um, hafi verið fylgt til hins ítrasta“. Í til­kynn­ingu sögðu for­svars­menn­irnir að þeim þætti „mjög mið­ur“ að lax hefði sloppið og að fyr­ir­tækið muni draga lær­dóm af „þessu óhappi“.

Sam­tökin og fyr­ir­tækin sem sent hafa stjórn­völdum áskorun vegna slyss­ins benda á að villti laxa­stofn­inn á Íslandi telji um 50 þús­und laxa. Slysa­slepp­ing­in, þar sem um 80 þús­und frjórir norskir eld­is­laxar hafi sloppið út í nátt­úr­una, sé „grafal­var­legt umhverf­isslys“ sem muni hafa „al­var­leg erfða­fræði­leg áhrif“ á villta laxa­stofna á Íslandi. Slysa­slepp­ingin sé enn fremur stað­fest­ing þess „að fögur fyr­ir­heit fyr­ir­tækja í sjó­kvía­eldi eru fölsk og opin­berar hún einnig skeyt­ing­ar­leysi fyr­ir­tæk­is­ins gagn­vart hags­munum nátt­úr­unnar þegar ákveðið er að mót­mæla sekt­ar­greiðsl­unn­i“.

Auglýsing

Sam­tökin benda á að erfða­mengun villtra stofna í kjöl­far slysa­slepp­inga er óaft­ur­kræft umhverf­isslys. Ekki standi villtum laxa­stofnum þó aðeins ógn af sjó­kvía­eldi því iðn­að­ur­inn skilji einnig eftir sig mengun á hafs­botni. Þá stafi öðrum villtum stofnum ógn af lúsa­fári og sjúk­dóm­um. Enn­fremur sé ímynd óspilltrar nátt­úru Íslands í hættu.

Orð­spor Íslands svert

Á Íslandi eru rúm­lega 2.250 lög­býli sem treysta á tekjur frá lax­veiðiám og skapar lax­veiðin marg­falt fleiri störf en sjó­kvía­eldi mun nokkurn tíma gera, segir í áskorun sam­tak­anna og fyr­ir­tækj­anna. Efna­hags­legt virði lax- og sil­ungs­veiða nemi 13,5 millj­örðum króna árlega. „Slysa­slepp­ingar sem þessi rýra verð­mæti þeirra nátt­úru­legu auð­linda sem fjöl­skyldur á lands­byggð­inni treysta á.“ Orð­spor Íslands sem upp­runa­lands hrein­leika sé einnig svert. „Ætla stjórn­völd að gera sömu mis­tök og aðrar þjóðir sem ala frjóan og fram­andi lax í opnum sjó­kvíum?“

Skorað er á mat­væla­ráð­herra að stöðva lax­eldi í opnum sjó­kvíum áður en það verði um sein­an. „Það er ljóst að ef stjórn­völd hafa raun­veru­legan áhuga á að vernda villta laxa­stofna og nátt­úru Íslands, þá þarf að stöðva fisk­eldi í opnum sjó­kví­um.“ Á meðan verið sé að stunda sjó­kvía­eldi á Íslandi þurfi að gera það eftir allra ströng­ustu stöðlum og er bent á svo­nefnda NASCO-­staðla í því sam­hengi. Skorað er á mat­væla­ráð­herra að inn­leiða þessa staðla og „gefa engan afslátt af þeim á meðan verið er að stunda þessa meng­andi starf­semi í fjörðum lands­ins“.

Einnig er skorað á ferða­mála­ráð­herra að vernda þau 2.250 lög­býli sem treysta á lax­veiði­hlunn­indi sem séu auk þess „ómet­an­legur partur af ferða­þjón­ustu lands­ins“.

Sam­tökin og fyr­ir­tækin sem skrifa undir áskor­un­ina eru:

NASF á Íslandi, Lands­sam­band Veiði­fé­laga, Icelandic Wild­life Fund, Lax­inn Lifi, Land­vernd, Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands, Ungir Umhverf­is­sinn­ar, Lax-á, Veiði­fl­ug­ur, Veiði­vön, Höklar, Six Rivers Project, Stóra-­Laxá, Fuss, Laxá á Ásum, Star­ir, Mið­fjarð­ará, Eleven Experience, Norð­urá, Stanga­veiði­fé­lag Reykja­víkur (SVFR), Hreggnasi, Vatns­dalsá, Veiði­fé­lag­ið, Fish Partner og Flugu­búll­an.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent