Sex skrítnar staðreyndir um tíðarfarið í nóvember

Rafskútur í röðum – á fleygiferð. Fjöldi fólks á golfvöllum. Borðað úti á veitingastöðum. Nóvember fór sérlega blíðum höndum um Ísland þetta árið. Svo óvenju blíðum að hann fer í sögubækurnar.

Rauð viðvörun! Rauði liturinn táknar að hiti á viðkomandi veðurstöð hafi verið hærri í nóvember en að meðaltali síðustu tíu árin á undan.
Rauð viðvörun! Rauði liturinn táknar að hiti á viðkomandi veðurstöð hafi verið hærri í nóvember en að meðaltali síðustu tíu árin á undan.
Auglýsing

Sá hlýjasti frá upp­hafi mæl­inga

Nóv­em­ber, ell­efti mán­uður árs­ins, var hlýr um allt land og með­al­hiti var sá hæsti sem mælst hefur í nóv­em­ber á lands­vísu. Hann var um þremur gráðum hlýrri en að með­al­lagi og sló naum­lega hita­met nóv­em­ber­mán­aðar frá 1945, segir í sam­an­tekt Veð­ur­stofu Íslands.

Auglýsing

Og hann var með hlýj­ustu nóv­em­ber­mán­uðum sem mælst hafa á mörgum veð­ur­stöðv­um, t.a.m. sá hlýjasti frá upp­hafi mæl­inga í Grímsey, á Teig­ar­horni og á Hvera­völl­um, og aðeins einu sinni hefur mán­að­ar­með­al­hiti nóv­em­ber verið jafn hár í Árnesi.

Meðalhiti (t) í nóvember 2022 á nokkrum stöðvum. Einnig má sjá vik miðað við meðalhita nóvember 1991 til 2020 (vik 30) annars vegar og 2012 til 2021 (vik 10) hins vegar í °C, ásamt röðun meðalhita mánaðarins í samanburði við aðra nóvembermánuði eftir að mælingar hófust.

Sam­kvæmt Trausta Jóns­syni veð­ur­fræð­ingi var mán­uð­ur­inn sá hlýjasti á öld­inni á spá­svæðum allt frá Breiða­firði norður og austur um og að og með Aust­ur­landi að Glett­ingi.

Með­al­hiti mán­að­ar­ins var hæstur 7,3 stig á Steinum undir Eyja­fjöll­um.

Hæsti hiti sem mæld­ist á land­inu var 16,3 stig á Mið­sitju í Skaga­firði þann 13 nóv­em­ber. Lægstur mæld­ist hit­inn -15,5 stig þennan sama dag í Svart­ár­koti.

Aldrei meiri úrkoma á ell­efu mán­uðum í Reykja­vík

Mjög úrkomu­samt var í mán­uð­inum á Aust­ur­landi. Nýlið­inn mán­uður var t.a.m. næst úrkomu­samasti nóv­em­ber­mán­uður í 85 ára langri mæli­sögu á Dala­tanga, þar sem úrkoman mæld­ist 375,5 mm.

Það sem af er ári hefur verið sér­lega úrkomu­samt í Reykja­vík. Heild­ar­úr­koma fyrstu ell­efu mán­aða árs­ins hefur aldrei mælst meiri í borg­inni. Í jan­úar til nóv­em­ber mæld­ust 1031,3 mm í Reykja­vík sem er 32% umfram með­al­heild­ar­úr­komu sömu mán­aða árin 1991 til 2020 og 24% umfram með­al­lag und­an­far­ins ára­tug­ar.

Landmannalaugar að sumri. Nær snjólaust var á hálendinu í nóvember.

Nær snjó­laust á mið­há­lend­inu

Nýlið­inn nóv­em­ber var einnig sá hlýjasti á öld­inni á mið­há­lend­inu. Þar er að sögn Trausta með­al­frá­vik í hita miðað við síð­ustu tíu ár mest. „Nær algjört snjó­leysi var á veð­ur­stöðvum á þessum slóðum allan mán­uð­inn sem hann segir óvenju­leg­t.“

Aldrei jafn­stríð aust­an­átt í háloft­unum

Meg­in­á­stæða þess­ara hlý­inda er rakin til stöðugrar suð­aust­anátt­ar. „Aust­an­átt háloft­anna hefur aldrei verið jafn­stríð í nóv­em­ber,“ bendir Trausti á, „og sárasjaldan í öðrum mán­uð­u­m“.

Síð­asti mið­viku­dagur nóv­em­ber „ramm­aði inn“ hið óvenju­lega tíð­ar­far mán­að­ar­ins, skrifar Einar Svein­björns­son veð­ur­fræð­ingur á Face­book-­síðu sinni. Þá urðu tals­vert áköf en skamm­vinn hlý­indi „þegar fleygur af lofti með suð­lægan upp­runa“ fór norð­austur yfir land­ið.

Maríuerla er einstaklega fallegur fugl. Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Mar­íu­erla enn á land­inu

„Mar­íu­erla á Laug­ar­vatni rétt í þessu. Það er óvenju­legt. Sást líka fyrir viku.“ Þetta skrif­aði fugla­fræð­ing­ur­inn Tómas Grétar Gunn­ars­son á Face­book í gær. Mar­íu­erlan er far­fugl og flýgur að öllu jöfnu héðan að hausti og alla leið til Vest­ur­-Afr­íku. En góð­viðrið á land­inu síð­ustu vikur og mán­uði hefur ef til vill ruglað hana í rím­inu.

Tómas var spurður hvort að þessi litli fagri fugl, sem er í miklu upp­á­haldi hjá mörgum Íslend­ing­um, geti lifað af vet­ur­inn hér. „Það er ólík­legt nema hún kom­ist ein­hvers staðar inn þar sem hún finnur pödd­ur,“ svarar Tómas. „Mar­íu­erlur hafa lifað af vetur hér í gróð­ur­húsum og úti­hús­um.“

Meiri sól, meiri sól, meiri sól

Sól­skins­stundir í Reykja­vík mæld­ust 40,8 í nóv­em­ber, en það er 1,1 stund yfir með­al­lagi áranna 1991 til 2020. Á Akur­eyri mæld­ust sól­skins­stundir mán­að­ar­ins 8,8, eða 6,4 stundum undir með­al­lagi tíma­bils­ins 1991 til 2020. Það sást því oftar til sólar en við eigum yfir­leitt að venj­ast.

Auglýsing

Og það er vissu­lega ágætt að þurfa ekki að skafa snjó af bílnum á morgn­ana eða vaða hann upp að hnjám á leið í strætó eða á göngu til vinnu og skóla. Og síð­ustu vikur hefur fólk notað reið­hjólin sín og raf­skutlur til að kom­ast ferða sinna enda hvorki hálku né snjó fyrir að fara. En snjór­inn lýsir upp skamm­degið og það hefur því verið sér­lega dimmt, sér­stak­lega í væt­unni, þegar fólk er helst á ferli að morgni og síð­deg­is.

En örvæntið eigi. Snjór­inn mun koma. Og það hlýtur að fara að stytt­ast í þau sjálf­sögðu tíma­mót.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent