Aldursfordómar að kenna elli hirðdömu um kynþáttafordóma

Hirðdama á níræðisaldri hefur sagt skilið við bresku hirðina eftir að hafa látið rasísk ummæli falla um formann góðgerðarsamtaka í móttöku í Buckingham-höll. Þetta er síður en svo í fyrsta skipti sem kynþáttafordómar varpa skugga á konungsfjölskylduna.

Elísabet Englandsdrottning og hirðdaman Susan Hussey voru nánar vinkonur og samstarfskonur.
Elísabet Englandsdrottning og hirðdaman Susan Hussey voru nánar vinkonur og samstarfskonur.
Auglýsing

Ngozi Ful­ani, yfir­maður góð­gerð­ar­sam­taka, var meðal 300 gesta í góð­gerð­ar­boði Camillu Eng­lands­drottn­ingar í vik­unni þar sem til­efnið var her­ferð þar sem barist er gegn heim­il­is­of­beldi sem Camilla stendur fyr­ir.

Susan Hussey, 83 ára hirð­dama og ein sex guð­mæðra Vil­hjálms prins, spurði Ful­ani, sem er svört, ítrekað hvaðan hún „raun­veru­lega“ væri. Ful­ani lýsir sam­tal­inu við Hussey eins og yfir­heyrslu og segir sam­ræð­urn­ar, ef svo má kalla, and­legt ofbeldi.

„Þetta var eins og yfir­heyrsla. Ætli ég geti ekki aðeins útskýrt þetta svona: hún spurði ítrek­að: Hvaðan ertu? Hvaðan er fólkið þitt?“ segir Ful­ani.

Hún lýsir sam­tal­inu á þessa leið í sam­tali við BBC:

Hussey: Hvaðan ertu?

Ful­ani: Sistah Space (góð­gerð­ar­sam­tökin sem hún stýr­ir)

Hussey: Nei, hvaðan ertu?

Ful­ani: Við erum með aðstöðu í Hackn­ey.

Hussey: Nei, hvaðan frá Afr­íku ertu?

Ful­ani: Ég veit það ekki, það eru ekki til gögn um það.

Hussey: Jæja, þú hlýtur að vita hvaðan þú ert, ég dvaldi um tíma í Frakk­landi. Hvaðan ert þú?

Ful­ani: Héð­an, frá Bret­landi.

Hussey: Nei, en af hvaða þjóð­erni ertu?

Ful­ani: Ég er fædd og upp­alin í Bret­landi.

Hussey: Nei en, hvaðan ertu í raun og veru, hvaðan kemur fólkið þitt?

Ful­ani: Fólkið mitt, frú mín, hvað meinar þú?

Hussey: Ó það er greini­legt að það verður áskorun að fá þig til að segja mér hvaðan þú ert. Hvenær komstu hingað fyrst?

Ful­ani: Frú! Ég er breskur rík­is­borg­ari, for­eldrar mínir komu hingað á 6. ára­tugnum þeg­ar…

Hussey: Ó ég vissi að við kæm­umst þangað á end­an­um, þú ert frá kar­ab­ísku eyj­un­um!

Ful­ani: Nei frú, arf­leifð mín er afrísk, ég á ættir að rekja til Karí­ba­hafs­ins og rík­is­fang mitt er breskt.

Hussey: Ó svo þú ert frá…

Getur kon­ungs­fjöl­skyldan end­ur­speglað fjöl­breyti­leika bresks sam­fé­lags?

Hussey baðst síðar afsök­unar á orðum sínum og í til­kynn­ingu frá kon­ungs­höll­inni segir að kyn­þátta­for­dómar megi hvergi þríf­ast. Hussey var vikið úr bresku hirð­inni og er athæfi hennar metið óásætt­an­legt.

Ngozi Fulani, yfirmaður góðgerðarsamtakanna Sistah Space, fyrir miðju, í Buckingham-höll í vikunni. Mynd: Twitter

Aldur hirð­döm­unnar hefur verið dreg­inn inn í umræð­una og heyrst hafa raddir þess efnis að sýna þurfi skiln­ing að Hussey sé ein­fald­lega af annarri kyn­slóð. Ful­ani gefur lítið fyrir þær skýr­ing­ar.

„Þetta er að mínu mati óvirð­ing og í raun ald­urs­for­dóm­ar,“ segir Ful­ani, sem furðar sig á að svona fram­koma eigi sér stað á við­burði þar sem til­efnið er að vernda konur gegn hvers konar ofbeldi.

„Þó svo að þetta sé ekki lík­am­legt ofbeldi, þá er þetta ofbeld­i.“

Atvikið hefur vakið upp spurn­ingar hvort breska kon­ungs­fjöl­skyldan geti end­ur­speglað fjöl­breyti­leika bresks nútíma­sam­fé­lags og dregur upp stífa mynd af Buck­ing­ham-höll.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kyn­þátta­for­dómar varpa skugga á bresku kon­ungs­fjöl­skyld­una, síður en svo. Í við­tali við Opruh Win­frey greindu Harry og Meg­han frá því að kyn­þátta­for­dómar innan kon­ungs­hall­ar­innar hefðu haft áhrif á ákvörðun þeirra um að segja skilið við kon­ung­un­legar skyldur sínar og flytja til Kana­da, og síðar Banda­ríkj­anna.

Í við­tal­inu kemur fram að þegar Meg­han sagði frá kyn­þátta­for­dómum sem hún og ófætt barn hennar hefðu orðið fyrir frá fólki í fjöl­­skyld­unni var því hins vegar mætt með þrúg­andi þögn klukku­­stundum sam­­an. Og ekki stakt orð barst frá höll­inni í tvo sól­­­ar­hringa um þá höfnun og það afskipta­­leysi sem Meg­han upp­­lifði, örvingluð og ótta­s­leg­in, er hún bað um aðstoð vegna yfir­­­þyrm­andi van­líð­un­­ar.

Kon­ungs­höllin virð­ist hafa lært eitt­hvað af þessu, það að leið að minnsta kosti ekki langur tími þar til greint var frá því að Hussey væri ekki lengur hluti af bresku hirð­inni, sem hún var þó í rúm 50 ár.

Náin vin­kona Elísa­betar drottn­ingar en ekki í náð­inni hjá Díönu

Susan Kathar­ine Hussey, bar­ó­nessa af Norður Brad­ley, er 83 ára og ein guð­mæðra Vil­hjálms Breta­prins. Hussey og Elísa­bet Eng­lands­drottn­ing voru mjög nán­ar.

Hussey kom stutt­lega fyrir í nýj­ustu þátta­röð­inni af The Crown þar sem ljósi er varpað á náið sam­band hennar og Elísa­betar heit­innar Eng­lands­drottn­ing­ar. Hussey hefur starfað sem hirð­dama kon­ungs­fjöl­skyld­unnar frá 1960, þegar Elísa­bet eign­að­ist sitt þriðja barn, Andrew prins.

Auglýsing
Hlutverk hirð­dama er alla jafna sinnt af auð­ugum hefð­ar­frúm sem eru ekki greidd laun fyrir en að fá stöðu hirð­dömu þykir afar virð­ing­ar­vert hlut­verk.

Í fyrstu fólst starf hennar einna helst í að aðstoða við að svara bréfum en varð fljótt hluti af innsta hring drottn­ingar og aðstoð­aði nýja nýgræð­inga innan kon­ungs­fjöl­skyld­unnar að aðlag­ast líf­inu í höll­inni, þar á meðal Díönu prinsessu og Meg­han Markle. Sam­kvæmt höf­undi bók­ar­innar The Windsor Knot, Christopher Wil­son, þar sem fjallað er um líf Díönu í höll­inni, kunni hún illa við hirð­döm­una Sus­an.

Hussey og Elísa­bet voru mjög nánar og fylgdi Hussey henni til að mynda í jarð­ar­för Fil­ippusar í apríl í fyrra og vék ekki frá henni.

Kon­ungs­höllin til­kynnti nýlega að Hussey og aðrar hirð­dömu sem aðstoð­uðu Elísa­betu drottn­ingu í hennar störfum myndu nú aðstoða Karl kon­ung við ýmsa við­burði og verða nú titl­aðar „dömur hirð­ar­inn­ar“ (e. Ladies of the hou­sehold).

Hussey hefur nú sagt sig frá því starfi og beðist afsök­unar á því að hafa end­ur­tekið spurt Ful­ani hvaðan hún væri í raun og veru.

Í til­kynn­ingu frá kon­ungs­höll­inni segir að atvikið sé álitið mjög alvar­legt og verði „rann­sakað í þaul­a“. Það felst meðal ann­ars í því að bjóða Ful­ani aftur í höll­ina til að ræða hennar upp­lifun, ef hún ósk­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokki