Rannsaka andlát manns sem var með COVID-19

Erlendur ferðamaður sem leitaði til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands vegna alvarlegra veikinda í gær reyndist smitaður af veirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.

Kórónaveiran
Auglýsing

Erlendur ferða­maður sem leit­aði til Heil­brigð­is­stofn­un­ar Norð­ur­lands á Húsa­vík vegna alvar­legra veik­inda í gær reynd­ist smit­aður af veirunni sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um. Mað­ur­inn lést stuttu eftir kom­una á stofn­un­ina. Dán­ar­or­sök liggur ekki fyrir en sjúk­dóms­ein­kennin voru ekki ­dæmi­gerð fyrir COVID-19. Unnið er að því að skera úr um dán­ar­or­sök­ina.

Í til­kynn­ingu frá almanna­vörnum kemur fram að marg­þætt vinna taki nú við vegna þessa máls, bæði varð­andi and­lát manns­ins og sem og stuðn­ing við hans nán­ustu. Þá þarf að styðja við og setja þá heil­brigð­is­starfs­menn sem komu að með­ferð manns­ins í sótt­kví, sótt­hreinsa heilsu­gæslu­stöð­ina ásamt því að ­tryggja nauð­syn­lega heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir Hús­vík­inga.

Öll þessi verk­efni eru unnin á vegum almanna­varna­deild­ar­ ­rík­is­lög­reglu­stjóra, í náinni sam­vinnu við sótt­varna­lækni, land­lækni, Rauða kross­inn og er unnið í sam­starfi við aðgerða­stjórn almanna­varna á Norð­ur­land­i eystra og heil­brigð­is­stofnun Norð­ur­lands.

Auglýsing

Starf­semi Heil­brigð­is­stofn­unar Norð­ur­lands á Húsa­vík verð­ur í lág­marki, en eins og áður sagði er allt kapp lag á að tryggja að hægt verð­i að halda uppi mik­il­vægri þjón­ustu við íbúa á starfs­svæði hennar og aðra sem kunna að þurfa á þjón­ustu hennar að halda. Til­kynn­ingar er að vænta um hvern­ig ­þjón­ustu verður hag­að.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 27. þáttur: Konungdæmið í norðri
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfsstöðvum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent