Rannsaka andlát manns sem var með COVID-19

Erlendur ferðamaður sem leitaði til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands vegna alvarlegra veikinda í gær reyndist smitaður af veirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.

Kórónaveiran
Auglýsing

Erlendur ferða­maður sem leit­aði til Heil­brigð­is­stofn­un­ar Norð­ur­lands á Húsa­vík vegna alvar­legra veik­inda í gær reynd­ist smit­aður af veirunni sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um. Mað­ur­inn lést stuttu eftir kom­una á stofn­un­ina. Dán­ar­or­sök liggur ekki fyrir en sjúk­dóms­ein­kennin voru ekki ­dæmi­gerð fyrir COVID-19. Unnið er að því að skera úr um dán­ar­or­sök­ina.

Í til­kynn­ingu frá almanna­vörnum kemur fram að marg­þætt vinna taki nú við vegna þessa máls, bæði varð­andi and­lát manns­ins og sem og stuðn­ing við hans nán­ustu. Þá þarf að styðja við og setja þá heil­brigð­is­starfs­menn sem komu að með­ferð manns­ins í sótt­kví, sótt­hreinsa heilsu­gæslu­stöð­ina ásamt því að ­tryggja nauð­syn­lega heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir Hús­vík­inga.

Öll þessi verk­efni eru unnin á vegum almanna­varna­deild­ar­ ­rík­is­lög­reglu­stjóra, í náinni sam­vinnu við sótt­varna­lækni, land­lækni, Rauða kross­inn og er unnið í sam­starfi við aðgerða­stjórn almanna­varna á Norð­ur­land­i eystra og heil­brigð­is­stofnun Norð­ur­lands.

Auglýsing

Starf­semi Heil­brigð­is­stofn­unar Norð­ur­lands á Húsa­vík verð­ur í lág­marki, en eins og áður sagði er allt kapp lag á að tryggja að hægt verð­i að halda uppi mik­il­vægri þjón­ustu við íbúa á starfs­svæði hennar og aðra sem kunna að þurfa á þjón­ustu hennar að halda. Til­kynn­ingar er að vænta um hvern­ig ­þjón­ustu verður hag­að.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent