Rannsaka andlát manns sem var með COVID-19

Erlendur ferðamaður sem leitaði til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands vegna alvarlegra veikinda í gær reyndist smitaður af veirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.

Kórónaveiran
Auglýsing

Erlendur ferða­maður sem leit­aði til Heil­brigð­is­stofn­un­ar Norð­ur­lands á Húsa­vík vegna alvar­legra veik­inda í gær reynd­ist smit­aður af veirunni sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um. Mað­ur­inn lést stuttu eftir kom­una á stofn­un­ina. Dán­ar­or­sök liggur ekki fyrir en sjúk­dóms­ein­kennin voru ekki ­dæmi­gerð fyrir COVID-19. Unnið er að því að skera úr um dán­ar­or­sök­ina.

Í til­kynn­ingu frá almanna­vörnum kemur fram að marg­þætt vinna taki nú við vegna þessa máls, bæði varð­andi and­lát manns­ins og sem og stuðn­ing við hans nán­ustu. Þá þarf að styðja við og setja þá heil­brigð­is­starfs­menn sem komu að með­ferð manns­ins í sótt­kví, sótt­hreinsa heilsu­gæslu­stöð­ina ásamt því að ­tryggja nauð­syn­lega heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir Hús­vík­inga.

Öll þessi verk­efni eru unnin á vegum almanna­varna­deild­ar­ ­rík­is­lög­reglu­stjóra, í náinni sam­vinnu við sótt­varna­lækni, land­lækni, Rauða kross­inn og er unnið í sam­starfi við aðgerða­stjórn almanna­varna á Norð­ur­land­i eystra og heil­brigð­is­stofnun Norð­ur­lands.

Auglýsing

Starf­semi Heil­brigð­is­stofn­unar Norð­ur­lands á Húsa­vík verð­ur í lág­marki, en eins og áður sagði er allt kapp lag á að tryggja að hægt verð­i að halda uppi mik­il­vægri þjón­ustu við íbúa á starfs­svæði hennar og aðra sem kunna að þurfa á þjón­ustu hennar að halda. Til­kynn­ingar er að vænta um hvern­ig ­þjón­ustu verður hag­að.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sex ný innanlandssmit – 120 með COVID-19
Sex ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær. Fjögur sýni bíða mótefnamælingar úr landamæraskimun. 120 manns eru með COVID-19 og í einangrun. Einn liggur á gjörgæsludeild.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Jacinda Ardern er í endurkjöri fyrir Verkamannaflokkinn. Til stóð að kosningar færu fram 19. september en það kann að breytast.
Í örvæntingarfullri leit að upprunanum
Þegar fyrsta nýja tilfellið af COVID-19 í meira en 100 daga greindist á Nýja-Sjálandi í vikunni vöknuðu margar spurningar en þó fyrst og fremst ein: Hvernig í ósköpunum komst veiran aftur inn í land sem hafði nær lokað sig algjörlega af fyrir umheiminum?
Kjarninn 13. ágúst 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 14. þáttur: Maðurinn sem breytti sér í múmíu
Kjarninn 13. ágúst 2020
Oddný G. Harðardóttir
Hækkum atvinnuleysisbætur!
Kjarninn 13. ágúst 2020
Útgáfufélag DV og tengdra miðla tapaði yfir 600 milljónum á 28 mánuðum
Frjáls fjölmiðlun tapaði 21,5 milljón króna á mánuði frá því að félagið keypti DV og tengda miðla og fram að síðustu áramótum. Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar fjármagnaði tapreksturinn með vaxtalausu láni.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Eldvarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar tekur fljótlega til starfa á starfsstöð stofnunarinnar á Sauðárkróki.
Búið að ráða í stöðu framkvæmdastjóra eldvarnasviðs HMS á Sauðárkróki
Stefnt er að því að eldvarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar taki til starfa á Sauðárkróki 1. október næstkomandi. Sjö nýir starfsmenn verða ráðnir auk framkvæmdastjóra en enginn af núverandi starfsmönnum HMS á sviðinu mun flytja norður.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Fyrsta bakarí Brauð og Co. opnaði á Frakkastíg í mars 2016.
Skeljungur búinn að kaupa fjórðungshlut í bæði Gló og Brauð & Co
Greint er frá því í árshlutauppgjöri Skeljungs að fyrirtækið hafi fest kaup á 25 prósent hlut í bakarískeðjunni Brauð & Co og veitingastaðakeðjunni Gló á síðasta ársfjórðungi. Ekkert hefur verið gefið upp um kaupverðið.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Herbert Herbertsson
Þeim er fórnandi, eða (ásættanleg áhætta)
Kjarninn 12. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent