Bresk skýrsla brýndi Bandaríkjastjórn til harðari aðgerða

Stigvaxandi viðbrögð bandarískra stjórnvalda virðast byggð á nýrri skýrslu frá sérfræðingum við Imperial College í Lundúnum. Hvíta húsið mælist nú til þess að fólk komi ekki saman í hópum stærri en tíu einstaklinga.

Donald Trump forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump forseti Bandaríkjanna.
Auglýsing

Almenn­ingur í Banda­ríkj­unum hefur nú verið hvattur til þess að forð­ast allar sam­komur þar sem tíu eða fleiri koma sam­an. Hvíta húsið gaf þessar leið­bein­ingar út í gær, en á sunnu­dag höfðu heil­brigð­is­yf­ir­völd mælst til þess ekki kæmu fleiri en fimm­tíu saman í einu.

Það er því stig­mögnun í við­bragði banda­rískra yfir­valda, sem virð­ast með hverjum deg­inum átta sig betur á því hvaða afleið­ingar kór­ónu­veiran gæti haft á banda­rískt sam­fé­lag.

Til við­bótar við ráð­legg­ingar alrík­is­stjórn­ar­innar hafa yfir­völd í ein­staka ríkjum og borgum skipað fólki að halda sig heima eins og kostur er, til dæmis í nokkrum sýslum Kali­forn­íu-­rík­is, þar sem útgöngu­bann er í gildi næstu þrjár vik­urn­ar, frá og með deg­inum í dag og tekur til um sjö millj­óna manna.

Auglýsing

Stig­vax­andi við­brögð alrík­is­stjórn­ar­innar virðast, sam­kvæmt umfjöllun New York Times, vera byggð á nýrri skýrslu frá sér­fræð­ingum við Imper­ial Col­lege í Lund­ún­um, sem spáðu því að far­ald­ur­inn myndi hafa meiri áhrif í Banda­ríkj­unum en í Bret­landi sökum þess að Banda­ríkin væru land­fræði­lega mun stærri, sem þýddi að fleiri stað­bundnir far­aldrar færu af stað.

Einn af leið­togum COVID-19-við­bragð­steymis Hvíta húss­ins, Dr. Deborah Birx, sagði á blaða­manna­fundi að breytt við­brögð alrík­is­stjórn­ar­innar hefðu byggst á upp­lýs­ingum frá breskum rann­sak­end­um. 

Fjöl­þættar aðgerðir nauð­syn­legar til að hlífa heil­brigð­is­kerfum

Skýrslan frá Imper­ial Col­lege var gerð opin­ber í gær, en banda­rísk yfir­völd hafa haft vit­neskju um það sem í henni kemur fram und­an­farna viku og fengu upp­kast að henni sent til sín um helg­ina.

Í skýrsl­unni segja sér­fræð­ing­arnir að ríki heims verði að grípa til fjöl­þættra aðgerða á sama tíma til þess að hefta útbreiðslu veirunnar eins og kostur er.

Skjáskot úr skýrslu Imperial College. Þessi mynd sýnir sviðsmyndir sem sérfræðingar teikna upp fyrir Bretland, um hversu mörg gjörgæslurúm verði undirlögð COVID-19 sjúklingum á hverja 100.000 íbúa á næstu mánuðum, miðað við mismunandi aðgerðir.

Svört­ustu spár far­alds­fræð­ing­anna við Imper­ial Col­lege gerðu ráð fyrir því að allt að 2,2 millj­ónir Banda­ríkja­manna gætu látið lífið ef far­ald­ur­inn fengi að geisa ómild­aður þar í landi án þess að gripið yrði til varn­ar­að­gerða.

„Kín­verska veiran“

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti, sem hefur und­an­farnar vikur virst í afneitun gagn­vart alvar­leika þeirrar vár sem útbreiðsla kór­ónu­veirunnar er, virð­ist vera far­inn að átta sig á raun­veru­leik­an­um, en er reyndar byrj­aður að kalla kór­ónu­veiruna „kín­versku veiruna“.

Ein­ungis rúmar tvær vikur eru síðan for­set­inn sak­aði demókrata um að nota kór­ónu­veiruna sem „nýja blekk­ingu“ (e. new hoax) til þess að skaða hann póli­tískt. Þann sjö­unda þessa mán­aðar sagði hann að hann vildi helst ekki að far­þegum af skemmti­ferða­skip­inu Diamond Princess, sem lón­aði utan við strendur Kali­forn­íu, yrði hleypt í land þar sem hann væri ánægður með töl­urnar yfir fjölda smit­aðra í Banda­ríkj­unum eins og þær voru, en þá var fjöldi greindra smita nokkrir tug­ir.Sam­kvæmt nýj­ustu upp­færslu frá banda­rískum sótt­varna­yf­ir­völdum hafa nú tæp­lega 3.500 til­felli COVID-19 verið stað­fest þar í landi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiErlent