Bresk skýrsla brýndi Bandaríkjastjórn til harðari aðgerða

Stigvaxandi viðbrögð bandarískra stjórnvalda virðast byggð á nýrri skýrslu frá sérfræðingum við Imperial College í Lundúnum. Hvíta húsið mælist nú til þess að fólk komi ekki saman í hópum stærri en tíu einstaklinga.

Donald Trump forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump forseti Bandaríkjanna.
Auglýsing

Almenn­ingur í Banda­ríkj­unum hefur nú verið hvattur til þess að forð­ast allar sam­komur þar sem tíu eða fleiri koma sam­an. Hvíta húsið gaf þessar leið­bein­ingar út í gær, en á sunnu­dag höfðu heil­brigð­is­yf­ir­völd mælst til þess ekki kæmu fleiri en fimm­tíu saman í einu.

Það er því stig­mögnun í við­bragði banda­rískra yfir­valda, sem virð­ast með hverjum deg­inum átta sig betur á því hvaða afleið­ingar kór­ónu­veiran gæti haft á banda­rískt sam­fé­lag.

Til við­bótar við ráð­legg­ingar alrík­is­stjórn­ar­innar hafa yfir­völd í ein­staka ríkjum og borgum skipað fólki að halda sig heima eins og kostur er, til dæmis í nokkrum sýslum Kali­forn­íu-­rík­is, þar sem útgöngu­bann er í gildi næstu þrjár vik­urn­ar, frá og með deg­inum í dag og tekur til um sjö millj­óna manna.

Auglýsing

Stig­vax­andi við­brögð alrík­is­stjórn­ar­innar virðast, sam­kvæmt umfjöllun New York Times, vera byggð á nýrri skýrslu frá sér­fræð­ingum við Imper­ial Col­lege í Lund­ún­um, sem spáðu því að far­ald­ur­inn myndi hafa meiri áhrif í Banda­ríkj­unum en í Bret­landi sökum þess að Banda­ríkin væru land­fræði­lega mun stærri, sem þýddi að fleiri stað­bundnir far­aldrar færu af stað.

Einn af leið­togum COVID-19-við­bragð­steymis Hvíta húss­ins, Dr. Deborah Birx, sagði á blaða­manna­fundi að breytt við­brögð alrík­is­stjórn­ar­innar hefðu byggst á upp­lýs­ingum frá breskum rann­sak­end­um. 

Fjöl­þættar aðgerðir nauð­syn­legar til að hlífa heil­brigð­is­kerfum

Skýrslan frá Imper­ial Col­lege var gerð opin­ber í gær, en banda­rísk yfir­völd hafa haft vit­neskju um það sem í henni kemur fram und­an­farna viku og fengu upp­kast að henni sent til sín um helg­ina.

Í skýrsl­unni segja sér­fræð­ing­arnir að ríki heims verði að grípa til fjöl­þættra aðgerða á sama tíma til þess að hefta útbreiðslu veirunnar eins og kostur er.

Skjáskot úr skýrslu Imperial College. Þessi mynd sýnir sviðsmyndir sem sérfræðingar teikna upp fyrir Bretland, um hversu mörg gjörgæslurúm verði undirlögð COVID-19 sjúklingum á hverja 100.000 íbúa á næstu mánuðum, miðað við mismunandi aðgerðir.

Svört­ustu spár far­alds­fræð­ing­anna við Imper­ial Col­lege gerðu ráð fyrir því að allt að 2,2 millj­ónir Banda­ríkja­manna gætu látið lífið ef far­ald­ur­inn fengi að geisa ómild­aður þar í landi án þess að gripið yrði til varn­ar­að­gerða.

„Kín­verska veiran“

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti, sem hefur und­an­farnar vikur virst í afneitun gagn­vart alvar­leika þeirrar vár sem útbreiðsla kór­ónu­veirunnar er, virð­ist vera far­inn að átta sig á raun­veru­leik­an­um, en er reyndar byrj­aður að kalla kór­ónu­veiruna „kín­versku veiruna“.

Ein­ungis rúmar tvær vikur eru síðan for­set­inn sak­aði demókrata um að nota kór­ónu­veiruna sem „nýja blekk­ingu“ (e. new hoax) til þess að skaða hann póli­tískt. Þann sjö­unda þessa mán­aðar sagði hann að hann vildi helst ekki að far­þegum af skemmti­ferða­skip­inu Diamond Princess, sem lón­aði utan við strendur Kali­forn­íu, yrði hleypt í land þar sem hann væri ánægður með töl­urnar yfir fjölda smit­aðra í Banda­ríkj­unum eins og þær voru, en þá var fjöldi greindra smita nokkrir tug­ir.Sam­kvæmt nýj­ustu upp­færslu frá banda­rískum sótt­varna­yf­ir­völdum hafa nú tæp­lega 3.500 til­felli COVID-19 verið stað­fest þar í landi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent