Fimmtán ára og staðráðin í að halda rútínu

Aðgerðir vegna kórónuveirunnar hafa áhrif á okkur öll. Í Mosfellsbæ býr metnaðarfull unglingsstúlka sem hefur gert sína eigin aðgerðaáætlun. Hún miðar að því að halda rútínunni sem henni þykir sérlega mikilvæg.

Helena Einarsdóttir hefur æft fimleika í mörg ár. Hún ætlar að halda áfram að æfa heima nú þegar íþróttahúsið er lokað.
Helena Einarsdóttir hefur æft fimleika í mörg ár. Hún ætlar að halda áfram að æfa heima nú þegar íþróttahúsið er lokað.
Auglýsing

Vakna, læra, taka úr vél­inni, borða, skóli, ryksuga, læra, æf­ing, chill, sími, sofa.

Hel­ena Ein­ars­dótt­ir, nem­andi í 9. bekk í Varm­ár­skóla í Mos­fells­bæ, ætlar ekki að slá slöku við þótt ýmis­legt í hennar umhverfi hafi breyst vegna við­bragða við nýju kór­ónu­veirunni. Hún hefur gert plan fyr­ir­ dag­inn þar sem hreyf­ing og lær­dómur – auk heim­il­is­starfa – eru efst á blaði.

Líkt og hjá öllum lands­mönnum hefur dag­legt líf Hel­en­u breyst tölu­vert síð­ustu daga. Hún fer aðeins í skól­ann í tvo tíma á dag og allar fim­leika­æf­ing­arnar hennar falla nið­ur, að minnsta kosti þessa vik­una. Hún­ æfir og þjálfar fim­leika hjá Aft­ur­eld­ingu en nú hefur verið ákveðið að loka ­í­þrótta­hús­inu tíma­bund­ið.

Auglýsing

Hel­ena gerði dags­skipu­lagið á mánu­dag og í gær­morgun vakn­aði hún­ ­klukkan 8, sam­kvæmt plani. Skól­inn átti að hefj­ast klukkan 11 og hún gaf sér­ ­tíma til að ræða við Kjarn­ann áður en að því kom.

„Ég er ekk­ert sér­stak­lega mikið að pæla í þess­ari veiru,“ ­segir Hel­ena sem lætur vera að lesa mikið af fréttum af ástand­inu – hvað þá að ­googla upp­lýs­ingar um það. „En ég veit að veiran er hættu­leg fyrir gam­alt fólk og veikt fólk.“

Spurð hvaða áhrif veiran hafi haft á hennar dag­lega líf ­seg­ist hún mun með­vit­aðri en áður um hrein­læti og þvoi sér og spritti hend­urn­ar oft á dag. Hún lætur ekki þar við sitja heldur sótt­hreinsar einnig sím­ann og önnur tæki sem hún not­ar.

„Í skipu­lag­inu mínu hef ég æfingu á hverjum degi því það er búið að taka æfing­arnar af okk­ur,“ segir hún um hvað hún ætli að leggja áherslu á næstu daga. „Svo er miklu minni skóli núna þannig að ég þarf að gera verk­efn­i heima. Svo setti ég inn heim­il­is­störf og svo­leiðis líka svo maður hangi ekki í sím­anum allan dag­inn.“

Milli klukkan 20-22 á kvöldin ætlar hún þó að leyfa sér að fara í sím­ann og jafn­vel nokkrum sinnum yfir dag­inn ef verk­efnin klár­ast fyrr en áætl­unin gerir ráð fyr­ir.

Helena nýtur þess að stunda mikla hreyfingu og þess vegna skiptir hana máli að halda rútínu.En hver er ástæðan fyrir því að Hel­ena setur upp svona nákvæmt ­skipu­lag?

„Mér líður miklu betur þegar ég er í rútínu. Mér finn­st ­leið­in­legt að vakna og spyrja mig hvað ég eigi að gera í dag. Það er betra að plana eitt­hvað sem maður ætlar að gera yfir dag­inn. Mér líður miklu bet­ur þannig.“

Vegna sam­komu­banns og tak­mark­ana á skóla­haldi verður Hel­ena næstu vikur aðeins í skól­anum í tvo tíma á hverjum degi. Hún á svo von á því að fá send heima­verk­efni. Allir nem­endur í Varm­ár­skóla þurfa líka að fara eft­ir á­kveðnum umgengn­is­reglum í skól­an­um. Þar er hrein­læti í fyr­ir­rúmi. „Við þurf­um alltaf að þrífa okkur um hend­urnar og spritta þegar við komum inn í hverja ­stofu. Svo eru kenn­ar­arnir búnir að sótt­hreinsa allar reikni­vélar og ann­að. Við þurfum líka að fara inn um ákveðna inn­ganga. Þetta eru sterkar aðgerð­ir.“

Á meðan engar íþrótta­æf­ingar verða ætlar Hel­ena að æfa heima á hverjum degi. Það ætti ekki að vefj­ast fyrir henni þar sem hún er sjálf ­þjálf­ari.

Ertu alveg stað­ráðin í að láta þetta allt saman ekki hafa á­hrif á námið þitt og æfing­ar?

Hún segir að óhjá­kvæmi­lega muni ein­hver röskun verða á nám­inu en hún ætli sann­ar­lega að reyna sitt besta. „Ég get ekki bara sleppt því að æfa í viku,“ svarar hún ákveð­in. „Það hentar mér ekki að minnsta kosti. Per­sónu­lega finnst mér alltaf erf­ið­ara að byrja aftur að æfa eftir frí. Þess vegna finn­st mér þægi­legt að halda rútín­unni, hvort sem ég æfi heima eða í íþrótta­hús­in­u.“

Fyrir þá sem vilja feta í fót­spor Hel­enu er hér­ ­dag­skipu­lagið henn­ar:Mynd: Aðsend

8.00: Vakna

9.00: Læra

10.15: Taka úr/­setja í vél­ina

10.45: Borða

10.55: Skóli

13.45: Komin heim

14.00: Ryk­suga

14.30: Borða

15.00: Læra

17.00: Æfing

18.00: Chill

19.00: Borða

20.00: Sími

22.00: Sofa

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
Kjarninn 22. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
Kjarninn 22. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
Kjarninn 22. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
Kjarninn 22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
Kjarninn 22. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
Kjarninn 22. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu
Kjarninn 22. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent