Fimmtán ára og staðráðin í að halda rútínu

Aðgerðir vegna kórónuveirunnar hafa áhrif á okkur öll. Í Mosfellsbæ býr metnaðarfull unglingsstúlka sem hefur gert sína eigin aðgerðaáætlun. Hún miðar að því að halda rútínunni sem henni þykir sérlega mikilvæg.

Helena Einarsdóttir hefur æft fimleika í mörg ár. Hún ætlar að halda áfram að æfa heima nú þegar íþróttahúsið er lokað.
Helena Einarsdóttir hefur æft fimleika í mörg ár. Hún ætlar að halda áfram að æfa heima nú þegar íþróttahúsið er lokað.
Auglýsing

Vakna, læra, taka úr vél­inni, borða, skóli, ryksuga, læra, æf­ing, chill, sími, sofa.

Hel­ena Ein­ars­dótt­ir, nem­andi í 9. bekk í Varm­ár­skóla í Mos­fells­bæ, ætlar ekki að slá slöku við þótt ýmis­legt í hennar umhverfi hafi breyst vegna við­bragða við nýju kór­ónu­veirunni. Hún hefur gert plan fyr­ir­ dag­inn þar sem hreyf­ing og lær­dómur – auk heim­il­is­starfa – eru efst á blaði.

Líkt og hjá öllum lands­mönnum hefur dag­legt líf Hel­en­u breyst tölu­vert síð­ustu daga. Hún fer aðeins í skól­ann í tvo tíma á dag og allar fim­leika­æf­ing­arnar hennar falla nið­ur, að minnsta kosti þessa vik­una. Hún­ æfir og þjálfar fim­leika hjá Aft­ur­eld­ingu en nú hefur verið ákveðið að loka ­í­þrótta­hús­inu tíma­bund­ið.

Auglýsing

Hel­ena gerði dags­skipu­lagið á mánu­dag og í gær­morgun vakn­aði hún­ ­klukkan 8, sam­kvæmt plani. Skól­inn átti að hefj­ast klukkan 11 og hún gaf sér­ ­tíma til að ræða við Kjarn­ann áður en að því kom.

„Ég er ekk­ert sér­stak­lega mikið að pæla í þess­ari veiru,“ ­segir Hel­ena sem lætur vera að lesa mikið af fréttum af ástand­inu – hvað þá að ­googla upp­lýs­ingar um það. „En ég veit að veiran er hættu­leg fyrir gam­alt fólk og veikt fólk.“

Spurð hvaða áhrif veiran hafi haft á hennar dag­lega líf ­seg­ist hún mun með­vit­aðri en áður um hrein­læti og þvoi sér og spritti hend­urn­ar oft á dag. Hún lætur ekki þar við sitja heldur sótt­hreinsar einnig sím­ann og önnur tæki sem hún not­ar.

„Í skipu­lag­inu mínu hef ég æfingu á hverjum degi því það er búið að taka æfing­arnar af okk­ur,“ segir hún um hvað hún ætli að leggja áherslu á næstu daga. „Svo er miklu minni skóli núna þannig að ég þarf að gera verk­efn­i heima. Svo setti ég inn heim­il­is­störf og svo­leiðis líka svo maður hangi ekki í sím­anum allan dag­inn.“

Milli klukkan 20-22 á kvöldin ætlar hún þó að leyfa sér að fara í sím­ann og jafn­vel nokkrum sinnum yfir dag­inn ef verk­efnin klár­ast fyrr en áætl­unin gerir ráð fyr­ir.

Helena nýtur þess að stunda mikla hreyfingu og þess vegna skiptir hana máli að halda rútínu.En hver er ástæðan fyrir því að Hel­ena setur upp svona nákvæmt ­skipu­lag?

„Mér líður miklu betur þegar ég er í rútínu. Mér finn­st ­leið­in­legt að vakna og spyrja mig hvað ég eigi að gera í dag. Það er betra að plana eitt­hvað sem maður ætlar að gera yfir dag­inn. Mér líður miklu bet­ur þannig.“

Vegna sam­komu­banns og tak­mark­ana á skóla­haldi verður Hel­ena næstu vikur aðeins í skól­anum í tvo tíma á hverjum degi. Hún á svo von á því að fá send heima­verk­efni. Allir nem­endur í Varm­ár­skóla þurfa líka að fara eft­ir á­kveðnum umgengn­is­reglum í skól­an­um. Þar er hrein­læti í fyr­ir­rúmi. „Við þurf­um alltaf að þrífa okkur um hend­urnar og spritta þegar við komum inn í hverja ­stofu. Svo eru kenn­ar­arnir búnir að sótt­hreinsa allar reikni­vélar og ann­að. Við þurfum líka að fara inn um ákveðna inn­ganga. Þetta eru sterkar aðgerð­ir.“

Á meðan engar íþrótta­æf­ingar verða ætlar Hel­ena að æfa heima á hverjum degi. Það ætti ekki að vefj­ast fyrir henni þar sem hún er sjálf ­þjálf­ari.

Ertu alveg stað­ráðin í að láta þetta allt saman ekki hafa á­hrif á námið þitt og æfing­ar?

Hún segir að óhjá­kvæmi­lega muni ein­hver röskun verða á nám­inu en hún ætli sann­ar­lega að reyna sitt besta. „Ég get ekki bara sleppt því að æfa í viku,“ svarar hún ákveð­in. „Það hentar mér ekki að minnsta kosti. Per­sónu­lega finnst mér alltaf erf­ið­ara að byrja aftur að æfa eftir frí. Þess vegna finn­st mér þægi­legt að halda rútín­unni, hvort sem ég æfi heima eða í íþrótta­hús­in­u.“

Fyrir þá sem vilja feta í fót­spor Hel­enu er hér­ ­dag­skipu­lagið henn­ar:Mynd: Aðsend

8.00: Vakna

9.00: Læra

10.15: Taka úr/­setja í vél­ina

10.45: Borða

10.55: Skóli

13.45: Komin heim

14.00: Ryk­suga

14.30: Borða

15.00: Læra

17.00: Æfing

18.00: Chill

19.00: Borða

20.00: Sími

22.00: Sofa

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent