Fimmtán ára og staðráðin í að halda rútínu

Aðgerðir vegna kórónuveirunnar hafa áhrif á okkur öll. Í Mosfellsbæ býr metnaðarfull unglingsstúlka sem hefur gert sína eigin aðgerðaáætlun. Hún miðar að því að halda rútínunni sem henni þykir sérlega mikilvæg.

Helena Einarsdóttir hefur æft fimleika í mörg ár. Hún ætlar að halda áfram að æfa heima nú þegar íþróttahúsið er lokað.
Helena Einarsdóttir hefur æft fimleika í mörg ár. Hún ætlar að halda áfram að æfa heima nú þegar íþróttahúsið er lokað.
Auglýsing

Vakna, læra, taka úr vél­inni, borða, skóli, ryksuga, læra, æf­ing, chill, sími, sofa.

Hel­ena Ein­ars­dótt­ir, nem­andi í 9. bekk í Varm­ár­skóla í Mos­fells­bæ, ætlar ekki að slá slöku við þótt ýmis­legt í hennar umhverfi hafi breyst vegna við­bragða við nýju kór­ónu­veirunni. Hún hefur gert plan fyr­ir­ dag­inn þar sem hreyf­ing og lær­dómur – auk heim­il­is­starfa – eru efst á blaði.

Líkt og hjá öllum lands­mönnum hefur dag­legt líf Hel­en­u breyst tölu­vert síð­ustu daga. Hún fer aðeins í skól­ann í tvo tíma á dag og allar fim­leika­æf­ing­arnar hennar falla nið­ur, að minnsta kosti þessa vik­una. Hún­ æfir og þjálfar fim­leika hjá Aft­ur­eld­ingu en nú hefur verið ákveðið að loka ­í­þrótta­hús­inu tíma­bund­ið.

Auglýsing

Hel­ena gerði dags­skipu­lagið á mánu­dag og í gær­morgun vakn­aði hún­ ­klukkan 8, sam­kvæmt plani. Skól­inn átti að hefj­ast klukkan 11 og hún gaf sér­ ­tíma til að ræða við Kjarn­ann áður en að því kom.

„Ég er ekk­ert sér­stak­lega mikið að pæla í þess­ari veiru,“ ­segir Hel­ena sem lætur vera að lesa mikið af fréttum af ástand­inu – hvað þá að ­googla upp­lýs­ingar um það. „En ég veit að veiran er hættu­leg fyrir gam­alt fólk og veikt fólk.“

Spurð hvaða áhrif veiran hafi haft á hennar dag­lega líf ­seg­ist hún mun með­vit­aðri en áður um hrein­læti og þvoi sér og spritti hend­urn­ar oft á dag. Hún lætur ekki þar við sitja heldur sótt­hreinsar einnig sím­ann og önnur tæki sem hún not­ar.

„Í skipu­lag­inu mínu hef ég æfingu á hverjum degi því það er búið að taka æfing­arnar af okk­ur,“ segir hún um hvað hún ætli að leggja áherslu á næstu daga. „Svo er miklu minni skóli núna þannig að ég þarf að gera verk­efn­i heima. Svo setti ég inn heim­il­is­störf og svo­leiðis líka svo maður hangi ekki í sím­anum allan dag­inn.“

Milli klukkan 20-22 á kvöldin ætlar hún þó að leyfa sér að fara í sím­ann og jafn­vel nokkrum sinnum yfir dag­inn ef verk­efnin klár­ast fyrr en áætl­unin gerir ráð fyr­ir.

Helena nýtur þess að stunda mikla hreyfingu og þess vegna skiptir hana máli að halda rútínu.En hver er ástæðan fyrir því að Hel­ena setur upp svona nákvæmt ­skipu­lag?

„Mér líður miklu betur þegar ég er í rútínu. Mér finn­st ­leið­in­legt að vakna og spyrja mig hvað ég eigi að gera í dag. Það er betra að plana eitt­hvað sem maður ætlar að gera yfir dag­inn. Mér líður miklu bet­ur þannig.“

Vegna sam­komu­banns og tak­mark­ana á skóla­haldi verður Hel­ena næstu vikur aðeins í skól­anum í tvo tíma á hverjum degi. Hún á svo von á því að fá send heima­verk­efni. Allir nem­endur í Varm­ár­skóla þurfa líka að fara eft­ir á­kveðnum umgengn­is­reglum í skól­an­um. Þar er hrein­læti í fyr­ir­rúmi. „Við þurf­um alltaf að þrífa okkur um hend­urnar og spritta þegar við komum inn í hverja ­stofu. Svo eru kenn­ar­arnir búnir að sótt­hreinsa allar reikni­vélar og ann­að. Við þurfum líka að fara inn um ákveðna inn­ganga. Þetta eru sterkar aðgerð­ir.“

Á meðan engar íþrótta­æf­ingar verða ætlar Hel­ena að æfa heima á hverjum degi. Það ætti ekki að vefj­ast fyrir henni þar sem hún er sjálf ­þjálf­ari.

Ertu alveg stað­ráðin í að láta þetta allt saman ekki hafa á­hrif á námið þitt og æfing­ar?

Hún segir að óhjá­kvæmi­lega muni ein­hver röskun verða á nám­inu en hún ætli sann­ar­lega að reyna sitt besta. „Ég get ekki bara sleppt því að æfa í viku,“ svarar hún ákveð­in. „Það hentar mér ekki að minnsta kosti. Per­sónu­lega finnst mér alltaf erf­ið­ara að byrja aftur að æfa eftir frí. Þess vegna finn­st mér þægi­legt að halda rútín­unni, hvort sem ég æfi heima eða í íþrótta­hús­in­u.“

Fyrir þá sem vilja feta í fót­spor Hel­enu er hér­ ­dag­skipu­lagið henn­ar:Mynd: Aðsend

8.00: Vakna

9.00: Læra

10.15: Taka úr/­setja í vél­ina

10.45: Borða

10.55: Skóli

13.45: Komin heim

14.00: Ryk­suga

14.30: Borða

15.00: Læra

17.00: Æfing

18.00: Chill

19.00: Borða

20.00: Sími

22.00: Sofa

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að von sé á góðum tíðindum frá Noregi líka.
Danmörk opnar fyrir Íslendingum 15. júní og von á góðum fréttum frá Noregi
Danmörk opnar landamæri sín fyrir Íslendingum, Norðmönnum og Þjóðverjum 15. júní. Fyrst um sinn verður ferðamönnum þó bannað að gista í Kaupmannahöfn og þeir beðnir um að sýna fram á að þeir hafi sex nátta dvöl bókaða í landinu.
Kjarninn 29. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Tímasetning kosninganna ekki einkamál ríkisstjórnarinnar
Þingmaður Pírata telur að nú sé kominn tími til að ríkisstjórnin greini frá því hvenær kosningar verða á næsta ári, það sé mikilvægt lýðræðismál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sjálfsagt að meirihlutinn starfi saman til loka október 2021.
Kjarninn 29. maí 2020
Arngrímur Brynjólfsson
„Við gerðum bara gott úr þessu“
Skipstjórinn á Heinaste sem var handtekinn og settur í farbann í Namibíu um síðustu jól segist hafa viljað vera þar í landi á öðrum forsendum. Hann hafi þó ekki látið það trufla sig en hann og eiginkona hans notuðu tækifærið og ferðuðust um landið.
Kjarninn 29. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent