Bjarni: „Kann að hljóma mikið eins og í frumskóginum“

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að nú þurfi að skapa traust á milli manna í fjármálageiranum. Ríkisstjórnin vilji styðja við það að reglur verði samræmdar á þessum fordæmalausu tímum.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra segir að rík­is­stjórnin geri ráð fyrir því að hafa gott sam­starf við bank­ana í land­inu og að hún sé „byrjuð í sam­tali við þá.“ Reyna muni á alls kyns álita­efni. Þetta kom fram í máli ráð­herr­ans í við­tali á Bít­inu á Bylgj­unni í morg­un.

Hann segir að eitt af því sem þau í rík­is­stjórn­inni heyri frá fjár­mála­fyr­ir­tækjum almennt sé að þau vilji hjálpa sínum við­skipta­vinum en vilji þó ekki fá önnur fjár­mála­fyr­ir­tæki „í bak­ið,“ til að mynda ef þau séu að gefa greiðslu­fresti og sýna erf­iðri stöðu skiln­ing þá megi ekki önnur fjár­mála­fyr­ir­tæki ráð­ast á þann við­skipta­vin ef eitt­hvað annað sé í gangi.

„Þetta kann að hljóma mikið eins og í frum­skóg­inum en það þarf að vera eitt­hvað sam­komu­lag og skapa traust milli manna og það er vanda­samt að gera það því þetta eru aðilar sem eru að keppa á fjár­mála­mark­aði og ann­að. En við viljum styðja menn í að skapa sam­ræmdar reglur þannig að – eftir því sem hægt er með þessar for­dæma­lausu aðstæður – hægt sé að veita skjót svör,“ segir ráð­herr­ann.

Auglýsing

Rík­is­sjóður gæti verði rek­inn með­ hund­rað millj­arða króna halla á þessu ári

Þá kemur fram í máli Bjarna að rík­is­sjóður geti verið rek­inn með hund­rað millj­arða króna halla á þessu ári en mik­il­vægt sé að fólk haldi störfum sínum og miða aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar vegna heims­far­ald­urs­ins sem nú geisar að því að miklu leyti.

Ráð­herr­ann segir að með því að halda aftur af atvinnu­leysi, með til­heyr­andi kostn­aði fyrir rík­ið, sé hægt að tak­marka tap rík­is­ins til lengri tíma. Án aðgerða verði ríkið og Ísland fyrir gríð­ar­legum skelli. Hann bendir á að skell­ur­inn verði reyndar vondur hvað sem öðru líð­ur.

Hann segir að atvinnu­leysi geti rokið upp í átta pró­sent og að fjöldi fyr­ir­tækja geti farið í þrot. „Þess vegna segi ég, að við þurfum að stíga stór skref núna. Við þurfum að koma af fullum krafti inn í þessa mynd. Vegna þess að frá okkar bæj­ar­dyrum séð, sem erum að halda utan um rík­is­fjár­mál­in, þá er það í raun­inni mesta tjónið sem getur orð­ið. Að þetta raun­ger­ist.“

Reyna að létta undir með ýmsum aðgerðum

Bjarni segir enn fremur að yfir­völd vinni að mörgum leiðum til að létta undir með hag­kerf­inu og almenn­ingi. „Það sem mér finnst kannski skipta mestu er að fólk skilji er að við getum reynt að létta undir með svo marg­vís­legum aðgerð­um. Þetta er ekki bara hlut­verk þings­ins heldur er auð­vitað Seðla­bank­inn með stórt hlut­verk,“ segir hann.

Hann vill þannig „auka súr­efni þarna úti, þegar það verður súr­efn­is­skortur í fjár­mála­kerf­inu, það er að segja hjá fyr­ir­tækj­un­um. Vegna þess að tekj­urnar falla. Þær eru að falla sums staðar um 50 pró­sent og jafn­vel meira. Geta fallið 70, 80 pró­sent í ein­staka til­vik­um. Mögu­lega meira en það meira að segja.“ Í þessu ástandi þurfi slík fyr­ir­tæki stuðn­ing.

Trúir því að Seðla­bank­inn muni lækka vexti enn frekar

Bjarni seg­ist hafa trú á því að Seðla­bank­inn muni lækka vexti frekar og hleypa þannig meira súr­efni í kerfið og auð­velda bönkum að styðja sína við­skipta­menn.

„Við erum á hinum kant­inum og erum að segja við fyr­ir­tæki að við skulum taka hluta af launa­kostn­að­in­um. Það gerum við með þessar hluta­starfa­leið, þar sem að fyr­ir­tæki geta sagt upp starfs­hlut­falli 50 pró­sent og haldið starfs­mönnum hjá sér á 50 pró­sent launum á meðan þeir eiga rétt á því að fá greiðslur úr Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðnum fyrir bróð­ur­part­inum af mis­mun­in­um,“ segir hann.

Bjarni segir að fólk með 650 þús­und og minna muni fá um það bil 90 pró­sent af upp­hæð­inni. Hann tekur þó fram að það sé gróf ágisk­un. Frum­varp sé enn til með­ferðar á þing­inu.

Hann segir að sömu­leiðis þurfi að grípa ein­yrkja og verk­taka með sama kerfi en þeir þurfi að upp­fylla ákveðin skil­yrði.

„Ég held það sé samt engin ein leið jafn stór og mik­il­væg og sú að styðja fyr­ir­tækin í að halda fólki hjá sér á launum og taka hluta af laun­un­um. Þetta er mjög sniðug aðferð,“ segir Bjarni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent