Bjarni: „Kann að hljóma mikið eins og í frumskóginum“

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að nú þurfi að skapa traust á milli manna í fjármálageiranum. Ríkisstjórnin vilji styðja við það að reglur verði samræmdar á þessum fordæmalausu tímum.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Auglýsing

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ríkisstjórnin geri ráð fyrir því að hafa gott samstarf við bankana í landinu og að hún sé „byrjuð í samtali við þá.“ Reyna muni á alls kyns álitaefni. Þetta kom fram í máli ráðherrans í viðtali á Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Hann segir að eitt af því sem þau í ríkisstjórninni heyri frá fjármálafyrirtækjum almennt sé að þau vilji hjálpa sínum viðskiptavinum en vilji þó ekki fá önnur fjármálafyrirtæki „í bakið,“ til að mynda ef þau séu að gefa greiðslufresti og sýna erfiðri stöðu skilning þá megi ekki önnur fjármálafyrirtæki ráðast á þann viðskiptavin ef eitthvað annað sé í gangi.

„Þetta kann að hljóma mikið eins og í frumskóginum en það þarf að vera eitthvað samkomulag og skapa traust milli manna og það er vandasamt að gera það því þetta eru aðilar sem eru að keppa á fjármálamarkaði og annað. En við viljum styðja menn í að skapa samræmdar reglur þannig að – eftir því sem hægt er með þessar fordæmalausu aðstæður – hægt sé að veita skjót svör,“ segir ráðherrann.

Auglýsing

Ríkissjóður gæti verði rekinn með hundrað milljarða króna halla á þessu ári

Þá kemur fram í máli Bjarna að ríkissjóður geti verið rekinn með hundrað milljarða króna halla á þessu ári en mikilvægt sé að fólk haldi störfum sínum og miða aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins sem nú geisar að því að miklu leyti.

Ráðherrann segir að með því að halda aftur af atvinnuleysi, með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkið, sé hægt að takmarka tap ríkisins til lengri tíma. Án aðgerða verði ríkið og Ísland fyrir gríðarlegum skelli. Hann bendir á að skellurinn verði reyndar vondur hvað sem öðru líður.

Hann segir að atvinnuleysi geti rokið upp í átta prósent og að fjöldi fyrirtækja geti farið í þrot. „Þess vegna segi ég, að við þurfum að stíga stór skref núna. Við þurfum að koma af fullum krafti inn í þessa mynd. Vegna þess að frá okkar bæjardyrum séð, sem erum að halda utan um ríkisfjármálin, þá er það í rauninni mesta tjónið sem getur orðið. Að þetta raungerist.“

Reyna að létta undir með ýmsum aðgerðum

Bjarni segir enn fremur að yfirvöld vinni að mörgum leiðum til að létta undir með hagkerfinu og almenningi. „Það sem mér finnst kannski skipta mestu er að fólk skilji er að við getum reynt að létta undir með svo margvíslegum aðgerðum. Þetta er ekki bara hlutverk þingsins heldur er auðvitað Seðlabankinn með stórt hlutverk,“ segir hann.

Hann vill þannig „auka súrefni þarna úti, þegar það verður súrefnisskortur í fjármálakerfinu, það er að segja hjá fyrirtækjunum. Vegna þess að tekjurnar falla. Þær eru að falla sums staðar um 50 prósent og jafnvel meira. Geta fallið 70, 80 prósent í einstaka tilvikum. Mögulega meira en það meira að segja.“ Í þessu ástandi þurfi slík fyrirtæki stuðning.

Trúir því að Seðlabankinn muni lækka vexti enn frekar

Bjarni segist hafa trú á því að Seðlabankinn muni lækka vexti frekar og hleypa þannig meira súrefni í kerfið og auðvelda bönkum að styðja sína viðskiptamenn.

„Við erum á hinum kantinum og erum að segja við fyrirtæki að við skulum taka hluta af launakostnaðinum. Það gerum við með þessar hlutastarfaleið, þar sem að fyrirtæki geta sagt upp starfshlutfalli 50 prósent og haldið starfsmönnum hjá sér á 50 prósent launum á meðan þeir eiga rétt á því að fá greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóðnum fyrir bróðurpartinum af mismuninum,“ segir hann.

Bjarni segir að fólk með 650 þúsund og minna muni fá um það bil 90 prósent af upphæðinni. Hann tekur þó fram að það sé gróf ágiskun. Frumvarp sé enn til meðferðar á þinginu.

Hann segir að sömuleiðis þurfi að grípa einyrkja og verktaka með sama kerfi en þeir þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði.

„Ég held það sé samt engin ein leið jafn stór og mikilvæg og sú að styðja fyrirtækin í að halda fólki hjá sér á launum og taka hluta af laununum. Þetta er mjög sniðug aðferð,“ segir Bjarni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent