Viðkvæmir hópar Íslendinga erlendis hvattir til að koma heim

Íslendingar yfir 60 ára sem glíma við undirliggjandi sjúkdóm, eru fjarri fjölskyldu og vinum eða eiga ekki rétt á heilbrigðisþjónustu þar sem þeir dvelja eru á meðal þeirra sem hvattir eru til að koma heim til Íslands.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Auglýsing

Stjórn­völd biðla til Íslend­inga erlend­is, sem tvö af fjórum eft­ir­far­andi atriðum eiga við, að íhuga heim­ferð til Íslands. Atriðin þrjú eru að vera yfir 60 ára gam­all, vera með und­ir­liggj­andi sjúk­dóm, vera fjarri vinum og fjöl­skyldu eða eiga ekki rétt á heil­brigð­is­þjón­ustu í land­inu þar sem við­kom­andi dvelst eða heil­brigð­is­kerfið þar annar ekki álag­inu.

Hvatn­ing­unni er beint sér­stak­lega til Íslend­inga sem annað hvort eru á ferða­lagi erlendis eða dvelj­ast þar tíma­bundið og eiga rétt á heil­brigð­is­þjón­ustu á Ísland­i. 

Í til­kynn­ingu á vef utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins segir að sér­stök athygli sé vakin á því að fólk sem sýnir sjúk­dóms­ein­kenni gæti átt á hættu að vera synjað um inn­ritun í flug og því er óráð­legt að bíða of lengi. „Sótt­varna­læknir hefur meðal ann­ars skil­greint Spán sem svæði með mikla smitá­hættu og búast má við að álag verði tals­vert á heil­brigð­is­kerfið þar í landi. Íslend­ingar sem koma frá Spáni skulu fara í sótt­kví í fjórtán daga eftir heim­komu. Þetta tekur til allra hluta Spán­ar, þ.m.t. Kanarí­eyja (Gran Can­aria ,Tenerife og aðrar eyj­ar).“

Verið að sækja Íslend­inga til Tenerife og Kanarí

Þetta er önnur form­lega hvatn­ingin sem íslensk stjórn­völd senda til Íslend­inga sem eru á ferða­lagi erlendis til að flýta heim­­för. Sú fyrri, sem var almenn og ekki beint að ákveðnum hópum var send á laug­ar­dag. Í henni var haft eftir Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni utan­rík­is­ráð­herra að víða ættu Íslend­ingar á hættu að verða inn­­lyksa eða lenda í sótt­­­kví við erf­iðar aðstæð­­ur. „Ekki er víst hvaða aðgang og rétt­indi Íslend­ingar munu hafa að heil­brigð­is­­þjón­­ustu auk þess sem heil­brigð­is­­kerfi í mörgum ríkjum anna ekki álag­i[...]Í því ljósi höfum við ákveðið að ráða Íslend­ingum gegn ferða­lögum erlendis og þeim sem eru á ferða­lagi erlendis að íhuga að snúa heim fyrr en ella.“

Auglýsing
Ljóst er að erf­ið­ara verður með hverjum deg­inum að koma sér á milli landa, enda bæði þorri Evr­ópu og Banda­ríkin búin að loka landa­mærum sínum og setja á ferða­bann. Fyrir vikið hafa flest flug­fé­lög dregið veru­lega úr fram­boði sínu og búist er við því að far­þega­flug á svæð­unum muni leggj­ast að stóru leyti af í nán­ustu fram­tíð.  

Á ferða­þjón­ustu­frétta­vefnum Túrista er greint frá því að ferða­skrif­stofan Úrval-Út­sýn sé að senda þrjár þotur til Spánar í dag þriðju­dag til að sækja far­þega sem eiga pant­aða heim­ferð til Íslands á næstu dög­um. Tvær þotur fara til Tenerife og ein til Las Palmas á Kanarí.

Þar er haft eftir Þór­unni Reyn­is­dótt­ur, for­stjóra Úrval-Út­sýn, að farið heim kosti þá sem eiga bókað far með Úrval-Út­sýn ekki neitt auka­lega. Sama gildi um far­þega syst­ur­fyr­ir­tækja ferða­skrif­stof­unn­ar, Plús­ferða og Sum­ar­ferða. 

Mögu­lega verða þó laus sæti fyrir fleiri far­þega frá Tenerife og þau verða þá til seld á heima­síðu Úrval-Út­sýn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Miklar landslagsbreytingar þetta árið í Surtsey
Nú stendur yfir árlegur líffræðileiðangur í Surtsey en sérstaka athygli vöktu landslagsbreytingar þar sem jarðvegur hefur skolast úr hlíðum og út í haf. Það hefur myndað sandstrendur á austanverðri eynni.
Kjarninn 15. júlí 2020
Herferðin styðst við kenningar um að það að öskra af lífs og sálarkröftum sé streitulosandi.
Öskur útlendinga munu hljóma á sjö stöðum á Íslandi
Í nýrri herferð Íslandsstofu eru útlendingar hvattir til að taka upp öskur sín sem síðan munu glymja í gegnum hátalara víðs vegar um Ísland. Streitulosun og ferðalög eru markmiðin.
Kjarninn 15. júlí 2020
„Nú var það þannig að ég var tekin í gíslingu“
Öll þau fimmtíu og sjö ríki sem eiga aðild að ÖSE hafa neitunarvald þegar kemur að skipan æðstu yfirmanna. „Fyrir svona rúmum mánuði síðan hefði mér ekki dottið þetta í hug – að þetta væri yfirvofandi,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Kjarnann.
Kjarninn 15. júlí 2020
Bæjarhúsin að Heyklifi.
Hágæða ferðaþjónusta „sem á engan sinn líka“ þarf ekki í umhverfismat
Á jörðinni Heyklifi sunnan Stöðvarfjarðar er áformað að reisa hótel og heilsulind fyrir um 250 gesti. Framkvæmdaaðili hyggst reyna að raska „sérstæðri og tilkomumikilli“ náttúru svæðisins sem minnst en hún einkennist af klettakömbum og klettóttri strönd.
Kjarninn 15. júlí 2020
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent