Viðkvæmir hópar Íslendinga erlendis hvattir til að koma heim

Íslendingar yfir 60 ára sem glíma við undirliggjandi sjúkdóm, eru fjarri fjölskyldu og vinum eða eiga ekki rétt á heilbrigðisþjónustu þar sem þeir dvelja eru á meðal þeirra sem hvattir eru til að koma heim til Íslands.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Auglýsing

Stjórn­völd biðla til Íslend­inga erlend­is, sem tvö af fjórum eft­ir­far­andi atriðum eiga við, að íhuga heim­ferð til Íslands. Atriðin þrjú eru að vera yfir 60 ára gam­all, vera með und­ir­liggj­andi sjúk­dóm, vera fjarri vinum og fjöl­skyldu eða eiga ekki rétt á heil­brigð­is­þjón­ustu í land­inu þar sem við­kom­andi dvelst eða heil­brigð­is­kerfið þar annar ekki álag­inu.

Hvatn­ing­unni er beint sér­stak­lega til Íslend­inga sem annað hvort eru á ferða­lagi erlendis eða dvelj­ast þar tíma­bundið og eiga rétt á heil­brigð­is­þjón­ustu á Ísland­i. 

Í til­kynn­ingu á vef utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins segir að sér­stök athygli sé vakin á því að fólk sem sýnir sjúk­dóms­ein­kenni gæti átt á hættu að vera synjað um inn­ritun í flug og því er óráð­legt að bíða of lengi. „Sótt­varna­læknir hefur meðal ann­ars skil­greint Spán sem svæði með mikla smitá­hættu og búast má við að álag verði tals­vert á heil­brigð­is­kerfið þar í landi. Íslend­ingar sem koma frá Spáni skulu fara í sótt­kví í fjórtán daga eftir heim­komu. Þetta tekur til allra hluta Spán­ar, þ.m.t. Kanarí­eyja (Gran Can­aria ,Tenerife og aðrar eyj­ar).“

Verið að sækja Íslend­inga til Tenerife og Kanarí

Þetta er önnur form­lega hvatn­ingin sem íslensk stjórn­völd senda til Íslend­inga sem eru á ferða­lagi erlendis til að flýta heim­­för. Sú fyrri, sem var almenn og ekki beint að ákveðnum hópum var send á laug­ar­dag. Í henni var haft eftir Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni utan­rík­is­ráð­herra að víða ættu Íslend­ingar á hættu að verða inn­­lyksa eða lenda í sótt­­­kví við erf­iðar aðstæð­­ur. „Ekki er víst hvaða aðgang og rétt­indi Íslend­ingar munu hafa að heil­brigð­is­­þjón­­ustu auk þess sem heil­brigð­is­­kerfi í mörgum ríkjum anna ekki álag­i[...]Í því ljósi höfum við ákveðið að ráða Íslend­ingum gegn ferða­lögum erlendis og þeim sem eru á ferða­lagi erlendis að íhuga að snúa heim fyrr en ella.“

Auglýsing
Ljóst er að erf­ið­ara verður með hverjum deg­inum að koma sér á milli landa, enda bæði þorri Evr­ópu og Banda­ríkin búin að loka landa­mærum sínum og setja á ferða­bann. Fyrir vikið hafa flest flug­fé­lög dregið veru­lega úr fram­boði sínu og búist er við því að far­þega­flug á svæð­unum muni leggj­ast að stóru leyti af í nán­ustu fram­tíð.  

Á ferða­þjón­ustu­frétta­vefnum Túrista er greint frá því að ferða­skrif­stofan Úrval-Út­sýn sé að senda þrjár þotur til Spánar í dag þriðju­dag til að sækja far­þega sem eiga pant­aða heim­ferð til Íslands á næstu dög­um. Tvær þotur fara til Tenerife og ein til Las Palmas á Kanarí.

Þar er haft eftir Þór­unni Reyn­is­dótt­ur, for­stjóra Úrval-Út­sýn, að farið heim kosti þá sem eiga bókað far með Úrval-Út­sýn ekki neitt auka­lega. Sama gildi um far­þega syst­ur­fyr­ir­tækja ferða­skrif­stof­unn­ar, Plús­ferða og Sum­ar­ferða. 

Mögu­lega verða þó laus sæti fyrir fleiri far­þega frá Tenerife og þau verða þá til seld á heima­síðu Úrval-Út­sýn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
Loðin svör um endurgreiðslur til neytenda berast frá N1 Rafmagni
Óskir um útskýringar á því af hverju N1 Rafmagn, sem hefur frá sumrinu 2020 rukkað þrautavaraviðskiptavini meira fyrir rafmagn en almenna viðskiptavini, ætli einungis að endurgreiða mismun undanfarinna tveggja mánaða, skila loðnum svörum.
Kjarninn 26. janúar 2022
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent