Grímur ekki gagnslausar en geta veitt falskt öryggi

Ef fólk í áhættuhópum þarf að fara út í búð nú á tímum kórónuveirunnar, ætti það að vera með andlitsgrímur og jafnvel hanska? Grímur geta gert gagn en þær geta líka veitt falskt öryggi.

Grímur verða gagnslitlar þegar þær blotna í gegn.
Grímur verða gagnslitlar þegar þær blotna í gegn.
Auglýsing

Af erlendum frétta­myndum að dæma mætti halda að and­lits­grím­ur væru stað­al­bún­aður á þeim svæðum þar sem nýja kór­ónu­veiran hefur breiðst hratt út. Mikið magn þeirra hefur einnig selst hér á landi og dæmi eru um að fólk beri þær nú fyrir vitum er það fer að versla í mat­inn. En gera þær raun­veru­leg­t ­gagn og þá hvern­ig?

 „Það hefur í sjálfu ­sér ekki mikið segja að nota and­lits­grímu til að verja sjálfan sig [smit­i],“ ­sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir spurður um málið á dag­leg­um ­upp­lýs­inga­fundi almanna­varna­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra í gær.

Auglýsing

Hann sagði að grímur gætu virkað að ákveðnu leyti og hanskar ­sömu­leiðis en að notkun þessa hlífð­ar­bún­aðar gæti þó gefið falskt öryggi. Bent­i hann á að and­lits­grímur virki aðeins í ákveð­inn tíma því þegar þær blotna í gegn, sem þær gera smám saman þegar fólk andar í þær, þá eru þær gagns­laus­ar eða gagnslitl­ar.

 Sama má að sögn Þór­ólfs segja um hanska. Fólk á það til að g­leyma sér með hansk­ana og það er ákveðin kúnst að fara rétt úr þeim svo smit ber­ist ekki af þeim og í við­kom­andi. „Þannig að það getur gefið falskt örygg­i,“ ít­rek­aði Þórólf­ur. „Ég held að þeir sem eru veikir fyrir ættu helst að reyna að fá ein­hvern til að fara fyrir sig út í búð.“

Alma Möller land­læknir sagði á fund­inum að vissu­lega væri það nauð­syn­legt fyrir heil­brigð­is­starfs­fólk að bera grímur er það sinnir veik­um og að sjálf­sögðu þegar það hlúir að sjúk­lingum með COVID-19. Það væru hins ­vegar sér­stakar grím­ur.

 Þá benti hún á að það ­gæti þurft að setja grímur á smit­aða svo að þeir smiti ekki frá sér. „Svo er eitt sem grím­urnar gera og það er að minna okkur á að vera ekki alltaf að ber­a hend­urnar upp í vitin og and­lit­ið.“

198 smit höfðu greinst hér á landi í gær­kvöldi. Enn má rekja flest þeirra til útlanda. Rúm­lega 2.000 manns eru í sótt­kví.

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent