Grímur ekki gagnslausar en geta veitt falskt öryggi

Ef fólk í áhættuhópum þarf að fara út í búð nú á tímum kórónuveirunnar, ætti það að vera með andlitsgrímur og jafnvel hanska? Grímur geta gert gagn en þær geta líka veitt falskt öryggi.

Grímur verða gagnslitlar þegar þær blotna í gegn.
Grímur verða gagnslitlar þegar þær blotna í gegn.
Auglýsing

Af erlendum frétta­myndum að dæma mætti halda að and­lits­grím­ur væru stað­al­bún­aður á þeim svæðum þar sem nýja kór­ónu­veiran hefur breiðst hratt út. Mikið magn þeirra hefur einnig selst hér á landi og dæmi eru um að fólk beri þær nú fyrir vitum er það fer að versla í mat­inn. En gera þær raun­veru­leg­t ­gagn og þá hvern­ig?

 „Það hefur í sjálfu ­sér ekki mikið segja að nota and­lits­grímu til að verja sjálfan sig [smit­i],“ ­sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir spurður um málið á dag­leg­um ­upp­lýs­inga­fundi almanna­varna­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra í gær.

Auglýsing

Hann sagði að grímur gætu virkað að ákveðnu leyti og hanskar ­sömu­leiðis en að notkun þessa hlífð­ar­bún­aðar gæti þó gefið falskt öryggi. Bent­i hann á að and­lits­grímur virki aðeins í ákveð­inn tíma því þegar þær blotna í gegn, sem þær gera smám saman þegar fólk andar í þær, þá eru þær gagns­laus­ar eða gagnslitl­ar.

 Sama má að sögn Þór­ólfs segja um hanska. Fólk á það til að g­leyma sér með hansk­ana og það er ákveðin kúnst að fara rétt úr þeim svo smit ber­ist ekki af þeim og í við­kom­andi. „Þannig að það getur gefið falskt örygg­i,“ ít­rek­aði Þórólf­ur. „Ég held að þeir sem eru veikir fyrir ættu helst að reyna að fá ein­hvern til að fara fyrir sig út í búð.“

Alma Möller land­læknir sagði á fund­inum að vissu­lega væri það nauð­syn­legt fyrir heil­brigð­is­starfs­fólk að bera grímur er það sinnir veik­um og að sjálf­sögðu þegar það hlúir að sjúk­lingum með COVID-19. Það væru hins ­vegar sér­stakar grím­ur.

 Þá benti hún á að það ­gæti þurft að setja grímur á smit­aða svo að þeir smiti ekki frá sér. „Svo er eitt sem grím­urnar gera og það er að minna okkur á að vera ekki alltaf að ber­a hend­urnar upp í vitin og and­lit­ið.“

198 smit höfðu greinst hér á landi í gær­kvöldi. Enn má rekja flest þeirra til útlanda. Rúm­lega 2.000 manns eru í sótt­kví.

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent