Láta á það reyna hvort veiran virði landamæri

Múrar eru nú reistir á milli Evrópuþjóða til þess að reyna að hefta útbreiðslu COVID-19. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill setja á ferðabann eftir að hafa gagnrýnt ferðabann Bandaríkjanna. Þessar ákvarðanir virðast pólitískar, ekki vísindalegar.

Evrópa
Auglýsing

Landa­mærum hefur und­an­farna daga verið lokað í gríð og erg í Evr­ópu, landa­mærum sem í eðli­legu árferði standa galopin á grund­velli Schen­gen-­sam­starfs­ins, eins helsta mátt­ar­stólpa evr­ópskrar sam­vinn­u. 

Allt virð­ist á suðu­punkti í álf­unni, sem orðin er mið­punktur heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru sem veldur COVID-19, sýk­ingu sem vert er að ítreka að er lang­flestum að mestu mein­laus, en þó bráðsmit­andi og kemur illa við hluta fólks og þá sér í lagi við­kvæma hópa, eldra fólk og þá sem glíma við und­ir­liggj­andi sjúk­dóma.

Í dag mælt­ist Ursula von der Leyen for­seti fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins til þess að stjórn­mála­leið­togar og rík­is­stjórnir ESB bönn­uðu öll „ónauð­syn­leg ferða­lög“ utan­að­kom­andi til Evr­ópu. Schen­gen-­ríki, þar á meðal Ísland, voru hvött til þess að fylgja stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins hvað þetta varð­ar.

Auglýsing

Leið­togar Evr­ópu­sam­bands­ins munu ræða þessa til­lögu fram­kvæmda­stjórn­ar­innar á síma­fundi á morg­un, en óljóst er hvað verð­ur­.  Ás­laug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra sagði í kvöld­fréttum RÚV að málið yrði rætt í rík­is­stjórn á morg­un.

Emmanuel Macron Frakk­lands­for­seti, og reyndar Ursula von der Leyen sjálf, höfðu áður gagn­rýnt þau ríki sem tekið höfðu ein­hliða ákvarð­anir um lokun landamæra. Fyrst var ákvörð­un  Banda­ríkja­manna um ferða­bann á Schen­gen-­ríkin mót­mælt, en af Schen­gen-­ríkjum voru það Danir sem riðu á vaðið með að loka landa­mærum sínum fyrir erlendum rík­is­borg­ur­um. Pól­verjar fylgdu í kjöl­farið og svo lok­aði Nor­egur einnig landa­mærum sín­um.

Nú hafa Þjóð­verjar einnig lokað landa­mærum sínum að hluta, en í morgun var gáttum inn til Þýska­lands frá Frakk­landi, Aust­ur­ríki, Sviss og Lúx­em­borg lokað fyrir öllu nema vöru­flutn­ingum og fólki sem ferð­ast á milli landa til vinnu. Enn hefur engu verið lokað á landa­mærum Þýska­lands við Hol­land og Belg­íu. 

Vilji þýskra stjórn­valda hafði staðið til þess að virða Schen­gen-­sam­starfið og sam­kvæmt fregnum þýskra miðla var ákvörðun þessi tekin bæði til þess að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar og en ekki síður til þess að koma í veg fyrir að almenn­ingur hamstr­aði nauð­synja­vörur í stór­mörk­uðum á landa­mær­un­um. Slíkt hamstur var byrjað að vera til vand­ræða, sam­kvæmt frétt BBC.

Sögur af svip­uðu tagi ber­ast nú víða frá Evr­ópu. Tékkar og Finnar hafa lokað landa­mærum sínum og í kvöld mun Spánn taka upp landamæra­eft­ir­lit og ein­ungis hleypa spænskum rík­is­borg­urum og öðrum íbúum á Spáni heim. Rússar ætla líka að meina öllum útlend­ingum inn­göngu, sömu­leiðis Ung­verj­ar. Utan Evr­ópu bár­ust svo þau tíð­indi síð­degis frá Kanada að ríkið verði lokað öðrum en Kanada­mönnum og Banda­ríkja­mönn­um.

Of seint að reisa veggi þegar veiran er orðin útbreidd

Þannig eru þessi við­brögð ríkja, að reisa veggi til að reyna að hefta útbreiðslu veirunn­ar, orð­inn næsta almenn. En eru þau lík­leg til þess að stöðva útbreiðslu kór­ónu­veirun­ar, ef hún er þegar farin að breið­ast út inn­an­lands? Vís­ind­in, sér­fræð­ingar í lýð­heilsu­vís­ind­um, virð­ast segja almennt nei.

Í Dan­mörku sagði Søren Brostrøm, for­stjóri Sund­heds­styrel­sen, stofn­unar sem sam­svarar land­lækn­is­emb­ætt­inu hér á landi, að tekin hefði verið póli­tísk ákvörðun en ekki vís­inda­leg, þegar Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra lok­aði landa­mær­un­um. Það stað­festi Frederik­sen síð­ar.

And­ers Tegn­ell, sótt­varna­læknir Sví­þjóð­ar, skildi ekk­ert í ákvörðun dönsku stjórn­ar­inn­ar. Hann sagði í sam­tali við Afton­bla­det strax á föstu­dags­kvöld að aðgerðin væri „al­gjör­lega til­gangs­laus“ og myndi engu skila við að hefta útbreiðslu veirunnar innan Dan­merk­ur.

Sér­fræð­ingar í far­alds­fræði sögðu það sama í við danska blaðið Politi­ken um helg­ina. Jens Lund­gren, pró­fessor og smit­sjúk­dóma­sér­fræð­ingur við Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla, sagði að lokun landamæra hefði mögu­lega getað virk­að, áður en veiran var byrjuð að breið­ast út í dönsku sam­fé­lag­i. 

„Þegar það er orðið svo mikið smit í sam­fé­lag­inu að fólk er farið að smita hvort ann­að, skiptir það minna máli, að það komi ein­hverjir smit­aðir að utan,“ sagði pró­fess­or­inn við Politi­ken.

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir vand­aði orð sín er hann var spurður um álit sitt á slíkum aðgerðum í Silfr­inu á RÚV í gær. Hann sagð­ist teljaof seint að grípa til þessa ráðs þegar far­aldur væri þegar haf­inn inn­an­lands.

„Nú ætla ég að passa mig að leggja ekki sér­­stak­an dóm á það sem hinar Norð­ur­­landa­þjóð­irn­ar gera. En sótt­­varna­lækn­ar hafa ekki lagt þess­ar bröttu aðgerðir til og þær lit­­ast dá­­lítið af póli­­tík,“ sagði Þórólf­­ur, sem hefur verið í reglu­legu sam­bandi við sótt­varna­lækna hinna Norð­ur­land­anna vegna stöðu mála.

Ríki ættu að prófa eins marga og þau mögu­lega geta

Skila­boð Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar (WHO) til ríkja heims í dag eru þau að prófa, prófa, prófa. Skima fyrir smiti hjá öllum sem mögu­lega gætu hugs­an­lega verið smit­að­ir.„Þú getur ekki barist við eld með bundið fyrir aug­un,“ sagði dr. Tedros Adhanom Ghebr­eyesus fram­kvæmda­stjóri WHO á blaða­manna­fundi í dag, í þeirri merk­ingu að ekki væri hægt að hefta útbreiðslu veirunnar án þess að vita hver væri smit­að­ur.

WHO hefur ekki mælt með því að ríki reisi veggi sín á milli, og mælir raunar frekar gegn því, sam­kvæmt leið­bein­ingum sem gefnar voru út í lok febr­úar um hömlur á ferða­lög. Stofn­unin segir tíma­bundnar víð­tækar ferða­tak­mark­anir geta verið rétt­læt­an­legar í upp­hafi far­ald­urs, til þess að gefa ríkjum smá ráð­rúm til að bregð­ast við, en ann­ars séu þær það ekki.

„Dag­arn­ir, vik­urnar og mán­uð­irnir framundan verða þrekraun fyrir stöð­ug­lyndi okk­ar, á trú okkar á vís­indum og próf í sam­stöð­u,“ sagði Tedros og bætti við að krísur á borð við þá sem nú ríður yfir dragi fram bæði það besta og versta í mann­kyn­inu.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar