Evrópusambandið vill loka sig af og fá Ísland með

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur mælst til þess að öll ríki ESB sem og nágrannalönd sem standa utan ESB, þar á meðal Ísland, banni öll „ónauðsynleg ferðalög“ til Evrópu í 30 daga.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Auglýsing

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hefur mælst til þess að öll ríki ESB, sem og nágranna­lönd sem standa utan ESB, banni öll „ónauð­syn­leg ferða­lög“ til Evr­ópu og setji á 30 daga ferða­bann sem nær í raun til alls heims­ins. Ein­ungis Evr­ópu­búar fengju þá að ferð­ast til Evr­ópu, nema í und­an­tekn­ing­ar­til­fell­um.

Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar, sagði á blaða­manna­fundi síð­degis í dag að því minni sem ferða­lög væru, því betur væri hægt að halda útbreiðslu COVID-19 í skefj­um.

Sam­kvæmt frétt New York Times um fyr­ir­ætl­an­irn­ar, sem voru kynntar af þeim von der Leyen og Charles Michel for­seta leið­toga­ráðs ESB í dag, standa vonir leið­toga ESB til þess að hægt verði að sann­færa öll ríki ESB og helst öll Schen­gen-­ríkin líka um að taka þátt í þessum aðgerð­um, en í þeim myndi fel­ast blátt bann við komum ann­arra en þegna Evr­ópu­sam­bands­ríkja eða Schen­gen-­ríkja til Evr­ópu, nema í und­an­tekn­ing­ar­til­fell­um.

Auglýsing

Tutt­ugu og tvö ríki ESB eru í Schen­gen-­sam­starf­inu, auk Íslands, Nor­egs, Sviss og Liect­en­stein. Bret­land og Írland eru ekki hluti af Schen­gen-­svæð­inu og ekki heldur Króa­tía, Búlgar­ía, Kýpur né Rúm­en­í­a. 

Þegar hafa mörg ríki innan Schengen lokað landa­mærum og hefur spenna farið vax­andi á meðal aðild­ar­ríkj­anna af þessum sök­um. Emmanuel Macron Frakk­lands­for­seti hefur þannig gagn­rýnt ríki sem taka ein­hliða ákvarð­anir um lok­anir evr­ópskra landamæra, rétt eins og ESB hafði áður gagn­rýnt ein­hliða ákvörðun Banda­ríkj­anna um að setja ferða­bann á Schen­gen-­ríki í síð­ustu viku.

Sam­kvæmt frétt Reuters gera ráða­menn ESB sér vonir um að þessi lokun ytri landamæra Evr­ópu verði til þess að Evr­ópu­ríki hætti að loka innri landa­mærum álf­unn­ar, en þetta er haft eftir ónefndum emb­ætt­is­manni ESB.

Mun Ísland loka?

Íslensk stjórn­völd hafa til þessa sagt að ekki komi til greina að loka landa­mærum Íslands til þess að reyna að hefta útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar, enda hafi okkar fær­ustu sér­fræð­ingar sagt að slíkar aðgerðir skil­uðu litlu í þeirri bar­áttu.

Utan­rík­is­ráð­herra kom sér­stak­lega á fram­færi mót­mælum til yfir­valda í Banda­ríkj­unum eftir að rík­is­stjórn Trump til­kynnti um ein­hliða ferða­bann sitt í síð­ustu viku.

Kjarn­inn hefur sent Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni utan­rík­is­ráð­herra fyr­ir­spurn um hvort sú afstaða muni mögu­lega breytast, í ljósi þess­ara nýj­ustu vend­inga.

Bein rík­is­að­stoð verður leyfð tíma­bundið

Hér að neðan má sjá ávarp von der Leyen um þær aðgerðir sem fram­kvæmda­stjórnin leggur til, en auk ferða­tak­mark­ana fjallar hún einnig um leiðir til þess að halda flæði nauð­synja­vara og ann­ars varn­ings um Evr­ópu í gangi og áætl­anir um að afnema, tíma­bund­ið, hömlur á rík­is­að­stoð við fyr­ir­tæki.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiErlent