Bandaríkin víkka út ferðabannið – Nær núna líka yfir Bretland og Írland

Donald Trump er búin að láta skima sig og niðurstaða um hvort hann sé sýktur af COVID-19 eða ekki mun liggja fyrir á næstu tveimur sólarhringum.

Mike Pence og Donald Trump.
Mike Pence og Donald Trump.
Auglýsing

Mike Pence, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, greindi frá því í dag að ferða­bannið til Banda­ríkj­anna, sem tók gildi á mið­nætti, myndi frá og með mið­nætti á mánu­dag líka ná yfir Bret­land og Írland. Ríkin tvö voru upp­haf­lega und­an­skilin frá bann­inu þegar Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti greindi frá því í síð­ustu viku. 

Á blaða­manna­fundi sem Trump og Pence héldu í dag kom fram að allir Banda­ríkja­menn myndu geta látið skima fyrir veirunni sem veldur COVID-19 sjúk­dómnum án þess að greiða fyrir það. Stefnt er að því að setja upp skimun­ar­stöðvar í stærstu dag­vöru­versl­un­ar­keðjum Banda­ríkj­anna og víð­ar. Trump stað­festi á fund­inum að hann hefði und­ir­geng­ist próf­anir til að kanna hvort hann væri með COVID-19 og að nið­ur­stöðu væri að vænta á næstu tveimur sól­ar­hring­um. Á­stæðan er sú að fjöl­miðla­­full­­trúi for­­seta Bras­il­­íu, sem var við­staddur fund hans með Trump á laug­­ar­dag fyrir viku, hefur greinst með COVID-19. 

Eins og er hafa 2.488 greinst smit­aðir í Banda­ríkj­unum og 51 lát­ist vegna veirunn­ar.

Auglýsing
Trump sagði á blaða­­manna­fundi í gær að til greina kæmi að bæta Bret­landi á lista yfir þau Evr­­ópu­lönd sem ferða­­bannið til Banda­­ríkj­anna sem hann lýsti í vik­unni yfir að sett yrði á. Á sama fundi lýsti hann yfir­ ­neyð­­ar­á­standi í land­inu. Sú aðgerð, sem er hugsuð sem örþrifa­ráð sem hægt er að grípa til vegna nátt­úr­ham­fara, far­­sótta eða stríða, veitir aðgang að um 50 millj­­örðum Banda­­ríkja­dala til að berj­­ast við útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­­dómn­­um. 

For­set­inn sagði einnig í gær að til greina kæmi að end­­ur­­skoða veru ann­­arra ríkja sem eru sem stendur á list­an­­um. Á meðal þeirra ríkja sem ferða­­bann­ið, sem tekur gildi á mið­­nætti, nær yfir er Ísland. Engin ákvörðun hefur enn sem komið er verið tekin um það.

Trump greindi frá því að ferða­­bannið yrði sett á aðfara­nótt fimmt­u­­dags. ­­Ferða­­bann­ið, sem á að standa yfir í 30 daga, virkar þannig að öllum íbúum landa sem til­­heyra Schen­­gen-­­svæð­inu, þar á meðal Ísland og þorri Evr­­ópu, verður meinað að koma til Banda­­ríkj­anna á tíma­bil­inu. Banda­rískir rík­­is­­borg­­arar og aðrir sem eru með fasta búsetu í Banda­­ríkj­unum munu fá að ferð­­ast ef þeir vilja en sam­­kvæmt frétta­til­kynn­ingu sem birt var í kjöl­far yfir­­lýs­ingar Trump um ferða­­bannið á vef heima­varn­­ar­ráðu­­neyt­is­ins mun þeim banda­rísku far­þegum sem dvalið hafa á Schen­­gen-­­svæð­inu hleypt inn í landið í gegnum valda flug­­velli þar sem sér­­stakar ráð­staf­­anir verða gerðar til að skima fyrir smiti.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiErlent