Íslendingum sagt að ferðast ekki og þeir sem eru erlendis hvattir til að koma heim

Stjórnvöld telja að Íslendinga sem eru á ferðalagi erlendis eigi á hættu að verða innlyksa þar og hvetja þá til að koma heim. Gerist það liggi ekki fyrir hvers konar aðgang þeir muni hafa að heilbrigðisþjónustu.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Auglýsing

Íslensk stjórn­völd hvetja Íslend­inga sem eru á ferða­lagi erlendis til að flýta heim­för og ráða lands­mönnum frá því að leggj­ast í ferða­lög. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá utan­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnu­ráðu­neyt­inu vegna til­lögu Guð­laugs Þórs Þórð­ar­son­ar, ráð­herra mála­flokks­ins, þess efnis í ljósi þeirra yfir­grips­miklu ráð­staf­ana sem erlend ríki hafa gripið til til að hefta útbreiðslu COVID-19 og kunna að hafa áhrif á Íslend­inga erlend­is. „Víða eiga Íslend­ingar á hættu að verða inn­lyksa eða lenda í sótt­kví við erf­iðar aðstæð­ur. Ekki er víst hvaða aðgang og rétt­indi Íslend­ingar munu hafa að heil­brigð­is­þjón­ustu auk þess sem heil­brigð­is­kerfi í mörgum ríkjum anna ekki álag­i,“ segir Guð­laugur Þór „Í því ljósi höfum við ákveðið að ráða Íslend­ingum gegn ferða­lögum erlendis og þeim sem eru á ferða­lagi erlendis að íhuga að snúa heim fyrr en ella.“

Auglýsing
Í til­kynn­ing­unni segir að mörg erlend ríki hafi und­an­far­inn sól­ar­hring gripið til þess að loka landa­mærum og skylda alla sem þangað koma í sótt­kví. „Ekki er hægt að úti­loka að fleiri ríki muni grípa til svip­aðra ráð­staf­ana á næstu dög­um. Það er mat utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, að höfðu sam­ráði við for­sæt­is­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, sótt­varn­ar­lækni og almanna­varn­ir, að tíma­bært sé að ráða Íslend­ingum form­lega frá því að leggja upp í ferða­lög. Þá eru Íslend­ingar á ferða­lagi erlendis beðnir að íhuga hvort ástæða sé til að flýta heim­för með til­liti til ofan­greindra þátta og Íslend­ingar búsettir erlendis hvattir til að kanna rétt sinn til heil­brigð­is­þjón­ust­u.“

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra segir að með þessum ráð­legg­ingum sé brugð­ist við þeirri stöðu sem upp er komin vegna við­bragða margra ríkja við far­aldr­inum sem nú geis­ar. „Þær hafa að sjálf­sögðu mikil áhrif á sam­fé­lag okkar og stöðu Íslend­inga á ferða­lögum erlend­is.“ 

Áfram gilda skil­grein­ingar sótt­varn­ar­læknis um áhættu­svæði og til­mæli hans um að Íslend­ingar sem þaðan komi fari í sótt­kví. Ekki er gert ráð fyrir að tak­marka ferðir erlendra ferða­manna hingað til lands.

Utan­rík­is­ráðu­neytið og sendi­skrif­stofur Íslands hafa unnið að því síð­asta sól­ar­hring að afla upp­lýs­inga frá stjórn­völdum ríkja um hvernig flugi og öðrum sam­göngum verður háttað yfir landa­mæri til að tryggja að Íslend­ingar kom­ist heim. 

Icelandair mun fella niður fjölda ferða

Icelandair var­aði við því í upp­hafi viku að ­fé­lagið væri að end­­ur­­skoða flug­­­ferðir sínar í mars og apr­íl, sem áttu að vera um 3.500, og að það mætti búast við því að þeim myndi fækka enn meira en þegar hafði verið til­­kynnt um. Það væri til­­komið vegna enn meiri sam­­dráttar í eft­ir­­spurn og bók­un­­um. Síðan að sú til­kynn­ing var send út hefur staða Icelandair versnað umtals­vert.

Á mið­nætti tók gildi ferða­bann til Banda­ríkj­anna, en við­skipta­módel Icelandair snýst að uppi­stöðu um að ferja far­þegar milli Evr­ópu og Banda­ríkj­anna með við­komu á Íslandi. Til við­bótar tók í dag gildi ferða­bann til Dan­merkur sem einnig er mik­il­vægur áfanga­staður í leið­ar­kerfi Icelanda­ir. Ljóst er að fyr­ir­hug­uðum ferðum Icelandair í mars og apríl hið minnsta muni fækka langt umfram það sem lagt var upp með í byrj­un.

Á ferða­þjón­ustu­frétta­vefnum Túrista var í vik­unni tekið saman að Icelandair hafi að jafn­aði flutt um 3.100 far­þega á degi hverjum milli Íslands og Banda­ríkj­anna í mars og apríl í fyrra sam­kvæmt tölum frá banda­rískum flug­mála­yf­ir­völd­um.  Þar kom einnig fram að 39 pró­sent af tekjum Icelandair á síð­asta ári hafi komið frá Norð­ur­-Am­er­íku.

Ákveði Icelandair að fljúga ekki tómum vélum út næstu vik­urnar gæti skapast hætta á að þeir Íslend­ingar sem eru staddir í Banda­ríkj­unum gætu átt í erfitt með að kom­ast heim.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent