Íslendingum sagt að ferðast ekki og þeir sem eru erlendis hvattir til að koma heim

Stjórnvöld telja að Íslendinga sem eru á ferðalagi erlendis eigi á hættu að verða innlyksa þar og hvetja þá til að koma heim. Gerist það liggi ekki fyrir hvers konar aðgang þeir muni hafa að heilbrigðisþjónustu.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Auglýsing

Íslensk stjórn­völd hvetja Íslend­inga sem eru á ferða­lagi erlendis til að flýta heim­för og ráða lands­mönnum frá því að leggj­ast í ferða­lög. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá utan­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnu­ráðu­neyt­inu vegna til­lögu Guð­laugs Þórs Þórð­ar­son­ar, ráð­herra mála­flokks­ins, þess efnis í ljósi þeirra yfir­grips­miklu ráð­staf­ana sem erlend ríki hafa gripið til til að hefta útbreiðslu COVID-19 og kunna að hafa áhrif á Íslend­inga erlend­is. „Víða eiga Íslend­ingar á hættu að verða inn­lyksa eða lenda í sótt­kví við erf­iðar aðstæð­ur. Ekki er víst hvaða aðgang og rétt­indi Íslend­ingar munu hafa að heil­brigð­is­þjón­ustu auk þess sem heil­brigð­is­kerfi í mörgum ríkjum anna ekki álag­i,“ segir Guð­laugur Þór „Í því ljósi höfum við ákveðið að ráða Íslend­ingum gegn ferða­lögum erlendis og þeim sem eru á ferða­lagi erlendis að íhuga að snúa heim fyrr en ella.“

Auglýsing
Í til­kynn­ing­unni segir að mörg erlend ríki hafi und­an­far­inn sól­ar­hring gripið til þess að loka landa­mærum og skylda alla sem þangað koma í sótt­kví. „Ekki er hægt að úti­loka að fleiri ríki muni grípa til svip­aðra ráð­staf­ana á næstu dög­um. Það er mat utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, að höfðu sam­ráði við for­sæt­is­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, sótt­varn­ar­lækni og almanna­varn­ir, að tíma­bært sé að ráða Íslend­ingum form­lega frá því að leggja upp í ferða­lög. Þá eru Íslend­ingar á ferða­lagi erlendis beðnir að íhuga hvort ástæða sé til að flýta heim­för með til­liti til ofan­greindra þátta og Íslend­ingar búsettir erlendis hvattir til að kanna rétt sinn til heil­brigð­is­þjón­ust­u.“

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra segir að með þessum ráð­legg­ingum sé brugð­ist við þeirri stöðu sem upp er komin vegna við­bragða margra ríkja við far­aldr­inum sem nú geis­ar. „Þær hafa að sjálf­sögðu mikil áhrif á sam­fé­lag okkar og stöðu Íslend­inga á ferða­lögum erlend­is.“ 

Áfram gilda skil­grein­ingar sótt­varn­ar­læknis um áhættu­svæði og til­mæli hans um að Íslend­ingar sem þaðan komi fari í sótt­kví. Ekki er gert ráð fyrir að tak­marka ferðir erlendra ferða­manna hingað til lands.

Utan­rík­is­ráðu­neytið og sendi­skrif­stofur Íslands hafa unnið að því síð­asta sól­ar­hring að afla upp­lýs­inga frá stjórn­völdum ríkja um hvernig flugi og öðrum sam­göngum verður háttað yfir landa­mæri til að tryggja að Íslend­ingar kom­ist heim. 

Icelandair mun fella niður fjölda ferða

Icelandair var­aði við því í upp­hafi viku að ­fé­lagið væri að end­­ur­­skoða flug­­­ferðir sínar í mars og apr­íl, sem áttu að vera um 3.500, og að það mætti búast við því að þeim myndi fækka enn meira en þegar hafði verið til­­kynnt um. Það væri til­­komið vegna enn meiri sam­­dráttar í eft­ir­­spurn og bók­un­­um. Síðan að sú til­kynn­ing var send út hefur staða Icelandair versnað umtals­vert.

Á mið­nætti tók gildi ferða­bann til Banda­ríkj­anna, en við­skipta­módel Icelandair snýst að uppi­stöðu um að ferja far­þegar milli Evr­ópu og Banda­ríkj­anna með við­komu á Íslandi. Til við­bótar tók í dag gildi ferða­bann til Dan­merkur sem einnig er mik­il­vægur áfanga­staður í leið­ar­kerfi Icelanda­ir. Ljóst er að fyr­ir­hug­uðum ferðum Icelandair í mars og apríl hið minnsta muni fækka langt umfram það sem lagt var upp með í byrj­un.

Á ferða­þjón­ustu­frétta­vefnum Túrista var í vik­unni tekið saman að Icelandair hafi að jafn­aði flutt um 3.100 far­þega á degi hverjum milli Íslands og Banda­ríkj­anna í mars og apríl í fyrra sam­kvæmt tölum frá banda­rískum flug­mála­yf­ir­völd­um.  Þar kom einnig fram að 39 pró­sent af tekjum Icelandair á síð­asta ári hafi komið frá Norð­ur­-Am­er­íku.

Ákveði Icelandair að fljúga ekki tómum vélum út næstu vik­urnar gæti skapast hætta á að þeir Íslend­ingar sem eru staddir í Banda­ríkj­unum gætu átt í erfitt með að kom­ast heim.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent