156 smitaðir og um 1.500 verða í sóttkví í lok dags

Hópar ótengdir stjórnvöldum eru að undirbúa að stíga inn og tryggja viðkvæmum hópum matargjafir. Útvarpsstjóri segir að teymið sem stýrir aðgerðum hérlendis í baráttunni við COVID-19 sé á heimsmælikvarða.

almannavarnir
Auglýsing

Í hádeg­inu í dag var búið að taka 1.526 sýni til að leita eftir veirunni sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um. Af þeim höfðu 156 verið greind jákvæð. Þar af var um 31 ann­ars stigs smit og fimm þriðja stigs­smit. Fjögur smit hefur ekki verið hægt að rekja og 14 eru enn í rakn­ingu.

Alls eru um 1.400 komnir í sótt­kví og búist er við að þeir verði orðnir rúm­lega 1.500 áður en dag­ur­inn í dag er all­ur. Þetta kom fram í máli Víðis Reyn­is­son­ar, yfir­lög­reglu­þjóns hjá rík­is­lög­reglu­stjóra á dag­legum upp­lýs­inga­fundi almanna­varna og sótt­varn­ar­læknir sem fram fór í dag.

Víðir sagði að nú færa fram upp­færsla á hættu­mati og að verið væri að horfa sér­stak­lega á Spán, Frakk­land og Þýska­land í þeim efn­um. 

Auglýsing
Hann var spurður hvort að stjórn­völd ætl­uðu að grípa til aðgerða í ljósi þess að Mæðra­styrks­nefnd og Fjöl­skyldu­hjálp séu hætt að veita við­kvæmum hópum mat­ar­gjaf­ir. Víðir sagði að hópar hefðu mynd­ast sem hefðu sett sig í sam­band við stjórn­völd með það að mark­miði að leysa stöðu þeirra sem treysta á slíkar mat­ar­gjafir án aðkomu stjórn­valda og að það verði kynnt frekar síðar í dag.

Alma Möller land­læknir þakk­aði heil­brigð­is­fólki sér­stak­lega fyrir þeirra fram­lag á þessum erf­iðu tím­um. Hún sagði að nú væri alls um 300 manns skráðir í hina svoköll­uðu bak­varð­ar­sveit heil­brigð­is­starfs­manna og helm­ingur þeirra væri skráður til að sinna sjúk­lingum sem greinst hafi með COVID-19. Þar af eru 51 lækn­ir. 

Þór­unn Svein­björns­dótt­ir, for­maður Lands­sam­bands eldri borg­ara var einnig á fund­inum og ræddi áhrif far­ald­urs­ins á þann hóp, sem er einna við­kvæm­astur fyrir vegna hans. Á meðal þess sem hún hvatti til var að fjöl­skyldur leggi til hliðar allt sem áður hafi mögu­lega staðið á milli ein­stak­linga innan þeirra og standi saman við þessar aðstæður sem nú eru uppi.

Stefán Eiriks­son, útvarps­stjóri RÚV og fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, var einnig á fund­inum og sagð­ist þar hafa  tölu­verða reynslu af neyð­ar­stjórnun úr fyrri störf­um. Stefán sagði að það fólk sem héldi um skipu­lagn­ingu aðgerða: land­lækn­ir, sótt­varn­ar­læknir og almanna­varnir rík­is­lög­reglu­stjóra, væri fólk á heims­mæli­kvarða.

Hann fór svo yfir þær aðgerðir sem RÚV hefur ráð­ist í til að mæta þeirra stöðu sem nú er uppi í sam­fé­lag­inu, meðal ann­ars stór­auknu fram­boði á dag­skrá og vinnsla frétta­efnis um COVID-19. Hann boð­aði líka sam­tal við fram­leið­endur og rétt­hafa um að gera gam­alt efni frá RÚV aðgengi­legt á sér­stakri gull­sjón­varps­rás.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent