156 smitaðir og um 1.500 verða í sóttkví í lok dags

Hópar ótengdir stjórnvöldum eru að undirbúa að stíga inn og tryggja viðkvæmum hópum matargjafir. Útvarpsstjóri segir að teymið sem stýrir aðgerðum hérlendis í baráttunni við COVID-19 sé á heimsmælikvarða.

almannavarnir
Auglýsing

Í hádeg­inu í dag var búið að taka 1.526 sýni til að leita eftir veirunni sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um. Af þeim höfðu 156 verið greind jákvæð. Þar af var um 31 ann­ars stigs smit og fimm þriðja stigs­smit. Fjögur smit hefur ekki verið hægt að rekja og 14 eru enn í rakn­ingu.

Alls eru um 1.400 komnir í sótt­kví og búist er við að þeir verði orðnir rúm­lega 1.500 áður en dag­ur­inn í dag er all­ur. Þetta kom fram í máli Víðis Reyn­is­son­ar, yfir­lög­reglu­þjóns hjá rík­is­lög­reglu­stjóra á dag­legum upp­lýs­inga­fundi almanna­varna og sótt­varn­ar­læknir sem fram fór í dag.

Víðir sagði að nú færa fram upp­færsla á hættu­mati og að verið væri að horfa sér­stak­lega á Spán, Frakk­land og Þýska­land í þeim efn­um. 

Auglýsing
Hann var spurður hvort að stjórn­völd ætl­uðu að grípa til aðgerða í ljósi þess að Mæðra­styrks­nefnd og Fjöl­skyldu­hjálp séu hætt að veita við­kvæmum hópum mat­ar­gjaf­ir. Víðir sagði að hópar hefðu mynd­ast sem hefðu sett sig í sam­band við stjórn­völd með það að mark­miði að leysa stöðu þeirra sem treysta á slíkar mat­ar­gjafir án aðkomu stjórn­valda og að það verði kynnt frekar síðar í dag.

Alma Möller land­læknir þakk­aði heil­brigð­is­fólki sér­stak­lega fyrir þeirra fram­lag á þessum erf­iðu tím­um. Hún sagði að nú væri alls um 300 manns skráðir í hina svoköll­uðu bak­varð­ar­sveit heil­brigð­is­starfs­manna og helm­ingur þeirra væri skráður til að sinna sjúk­lingum sem greinst hafi með COVID-19. Þar af eru 51 lækn­ir. 

Þór­unn Svein­björns­dótt­ir, for­maður Lands­sam­bands eldri borg­ara var einnig á fund­inum og ræddi áhrif far­ald­urs­ins á þann hóp, sem er einna við­kvæm­astur fyrir vegna hans. Á meðal þess sem hún hvatti til var að fjöl­skyldur leggi til hliðar allt sem áður hafi mögu­lega staðið á milli ein­stak­linga innan þeirra og standi saman við þessar aðstæður sem nú eru uppi.

Stefán Eiriks­son, útvarps­stjóri RÚV og fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, var einnig á fund­inum og sagð­ist þar hafa  tölu­verða reynslu af neyð­ar­stjórnun úr fyrri störf­um. Stefán sagði að það fólk sem héldi um skipu­lagn­ingu aðgerða: land­lækn­ir, sótt­varn­ar­læknir og almanna­varnir rík­is­lög­reglu­stjóra, væri fólk á heims­mæli­kvarða.

Hann fór svo yfir þær aðgerðir sem RÚV hefur ráð­ist í til að mæta þeirra stöðu sem nú er uppi í sam­fé­lag­inu, meðal ann­ars stór­auknu fram­boði á dag­skrá og vinnsla frétta­efnis um COVID-19. Hann boð­aði líka sam­tal við fram­leið­endur og rétt­hafa um að gera gam­alt efni frá RÚV aðgengi­legt á sér­stakri gull­sjón­varps­rás.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent