156 smitaðir og um 1.500 verða í sóttkví í lok dags

Hópar ótengdir stjórnvöldum eru að undirbúa að stíga inn og tryggja viðkvæmum hópum matargjafir. Útvarpsstjóri segir að teymið sem stýrir aðgerðum hérlendis í baráttunni við COVID-19 sé á heimsmælikvarða.

almannavarnir
Auglýsing

Í hádeg­inu í dag var búið að taka 1.526 sýni til að leita eftir veirunni sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um. Af þeim höfðu 156 verið greind jákvæð. Þar af var um 31 ann­ars stigs smit og fimm þriðja stigs­smit. Fjögur smit hefur ekki verið hægt að rekja og 14 eru enn í rakn­ingu.

Alls eru um 1.400 komnir í sótt­kví og búist er við að þeir verði orðnir rúm­lega 1.500 áður en dag­ur­inn í dag er all­ur. Þetta kom fram í máli Víðis Reyn­is­son­ar, yfir­lög­reglu­þjóns hjá rík­is­lög­reglu­stjóra á dag­legum upp­lýs­inga­fundi almanna­varna og sótt­varn­ar­læknir sem fram fór í dag.

Víðir sagði að nú færa fram upp­færsla á hættu­mati og að verið væri að horfa sér­stak­lega á Spán, Frakk­land og Þýska­land í þeim efn­um. 

Auglýsing
Hann var spurður hvort að stjórn­völd ætl­uðu að grípa til aðgerða í ljósi þess að Mæðra­styrks­nefnd og Fjöl­skyldu­hjálp séu hætt að veita við­kvæmum hópum mat­ar­gjaf­ir. Víðir sagði að hópar hefðu mynd­ast sem hefðu sett sig í sam­band við stjórn­völd með það að mark­miði að leysa stöðu þeirra sem treysta á slíkar mat­ar­gjafir án aðkomu stjórn­valda og að það verði kynnt frekar síðar í dag.

Alma Möller land­læknir þakk­aði heil­brigð­is­fólki sér­stak­lega fyrir þeirra fram­lag á þessum erf­iðu tím­um. Hún sagði að nú væri alls um 300 manns skráðir í hina svoköll­uðu bak­varð­ar­sveit heil­brigð­is­starfs­manna og helm­ingur þeirra væri skráður til að sinna sjúk­lingum sem greinst hafi með COVID-19. Þar af eru 51 lækn­ir. 

Þór­unn Svein­björns­dótt­ir, for­maður Lands­sam­bands eldri borg­ara var einnig á fund­inum og ræddi áhrif far­ald­urs­ins á þann hóp, sem er einna við­kvæm­astur fyrir vegna hans. Á meðal þess sem hún hvatti til var að fjöl­skyldur leggi til hliðar allt sem áður hafi mögu­lega staðið á milli ein­stak­linga innan þeirra og standi saman við þessar aðstæður sem nú eru uppi.

Stefán Eiriks­son, útvarps­stjóri RÚV og fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, var einnig á fund­inum og sagð­ist þar hafa  tölu­verða reynslu af neyð­ar­stjórnun úr fyrri störf­um. Stefán sagði að það fólk sem héldi um skipu­lagn­ingu aðgerða: land­lækn­ir, sótt­varn­ar­læknir og almanna­varnir rík­is­lög­reglu­stjóra, væri fólk á heims­mæli­kvarða.

Hann fór svo yfir þær aðgerðir sem RÚV hefur ráð­ist í til að mæta þeirra stöðu sem nú er uppi í sam­fé­lag­inu, meðal ann­ars stór­auknu fram­boði á dag­skrá og vinnsla frétta­efnis um COVID-19. Hann boð­aði líka sam­tal við fram­leið­endur og rétt­hafa um að gera gam­alt efni frá RÚV aðgengi­legt á sér­stakri gull­sjón­varps­rás.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent