Ætla að aðstoða skólabörn og fjölskyldur við að ramma inn daginn

Nýr útvarpsstjóri segir að framundan séu óvenjulegri tímar með fordæmalausu samkomubanni. RÚV ætlar að bregast við aðstæðunum og meðal annars aðstoða skólabörn og fjölskyldur við að ramma inn daginn nú þegar skólahald verður takmarkað.

Stefán Eiríksson
Stefán Eiríksson
Auglýsing

„Síð­ustu dagar hafa verið óvenju­legir og úrlausn­ar­efnin ótelj­and­i.“ Þetta segir Stefán Eiríks­son útvarps­stjóri í stöðu­upp­færslu á Face­book.

Þá bendir hann á að framundan séu enn óvenju­legri tímar með for­dæma­lausu sam­komu­banni og ýmsum öðrum mik­il­vægum ráð­stöf­un­um. Þær ráð­staf­anir séu tíma­bærar og nauð­syn­legar og muni tryggja að Íslend­ingar nái tökum á þeirri stöðu sem uppi er.

„Við hjá RÚV höfum verið að und­ir­búa okkur undir þessa stöðu síð­ustu daga og vikur í sam­starfi við ýmsa aðila, bæði til þessa að tryggja órofna starf­semi RÚV á tímum sem þessum og skipu­leggja og und­ir­búa einnig hvernig við getum enn bætt og styrkt okkar upp­lýs­inga­miðl­un, fræðslu, skemmtun og afþr­ey­ing­u,“ skrifar hann.

Auglýsing

Hafa skýru hlut­verki að gegna

Þá bendir Stefán á að þau á RÚV hafi mik­il­vægu og skýru hlut­verki að gegna í almanna­varna­á­standi eins og nú rík­ir. Það eigi við um miðlun frétta, upp­lýs­inga og ekki síður afþrey­ing­ar­efnis af ýmsu tagi. Hann telur að öllum þeim verk­efnum sem þessu fylgja hafi starfs­fólk RÚV sinnt af mik­illi fag­mennsku og elju und­an­farnar vikur og mán­uði.

„Margt er í und­ir­bún­ingi sem þegar er byrjað að kynna í dag og áfram næstu daga. Við munum með fjöl­breyttum hætti aðstoða skóla­börn og fjöl­skyldur við að ramma inn dag­inn nú þegar skóla­hald verður tak­markað og gera allskyns fræðslu­efni aðgengi­legt, við erum að fram­leiða og setja í dreif­ingu á næstu dögum aðgengi­leg örmynd­bönd með lyk­il-fræðslu­at­riðum sem tengj­ast stöðu mála, höfum fengið til liðs við okkur þýð­endur til að þýða fréttir og upp­lýs­ingar yfir á pólsku til við­bótar við enskar þýð­ing­ar, munum sam­eina morg­un­út­varp rásar eitt og tvö frá og með mánu­degi og sjón­varpa þeirri útsend­ingu sömu­leiðis og erum með í vinnslu ítar­legan frétta­skýr­inga­þátt um COVID-19 og ítar­legan upp­lýs­inga­þátt í kjöl­far þess, allt í næstu viku,“ skrifar hann.

Huga að ýmsu sem snýr að leik­fimi og hreyf­ingu

Að hans sögn eru þau á RÚV að skipu­leggja ýmis­legt í sam­starfi við Þjóð­leik­húsið og fleiri menn­ing­ar­stofn­anir og auka við alla útsenda dag­skrá, þar á meðal af vin­sælu eldra efni. „Við erum einnig að huga að ýmsu sem snýr að leik­fimi og hreyf­ingu, ekki síst þeirra sem nú kom­ast ekki í hefð­bundna sjúkra­þjálfun eða leik­fimi, og sömu­leiðis með jóga, hug­leiðslu og öðru því sem hjálpar við að byggja upp og við­halda and­legum styrk.“

Útvarps­stjóri lýkur færslu sinni með því að segja að með sam­starfi og sam­vinnu allra munum við kom­ast vel í gegnum þessa „miklu áskorun sem við okkur blas­ir. Við gerum það einnig með hlýju og vænt­um­þykju gagn­vart hvert öðru, skulum vera dug­lega að dreifa hrósi og jákvæðum straumum út um allt. Ég hlakka mikið til að kynna nánar fyrir ykkur allt það sem RÚV mun leggja af mörkum í þessum efnum á næstu vikum og mán­uð­u­m.“

Kæru vin­ir. Síð­ustu dagar hafa verið óvenju­legir og úrlausn­ar­efnin ótelj­andi. Við á RÚV höfum mik­il­vægu og skýru...

Posted by Stefán Eiríks­son on Fri­day, March 13, 2020


Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent