Ætla að aðstoða skólabörn og fjölskyldur við að ramma inn daginn

Nýr útvarpsstjóri segir að framundan séu óvenjulegri tímar með fordæmalausu samkomubanni. RÚV ætlar að bregast við aðstæðunum og meðal annars aðstoða skólabörn og fjölskyldur við að ramma inn daginn nú þegar skólahald verður takmarkað.

Stefán Eiríksson
Stefán Eiríksson
Auglýsing

„Síð­ustu dagar hafa verið óvenju­legir og úrlausn­ar­efnin ótelj­and­i.“ Þetta segir Stefán Eiríks­son útvarps­stjóri í stöðu­upp­færslu á Face­book.

Þá bendir hann á að framundan séu enn óvenju­legri tímar með for­dæma­lausu sam­komu­banni og ýmsum öðrum mik­il­vægum ráð­stöf­un­um. Þær ráð­staf­anir séu tíma­bærar og nauð­syn­legar og muni tryggja að Íslend­ingar nái tökum á þeirri stöðu sem uppi er.

„Við hjá RÚV höfum verið að und­ir­búa okkur undir þessa stöðu síð­ustu daga og vikur í sam­starfi við ýmsa aðila, bæði til þessa að tryggja órofna starf­semi RÚV á tímum sem þessum og skipu­leggja og und­ir­búa einnig hvernig við getum enn bætt og styrkt okkar upp­lýs­inga­miðl­un, fræðslu, skemmtun og afþr­ey­ing­u,“ skrifar hann.

Auglýsing

Hafa skýru hlut­verki að gegna

Þá bendir Stefán á að þau á RÚV hafi mik­il­vægu og skýru hlut­verki að gegna í almanna­varna­á­standi eins og nú rík­ir. Það eigi við um miðlun frétta, upp­lýs­inga og ekki síður afþrey­ing­ar­efnis af ýmsu tagi. Hann telur að öllum þeim verk­efnum sem þessu fylgja hafi starfs­fólk RÚV sinnt af mik­illi fag­mennsku og elju und­an­farnar vikur og mán­uði.

„Margt er í und­ir­bún­ingi sem þegar er byrjað að kynna í dag og áfram næstu daga. Við munum með fjöl­breyttum hætti aðstoða skóla­börn og fjöl­skyldur við að ramma inn dag­inn nú þegar skóla­hald verður tak­markað og gera allskyns fræðslu­efni aðgengi­legt, við erum að fram­leiða og setja í dreif­ingu á næstu dögum aðgengi­leg örmynd­bönd með lyk­il-fræðslu­at­riðum sem tengj­ast stöðu mála, höfum fengið til liðs við okkur þýð­endur til að þýða fréttir og upp­lýs­ingar yfir á pólsku til við­bótar við enskar þýð­ing­ar, munum sam­eina morg­un­út­varp rásar eitt og tvö frá og með mánu­degi og sjón­varpa þeirri útsend­ingu sömu­leiðis og erum með í vinnslu ítar­legan frétta­skýr­inga­þátt um COVID-19 og ítar­legan upp­lýs­inga­þátt í kjöl­far þess, allt í næstu viku,“ skrifar hann.

Huga að ýmsu sem snýr að leik­fimi og hreyf­ingu

Að hans sögn eru þau á RÚV að skipu­leggja ýmis­legt í sam­starfi við Þjóð­leik­húsið og fleiri menn­ing­ar­stofn­anir og auka við alla útsenda dag­skrá, þar á meðal af vin­sælu eldra efni. „Við erum einnig að huga að ýmsu sem snýr að leik­fimi og hreyf­ingu, ekki síst þeirra sem nú kom­ast ekki í hefð­bundna sjúkra­þjálfun eða leik­fimi, og sömu­leiðis með jóga, hug­leiðslu og öðru því sem hjálpar við að byggja upp og við­halda and­legum styrk.“

Útvarps­stjóri lýkur færslu sinni með því að segja að með sam­starfi og sam­vinnu allra munum við kom­ast vel í gegnum þessa „miklu áskorun sem við okkur blas­ir. Við gerum það einnig með hlýju og vænt­um­þykju gagn­vart hvert öðru, skulum vera dug­lega að dreifa hrósi og jákvæðum straumum út um allt. Ég hlakka mikið til að kynna nánar fyrir ykkur allt það sem RÚV mun leggja af mörkum í þessum efnum á næstu vikum og mán­uð­u­m.“

Kæru vin­ir. Síð­ustu dagar hafa verið óvenju­legir og úrlausn­ar­efnin ótelj­andi. Við á RÚV höfum mik­il­vægu og skýru...

Posted by Stefán Eiríks­son on Fri­day, March 13, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent