Hvað gera bankarnir fyrir viðskiptavini sína vegna COVID-19?

Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn hafa gefið út yfirlýsingar þar sem farið er yfir hvað stendur viðskiptavinum þeirra til boða á tímum kórónuveiru.

Bankarnir
Auglýsing

Þrír stærstu bank­arnir á Íslandi, Arion banki, Íslands­banki og Lands­bank­inn, hafa allir sent frá sér sér­stakar til­kynn­ingar til að bregð­ast til því ástandi sem upp er komið vegna COVID-19 far­ald­urs­ins.

Þá kemur fram í til­kynn­ingu Íslands­banka að hann hafi gripið til marg­vís­legra ráð­staf­ana til að tryggja órofna þjón­ustu við við­skipta­vini ásamt því að draga úr lík­indum á smiti í hópi starfs­manna og við­skipta­vina sem sækja þjón­ustu til bank­ans.

„Bank­inn er vel í stakk búinn til að takast á við aðstæður sem þessar og eru eig­in- og lausa­fjár­hlut­föll bank­ans sterk. Starfs­fólk bank­ans mun halda áfram að eiga í góðum sam­skiptum við við­skipta­vini og leita lausna á meðan þessu tíma­bili stend­ur. Bank­inn mun koma til móts við þarfir við­skipta­vina, svo sem með því að bjóða fryst­ingu afborg­ana útlána tíma­bundið hjá þeim við­skipta­vin­um, ein­stak­lingum og fyr­ir­tækj­um, sem mest verða fyrir áhrifum af þessum for­dæma­lausu aðstæð­u­m,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, segir í til­kynn­ing­unni þetta vera for­dæma­lausa tíma „en við munum gera allt okkar til að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð. Við fögnum aðgerðum stjórn­valda til að koma til móts við fyr­ir­tæki og munum við einnig leggja áherslu á að leita far­sælla lausna með ein­stak­lingum og fyr­ir­tækjum í gegnum þetta tíma­bundna ástand.“

Bjóða greiðslu­hlé

Arion banki býður ein­stak­lingum greiðslu­hlé vegna Covid-19, að því er fram kemur í til­kynn­ingu frá bank­an­um.

Þá segir að bank­inn muni koma til móts við þá ein­stak­linga sem sjá fram á erf­ið­leika við að standa skil á afborg­unum íbúða­lána vegna Covid-19. Þessum ein­stak­lingum bjóð­ist að gera hlé á afborg­unum lán­anna í allt að þrjá mán­uði til að auð­velda þeim að takast á við fyr­ir­sjá­an­legar áskor­an­ir.

„Ef þörf er á frek­ari sveigj­an­leika er farið yfir málin með hverjum og einum við­skipta­vin­i,“ segir í til­kynn­ingu Arion banka.

Bank­inn vel í stakk búinn til að takast á við ástandið

Á vef Lands­bank­ans kemur fram að bank­inn bjóði ýmis úrræði fyrir ein­stak­linga sem sjá fram á að lenda í greiðslu­erf­ið­leikum vegna óvæntra aðstæðna – atvinnu­missis eða veik­inda – meðal ann­ars að sækja um að fresta greiðslum af íbúða­lán­um. Ýmsar lausnir séu einnig í boði fyrir fyr­ir­tæki sem eru í við­skiptum við bank­ann og lenda í tíma­bundnum erf­ið­leik­um.

Bank­inn minnir enn fremur á að í Lands­banka-app­inu og net­bank­anum sé hægt að breyta yfir­drátt­ar­heim­ild, skipta kredit­korta­reikn­ingum og fá Auka­lán til allt að 5 ára.

Lilja Björk Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Lands­bank­ans, segir að þau ætli að vinna með og styðja við við­skipta­vini þeirra á meðan þetta gengur yfir og að bank­inn sé vel í stakk búinn til að takast á við þetta tíma­bundna ástand.

Vegna COVID-19 biður bank­inn við­skipta­vini vin­sam­leg­ast um að nýta sér staf­ræna þjón­ustu bank­ans ef þess er kost­ur, fremur en að koma í úti­bú.

„Við hvetjum alla við­skipta­vini sem sjá fram á greiðslu­erf­ið­leika að hafa sem fyrst sam­band við bank­ann til að fá lausnir og ráð­gjöf við hæfi,“ segir á vef bank­ans.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent