Hvað gera bankarnir fyrir viðskiptavini sína vegna COVID-19?

Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn hafa gefið út yfirlýsingar þar sem farið er yfir hvað stendur viðskiptavinum þeirra til boða á tímum kórónuveiru.

Bankarnir
Auglýsing

Þrír stærstu bank­arnir á Íslandi, Arion banki, Íslands­banki og Lands­bank­inn, hafa allir sent frá sér sér­stakar til­kynn­ingar til að bregð­ast til því ástandi sem upp er komið vegna COVID-19 far­ald­urs­ins.

Þá kemur fram í til­kynn­ingu Íslands­banka að hann hafi gripið til marg­vís­legra ráð­staf­ana til að tryggja órofna þjón­ustu við við­skipta­vini ásamt því að draga úr lík­indum á smiti í hópi starfs­manna og við­skipta­vina sem sækja þjón­ustu til bank­ans.

„Bank­inn er vel í stakk búinn til að takast á við aðstæður sem þessar og eru eig­in- og lausa­fjár­hlut­föll bank­ans sterk. Starfs­fólk bank­ans mun halda áfram að eiga í góðum sam­skiptum við við­skipta­vini og leita lausna á meðan þessu tíma­bili stend­ur. Bank­inn mun koma til móts við þarfir við­skipta­vina, svo sem með því að bjóða fryst­ingu afborg­ana útlána tíma­bundið hjá þeim við­skipta­vin­um, ein­stak­lingum og fyr­ir­tækj­um, sem mest verða fyrir áhrifum af þessum for­dæma­lausu aðstæð­u­m,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, segir í til­kynn­ing­unni þetta vera for­dæma­lausa tíma „en við munum gera allt okkar til að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð. Við fögnum aðgerðum stjórn­valda til að koma til móts við fyr­ir­tæki og munum við einnig leggja áherslu á að leita far­sælla lausna með ein­stak­lingum og fyr­ir­tækjum í gegnum þetta tíma­bundna ástand.“

Bjóða greiðslu­hlé

Arion banki býður ein­stak­lingum greiðslu­hlé vegna Covid-19, að því er fram kemur í til­kynn­ingu frá bank­an­um.

Þá segir að bank­inn muni koma til móts við þá ein­stak­linga sem sjá fram á erf­ið­leika við að standa skil á afborg­unum íbúða­lána vegna Covid-19. Þessum ein­stak­lingum bjóð­ist að gera hlé á afborg­unum lán­anna í allt að þrjá mán­uði til að auð­velda þeim að takast á við fyr­ir­sjá­an­legar áskor­an­ir.

„Ef þörf er á frek­ari sveigj­an­leika er farið yfir málin með hverjum og einum við­skipta­vin­i,“ segir í til­kynn­ingu Arion banka.

Bank­inn vel í stakk búinn til að takast á við ástandið

Á vef Lands­bank­ans kemur fram að bank­inn bjóði ýmis úrræði fyrir ein­stak­linga sem sjá fram á að lenda í greiðslu­erf­ið­leikum vegna óvæntra aðstæðna – atvinnu­missis eða veik­inda – meðal ann­ars að sækja um að fresta greiðslum af íbúða­lán­um. Ýmsar lausnir séu einnig í boði fyrir fyr­ir­tæki sem eru í við­skiptum við bank­ann og lenda í tíma­bundnum erf­ið­leik­um.

Bank­inn minnir enn fremur á að í Lands­banka-app­inu og net­bank­anum sé hægt að breyta yfir­drátt­ar­heim­ild, skipta kredit­korta­reikn­ingum og fá Auka­lán til allt að 5 ára.

Lilja Björk Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Lands­bank­ans, segir að þau ætli að vinna með og styðja við við­skipta­vini þeirra á meðan þetta gengur yfir og að bank­inn sé vel í stakk búinn til að takast á við þetta tíma­bundna ástand.

Vegna COVID-19 biður bank­inn við­skipta­vini vin­sam­leg­ast um að nýta sér staf­ræna þjón­ustu bank­ans ef þess er kost­ur, fremur en að koma í úti­bú.

„Við hvetjum alla við­skipta­vini sem sjá fram á greiðslu­erf­ið­leika að hafa sem fyrst sam­band við bank­ann til að fá lausnir og ráð­gjöf við hæfi,“ segir á vef bank­ans.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent