Danir hamstra mat vegna yfirvofandi aðgerða gegn COVID-19

Danski forsætisráðherrann Mette Frederiksen tilkynnti í gærkvöldi að gripið yrði til mjög hertra aðgerða vegna COVID-19. Hún hafði varla sleppt orðinu þegar matvöruverslanir fylltust af fólki að hamstra mat þótt engin þörf væri á slíku.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Auglýsing

Engir veitingastaðir og fáar búðir fyrir utan matvöruverslanir og apótek verða opnar næstu dagana á Ítalíu. Öllum skólum í Danmörku verður lokað frá og með næsta föstudegi og opinberir starfsmenn eiga ekki að mæta á vinnustaði sína nema að brýna nauðsyn beri til. Í báðum löndunum verða fjöldasamkomur bannaðar. Barir og skemmtistaðir eru hvattir til að skella tímabundið í lás.

Stjórnvöld í Danmörku og á Ítalíu hafa tilkynnt enn hertari varúðarráðstafanir vegna nýju kórónuveirunnar sem breiðst hefur mjög hratt út í báðum löndunum. Smitum í Danmörku fjölgaði tífalt frá mánudegi til miðvikudags. Þau voru orðin 514 talsins í gærkvöldi.

Auglýsing

Á Ítalíu er ástandið enn að versna. Smitum fjölgaði um 2.313 í gær og hefur veiran greinst hjá 12.462 manns frá því að faraldurinn braust út. Ekki hafa áður jafnmörg tilfelli greinst þar á einum degi og þó höfðu í gær ekki borist nýjar tölur frá héraði í norðurhluta landsins sem orðið hefur hvað verst úti.

Forsætisráðherra Ítalíu, Giuseppe Conte, segir að barir, veitingastaðir, hárgreiðslustofur og önnur fyrirtæki sem ekki veita brýna þjónustu skuli loka til 25. mars. Heimsendingarþjónusta verður þó heimil. Þegar var búið að loka skólum, söfnum, kvikmyndahúsum, líkamsræktarstöðvum, íþróttaleikvöngum og öðrum samkomustöðum.

Lýsa yfir heimsfaraldri

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin lýsti því yfir í gærkvöldi að COVID-19 væri heimsfaraldur. Það þýðir að sjúkdómurinn er talinn eiga eftir að breiðast út um allan heim. Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri stofnunarinnar, sagði að þrettánföld aukning hefði orðið á tilfellum utan Kína á tveimur vikum. Hann sagðist hafa miklar áhyggjur af því hversu hratt veiran væri að breiðast út einnig því að viðbrögð við faraldrinum væru að láta á sér standa víða. Veiran hefði nú greinst í 114 löndum og tæplega 4.300 hefðu látist úr sjúkdómnum sem hún veldur.

„Þúsundir til viðbótar eru að berjast fyrir lífi sínu á sjúkrahúsum,“ sagði Tedros á upplýsingafundi í Genf í gærkvöldi. „Á komandi dögum og vikum þá eigum við von á enn fleiri tilfellum og að dauðsföllum og löndum sem veiran greinist í eigi eftir að fjölga.“

Yfirmaður neyðaraðstoðar hjá Alþjóða heilbrigðismálstofnuninni, Michael Ryan, greindi frá því í gær að um 900 manns væru á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa á Ítalíu vegna COVID-19. „Íran og Ítalía glíma við mestan vanda núna en ég get fullvissað ykkur um að önnur lönd verða í þeirri stöðu mjög fljótlega.“  

Kaupa geymsluþolin matvæli

Strax og danski forsætisráðherrann hafði tilkynnt um hert viðbrögð vegna veirunnar þyrptist fólk í matvöruverslanir að hamstra matvæli. Engin þörf er á slíku og fjöldi verslunarkeðja sendi sameiginlega út fréttatilkynningu um að engar vísbendingar væru um að skortur yrði á neysluvörum á næstunni. Í frétt danska ríkisútvarpsins kemur fram að fólk sé m.a. að kaupa niðursuðuvörur, núðlur og fleiri geymsluþolnar vörur. Hillur í sumum verslunum tæmdust því fljótt af til dæmis brauði.

Samkvæmt áætlunum danskra stjórnvalda verða innanhússsamkomur fleiri en 100 manna bannaðar. Lagabreytingu þarf til að koma slíku banni á og þar til það verður afgreitt með flýti á þinginu eru þeir sem reka samkomustaði beðnir að fylgja þessum fyrirmælum.

Einkafyrirtæki eru beðin að hvetja starfsmenn sína til að vinna að heiman ef því verður við komið og opinberir starfsmenn skulu halda sig frá vinnustöðum sínum nema að þeir þurfi nauðsynlega, starfs síns vegna, að mæta. Heimsóknir á öldrunar- og hjúkrunarheimili eru bannaðar, öllum skólum verður lokað og fólk hvatt til að dreifa álagi á almenningssamgöngur.

Stjórnvöld ætla líka að fá heimild með lögum til að geta þvingað einkafyrirtæki, m.a. þau sem reka leikskóla og heilbrigðisþjónustu, til að skerða starfsemi eða loka, ef þörf krefur.

Góðar fréttir bárust hins vegar frá Kína í gær. Í borginni Wuhan greindust aðeins fjórtán ný smit og virðist því sem faraldurinn sé þar í rénun.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent