Að ferðast á tímum kórónuveirunnar

Ertu á leið í ferðalag eða að velta því fyrir þér að fara í ferðalag og ert óviss vegna Covid-19 veirunnar?

kórónaveiran
Auglýsing

Ef þú ert þegar staddur erlendis á ferða­lagi brýn­ir land­læknir fyrir þér að fara eftir ákveðnum leið­bein­ingumsem finna má hér að neð­an. Sér­stök athygli er vakin á því að sótt­varna­læknir mælir gegn ó­nauð­syn­legum ferðum á svæði með mikla smitá­hættu. Ef þú hefur verið á slík­um ­svæð­um, skaltu vera heima í sótt­kví í 14 daga eftir heim­komu.

Ertu staddur erlend­is?

Auglýsing
  • Fylgstu vel með ferða- og sam­komu­tak­mörk­unum á þeim svæð­u­m ­sem þú heim­sækir og aðlag­aðu ferða­á­ætl­anir eins og þurfa þyk­ir.
  • Þú getur skráð ferðir þínar hjá utan­rík­is­ráðu­neyt­in­u. ­Upp­lýs­ingar í grunn­inum verða aðeins not­aðar í örygg­is­skyni og til að hægt sé að ná í þig ef þörf kref­ur.
  • Ferða­mála­stofa hefur tekið saman helstu upp­lýs­ingar um rétt­indi fólks vegna ferða­laga. Einnig er gott að þú hafir sam­band við ­trygg­inga­fé­lagið þitt vegna skil­mála ferða­trygg­inga.
  • Gættu vel að almennu hrein­læti, sér­stak­lega hand­þvotti með­ ­sápu og vatni.
  • Forðastu umgengni við villt dýr og dýr á mörk­uðum meðan á ferða­lagi stend­ur.
  • Smit­hætta á hinum ýmsu svæðum getur breyst hratt. Fylgst­u ­reglu­lega með upp­lýs­ingum frá land­lækni um svæði með smitá­hættu. Í neyð get­ur þú haft sam­band við neyð­ar­númer borg­ara­þjón­ustu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, 545 0112. Þar færðu upp­lýs­ingar allan sól­ar­hring­inn.

Skemmti­ferða­skip og önnur sem koma til lands­ins

Öll skip sem koma til lands­ins erlendis frá þurfa nú að veita Land­helg­is­gæsl­unni sér­staka heil­brigð­is­yf­ir­lýs­ingu vegna COVID-19 áður en þau fá heim­ild til að koma til hafn­ar. Vegna núver­andi aðstæðna ber skip­stjórum og skips­lækn­um, ef þeir eru um borð, að fylla út sér­stakt eyðu­blað sem get­ur ­gefið upp­lýs­ingar um COVID-19 smit. Skipum verður ekki hleypt til hafnar nema ­eyðu­blaðið ber­ist Land­helg­is­gæsl­unni. Stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unnar send­ir ­eyðu­blaðið til skip­anna.

Ef þú starfar í ferða­þjón­ustu þar sem smit kemur upp þarf ákveðið ferli að fara í gang sam­kvæmt leið­bein­ing­um.

Ertu á leið til útlanda?

Á heima­síðu Ferða­mála­stofu er að finna ítar­legar leið­bein­ingar fyrir fólk sem hefur bókað ferð­ir, hót­el, flug eða gist­ingu og hver rétt­indi þeirra eru.

Ef þú hefur keypt pakka­ferð áttu alltaf rétt á að afpanta ­pakka­ferð, hvenær sem er áður en ferð er far­in, segir í sam­an­tekt­inni. Selj­andi pakka­ferð­ar­innar á þó rétt á að halda eftir þóknun eða stað­fest­ing­ar­gjaldi í sam­ræmi við skil­mála ferð­ar­inn­ar. Á því er und­an­tekn­ing ef óvenju­legar og óvið­ráð­an­legar aðstæður eru á ferða­stað eða í næsta nágrenni.

Óvenju­legar og óvið­ráð­an­legar aðstæður geta t.d. ver­ið út­breiðsla far­sótta eða sjúk­dóma sem hafa afger­andi áhrif á ferða­lög til­ við­kom­andi staða. Í þeim til­vikum á ferða­maður rétt á að fá fulla end­ur­greiðslu. Þessar aðstæður þarf að meta í hverju til­viki út frá aðstæðum á ferða­stað. ­Ferða­skrif­stofu ber að end­ur­greiða verð ferð­ar­innar innan 14 daga frá afpönt­un. ­Leiða má að því líkur að ef heil­brigð­is­yf­ir­völd vara almennt við ferða­lögum til­ við­kom­andi staðar eða ef ferða­bann er í gildi, sé um að ræða óvenju­legar og ó­við­ráð­an­legar aðstæð­ur.

Ef þú hefur keypt pakka­ferð og ferða­skrif­stofan ákveður að af­lýsa pakka­ferð­inni þá áttu rétt á fullri end­ur­greiðslu. Ferða­skrif­stof­unn­i ber að end­ur­greiða verð ferð­ar­innar innan 14 daga frá aflýs­ingu ferð­ar­inn­ar.

Neyt­enda­stofa hefur eft­ir­lit með ákvæðum pakka­ferða­laga sem ­snúa að afpöntun og aflýs­ingu pakka­ferð­ar. Nán­ari upp­lýs­ingar veit­ir ­Neyt­enda­stofa í síma 510-1100. Upp­lýs­ingar má einnig finna á vef Neyt­enda­stofu.

Ef flugi er aflýst

Ef þú hefur ein­göngu keypt flug og flug­fé­lagið aflýs­ir flug­inu þá áttu rétt á end­ur­greiðslu frá flug­fé­lag­inu.

Ef þú vilt hætta við ferð­ina og afpantar flug­miða sem þú varst búinn að kaupa þá áttu ekki rétt á end­ur­greiðslu frá flug­fé­lag­inu nema annað komi fram í skil­málum flug­fé­lags­ins. Þú átt hins vegar alltaf rétt á end­ur­greiðslu á sköttum og gjöldum sem þú greiddir sem voru hluti af heild­ar­verði flugs­ins.

Ef þú hefur keypt gist­ingu sem sam­kvæmt skil­málum er ó­end­ur­greið­an­leg þá áttu ekki rétt á end­ur­greiðslu frá gisti­staðn­um.

Á vef­síðum ein­hverra trygg­inga­fé­laga hafa verið teknar sam­an­ helstu upp­lýs­ingar um ferða­trygg­ingar og Covid-19 veiruna. Hverjum og einum er ráð­lagt að hafa sam­band við sitt trygg­ing­ar­fé­lag og athuga rétt sinn þar sem skil­málar eru mis­mun­andi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent