Að ferðast á tímum kórónuveirunnar

Ertu á leið í ferðalag eða að velta því fyrir þér að fara í ferðalag og ert óviss vegna Covid-19 veirunnar?

kórónaveiran
Auglýsing

Ef þú ert þegar staddur erlendis á ferða­lagi brýn­ir land­læknir fyrir þér að fara eftir ákveðnum leið­bein­ingumsem finna má hér að neð­an. Sér­stök athygli er vakin á því að sótt­varna­læknir mælir gegn ó­nauð­syn­legum ferðum á svæði með mikla smitá­hættu. Ef þú hefur verið á slík­um ­svæð­um, skaltu vera heima í sótt­kví í 14 daga eftir heim­komu.

Ertu staddur erlend­is?

Auglýsing
  • Fylgstu vel með ferða- og sam­komu­tak­mörk­unum á þeim svæð­u­m ­sem þú heim­sækir og aðlag­aðu ferða­á­ætl­anir eins og þurfa þyk­ir.
  • Þú getur skráð ferðir þínar hjá utan­rík­is­ráðu­neyt­in­u. ­Upp­lýs­ingar í grunn­inum verða aðeins not­aðar í örygg­is­skyni og til að hægt sé að ná í þig ef þörf kref­ur.
  • Ferða­mála­stofa hefur tekið saman helstu upp­lýs­ingar um rétt­indi fólks vegna ferða­laga. Einnig er gott að þú hafir sam­band við ­trygg­inga­fé­lagið þitt vegna skil­mála ferða­trygg­inga.
  • Gættu vel að almennu hrein­læti, sér­stak­lega hand­þvotti með­ ­sápu og vatni.
  • Forðastu umgengni við villt dýr og dýr á mörk­uðum meðan á ferða­lagi stend­ur.
  • Smit­hætta á hinum ýmsu svæðum getur breyst hratt. Fylgst­u ­reglu­lega með upp­lýs­ingum frá land­lækni um svæði með smitá­hættu. Í neyð get­ur þú haft sam­band við neyð­ar­númer borg­ara­þjón­ustu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, 545 0112. Þar færðu upp­lýs­ingar allan sól­ar­hring­inn.

Skemmti­ferða­skip og önnur sem koma til lands­ins

Öll skip sem koma til lands­ins erlendis frá þurfa nú að veita Land­helg­is­gæsl­unni sér­staka heil­brigð­is­yf­ir­lýs­ingu vegna COVID-19 áður en þau fá heim­ild til að koma til hafn­ar. Vegna núver­andi aðstæðna ber skip­stjórum og skips­lækn­um, ef þeir eru um borð, að fylla út sér­stakt eyðu­blað sem get­ur ­gefið upp­lýs­ingar um COVID-19 smit. Skipum verður ekki hleypt til hafnar nema ­eyðu­blaðið ber­ist Land­helg­is­gæsl­unni. Stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unnar send­ir ­eyðu­blaðið til skip­anna.

Ef þú starfar í ferða­þjón­ustu þar sem smit kemur upp þarf ákveðið ferli að fara í gang sam­kvæmt leið­bein­ing­um.

Ertu á leið til útlanda?

Á heima­síðu Ferða­mála­stofu er að finna ítar­legar leið­bein­ingar fyrir fólk sem hefur bókað ferð­ir, hót­el, flug eða gist­ingu og hver rétt­indi þeirra eru.

Ef þú hefur keypt pakka­ferð áttu alltaf rétt á að afpanta ­pakka­ferð, hvenær sem er áður en ferð er far­in, segir í sam­an­tekt­inni. Selj­andi pakka­ferð­ar­innar á þó rétt á að halda eftir þóknun eða stað­fest­ing­ar­gjaldi í sam­ræmi við skil­mála ferð­ar­inn­ar. Á því er und­an­tekn­ing ef óvenju­legar og óvið­ráð­an­legar aðstæður eru á ferða­stað eða í næsta nágrenni.

Óvenju­legar og óvið­ráð­an­legar aðstæður geta t.d. ver­ið út­breiðsla far­sótta eða sjúk­dóma sem hafa afger­andi áhrif á ferða­lög til­ við­kom­andi staða. Í þeim til­vikum á ferða­maður rétt á að fá fulla end­ur­greiðslu. Þessar aðstæður þarf að meta í hverju til­viki út frá aðstæðum á ferða­stað. ­Ferða­skrif­stofu ber að end­ur­greiða verð ferð­ar­innar innan 14 daga frá afpönt­un. ­Leiða má að því líkur að ef heil­brigð­is­yf­ir­völd vara almennt við ferða­lögum til­ við­kom­andi staðar eða ef ferða­bann er í gildi, sé um að ræða óvenju­legar og ó­við­ráð­an­legar aðstæð­ur.

Ef þú hefur keypt pakka­ferð og ferða­skrif­stofan ákveður að af­lýsa pakka­ferð­inni þá áttu rétt á fullri end­ur­greiðslu. Ferða­skrif­stof­unn­i ber að end­ur­greiða verð ferð­ar­innar innan 14 daga frá aflýs­ingu ferð­ar­inn­ar.

Neyt­enda­stofa hefur eft­ir­lit með ákvæðum pakka­ferða­laga sem ­snúa að afpöntun og aflýs­ingu pakka­ferð­ar. Nán­ari upp­lýs­ingar veit­ir ­Neyt­enda­stofa í síma 510-1100. Upp­lýs­ingar má einnig finna á vef Neyt­enda­stofu.

Ef flugi er aflýst

Ef þú hefur ein­göngu keypt flug og flug­fé­lagið aflýs­ir flug­inu þá áttu rétt á end­ur­greiðslu frá flug­fé­lag­inu.

Ef þú vilt hætta við ferð­ina og afpantar flug­miða sem þú varst búinn að kaupa þá áttu ekki rétt á end­ur­greiðslu frá flug­fé­lag­inu nema annað komi fram í skil­málum flug­fé­lags­ins. Þú átt hins vegar alltaf rétt á end­ur­greiðslu á sköttum og gjöldum sem þú greiddir sem voru hluti af heild­ar­verði flugs­ins.

Ef þú hefur keypt gist­ingu sem sam­kvæmt skil­málum er ó­end­ur­greið­an­leg þá áttu ekki rétt á end­ur­greiðslu frá gisti­staðn­um.

Á vef­síðum ein­hverra trygg­inga­fé­laga hafa verið teknar sam­an­ helstu upp­lýs­ingar um ferða­trygg­ingar og Covid-19 veiruna. Hverjum og einum er ráð­lagt að hafa sam­band við sitt trygg­ing­ar­fé­lag og athuga rétt sinn þar sem skil­málar eru mis­mun­andi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heild til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins, að mati HMS.
Áform um 950 hlutdeildarlánaíbúðir á landsvísu þegar samþykkt
Fram kemur í nýrri skýrslu um stöðu húsnæðismarkaðarins að HMS hafi samþykkt áform um byggingu alls 950 hagkvæmra íbúða til þessa. 362 þessara íbúða verða á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 27. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent