Hvernig skal haga sér í sóttkví: Lítil hætta á að smita aðra í gönguferð

Farðu út á svalir og dragðu djúpt að þér andann. Farðu út í garð, hlustaðu á fuglasönginn og athugaðu með vorlaukana. Farðu í gönguferð eða bíltúr. Það að vera í sóttkví þýðir ekki að þú þurfir að loka þig af svo lengi sem þú ferð að öllu með gát.

Að njóta fallegs sólarlags er gott fyrir andlegu heilsuna.
Að njóta fallegs sólarlags er gott fyrir andlegu heilsuna.
Auglýsing

Yfir 1.700 manns eru nú í sóttkví á Íslandi vegna nýju kórónuveirunnar. Smit hafa greinst hjá 180 og er það fólk í einangrun. Þrír eru á sjúkrahúsi vegna veirusýkingarinnar COVID-19.

Fólk þarf að fara í sóttkví þegar það hefur mögulega smitast þrátt fyrir að finna engin einkenni. Þeir sem eru í mestri smithættu eru þeir sem hafa verið á ferðalagi á skilgreindum áhættusvæðum og þeir sem hafa umgengist fólk sem svo hefur greinst með COVID-19.

Sóttkví vegna COVID-19 eru 14 dagar frá síðasta mögulega smiti eða þar til einkenni koma fram. Ef þú ferð að upplifa einkenni og sýking er staðfest í kjölfarið þarf að fara eftir leiðbeiningum um einangrun í heimahúsi.

Auglýsing

Sóttkví er nauðsynleg aðgerð sem beitt er til að hefta og hægja á útbreiðslu smits. Þeir sem eru í sóttkví skulu takmarka öll náin samskipti við annað fólk.

Smitleið er snerti- eða dropasmit. Það þýðir að veiran getur dreifst þegar veikur einstaklingur hóstar, hnerrar eða þurrkar sér um nefið og hraustur einstaklingur fær framan í sig dropa/úða frá þeim veika eða hendur hans mengast af dropum og hann ber þær svo upp að andliti snu. Einstaklingar í sóttkví þurfa að gæta vel að handhreinsun, sérstaklega þegar samskipti við aðra eru óhjákvæmileg.

Í leiðbeiningum embættis landlæknis fyrir almenning varðandi sóttkví í heimahúsi kemur fram að fólk í sóttkví eigi að halda sig heima við og hafa bein samskipti við sem fæsta. Þá eigi það ekki að fara út af heimili „nema brýna nauðsyn beri til”. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu er þar átt við þegar fólk þarf mögulega að fara út úr húsi og hugsanlega útsetja aðra fyrir smiti, t.d. ef það þarf skyndilega að leita sér læknisaðstoðar. „Í gönguferð eða bíltúr eru litlar sem engar líkur á að þú smitir aðra,” segir í svari Kjartans Hreins Njálssonar, upplýsingafulltrúa landlæknis við fyrirspurn Kjarnans.

Í mörgum görðum eru nú smáfuglar að syngja enda örlítil merki um vorkomuna í lofti.

Hér að neðan eru nokkur atriði sem fólk í sóttkví MÁ GERA og önnur sem það MÁ EKKI GERA.

Einstaklingur í sóttkví má ekki nota almenningssamgöngur eða leigubíla. Ef hann þarf að sækja heilbrigðisþjónustu má hann nota einkabíl ef hann er ökufær eða aðrir sem eru með honum í sóttkví, annars þarf að fá aðstoð við sjúkraflutninga í gegnum 1700/112.

Einstaklingur í sóttkví má ekki fara til vinnu eða skóla þar sem aðrir eru. Hann getur þurft að fá vottorð þess efnis frá heilsugæslunni. Biðlað hefur verið til vinnuveitenda um að sýna því skilning ef starfsmaður þarf að vera í sóttkví.

Einstaklingur í sóttkví má ekki fara á mannamót, hvort sem þau varða starf hans, fjölskyldu eða félagslíf. T.d. vinnufundir, samkomur vinnufélaga, samkomur stéttarfélaga, fermingar, jarðarfarir, saumaklúbbar, kóræfingar, tónleikar o.s.frv.

Einstaklingar í sóttkví mega ekki fara á líkamsræktarstöðvar, sundlaugar, í leikhús, kvikmyndahús, verslunarmiðstöðvar eða aðra staði þar sem margir koma saman.

Einstaklingar í sóttkví mega ekki fara sjálfir eftir aðföngum, þ. á m. í apótek, matvöruverslun, pósthús, banka eða annað.

Einstaklingur í sóttkví má ekki dvelja í sameiginlegum rýmum fjölbýlishúsa, s.s. stigagöngum, þvottahúsum eða sameiginlegum görðum/útivistarsvæðum.

Einstaklingur í sóttkví má ekki taka á móti gestum á heimili sínu meðan sóttkví stendur yfir.

Þrátt fyrir þessar takmarkanir er ýmislegt sem er leyfilegt í sóttkví.

Einstaklingur í sóttkví má fara út á svalir eða í garð við heimilið. Ef aðrir eru þar líka þarf sá sem er í sóttkví að halda sig í a.m.k. 1-2 metra fjarlægð.

Einstaklingur í sóttkví má fara í gönguferðir en þarf að halda sig í a.m.k. 1-2 metra fjarlægð frá öðrum vegfarendum.

Einstaklingur í sóttkví má fara í bíltúr á einkabíl en ekki má eiga samskipti við aðra í návígi s.s. við bílalúgur veitingastaða.

Einstaklingur í sóttkví má fara út með heimilissorp en huga þarf vel að hreinlæti, sinna handhreinsun fyrir og eftir opnun sorprennu/ruslatunnu/ruslageymslu og gjarnan strjúka yfir handföng með 70% spritti eða öðru sótthreinsandi efni eftir snertingu.

Hér er ítarlegri samantekt landlæknis á því hvernig á að haga sér í sóttkví.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent