Mikil lækkun við opnun viðskipta hjá íslensku Kauphöllinni – Icelandair fellur mest

Allir hlutabréfamarkaðir sem opnað hafa eru í miklum öldudal. Íslenska úrvalsvísitalan hefur þegar lækkað um rúmlega sex prósent. Icelandair féll mest í fyrstu viðskiptum, um 13,8 prósent.

Markaðir víða um heim eru í niðursveiflu.
Markaðir víða um heim eru í niðursveiflu.
Auglýsing

Hrun hefur átt sér stað á virði hluta­bréfa í þeim kaup­höllum heims­ins sem hafa þegar opnað í dag. Ástr­alska vísi­talan S&P/ASX 200 féll um 9,7 pró­sent, F.T.S.E. vísi­talan sem mælir gengi 100 verð­mæt­ustu fyr­ir­tækj­anna í kaup­höll­inni í London hefur fallið um 6,4 pró­sent frá opnun mark­aða og hin þýska Dax-­vísi­tala um 7,6 pró­sent. Nikkei vísi­talan í Japan hefur fallið um 2,5 pró­sent. 

Við opnun mark­aða í dag átti sam­bæri­legt fall sér stað í íslensku Kaup­höll­inni. Úrvals­vísi­tala henn­ar, sem er saman sett úr gengi þeirra tíu félaga á mark­aði sem hafa mestan selj­an­­leika, hefur þegar lækkað um sex pró­sent.

Líkt og við var búist hefur gengi bréfa í Icelandair lækkað mest, eða um 14,8 pró­sent í ein­ungis tveggja millj­óna króna við­skipt­um. Virði bréfa í félag­inu er nú 3,62 krónur á hlut. Gengi íslensku úrvalsvísitölunnar síðustu mánuði.

Félagið sendi frá sér til­kynn­ingu í gær­kvöldi þar sem fram kom að fjár­­hags­­leg áhrif vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar á starf­­semi Icelandair Group væru enn óviss, en ljóst er að hún muni hafa nei­­kvæð áhrif á sjóð­streymi félags­­ins. Það vinni nú að því að lág­­marka þau áhrif, meðal ann­­ars með því að draga úr flug­­fram­­boði og vinna með stétt­­ar­­fé­lögum til að lækka launa­­kostnað veru­­lega.

Auglýsing
Þar kom einnig  fram að lausa­­fjár­­­staða félags­­ins hafi numið  rúmum 39 millj­­örðum króna í árs­­lok 2019 og sé enn á svip­uðum stað nú.

Á síð­­­ustu dögum hefur Icelandair hins vegar dregið úr flug­­fram­­boði um allt að 30 pró­­sent. „Lík­­­legt er að dregið verði enn frekar úr flug­­fram­­boði á meðan ferða­tak­­mark­­anir eru í gildi og staðan getur breyst hratt. Félagið heldur áfram að fylgj­­ast grannt með stöðu mála og hefur gripið til ýmissa aðgerða í sam­ráði við heil­brigð­is­yf­­ir­völd til að tryggja heilsu og öryggi starfs­­fólks og far­þega.

Óvissa ríkir um háanna­­tíma sum­­­ar­s­ins en félagið gerir að óbreyttu ráð fyrir að draga úr flug­­fram­­boði um að minnsta kosti 25 pró­­sent miðað við það sem áður hafði verið kynnt. Félagið mun þó leggja áherslu á að við­halda þeim sveigj­an­­leika sem þarf til að geta brugð­ist hratt við eftir því hvernig eft­ir­­spurn þró­­ast.“

Öll félög sem við­skipti búið er að eiga við­skipti með hafa lækkað í dag. Fyrir utan Icelandair hefur mesta lækk­unin verið með bréf í Skelj­ungi, sem er fyrst og síð­ast elds­neyt­is­sali, en bréf í félag­inu hafa lækkað um 10,71 pró­sent. Þá hafa bréf í Iceland Seafood hríð­fall­ið, eða um 11,7 pró­sent. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent