Viðbrögð við COVID-19 í hnotskurn

Stjórnvöld víða um heim hafa gripið til varúðarráðstafana vegna útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Ferðatakmarkanir eru í gildi, á þriðja tug ríkja hafa ákveðið að loka skólum og verslanir og margvísleg önnur þjónustufyrirtæki hafa skellt í lás.

Kórónaveiran
Auglýsing

Ferða­bann milli Evr­ópu og Banda­ríkj­anna sem Don­ald Trump Banda­ríkja­for­set­i til­kynnti um í nótt hefur vakið bæði reiði og ringul­reið beggja vegna Atl­ants­hafs­ins. Bannið nær til allra Schen­gen-­ríkj­anna, þar með talið Íslands­, og mun standa í einn mán­uð. Bannið mun hafa víð­tæk áhrif á efna­hag og sam­fé­lag margra ríkja, m.a. Íslands.

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins gaf út yfir­lýs­ingu í morgun þar sem við­brögð Banda­ríkja­for­seta voru for­dæmd. Á sama tíma eru þó mörg ­Evr­ópu­lönd að grípa til harðra aðgerða, meðal ann­ars ferða­tak­mark­ana. Dan­mörk og Ítalía hafa gengið hvað lengst.

„Kór­ónu­veiran er alþjóð­leg vá sem tak­markast ekki við neina heims­álfu. Hún þarfn­ast sam­vinnu í stað ein­hliða aðgerða,“ sagði í yfir­lýs­ing­u fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar. „Evr­ópu­sam­bandið er ósátt við þá stað­reynd að ákvörð­un ­Banda­ríkj­anna um að setja á ferða­bann hafi verið tekin ein­hliða og án sam­ráðs.“

Auglýsing

Ferða­bannið nær til allra Schen­gen-land­anna og virð­ist ekki ­taka til­lit til fjölda smita í ein­stökum lönd­um. Þannig eru til dæmis Bret­land og Írland und­an­þegin bann­inu.

Tug­þús­undir Banda­ríkja­manna sem staddir eru í Evr­ópu klór­uð­u ­sér í höfð­inu er þær vökn­uðu í morgun og sáu fréttir um ferða­bann­ið. Margt er enn á huldu um hvernig tak­mark­an­irnar verða útfærðar og ótt­ast fólk að flug­ferðir verði nú felldar niður í stórum stíl. Staða flug­fé­laga, hót­ela og fleiri ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja er einnig óljós en greinin hafði þegar orð­ið ­fyrir miklum skakka­föllum síð­ustu daga vegna ferða­tak­mark­ana innan Evr­ópu.

En Banda­ríkja­menn eru langt í frá þeir einu sem vökn­uð­u undr­andi og ringl­aðir í morg­un. Stjórn­völd í sífellt fleiri ríkjum hafa grip­ið til hertra aðgerða til að reyna að hefta og hægja á útbreiðslu nýju kór­ónu­veirunn­ar.

 • Í dag hafa greinst smit hjá yfir 124 þús­und manns víða um heim. Dauðs­föll af völdum veiru­sýk­ing­ar­innar eru komin yfir 4.600. Tæp­lega 81 ­þús­und hafa sýkst í Kína og þar í landi hafa tæp­lega 3.200 lát­ist. Far­ald­ur­inn virð­ist hins vegar í rénun í land­inu.
 • Utan Kína hafa lang­flest dauðs­föllin verið á Ítalíu eða 827. Þar hafa yfir 12.400 manns sýkst og gjör­gæslu­deildir eru yfir­fullar af lífs­hættu­lega veiku fólki. Í Íran hafa meira en 9.000 smit verið greind og yfir 350 hafa dá­ið. Í Suð­ur­-Kóreu, þar sem far­ald­ur­inn breidd­ist út snemma á árinu hafa 66 lát­ist en nýjum smitum hefur fækkað hratt síð­ustu daga.
 • Í Frakk­landi hefur verið til­kynnt um 48 dauðs­föll af völd­um COVID-19 og yfir 80 á Spáni.
 • Fyrstu dauðs­föllin af völdum veiru­sýk­ing­ar­innar hafa ver­ið til­kynnt í Aust­ur­ríki, Grikk­landi, Fíla­beins­strönd­inni og Alsír síð­ustu klukku­stund­ir­. Í gær urðu fyrstu dauðs­föllin á Írlandi, Alban­íu, Belg­íu, Sví­þjóð og Búlgar­íu svo dæmi séu tek­in.
 • Stað­fest til­felli veirunnar eru fá enn sem komið er í Afr­ík­u en heil­brigð­is­yf­ir­völd í löndum álf­unnar búast við far­aldri og und­ir­búa sig ­sam­kvæmt því.
 • Stjórn­völd á Ind­landi hafa hætt útgáfu vega­bréfs­á­rit­ana til­ ­ferða­manna. Þar hafa 73 til­felli veirunnar verið stað­fest en mjög lík­lega er um ­mikla van­grein­ingu að ræða.
 • Yfir­völd á Ítalíu hafa hert mjög á aðgerðum sínum síðust­u ­klukku­stund­ir.  Þar verður öll­u­m versl­unum fyrir utan apó­tek og mat­vöru­búðir lok­að. Ferða­tak­mark­anir og ­sam­komu­bönn eru einnig í gildi.
 • Rík­is­stjórn Spánar hefur öll verið skimuð fyrir veirunni og að minnsta kosti einn ráð­herra er sýkt­ur. Öllum fót­bolta­leikjum í yfir­stand­and­i ­um­ferð í það minnsta hefur verið frestað. Lið Real Madrid er nú allt í sótt­kví.
 • Að minnsta kosti 22 ríki hafa gripið til þess ráðs að loka skól­u­m, m.a. Dan­mörk, Írland, Kasakstan og Malta.
 • Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin hefur lýst því yfir að COVID-19 sé heims­far­ald­ur.
 • Hluta­bréfa­mark­aðir hafa ekki farið var­hluta af vend­ing­um ­síð­ustu klukku­stunda og FTSE-­vísi­talan lækk­aði um 5% í morgun og hefur ekki verið lægri síðan 2012. Hér á landi má m.a. sjá áhrifin í verði hluta­bréfa í Icelanda­ir.
 • Leikjum í NBA-­deild­inni í körfu­bolta hefur verið frestað um ó­á­kveð­inn tíma eftir að leik­maður Utah Jazz greind­ist með COVID-19 í gær.
 • Starfs­fólk Twitter um allan heim skal nú um óákveðin tíma vinna frá heim­ilum sínum og svip­aða sögu er að segja um starfs­fólk fjöl­margra ann­arra stórra og alþjóð­legra fyr­ir­tækja, s.s. Microsoft, Face­book og Amazon.

Far­ald­ur­inn virð­ist í rénun í Kína og Suð­ur­-Kóreu sem gef­ur á­kveðnar vís­bend­ingar um hvað koma skal í Evr­ópu og víð­ar. Aðgerð­ir ­stjórn­valda, meðal ann­ars hér á landi, miða fyrst og fremst að því að hægja á út­breiðsl­unni svo koma megi í veg fyrir ofur­á­lag á heil­brigð­is­kerfið og ó­tíma­bær dauðs­föll af þeim sök­um.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Skipulagsferli virkjunar í einu yngsta árgljúfri heims er hafið
Hún er ekki stór að afli, aðeins 9,3 MW, en mun rjúfa einstaka landslagsheild sem nýtur verndar í lögum og skal ekki raska nema brýna nauðsyn beri til. Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur samþykkt að hefja skipulagsgerð vegna virkjunar í Hverfisfljóti.
Kjarninn 25. september 2020
Mögulegt lögbrot vegna niðurrifs skipa Eimskips á Indlandi á borði stjórnvalda
Tvö skip Eimskips voru rifin í skipakirkjugarði í Indlandi þar sem umhverfisáhrif niðurrifsins, og starfsaðstæður þeirra sem vinna við það, uppfylla ekki evrópska staðla.
Kjarninn 24. september 2020
Khedr-fjölskyldan hefur fengið dvalarleyfi
Egypska fjölskyldan sem hefur verið í felum í rúma viku fær dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Réttlætið sigrar stundum,“ segir lögfræðingur fjölskyldunnar.
Kjarninn 24. september 2020
Seðlabankinn telur Landsbankann, Íslandsbanka og Arion banka alla vera kerfislega mikilvæga.
Starfsfólki fækkar ört í fjármálakerfinu
Rúmlega þriðjungi færri unnu í fjármálafyrirtækjum í sumar, miðað við árið á undan. Hagræðing þriggja stærstu bankanna hefur skilað sér í hærri arðsemi, þrátt fyrir að þrengt hafi verið að rekstri þeirra á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 24. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
Forsendur lífskjarasamningsins brostnar að mati SA
Samtök atvinnulífsins telja forsendur að baki lífskjarasamningnum brostnar í ljósi gjörbreyttra efnahagsaðstæðna.
Kjarninn 24. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent