Viðbrögð við COVID-19 í hnotskurn

Stjórnvöld víða um heim hafa gripið til varúðarráðstafana vegna útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Ferðatakmarkanir eru í gildi, á þriðja tug ríkja hafa ákveðið að loka skólum og verslanir og margvísleg önnur þjónustufyrirtæki hafa skellt í lás.

Kórónaveiran
Auglýsing

Ferða­bann milli Evr­ópu og Banda­ríkj­anna sem Don­ald Trump Banda­ríkja­for­set­i til­kynnti um í nótt hefur vakið bæði reiði og ringul­reið beggja vegna Atl­ants­hafs­ins. Bannið nær til allra Schen­gen-­ríkj­anna, þar með talið Íslands­, og mun standa í einn mán­uð. Bannið mun hafa víð­tæk áhrif á efna­hag og sam­fé­lag margra ríkja, m.a. Íslands.

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins gaf út yfir­lýs­ingu í morgun þar sem við­brögð Banda­ríkja­for­seta voru for­dæmd. Á sama tíma eru þó mörg ­Evr­ópu­lönd að grípa til harðra aðgerða, meðal ann­ars ferða­tak­mark­ana. Dan­mörk og Ítalía hafa gengið hvað lengst.

„Kór­ónu­veiran er alþjóð­leg vá sem tak­markast ekki við neina heims­álfu. Hún þarfn­ast sam­vinnu í stað ein­hliða aðgerða,“ sagði í yfir­lýs­ing­u fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar. „Evr­ópu­sam­bandið er ósátt við þá stað­reynd að ákvörð­un ­Banda­ríkj­anna um að setja á ferða­bann hafi verið tekin ein­hliða og án sam­ráðs.“

Auglýsing

Ferða­bannið nær til allra Schen­gen-land­anna og virð­ist ekki ­taka til­lit til fjölda smita í ein­stökum lönd­um. Þannig eru til dæmis Bret­land og Írland und­an­þegin bann­inu.

Tug­þús­undir Banda­ríkja­manna sem staddir eru í Evr­ópu klór­uð­u ­sér í höfð­inu er þær vökn­uðu í morgun og sáu fréttir um ferða­bann­ið. Margt er enn á huldu um hvernig tak­mark­an­irnar verða útfærðar og ótt­ast fólk að flug­ferðir verði nú felldar niður í stórum stíl. Staða flug­fé­laga, hót­ela og fleiri ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja er einnig óljós en greinin hafði þegar orð­ið ­fyrir miklum skakka­föllum síð­ustu daga vegna ferða­tak­mark­ana innan Evr­ópu.

En Banda­ríkja­menn eru langt í frá þeir einu sem vökn­uð­u undr­andi og ringl­aðir í morg­un. Stjórn­völd í sífellt fleiri ríkjum hafa grip­ið til hertra aðgerða til að reyna að hefta og hægja á útbreiðslu nýju kór­ónu­veirunn­ar.

  • Í dag hafa greinst smit hjá yfir 124 þús­und manns víða um heim. Dauðs­föll af völdum veiru­sýk­ing­ar­innar eru komin yfir 4.600. Tæp­lega 81 ­þús­und hafa sýkst í Kína og þar í landi hafa tæp­lega 3.200 lát­ist. Far­ald­ur­inn virð­ist hins vegar í rénun í land­inu.
  • Utan Kína hafa lang­flest dauðs­föllin verið á Ítalíu eða 827. Þar hafa yfir 12.400 manns sýkst og gjör­gæslu­deildir eru yfir­fullar af lífs­hættu­lega veiku fólki. Í Íran hafa meira en 9.000 smit verið greind og yfir 350 hafa dá­ið. Í Suð­ur­-Kóreu, þar sem far­ald­ur­inn breidd­ist út snemma á árinu hafa 66 lát­ist en nýjum smitum hefur fækkað hratt síð­ustu daga.
  • Í Frakk­landi hefur verið til­kynnt um 48 dauðs­föll af völd­um COVID-19 og yfir 80 á Spáni.
  • Fyrstu dauðs­föllin af völdum veiru­sýk­ing­ar­innar hafa ver­ið til­kynnt í Aust­ur­ríki, Grikk­landi, Fíla­beins­strönd­inni og Alsír síð­ustu klukku­stund­ir­. Í gær urðu fyrstu dauðs­föllin á Írlandi, Alban­íu, Belg­íu, Sví­þjóð og Búlgar­íu svo dæmi séu tek­in.
  • Stað­fest til­felli veirunnar eru fá enn sem komið er í Afr­ík­u en heil­brigð­is­yf­ir­völd í löndum álf­unnar búast við far­aldri og und­ir­búa sig ­sam­kvæmt því.
  • Stjórn­völd á Ind­landi hafa hætt útgáfu vega­bréfs­á­rit­ana til­ ­ferða­manna. Þar hafa 73 til­felli veirunnar verið stað­fest en mjög lík­lega er um ­mikla van­grein­ingu að ræða.
  • Yfir­völd á Ítalíu hafa hert mjög á aðgerðum sínum síðust­u ­klukku­stund­ir.  Þar verður öll­u­m versl­unum fyrir utan apó­tek og mat­vöru­búðir lok­að. Ferða­tak­mark­anir og ­sam­komu­bönn eru einnig í gildi.
  • Rík­is­stjórn Spánar hefur öll verið skimuð fyrir veirunni og að minnsta kosti einn ráð­herra er sýkt­ur. Öllum fót­bolta­leikjum í yfir­stand­and­i ­um­ferð í það minnsta hefur verið frestað. Lið Real Madrid er nú allt í sótt­kví.
  • Að minnsta kosti 22 ríki hafa gripið til þess ráðs að loka skól­u­m, m.a. Dan­mörk, Írland, Kasakstan og Malta.
  • Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin hefur lýst því yfir að COVID-19 sé heims­far­ald­ur.
  • Hluta­bréfa­mark­aðir hafa ekki farið var­hluta af vend­ing­um ­síð­ustu klukku­stunda og FTSE-­vísi­talan lækk­aði um 5% í morgun og hefur ekki verið lægri síðan 2012. Hér á landi má m.a. sjá áhrifin í verði hluta­bréfa í Icelanda­ir.
  • Leikjum í NBA-­deild­inni í körfu­bolta hefur verið frestað um ó­á­kveð­inn tíma eftir að leik­maður Utah Jazz greind­ist með COVID-19 í gær.
  • Starfs­fólk Twitter um allan heim skal nú um óákveðin tíma vinna frá heim­ilum sínum og svip­aða sögu er að segja um starfs­fólk fjöl­margra ann­arra stórra og alþjóð­legra fyr­ir­tækja, s.s. Microsoft, Face­book og Amazon.

Far­ald­ur­inn virð­ist í rénun í Kína og Suð­ur­-Kóreu sem gef­ur á­kveðnar vís­bend­ingar um hvað koma skal í Evr­ópu og víð­ar. Aðgerð­ir ­stjórn­valda, meðal ann­ars hér á landi, miða fyrst og fremst að því að hægja á út­breiðsl­unni svo koma megi í veg fyrir ofur­á­lag á heil­brigð­is­kerfið og ó­tíma­bær dauðs­föll af þeim sök­um.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent