Einhliða ferðabann Trumps „gríðarlegt reiðarslag“ fyrir Ísland

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að hann telji ferðabann Bandaríkjanna „gríðarlegt reiðarslag“ og ljóst sé að efnahaglegu áhrifin verði mikil. Viðbrögð til að hefta útbreiðslu COVID-19 verði þó að vera í forgangi.

Fjármálaráðherra var fremur myrkur í máli þegar hann fór yfir stöðuna sem upp er komin í útvarpsviðtali á Bylgjunni í morgun.
Fjármálaráðherra var fremur myrkur í máli þegar hann fór yfir stöðuna sem upp er komin í útvarpsviðtali á Bylgjunni í morgun.
Auglýsing

„Þetta er mikið reið­ar­slag og það dregur líka fram í mínum huga mikla veik­leika í alþjóð­legu sam­starfi að svona hlutir geti gerst með ein­hliða ákvörð­unum án fyr­ir­vara,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra í Bítínu á Bylgj­unni á morg­un, þar sem ferða­bann Banda­ríkja­stjórnar var til umræðu.

Bjarni sagði að þrátt fyrir að efna­hags­legar afleið­ingar ferða­banns­ins gætu orðið miklar, mætti ekki gleym­ast að ógnin væri önnur en ein­ungis efna­hags­leg. Útbreiðsla kór­ónu­veirunnar og við­brögð við henni þyrftu að vera í fyrsta sæti hjá þjóð­inni.

„Við megum ekki gleyma því að vírus­inn og afleið­ingar hans verða að vera í for­grunni hjá okk­ur, að hefta útbreiðsl­una, að hlífa þeim sem eru í veikri stöðu með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma, að lág­marka álag á heil­brigð­is­kerf­ið, halda áfram að standa saman um ábyrga skyn­sam­lega hegð­un, þetta er í fyrsta sæti hjá okkur til að hlífa hrein­lega lífum hérna á Ísland­i,“ sagði fjár­mála­ráð­herra.

Auglýsing

„Síðan er það hin ógn­in, þessi efna­hags­lega, sem kemur núna skyndi­lega í fangið á okk­ur. Ofan í það sem við áður höfðum áhyggjur af. Ég get ekki lýst þessu öðru­vísi en sem gríð­ar­legu reið­arslagi fyrir þjóð sem byggir afkomu sína í sívax­andi mæli á komu ferða­manna til lands­ins og alveg ljóst að áhrifin sem við stöndum frammi fyrir eru langt umfram það sem við gátum ímyndað okkur fyrir tveimur vikum síð­an, tíu dög­um, jafn­vel á mánu­dag­inn,“ sagði Bjarni og bætti við að gott væri að stjórn­kerfið hefði þegar verið virkjað til þess að bregð­ast við.

Sagði að stutt yrði við Icelandair

Bjarni sagði að fyr­ir­sjá­an­legt væri að mörg störf myndu tap­ast og ljóst væri að gríð­ar­leg áföll væru framundan í ferða­þjón­ust­unni, en ríkið ætl­aði að reyna að milda það högg. Hann var spurður sér­tækt hvort til greina kæmi að hjálpa Icelandair fjár­hags­lega og sagði Bjarni að allt yrði gert sem „raun­hæft“ væri til að hjálpa flug­fé­lag­inu á þessum erf­iðu tím­um. Þó væri ekki tíma­bært að ræða með nákvæm­lega hvaða hætti það mögu­lega yrði.

„Við erum komin í sam­tal við fjár­mála­kerfið vegna þess að það mun þurfa mikla lausa­fjár­fyr­ir­greiðslu til fyr­ir­tækja sem lenda í tíma­bundnum vanda. Það sem við erum að horfa til er að fleyta þeim í gegnum erf­iða tím­ann svo lág­marka megi áhrif nið­ur­sveifl­unnar og þá erum við auð­vitað að tala um að bjarga sem flestum störfum og valda sem minnstri röskun hjá heim­il­un­um, þó við verðum að horfast í augu við að það er ekki hægt að fyr­ir­byggja slíkt, það munu verða gríð­ar­leg áföll í ferða­þjón­ust­unni með fækkun starfa,“ sagði fjár­mála­ráð­herra almennt um aðgerðir stjórn­valda.

„Á hinum end­anum erum við þá að bregð­ast við því með því að styrkja stuðn­ings­kerfin okkar og smíða leiðir til þess að þeir sem lenda í slíkum áföllum fái stuðn­ing hjá okkur hin­um, vegna þess að við ætlum að ná okkur aftur upp úr þessu,“ bætti hann við.

Fjár­mála­ráð­herra sagði að ríkið hefði senni­lega aldrei verið í sterk­ari stöðu til þess að taka áfall í fang­ið. Ísland hefði til þess get­una vegna góðrar skulda­stöðu rík­is­sjóðs.

Rök Banda­ríkja­stjórnar „ekki boð­leg“

Bjarni skaut föstum skotum að Banda­ríkja­mönnum og sagð­ist hafa snöggreiðst er hann heyrði af ferða­bann­inu. Hann sagði reið­ar­slag að svona afdrifa­rík ákvörðun væri tekin án sam­ráðs og gaf lítið fyrir rök Banda­ríkja­for­seta um að Evr­ópu­ríkin væru ekki að taka nægi­lega fast á útbreiðslu veirunn­ar.

„Það er ekki boð­leg nálgun að segja að stjórn­völd hafi verið kæru­laus í öðrum ríkj­um. Veiran hefur komið upp í Banda­ríkj­un­um, veiran varð ekki til í Evr­ópu,“ sagði fjár­mála­ráð­herra og bætti við þessar aðgerðir Banda­ríkja­stjórnar sýndu að þegar krísur steðj­uðu að hugs­aði hvert ríki fyrst og fremst um sína eigin hags­muni.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent