Einhliða ferðabann Trumps „gríðarlegt reiðarslag“ fyrir Ísland

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að hann telji ferðabann Bandaríkjanna „gríðarlegt reiðarslag“ og ljóst sé að efnahaglegu áhrifin verði mikil. Viðbrögð til að hefta útbreiðslu COVID-19 verði þó að vera í forgangi.

Fjármálaráðherra var fremur myrkur í máli þegar hann fór yfir stöðuna sem upp er komin í útvarpsviðtali á Bylgjunni í morgun.
Fjármálaráðherra var fremur myrkur í máli þegar hann fór yfir stöðuna sem upp er komin í útvarpsviðtali á Bylgjunni í morgun.
Auglýsing

„Þetta er mikið reið­ar­slag og það dregur líka fram í mínum huga mikla veik­leika í alþjóð­legu sam­starfi að svona hlutir geti gerst með ein­hliða ákvörð­unum án fyr­ir­vara,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra í Bítínu á Bylgj­unni á morg­un, þar sem ferða­bann Banda­ríkja­stjórnar var til umræðu.

Bjarni sagði að þrátt fyrir að efna­hags­legar afleið­ingar ferða­banns­ins gætu orðið miklar, mætti ekki gleym­ast að ógnin væri önnur en ein­ungis efna­hags­leg. Útbreiðsla kór­ónu­veirunnar og við­brögð við henni þyrftu að vera í fyrsta sæti hjá þjóð­inni.

„Við megum ekki gleyma því að vírus­inn og afleið­ingar hans verða að vera í for­grunni hjá okk­ur, að hefta útbreiðsl­una, að hlífa þeim sem eru í veikri stöðu með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma, að lág­marka álag á heil­brigð­is­kerf­ið, halda áfram að standa saman um ábyrga skyn­sam­lega hegð­un, þetta er í fyrsta sæti hjá okkur til að hlífa hrein­lega lífum hérna á Ísland­i,“ sagði fjár­mála­ráð­herra.

Auglýsing

„Síðan er það hin ógn­in, þessi efna­hags­lega, sem kemur núna skyndi­lega í fangið á okk­ur. Ofan í það sem við áður höfðum áhyggjur af. Ég get ekki lýst þessu öðru­vísi en sem gríð­ar­legu reið­arslagi fyrir þjóð sem byggir afkomu sína í sívax­andi mæli á komu ferða­manna til lands­ins og alveg ljóst að áhrifin sem við stöndum frammi fyrir eru langt umfram það sem við gátum ímyndað okkur fyrir tveimur vikum síð­an, tíu dög­um, jafn­vel á mánu­dag­inn,“ sagði Bjarni og bætti við að gott væri að stjórn­kerfið hefði þegar verið virkjað til þess að bregð­ast við.

Sagði að stutt yrði við Icelandair

Bjarni sagði að fyr­ir­sjá­an­legt væri að mörg störf myndu tap­ast og ljóst væri að gríð­ar­leg áföll væru framundan í ferða­þjón­ust­unni, en ríkið ætl­aði að reyna að milda það högg. Hann var spurður sér­tækt hvort til greina kæmi að hjálpa Icelandair fjár­hags­lega og sagði Bjarni að allt yrði gert sem „raun­hæft“ væri til að hjálpa flug­fé­lag­inu á þessum erf­iðu tím­um. Þó væri ekki tíma­bært að ræða með nákvæm­lega hvaða hætti það mögu­lega yrði.

„Við erum komin í sam­tal við fjár­mála­kerfið vegna þess að það mun þurfa mikla lausa­fjár­fyr­ir­greiðslu til fyr­ir­tækja sem lenda í tíma­bundnum vanda. Það sem við erum að horfa til er að fleyta þeim í gegnum erf­iða tím­ann svo lág­marka megi áhrif nið­ur­sveifl­unnar og þá erum við auð­vitað að tala um að bjarga sem flestum störfum og valda sem minnstri röskun hjá heim­il­un­um, þó við verðum að horfast í augu við að það er ekki hægt að fyr­ir­byggja slíkt, það munu verða gríð­ar­leg áföll í ferða­þjón­ust­unni með fækkun starfa,“ sagði fjár­mála­ráð­herra almennt um aðgerðir stjórn­valda.

„Á hinum end­anum erum við þá að bregð­ast við því með því að styrkja stuðn­ings­kerfin okkar og smíða leiðir til þess að þeir sem lenda í slíkum áföllum fái stuðn­ing hjá okkur hin­um, vegna þess að við ætlum að ná okkur aftur upp úr þessu,“ bætti hann við.

Fjár­mála­ráð­herra sagði að ríkið hefði senni­lega aldrei verið í sterk­ari stöðu til þess að taka áfall í fang­ið. Ísland hefði til þess get­una vegna góðrar skulda­stöðu rík­is­sjóðs.

Rök Banda­ríkja­stjórnar „ekki boð­leg“

Bjarni skaut föstum skotum að Banda­ríkja­mönnum og sagð­ist hafa snöggreiðst er hann heyrði af ferða­bann­inu. Hann sagði reið­ar­slag að svona afdrifa­rík ákvörðun væri tekin án sam­ráðs og gaf lítið fyrir rök Banda­ríkja­for­seta um að Evr­ópu­ríkin væru ekki að taka nægi­lega fast á útbreiðslu veirunn­ar.

„Það er ekki boð­leg nálgun að segja að stjórn­völd hafi verið kæru­laus í öðrum ríkj­um. Veiran hefur komið upp í Banda­ríkj­un­um, veiran varð ekki til í Evr­ópu,“ sagði fjár­mála­ráð­herra og bætti við þessar aðgerðir Banda­ríkja­stjórnar sýndu að þegar krísur steðj­uðu að hugs­aði hvert ríki fyrst og fremst um sína eigin hags­muni.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent