Einhliða ferðabann Trumps „gríðarlegt reiðarslag“ fyrir Ísland

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að hann telji ferðabann Bandaríkjanna „gríðarlegt reiðarslag“ og ljóst sé að efnahaglegu áhrifin verði mikil. Viðbrögð til að hefta útbreiðslu COVID-19 verði þó að vera í forgangi.

Fjármálaráðherra var fremur myrkur í máli þegar hann fór yfir stöðuna sem upp er komin í útvarpsviðtali á Bylgjunni í morgun.
Fjármálaráðherra var fremur myrkur í máli þegar hann fór yfir stöðuna sem upp er komin í útvarpsviðtali á Bylgjunni í morgun.
Auglýsing

„Þetta er mikið reið­ar­slag og það dregur líka fram í mínum huga mikla veik­leika í alþjóð­legu sam­starfi að svona hlutir geti gerst með ein­hliða ákvörð­unum án fyr­ir­vara,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra í Bítínu á Bylgj­unni á morg­un, þar sem ferða­bann Banda­ríkja­stjórnar var til umræðu.

Bjarni sagði að þrátt fyrir að efna­hags­legar afleið­ingar ferða­banns­ins gætu orðið miklar, mætti ekki gleym­ast að ógnin væri önnur en ein­ungis efna­hags­leg. Útbreiðsla kór­ónu­veirunnar og við­brögð við henni þyrftu að vera í fyrsta sæti hjá þjóð­inni.

„Við megum ekki gleyma því að vírus­inn og afleið­ingar hans verða að vera í for­grunni hjá okk­ur, að hefta útbreiðsl­una, að hlífa þeim sem eru í veikri stöðu með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma, að lág­marka álag á heil­brigð­is­kerf­ið, halda áfram að standa saman um ábyrga skyn­sam­lega hegð­un, þetta er í fyrsta sæti hjá okkur til að hlífa hrein­lega lífum hérna á Ísland­i,“ sagði fjár­mála­ráð­herra.

Auglýsing

„Síðan er það hin ógn­in, þessi efna­hags­lega, sem kemur núna skyndi­lega í fangið á okk­ur. Ofan í það sem við áður höfðum áhyggjur af. Ég get ekki lýst þessu öðru­vísi en sem gríð­ar­legu reið­arslagi fyrir þjóð sem byggir afkomu sína í sívax­andi mæli á komu ferða­manna til lands­ins og alveg ljóst að áhrifin sem við stöndum frammi fyrir eru langt umfram það sem við gátum ímyndað okkur fyrir tveimur vikum síð­an, tíu dög­um, jafn­vel á mánu­dag­inn,“ sagði Bjarni og bætti við að gott væri að stjórn­kerfið hefði þegar verið virkjað til þess að bregð­ast við.

Sagði að stutt yrði við Icelandair

Bjarni sagði að fyr­ir­sjá­an­legt væri að mörg störf myndu tap­ast og ljóst væri að gríð­ar­leg áföll væru framundan í ferða­þjón­ust­unni, en ríkið ætl­aði að reyna að milda það högg. Hann var spurður sér­tækt hvort til greina kæmi að hjálpa Icelandair fjár­hags­lega og sagði Bjarni að allt yrði gert sem „raun­hæft“ væri til að hjálpa flug­fé­lag­inu á þessum erf­iðu tím­um. Þó væri ekki tíma­bært að ræða með nákvæm­lega hvaða hætti það mögu­lega yrði.

„Við erum komin í sam­tal við fjár­mála­kerfið vegna þess að það mun þurfa mikla lausa­fjár­fyr­ir­greiðslu til fyr­ir­tækja sem lenda í tíma­bundnum vanda. Það sem við erum að horfa til er að fleyta þeim í gegnum erf­iða tím­ann svo lág­marka megi áhrif nið­ur­sveifl­unnar og þá erum við auð­vitað að tala um að bjarga sem flestum störfum og valda sem minnstri röskun hjá heim­il­un­um, þó við verðum að horfast í augu við að það er ekki hægt að fyr­ir­byggja slíkt, það munu verða gríð­ar­leg áföll í ferða­þjón­ust­unni með fækkun starfa,“ sagði fjár­mála­ráð­herra almennt um aðgerðir stjórn­valda.

„Á hinum end­anum erum við þá að bregð­ast við því með því að styrkja stuðn­ings­kerfin okkar og smíða leiðir til þess að þeir sem lenda í slíkum áföllum fái stuðn­ing hjá okkur hin­um, vegna þess að við ætlum að ná okkur aftur upp úr þessu,“ bætti hann við.

Fjár­mála­ráð­herra sagði að ríkið hefði senni­lega aldrei verið í sterk­ari stöðu til þess að taka áfall í fang­ið. Ísland hefði til þess get­una vegna góðrar skulda­stöðu rík­is­sjóðs.

Rök Banda­ríkja­stjórnar „ekki boð­leg“

Bjarni skaut föstum skotum að Banda­ríkja­mönnum og sagð­ist hafa snöggreiðst er hann heyrði af ferða­bann­inu. Hann sagði reið­ar­slag að svona afdrifa­rík ákvörðun væri tekin án sam­ráðs og gaf lítið fyrir rök Banda­ríkja­for­seta um að Evr­ópu­ríkin væru ekki að taka nægi­lega fast á útbreiðslu veirunn­ar.

„Það er ekki boð­leg nálgun að segja að stjórn­völd hafi verið kæru­laus í öðrum ríkj­um. Veiran hefur komið upp í Banda­ríkj­un­um, veiran varð ekki til í Evr­ópu,“ sagði fjár­mála­ráð­herra og bætti við þessar aðgerðir Banda­ríkja­stjórnar sýndu að þegar krísur steðj­uðu að hugs­aði hvert ríki fyrst og fremst um sína eigin hags­muni.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent