Staðan allt önnur en árið 2008

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að þjóðarbúið stæði vel og væru Íslendingar í stakk búnir til að takast á við þær hremmingar sem þeir standa nú frammi fyrir.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Auglýsing

Rík­is­stjórnin mun funda í hádeg­inu í dag vegna þess ástands sem upp er komið vegna COVID-19 og aðgerða banda­rískra stjórn­valda. Í kjöl­farið mun for­sæt­is­ráð­herra hitta for­menn flokka í stjórn­ar­and­stöðu til að fara yfir stöð­una.

Þetta kom fram í máli Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag. Á morgun mun rík­is­stjórnin eiga fund með aðilum vinnu­mark­að­ar­ins en ætl­unin var að hafa þann fund í dag – en vegna tíð­inda næt­ur­innar er varða aðgerðir Banda­ríkja­for­seta þá var ákveðið að fresta þeim fundi til morg­uns.

„Það er ljóst að við stöndum frammi fyrir þreng­ing­um. Þær verða tíma­bundnar og mun rík­is­stjórnin gera það sem þarf til þess að við munum koma stand­andi niður úr þessum hremm­ing­um,“ sagði for­sæt­is­ráð­herr­ann á Alþingi.

Auglýsing

Hún sagði enn fremur að þjóð­ar­búið stæði vel og að staðan væri allt önnur en árið 2008 þegar Íslend­ingar stóðu frammi fyrir þeim þreng­ingum sem lands­menn lentu í þá. Þeir væru með öfl­ugan gjald­eyr­is­vara­forða, lágt skulda­hlut­fall, jákvæðan við­skipta­jöfnuð og miklu minni skuld­setn­ingu heim­ila og atvinnu­lífs.

Fyr­ir­tækin í land­inu eru ekk­ert annað en fólkið sem þar vinnur

„­Staðan er góð og rík­is­stjórnin kynnti fyrstu aðgerðir nú í vik­unni til að styðja við fyr­ir­tækin í land­inu og það skiptir að sjálf­sögðu máli fyrir fólkið í land­inu. Því fyr­ir­tækin í land­inu eru ekk­ert annað en fólkið sem þar vinn­ur,“ sagði hún.

Katrín telur að þannig hafi þessi rík­is­stjórn ekki veikt jöfn­un­ar­tæki í land­inu heldur hafi aðgerðir hennar skilað auknum jöfn­uði, hvort sem litið sé til skatt­kerf­is­breyt­inga eða stór­auk­inna fjár­muna inn í heil­brigð­is­kerfið – sem skipti svo sann­ar­lega máli núna þegar þessi far­aldur geis­ar.

Þörf á frek­ari aðgerðum

„Þessi rík­is­stjórn hefur svo sann­ar­lega verið að styrkja vel­ferð­ar­kerfið og grunn­stoðir þess en staðan er þannig að við munum þurfa á þeim að halda og þær aðgerðir sem við kynntum á þriðju­dag voru ein­göngu þær fyrstu.

Við munum þurfa frek­ari aðgerðir í vinnu­mark­aðs­mál­um, félags­legum stöð­ug­leika og að sjálf­sögðu fjár­fest­ingu til að tryggja það að við komum stand­andi niður en það munum við ger­a,“ sagði Katrín.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent