Staðan allt önnur en árið 2008

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að þjóðarbúið stæði vel og væru Íslendingar í stakk búnir til að takast á við þær hremmingar sem þeir standa nú frammi fyrir.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Auglýsing

Rík­is­stjórnin mun funda í hádeg­inu í dag vegna þess ástands sem upp er komið vegna COVID-19 og aðgerða banda­rískra stjórn­valda. Í kjöl­farið mun for­sæt­is­ráð­herra hitta for­menn flokka í stjórn­ar­and­stöðu til að fara yfir stöð­una.

Þetta kom fram í máli Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag. Á morgun mun rík­is­stjórnin eiga fund með aðilum vinnu­mark­að­ar­ins en ætl­unin var að hafa þann fund í dag – en vegna tíð­inda næt­ur­innar er varða aðgerðir Banda­ríkja­for­seta þá var ákveðið að fresta þeim fundi til morg­uns.

„Það er ljóst að við stöndum frammi fyrir þreng­ing­um. Þær verða tíma­bundnar og mun rík­is­stjórnin gera það sem þarf til þess að við munum koma stand­andi niður úr þessum hremm­ing­um,“ sagði for­sæt­is­ráð­herr­ann á Alþingi.

Auglýsing

Hún sagði enn fremur að þjóð­ar­búið stæði vel og að staðan væri allt önnur en árið 2008 þegar Íslend­ingar stóðu frammi fyrir þeim þreng­ingum sem lands­menn lentu í þá. Þeir væru með öfl­ugan gjald­eyr­is­vara­forða, lágt skulda­hlut­fall, jákvæðan við­skipta­jöfnuð og miklu minni skuld­setn­ingu heim­ila og atvinnu­lífs.

Fyr­ir­tækin í land­inu eru ekk­ert annað en fólkið sem þar vinnur

„­Staðan er góð og rík­is­stjórnin kynnti fyrstu aðgerðir nú í vik­unni til að styðja við fyr­ir­tækin í land­inu og það skiptir að sjálf­sögðu máli fyrir fólkið í land­inu. Því fyr­ir­tækin í land­inu eru ekk­ert annað en fólkið sem þar vinn­ur,“ sagði hún.

Katrín telur að þannig hafi þessi rík­is­stjórn ekki veikt jöfn­un­ar­tæki í land­inu heldur hafi aðgerðir hennar skilað auknum jöfn­uði, hvort sem litið sé til skatt­kerf­is­breyt­inga eða stór­auk­inna fjár­muna inn í heil­brigð­is­kerfið – sem skipti svo sann­ar­lega máli núna þegar þessi far­aldur geis­ar.

Þörf á frek­ari aðgerðum

„Þessi rík­is­stjórn hefur svo sann­ar­lega verið að styrkja vel­ferð­ar­kerfið og grunn­stoðir þess en staðan er þannig að við munum þurfa á þeim að halda og þær aðgerðir sem við kynntum á þriðju­dag voru ein­göngu þær fyrstu.

Við munum þurfa frek­ari aðgerðir í vinnu­mark­aðs­mál­um, félags­legum stöð­ug­leika og að sjálf­sögðu fjár­fest­ingu til að tryggja það að við komum stand­andi niður en það munum við ger­a,“ sagði Katrín.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent