Kauphöllin breytir viðmiðum fyrir sveifluverði fyrir Icelandair

Bréf í Icelandair hafa verið í frjálsu falli í morgun. Kauphöllin hefur gripið til frekari aðgerða vegna þessa.

Kauphöllin ný
Auglýsing

Nas­daq Iceland ehf., sem rekur íslensku kaup­höll­ina,hefur tíma­bundið breytt við­miðum fyrir kvika sveiflu­verði (e. dyna­mic vola­tility guards) fyrir Icelandair Group hf. í tíu pró­sent eftir mikið fall á bréfum félags­ins í morgun og fyrir fasta sveiflu­verði (e. static vola­tility guards) í 20 pró­sent. Breyt­ingin mun að óbreyttu ganga til baka frá og með 13. mars 2020.

Gegni Icelandair hefur hríð­fallið frá því að mark­aðir opn­uðu í morg­un. Sem stendur eru bréf félags­ins tæp­lega 18 pró­sent verð­minni en þau voru í lok dags í gær. Eftir fyrstu við­skipti féllu þau strax um 22-23 pró­sent en hafa aðeins rétt úr kútnum síð­an.

Nas­daq Iceland greindi frá því í morg­un, fyrir opnum mark­aða, að kaup­höllin myndi breyta sveiflu­vörðum (e. Dyna­mic Vola­tility Guards) fyrir öll hluta­bréf, kaup­hall­ar­sjóð og skulda­bréf sem skráð eru á Aðal­markað og First North 12. mars 2020 vegna óvenju­legra aðstæðna á mark­aði.

Í til­kynn­ingu vegna þessa sagði að við­mið fyrir sveiflu­verði yrðu tvö­földuð og við­mið fyrir nið­ur­fell­ingu við­skipta yrðu í sam­ræmi við gild­andi sveiflu­verði fyrir hvert verð­bréf. Frek­ari breyt­ing­ar, sem snúa að Icelandair og greint er frá hér að ofan, koma til við­bót­ar.

 

Auglýsing
Samkvæmt upp­lýs­ingum frá Nas­daq Iceland er sveiflu­vörðum ætlað að stuðla að skil­virkum við­skiptum og vernda fjár­festa og skráð fyr­ir­tæki í hvik­lyndum mark­aðs­að­stæð­um. Þegar við­miði sveiflu­varðar er náð stoppa við­skipti tíma­bundið og mark­að­ur­inn fer í upp­boð. Þetta gefur mark­aðs­að­ilum tíma til að end­ur­meta stöð­una.

Sveiflu­verð­irnir sem um ræðir eru þrenns kon­ar, „dyna­mic vola­tility guards“ eða kvikir sveiflu­verð­ir, „sta­tic vola­tility guards“ eða fastir sveiflu­verðir og „auct­ion safegu­ards“ eða upp­boðs­verð­ir. Kviku og föstu sveiflu­verð­irnir valda rofi á sam­felldum við­skiptum í til­tek­inni til­boða­bók við miklar verð­breyt­ingar og fer þá til­boða­bókin í upp­boðs­á­stand. Að loknu stuttu upp­boði hefj­ast sam­felld við­skipti á ný. Upp­boðs­vörð­ur­inn fram­kallar á hinn bóg­inn fram­leng­ingu á upp­boði (e. auct­ion extension), hvort sem er við opnun eða lokun mark­aða, sé verð­breyt­ing mik­il.

 Mis­mun­andi við­mið eru fyrir hvert félag og eru þau valin miðað við selj­an­leika bréfa.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent