Kauphöllin breytir viðmiðum fyrir sveifluverði fyrir Icelandair

Bréf í Icelandair hafa verið í frjálsu falli í morgun. Kauphöllin hefur gripið til frekari aðgerða vegna þessa.

Kauphöllin ný
Auglýsing

Nas­daq Iceland ehf., sem rekur íslensku kaup­höll­ina,hefur tíma­bundið breytt við­miðum fyrir kvika sveiflu­verði (e. dyna­mic vola­tility guards) fyrir Icelandair Group hf. í tíu pró­sent eftir mikið fall á bréfum félags­ins í morgun og fyrir fasta sveiflu­verði (e. static vola­tility guards) í 20 pró­sent. Breyt­ingin mun að óbreyttu ganga til baka frá og með 13. mars 2020.

Gegni Icelandair hefur hríð­fallið frá því að mark­aðir opn­uðu í morg­un. Sem stendur eru bréf félags­ins tæp­lega 18 pró­sent verð­minni en þau voru í lok dags í gær. Eftir fyrstu við­skipti féllu þau strax um 22-23 pró­sent en hafa aðeins rétt úr kútnum síð­an.

Nas­daq Iceland greindi frá því í morg­un, fyrir opnum mark­aða, að kaup­höllin myndi breyta sveiflu­vörðum (e. Dyna­mic Vola­tility Guards) fyrir öll hluta­bréf, kaup­hall­ar­sjóð og skulda­bréf sem skráð eru á Aðal­markað og First North 12. mars 2020 vegna óvenju­legra aðstæðna á mark­aði.

Í til­kynn­ingu vegna þessa sagði að við­mið fyrir sveiflu­verði yrðu tvö­földuð og við­mið fyrir nið­ur­fell­ingu við­skipta yrðu í sam­ræmi við gild­andi sveiflu­verði fyrir hvert verð­bréf. Frek­ari breyt­ing­ar, sem snúa að Icelandair og greint er frá hér að ofan, koma til við­bót­ar.

 

Auglýsing
Samkvæmt upp­lýs­ingum frá Nas­daq Iceland er sveiflu­vörðum ætlað að stuðla að skil­virkum við­skiptum og vernda fjár­festa og skráð fyr­ir­tæki í hvik­lyndum mark­aðs­að­stæð­um. Þegar við­miði sveiflu­varðar er náð stoppa við­skipti tíma­bundið og mark­að­ur­inn fer í upp­boð. Þetta gefur mark­aðs­að­ilum tíma til að end­ur­meta stöð­una.

Sveiflu­verð­irnir sem um ræðir eru þrenns kon­ar, „dyna­mic vola­tility guards“ eða kvikir sveiflu­verð­ir, „sta­tic vola­tility guards“ eða fastir sveiflu­verðir og „auct­ion safegu­ards“ eða upp­boðs­verð­ir. Kviku og föstu sveiflu­verð­irnir valda rofi á sam­felldum við­skiptum í til­tek­inni til­boða­bók við miklar verð­breyt­ingar og fer þá til­boða­bókin í upp­boðs­á­stand. Að loknu stuttu upp­boði hefj­ast sam­felld við­skipti á ný. Upp­boðs­vörð­ur­inn fram­kallar á hinn bóg­inn fram­leng­ingu á upp­boði (e. auct­ion extension), hvort sem er við opnun eða lokun mark­aða, sé verð­breyt­ing mik­il.

 Mis­mun­andi við­mið eru fyrir hvert félag og eru þau valin miðað við selj­an­leika bréfa.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent