Gistináttaskattur afnuminn tímabundið

Lífvænlegum fyrirtækjum sem lenda í tímabundnum lausafjárskorti verður veitt súrefni, sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um aðgerðir sem gripið verður til vegna COVID-19.

Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra.
Auglýsing

 Rík­is­stjórnin sam­þykkti á fundi sínum í morgun að beita sér­ ­fyrir mark­vissum aðgerðum til að mæta efna­hags­legum áhrifum COVID-19. Að­gerð­irnar miða að því að draga úr tjóni, tryggja að nei­kvæð áhrif á at­vinnu­líf og efna­hag vari sem skemmst og skapa aðstæður fyrir öfl­uga við­spyrn­u í kjöl­far­ið. Þá var til­kynnt að vegna gjör­breyttra efna­hags­legra for­sendna yrð­i fjár­mála­á­ætlun lögð fram í maí.

Þetta kom fram á fundi í dag þar sem Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra, ­Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og Sig­urður Ingi Jóhanns­son sam­göng­u- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra kynntu aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar til að mæta efna­hags­legum áhrifum kór­ónu­veirunn­ar..

Auglýsing

Katrín sagði að aðgerð­irnar væru bæði vegna almennr­ar kóln­unar í hag­kerf­inu en ekki síst vegna útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar, „sem er auð­vitað hafa mjög dramat­ísk áhrif á allar þjóðir um þessar mund­ir“.

Sagði hún Ísland að mörgu leyti vel í stakk búið til að takast á við „þann  skell sem fyr­ir­séð er að verði“ með öfl­ugum gjald­eyr­is­vara­forða, jákvæðan við­skipta­jöfn­uð, lág­t skulda­hlut­fall og hag­stæð lána- og vaxta­kjör. „En það breytir því ekki að við ­sjáum fram á að allar okkar fyrri áætl­anir þarf nú að end­ur­skoða út af þeirri ­stöðu sem er uppi í heims­hag­kerf­in­u.“

Líf­væn­legum fyr­ir­tækjum veitt súr­efni

„Í fyrsta lagi horfum við til fyr­ir­tækj­anna,“ sagði Bjarni á fund­in­um, „og ­spyrjum okkur hvað það er sem stjórn­völd geta gert til að létta þeim þetta erf­iða skeið. Við trúum því að þetta sé tíma­bil sem muni ganga yfir og að við taki eðli­legri tím­ar.“

Bjarni nefndi einnig að í und­ir­bún­ingi væri mark­aðsá­tak í sam­vinnu við ferða­þjón­ust­una sem rík­is­sjóður hefði skuld­bundið sig til að setj­a „veru­lega fjár­muni“ í. Átakið felst í því að mark­aðs­setja Ísland sem á­fanga­stað, „þegar að ský dregur frá sólu og aðstæður eru að nýju orðn­ar hag­felldar til að kalla ferða­menn til lands­ins. Þá verðum við til­bú­in.“

Rík­is­stjórnin hefur að sögn Bjarna þegar hafið sam­starf við ­Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja til að tryggja greiðar boð­leiðir á milli. „Eins lík­a til þess að gera kröfu um að sam­hliða mögu­legum slíkum aðgerðum stjórn­valda að þá séu menn skipu­lagðir í því að veita líf­væn­legum fyr­ir­tækjum sem lenda í tíma­bundnum lausa­fjár­skorti súr­efn­i.“

Lengri frestir og skattar afnumdir

Til að verja íslenskt efna­hags­líf mun rík­is­stjórnin beita sér­ ­fyrir eft­ir­far­andi aðgerð­um:

  • Fyr­ir­tækjum sem lenda í tíma­bundnum rekstr­ar­örð­ug­leik­um ­vegna tekju­falls verði veitt svig­rúm, t.d. með lengri fresti til að standa skil á sköttum og opin­berum gjöld­um.
  • Skoðað verði að fella tíma­bundið niður tekju­öflun sem er í­þyngj­andi fyrir fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu, t.d. gistin­átta­skatt sem verð­ur­ af­num­inn tíma­bund­ið.
  • Mark­aðsátaki verður hleypt af stokk­unum erlendis þeg­ar að­stæður skap­ast til þess að kynna Ísland sem áfanga­stað, auk átaks til að hvetja til ferða­laga Íslend­inga inn­an­lands.
  • Gripið verði til ráð­staf­ana sem örvað geta einka­neyslu og eft­ir­spurn, t.d. með skatta- eða stuðn­ings­kerf­um.
  • Auk­inn kraftur verði settur í fram­kvæmdir á vegum opin­berra að­ila á yfir­stand­andi ári og þeim næstu.
  • Efnt verði til virks sam­ráðs milli stjórn­valda og sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja um við­brögð þeirra við fyr­ir­sjá­an­legum lausa­fjár- og greiðslu­örð­ug­leikum fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu.
  • Inn­stæður ÍL-­sjóðs í Seðla­bank­anum verði fluttar á inn­láns­reikn­inga í bönkum til að styðja við svig­rúm banka og lán­ar­drottna til­ að veita við­skipta­mönnum sínum lána­fyr­ir­greiðslu.

Bjarni sagði að í fyrsta lag­i verði rík­is­stjórnin ákveðið á fundi sínum í morgun að senda erindi til þings­ins þess efnis að litið væri svo á að for­sendur fjár­mála­stefn­unnar væru brostnar og af þeim sökum þurfi nýja stefnu og áætlun á næstu mán­uð­um. „Það sem við telj­u­m ­nauð­syn­legt að gera á þess­ari stundu er að boða aðgerðir sem koma að gagni í þeirri fyr­ir­séðu nið­ur­sveiflu sem hag­kerfið okkar er að fara að fást við.“

Sagði Bjarni að ferða­þjón­ustan myndi finna fyrir áhrif­um þess­ara atburða sem teygi anga sína um allan heim og því væri fyrir hend­i ­fyr­ir­séðar tíma­bundnar aðstæður sem bregð­ast þurfi við.

Af þeim sökum sæju stjórn­völd fyrir sér að fyr­ir­tæki sem eigi við lausa­fjár­vanda að etja fái frest til að standa skil á sköttum og ­gjöld­um. Þá verði tíma­bundið felldir niður skattar á ferða­þjón­ust­una sem geta ­reynst íþyngj­andi.

Benti Bjarni á að um tíma­bundið ástand væri að ræða en ­nauð­syn­legt væri að grípa til aðgerða á þessu erf­iða skeiði sem nú færi í hönd. Í kjöl­farið myndu taka við „eðli­legir tímar“.

Nú væru góðir tímar til að örva fram­kvæmdir og til skoð­un­ar væri að flýta fram­kvæmdum og koma þeim af stað í ár þó að þær hafi ekki verið á fram­kvæmda­á­ætlun árs­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent