Alls 103 á Íslandi smitaðir af veirunni sem veldur COVID-19

Þeir sem smitast hafa af veirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum eru orðnir fleiri en hundrað hérlendis. Alls hafa 15 ný tilfelli greinst frá því í gærkvöldi.

landspitalinn_16034618821_o.jpg
Auglýsing

 Frá því í gær­kvöld­i hafa fimmtán til­felli af veirunni sem veldur COVID-19 sjúk­dóm­inum verið greind á sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spít­ala. Sam­tals hafa því 103 ein­stak­lingar verið greindir hér á landi. 80 smit tengj­ast ferðum erlendis en 23 eru inn­an­lands­smit.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá sam­hæf­ing­ar­stöðu almanna­varna.

Upp­runa flestra smita má rekja til Norð­ur­-Ítalíu og skíða­svæða í Ölp­unum en þrjú smit hafa greinst frá ein­stak­lingum sem komu hingað frá Banda­ríkj­un­um. Um 1.000 sýni hafa verið tekin í heild.

Auglýsing
Á reglu­legum stöðu­fundi í gær sagð­i Þórólfur Guðn­a­­son sótt­­varna­læknir a  það skipti „ekki máli hversu margir fá þessa veiru, það skiptir máli hverjir fá hana.“

Fram kom í máli Þór­­ólfs að ef ekk­ert yrði að gert myndi far­ald­­ur­inn lík­­­lega ganga yfir á 2-3 mán­uð­­um. Hér á landi væri hins vegar verið að reyna að hægja á far­aldr­inum eins og hægt er, svo að við gætum horft fram á að vera með við­var­andi ástand vegna útbreiðslu kór­ón­u­veirunnar í lengri tíma en þessa 2-3 mán­uð­i. 

Aðgerðir yfir­­­valda hér­­­lendis miða að því að reyna að hefta og seinka útbreiðslu veirunnar eins mikið og hægt er og dreifa álag­inu á heil­brigð­is­­kerf­ið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent