Skora á stjórnvöld að „frysta tafarlaust vísitölu neysluverðs til verðtryggingar“

Formaður VR og varaforseti ASÍ vilja að stjórnvöld grípi til aðgerða sem þeir telja að verji stöðu landsmanna með verðtryggð húsnæðislán.

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness.
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness.
Auglýsing

Vil­hjálmur Birg­is­son, vara­for­seti ASÍ og for­maður verka­lýðs­fé­lags Akra­ness,  og Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, hafa birt sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu þar sem þeir skora á stjórn­völd að „frysta taf­ar­laust vísi­tölu neyslu­verðs til verð­trygg­ingar og koma þannig til móts við heim­ilin í land­inu sem eru með verð­tryggð hús­næð­is­lán.“ 

Þetta vilja þeir gera í ljósi þess óvissu­á­stands sem skap­ast hefur vegna COVID-19 veirunnar og mik­illar veik­ingar krón­unn­ar.

Einnig skora þeir á stjórn­völd að beita sér með sér­stökum aðgerðum fyrir fólk á leigu­mark­aði sem flest eru með vísi­tölu­tryggða leigu­samn­inga.

Auglýsing

Óverð­­tryggð lán sem íslenskir bankar veittu með veði í hús­næði juk­ust um 80 millj­­arða króna í fyrra. Alls fór heild­­ar­um­­fang þeirra úr því að vera 289 millj­­arðar króna í 369 millj­­arðar króna. Það er aukn­ing upp á tæp 28 pró­­sent.

Á sama tíma dróg­ust verð­­tryggð lán sem bank­­arnir eiga saman um 27,3 millj­­arða króna. Ástæðan fyrir því er meðal ann­­ars að finna í að Íbúða­lána­­­sjóður ákvað að kaupa 50 millj­­­arða króna safn af verð­­­tryggðum lánum af Arion banka og átti sú sala sér stað í sept­­­em­ber 2019. Ef lána­safnið hefði ekki verið selt til Íbúða­lána­­­sjóðs, sem hefur dregið sig mjög saman á útlána­­­mark­aði á und­an­­­förnum árum og lánar ein­ungis verð­­­tryggt, hefði verið aukn­ing á verð­­tryggðum lánum íslensku bank­anna. 

Hlut­­fallið á útlánum banka til hús­næð­is­­kaupa fór því úr að vera 69 pró­­sent verð­­tryggð lán og 31 pró­­sent óverð­­tryggð í árs­­lok 2018 í að vera 62 pró­­sent verð­­tryggð og 38 pró­­sent óverð­­tryggð. 

Alls lán­uðu líf­eyr­is­­sjóðir lands­ins 101,6 millj­­arðar króna í sjóðs­­fé­laga­lán á árinu 2019. Það er hæsta upp­­hæð í krónum talið sem þeir hafa nokkru sinni lánað til íbúð­­ar­­kaupa, en fyrra metið var 99,2 millj­­arðar króna árið 2017. Þegar tekið er til­­lit til verð­­bólgu síð­­­ustu tveggja ára var raun­virði útlána þó hæst á því ári. 

Heild­­ar­um­­fang verð­­tryggðra lána sem líf­eyr­is­­sjóð­irnir hafa veitt jókst um 17 pró­­sent á árinu 2019. Það fór úr 353 millj­­örðum króna í 414 millj­­arða króna. Á sama tíma jókst hins vegar umfang óverð­­tryggðra lána sem sjóð­irnir veittu þeim sem borga í þá um 42,5 pró­­sent, fór úr 80 millj­­örðum króna í 114 millj­­arða króna. 

Verð­­tryggðu lánin eru þó enn mun hærra hlut­­fall af heild­­ar­út­­lánum líf­eyr­is­­sjóða en þau óverð­­tryggðu, eða 78 pró­­sent á móti 12 pró­­sent­u­m. 

Verð­bólga hefur að mestu verið undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­miði Seðla­banka Íslands frá því í febr­úar 2014. Und­an­skilið er rúm­lega árs tíma­bil frá haustinu 2018 og fram í des­em­ber síð­ast­lið­inn þegar hún reis hæst upp í 3,7 pró­sent. Verð­bólga mælist nú 2,4 pró­sent. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent