Skora á stjórnvöld að „frysta tafarlaust vísitölu neysluverðs til verðtryggingar“

Formaður VR og varaforseti ASÍ vilja að stjórnvöld grípi til aðgerða sem þeir telja að verji stöðu landsmanna með verðtryggð húsnæðislán.

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness.
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness.
Auglýsing

Vil­hjálmur Birg­is­son, vara­for­seti ASÍ og for­maður verka­lýðs­fé­lags Akra­ness,  og Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, hafa birt sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu þar sem þeir skora á stjórn­völd að „frysta taf­ar­laust vísi­tölu neyslu­verðs til verð­trygg­ingar og koma þannig til móts við heim­ilin í land­inu sem eru með verð­tryggð hús­næð­is­lán.“ 

Þetta vilja þeir gera í ljósi þess óvissu­á­stands sem skap­ast hefur vegna COVID-19 veirunnar og mik­illar veik­ingar krón­unn­ar.

Einnig skora þeir á stjórn­völd að beita sér með sér­stökum aðgerðum fyrir fólk á leigu­mark­aði sem flest eru með vísi­tölu­tryggða leigu­samn­inga.

Auglýsing

Óverð­­tryggð lán sem íslenskir bankar veittu með veði í hús­næði juk­ust um 80 millj­­arða króna í fyrra. Alls fór heild­­ar­um­­fang þeirra úr því að vera 289 millj­­arðar króna í 369 millj­­arðar króna. Það er aukn­ing upp á tæp 28 pró­­sent.

Á sama tíma dróg­ust verð­­tryggð lán sem bank­­arnir eiga saman um 27,3 millj­­arða króna. Ástæðan fyrir því er meðal ann­­ars að finna í að Íbúða­lána­­­sjóður ákvað að kaupa 50 millj­­­arða króna safn af verð­­­tryggðum lánum af Arion banka og átti sú sala sér stað í sept­­­em­ber 2019. Ef lána­safnið hefði ekki verið selt til Íbúða­lána­­­sjóðs, sem hefur dregið sig mjög saman á útlána­­­mark­aði á und­an­­­förnum árum og lánar ein­ungis verð­­­tryggt, hefði verið aukn­ing á verð­­tryggðum lánum íslensku bank­anna. 

Hlut­­fallið á útlánum banka til hús­næð­is­­kaupa fór því úr að vera 69 pró­­sent verð­­tryggð lán og 31 pró­­sent óverð­­tryggð í árs­­lok 2018 í að vera 62 pró­­sent verð­­tryggð og 38 pró­­sent óverð­­tryggð. 

Alls lán­uðu líf­eyr­is­­sjóðir lands­ins 101,6 millj­­arðar króna í sjóðs­­fé­laga­lán á árinu 2019. Það er hæsta upp­­hæð í krónum talið sem þeir hafa nokkru sinni lánað til íbúð­­ar­­kaupa, en fyrra metið var 99,2 millj­­arðar króna árið 2017. Þegar tekið er til­­lit til verð­­bólgu síð­­­ustu tveggja ára var raun­virði útlána þó hæst á því ári. 

Heild­­ar­um­­fang verð­­tryggðra lána sem líf­eyr­is­­sjóð­irnir hafa veitt jókst um 17 pró­­sent á árinu 2019. Það fór úr 353 millj­­örðum króna í 414 millj­­arða króna. Á sama tíma jókst hins vegar umfang óverð­­tryggðra lána sem sjóð­irnir veittu þeim sem borga í þá um 42,5 pró­­sent, fór úr 80 millj­­örðum króna í 114 millj­­arða króna. 

Verð­­tryggðu lánin eru þó enn mun hærra hlut­­fall af heild­­ar­út­­lánum líf­eyr­is­­sjóða en þau óverð­­tryggðu, eða 78 pró­­sent á móti 12 pró­­sent­u­m. 

Verð­bólga hefur að mestu verið undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­miði Seðla­banka Íslands frá því í febr­úar 2014. Und­an­skilið er rúm­lega árs tíma­bil frá haustinu 2018 og fram í des­em­ber síð­ast­lið­inn þegar hún reis hæst upp í 3,7 pró­sent. Verð­bólga mælist nú 2,4 pró­sent. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Boðar hertar aðgerðir á landsvísu „sem fyrst“
Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og vill að þær verði samræmdar um allt land. Langflest smit hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu en þeim fjölgar nú á Norðurlandi. Á Austurlandi er ekkert smit.
Kjarninn 29. október 2020
Enn greinast smit hjá starfsfólki og sjúklingum á Landakoti
Smit greinast ennþá hjá starfsfólki og sjúklingum sem voru útsettir á Landakoti fyrir COVID-19. Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga.
Kjarninn 29. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 25. þáttur: Hefnd köngulóarkonunnar
Kjarninn 29. október 2020
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent