Skora á stjórnvöld að „frysta tafarlaust vísitölu neysluverðs til verðtryggingar“

Formaður VR og varaforseti ASÍ vilja að stjórnvöld grípi til aðgerða sem þeir telja að verji stöðu landsmanna með verðtryggð húsnæðislán.

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness.
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness.
Auglýsing

Vil­hjálmur Birg­is­son, vara­for­seti ASÍ og for­maður verka­lýðs­fé­lags Akra­ness,  og Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, hafa birt sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu þar sem þeir skora á stjórn­völd að „frysta taf­ar­laust vísi­tölu neyslu­verðs til verð­trygg­ingar og koma þannig til móts við heim­ilin í land­inu sem eru með verð­tryggð hús­næð­is­lán.“ 

Þetta vilja þeir gera í ljósi þess óvissu­á­stands sem skap­ast hefur vegna COVID-19 veirunnar og mik­illar veik­ingar krón­unn­ar.

Einnig skora þeir á stjórn­völd að beita sér með sér­stökum aðgerðum fyrir fólk á leigu­mark­aði sem flest eru með vísi­tölu­tryggða leigu­samn­inga.

Auglýsing

Óverð­­tryggð lán sem íslenskir bankar veittu með veði í hús­næði juk­ust um 80 millj­­arða króna í fyrra. Alls fór heild­­ar­um­­fang þeirra úr því að vera 289 millj­­arðar króna í 369 millj­­arðar króna. Það er aukn­ing upp á tæp 28 pró­­sent.

Á sama tíma dróg­ust verð­­tryggð lán sem bank­­arnir eiga saman um 27,3 millj­­arða króna. Ástæðan fyrir því er meðal ann­­ars að finna í að Íbúða­lána­­­sjóður ákvað að kaupa 50 millj­­­arða króna safn af verð­­­tryggðum lánum af Arion banka og átti sú sala sér stað í sept­­­em­ber 2019. Ef lána­safnið hefði ekki verið selt til Íbúða­lána­­­sjóðs, sem hefur dregið sig mjög saman á útlána­­­mark­aði á und­an­­­förnum árum og lánar ein­ungis verð­­­tryggt, hefði verið aukn­ing á verð­­tryggðum lánum íslensku bank­anna. 

Hlut­­fallið á útlánum banka til hús­næð­is­­kaupa fór því úr að vera 69 pró­­sent verð­­tryggð lán og 31 pró­­sent óverð­­tryggð í árs­­lok 2018 í að vera 62 pró­­sent verð­­tryggð og 38 pró­­sent óverð­­tryggð. 

Alls lán­uðu líf­eyr­is­­sjóðir lands­ins 101,6 millj­­arðar króna í sjóðs­­fé­laga­lán á árinu 2019. Það er hæsta upp­­hæð í krónum talið sem þeir hafa nokkru sinni lánað til íbúð­­ar­­kaupa, en fyrra metið var 99,2 millj­­arðar króna árið 2017. Þegar tekið er til­­lit til verð­­bólgu síð­­­ustu tveggja ára var raun­virði útlána þó hæst á því ári. 

Heild­­ar­um­­fang verð­­tryggðra lána sem líf­eyr­is­­sjóð­irnir hafa veitt jókst um 17 pró­­sent á árinu 2019. Það fór úr 353 millj­­örðum króna í 414 millj­­arða króna. Á sama tíma jókst hins vegar umfang óverð­­tryggðra lána sem sjóð­irnir veittu þeim sem borga í þá um 42,5 pró­­sent, fór úr 80 millj­­örðum króna í 114 millj­­arða króna. 

Verð­­tryggðu lánin eru þó enn mun hærra hlut­­fall af heild­­ar­út­­lánum líf­eyr­is­­sjóða en þau óverð­­tryggðu, eða 78 pró­­sent á móti 12 pró­­sent­u­m. 

Verð­bólga hefur að mestu verið undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­miði Seðla­banka Íslands frá því í febr­úar 2014. Und­an­skilið er rúm­lega árs tíma­bil frá haustinu 2018 og fram í des­em­ber síð­ast­lið­inn þegar hún reis hæst upp í 3,7 pró­sent. Verð­bólga mælist nú 2,4 pró­sent. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aðdáendur GusGus gefa út ljósmyndabók um hljómsveitina
Á aldarfjórðungsafmæli raftónlistarhljómsveitarinnar GusGus safnar hópur aðdáenda fyrir útgáfu bókar um feril hennar.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kyrkingartakið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Ólafur Elíasson
Þetta er nú meira klúðrið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Kári og Þórólfur kalla eftir hagrænu uppgjöri stjórnvalda
„Stjórnvöld eiga nú að segja hvað þau vilja,“ segir Kári Stefánsson. „Ef við viljum halda veirunni í lágmarki þá þurfum við að gera þetta eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason. Hagrænt uppgjör vanti frá stjórnvöldum.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Einn sjúklingur með COVID-19 liggur á gjörgæsludeild Landspítalans.
114 með COVID-19 – 962 í sóttkví
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Ekkert virkt smit greindist við landamærin.114 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Flaug 6.000 kílómetra yfir hafið og heim
Sástu spóa suð‘r í flóa í sumar? Ef hann er ekki þegar floginn til vetrarstöðvanna eru allar líkur á því að hann sé að undirbúa brottför. Spóinn Ékéké kom hingað í vor. Flakkaði um landið áður en hún flaug beinustu leið til Vestur-Afríku.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent