Skora á stjórnvöld að „frysta tafarlaust vísitölu neysluverðs til verðtryggingar“

Formaður VR og varaforseti ASÍ vilja að stjórnvöld grípi til aðgerða sem þeir telja að verji stöðu landsmanna með verðtryggð húsnæðislán.

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness.
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness.
Auglýsing

Vil­hjálmur Birg­is­son, vara­for­seti ASÍ og for­maður verka­lýðs­fé­lags Akra­ness,  og Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, hafa birt sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu þar sem þeir skora á stjórn­völd að „frysta taf­ar­laust vísi­tölu neyslu­verðs til verð­trygg­ingar og koma þannig til móts við heim­ilin í land­inu sem eru með verð­tryggð hús­næð­is­lán.“ 

Þetta vilja þeir gera í ljósi þess óvissu­á­stands sem skap­ast hefur vegna COVID-19 veirunnar og mik­illar veik­ingar krón­unn­ar.

Einnig skora þeir á stjórn­völd að beita sér með sér­stökum aðgerðum fyrir fólk á leigu­mark­aði sem flest eru með vísi­tölu­tryggða leigu­samn­inga.

Auglýsing

Óverð­­tryggð lán sem íslenskir bankar veittu með veði í hús­næði juk­ust um 80 millj­­arða króna í fyrra. Alls fór heild­­ar­um­­fang þeirra úr því að vera 289 millj­­arðar króna í 369 millj­­arðar króna. Það er aukn­ing upp á tæp 28 pró­­sent.

Á sama tíma dróg­ust verð­­tryggð lán sem bank­­arnir eiga saman um 27,3 millj­­arða króna. Ástæðan fyrir því er meðal ann­­ars að finna í að Íbúða­lána­­­sjóður ákvað að kaupa 50 millj­­­arða króna safn af verð­­­tryggðum lánum af Arion banka og átti sú sala sér stað í sept­­­em­ber 2019. Ef lána­safnið hefði ekki verið selt til Íbúða­lána­­­sjóðs, sem hefur dregið sig mjög saman á útlána­­­mark­aði á und­an­­­förnum árum og lánar ein­ungis verð­­­tryggt, hefði verið aukn­ing á verð­­tryggðum lánum íslensku bank­anna. 

Hlut­­fallið á útlánum banka til hús­næð­is­­kaupa fór því úr að vera 69 pró­­sent verð­­tryggð lán og 31 pró­­sent óverð­­tryggð í árs­­lok 2018 í að vera 62 pró­­sent verð­­tryggð og 38 pró­­sent óverð­­tryggð. 

Alls lán­uðu líf­eyr­is­­sjóðir lands­ins 101,6 millj­­arðar króna í sjóðs­­fé­laga­lán á árinu 2019. Það er hæsta upp­­hæð í krónum talið sem þeir hafa nokkru sinni lánað til íbúð­­ar­­kaupa, en fyrra metið var 99,2 millj­­arðar króna árið 2017. Þegar tekið er til­­lit til verð­­bólgu síð­­­ustu tveggja ára var raun­virði útlána þó hæst á því ári. 

Heild­­ar­um­­fang verð­­tryggðra lána sem líf­eyr­is­­sjóð­irnir hafa veitt jókst um 17 pró­­sent á árinu 2019. Það fór úr 353 millj­­örðum króna í 414 millj­­arða króna. Á sama tíma jókst hins vegar umfang óverð­­tryggðra lána sem sjóð­irnir veittu þeim sem borga í þá um 42,5 pró­­sent, fór úr 80 millj­­örðum króna í 114 millj­­arða króna. 

Verð­­tryggðu lánin eru þó enn mun hærra hlut­­fall af heild­­ar­út­­lánum líf­eyr­is­­sjóða en þau óverð­­tryggðu, eða 78 pró­­sent á móti 12 pró­­sent­u­m. 

Verð­bólga hefur að mestu verið undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­miði Seðla­banka Íslands frá því í febr­úar 2014. Und­an­skilið er rúm­lega árs tíma­bil frá haustinu 2018 og fram í des­em­ber síð­ast­lið­inn þegar hún reis hæst upp í 3,7 pró­sent. Verð­bólga mælist nú 2,4 pró­sent. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Árni Finnsson
Af hverju skilar Ísland auðu?
Kjarninn 18. janúar 2021
Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Trump ætlar út með hvelli – vill náða hundrað til viðbótar
Á síðasta heila dag Donalds Trump í Hvíta húsinu á morgun er hann sagður stefna á að náða um 100 manns, m.a. hvítflibbaglæpamenn og þekkta rappara. Hvort hann veiti sér og sínum fyrirfram náðun er enn óvíst.
Kjarninn 18. janúar 2021
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómsalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómsal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent