Dagur: Það er ekki eitt, það er allt

Borgarstjórinn í Reykjavík talar um þær aðstæður sem upp eru komnar sem fordæmalausar.

Dagur B. Eggertsson
Dagur B. Eggertsson
Auglýsing

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri segir for­dæma­lausar aðstæður vera uppi í Reykja­vík, á Íslandi og raunar í heim­inum öllum vegna Covid-19 og við­bragða við henni. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu hans á Face­book í dag.

Hann greinir jafn­framt frá því að neyð­ar­stjórn borg­ar­innar fundi dag­lega og fari yfir stöð­una. „Í gær fund­aði ég með almanna­vörnum til að fara yfir und­ir­bún­ing sam­komu­banns og áhrif þess og útfærslu. Þetta verk­efni er á höndum sótt­varn­ar­læknis og almanna­varna en vit­an­lega skipta sveit­ar­fé­lögin og starf­semi þeirra lyk­il­máli,“ skrifar hann.

Traust­vekj­andi að finna fyrir fag­mennsku og yfir­vegun

Þá bendir hann á að ákvarð­anir um sam­komu­bann séu sam­kvæmt lögum teknar af heil­brigð­is­ráð­herra að til­lögu sótt­varn­ar­lækn­is. Það sé traust­vekj­andi að finna þá fag­mennsku og yfir­vegun sem ráði ríkjum í öllum við­brögðum og staðan sé metin dag frá degi til að hægt sé að taka réttar ákvarð­anir og tíma­setja þær rétt.

Auglýsing

„­Ljóst er að nýj­ustu tíð­ind­in, flug­bann Trump for­seta mun hafa miklar og djúp­stæðar afleið­ingar fyrir Ísland, ferða­þjón­ust­una og stöðu efna­hags­mála, til við­bótar við önnur áhrif veirunn­ar. Ég gerði borg­ar­ráði í morgun grein fyrir þeirri vinnu sem unnin er af hálfu neyð­ar­stjórnar sem er fjöl­breytt og yfir­grips­mik­il. Hún snertir bæði við­búnað í þjón­ustu borg­ar­innar en líka for­varnir og skipu­lagn­ingu á næstu skref­um. Jarð­skjálft­inn mikli á Reykja­nesi reið yfir í miðjum borg­ar­ráðs­fundi. Það er ekki eitt, það er allt,“ skrifar Dag­ur.

Munum kom­ast í gegnum þetta

Hann segir að almanna­varn­ar­ráð höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins muni hitt­ast í fyrra­mál­ið. Sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafi gætt þess að taka öll skref að und­an­förnu í góðum takti.

„Ég finn fyrir mik­illi sam­stöðu hvar­vetna í þessum verk­efn­um, milli ríkis og borg­ar, milli sveit­ar­fé­laga, innan yfir­stjórn­ar, innan allrar starf­semi borg­ar­inn­ar, meðal starfs­fólks og íbúa, og þvert á alla póli­tík.

Við höfum áður kom­ist í hann krapp­ann. Þetta er for­dæma­laust en við munum fara í gegnum þetta líka og koma stand­andi nið­ur, með sam­taka­mætti, fag­mennsku og yfir­veg­un, en um leið með þeim kjarki sem þarf til að taka nauð­syn­legar ákvarð­an­ir,“ skrifar hann að lok­um.

það eru for­dæma­lausar aðstæður í Reykja­vík, á Íslandi og raunar í heim­inum vegna Covid-19 og við­bragða við henn­i....

Posted by Dagur B. Egg­erts­son on Thurs­day, March 12, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent