Fólk að veikjast viku eftir smit

Skilaboð frá Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni til þjóðarinnar: Höldum ró okkar, það skiptir öllu máli að við séum yfirveguð og látum ekki slá okkur út af laginu. Við erum áfallaþolin þjóð. Hættum ekki að vera til, höldum áfram að hittast og lifa lífinu.

Kórónaveiran
Auglýsing

Tveir ein­stak­lingar með COVID-19 sjúk­dóm­inn eru nú í ein­angrun á Land­spít­al­an­um. Í hádeg­inu í dag höfðu tæp­lega 1000 sýni ver­ið ­rann­sökuð og 109 hafa greinst með veiruna. Lang­flestir hinna smit­uðu voru að koma frá skíða­svæðum í Ölp­unum en auk þess hafa bæst við tveir menn sem komu frá Banda­ríkj­un­um. Inn­an­lands smit eru orðin 24 og um 900 manns eru í sótt­kví.

„Það er greini­legt að þessi veira er ennþá í vext­i ­sér­stak­lega hjá ein­stak­lingum sem eru að koma hingað inn til lands­ins,“ sagð­i Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra ­vegna COVID-19 í dag. „At­hygl­is­vert er að fólk er að veikj­ast og grein­ast nún­a, viku eftir að smit átti sér stað.“

Sagð­ist hann ekki alveg hafa átt von á nýjum til­fellum frá­ ­Banda­ríkj­unum en að það hafi þó ekki komið á óvart þar sem veiran er víða. Enn er verið að rekja ferðir fólks­ins eftir að það kom til lands­ins fyrir nokkrum ­dögum og setja fólk sem það var í sam­skiptum við í sótt­kví.

Auglýsing

Áfalla­þolin þjóð

„Höldum ró okk­ar, það skiptir öllu máli að við séum ­yf­ir­veguð og látum þá ekki slá okkur út af lag­in­u,“ sagði Víðir Reyn­is­son ­yf­ir­lög­reglu­þjónn hjá rík­is­lög­reglu­stjóra. „Við erum áfalla­þolin þjóð. Hætt­u­m ekki að vera til, höldum áfram að hitt­ast og lifa líf­in­u.“

Enn verður haldið áfram sömu var­úð­ar­að­gerðum til að hefta út­breiðslu veirunn­ar, þ.e. að ein­angra fólk sem er smitað og þá sem því teng­ist. Einnig eru sam­fé­lags­legar aðgerðir enn mik­il­væg­ar, þ.e. að fólk skuli gæta ít­ar­legs hrein­lætis og taka upp ákveðnar sýk­ing­ar­varnir til að verja sig og aðra.

Sótt­varna­læknir brýndi fyrir fólki að miða áfram við að halda um tveggja metra fjar­lægð frá öðru fólki, fara ekki á fjöl­menn manna­mót eða á staði þar sem veik­indi gætu verið fyrir hendi. Sagði hann ánægju­legt að sjá hvað margir ein­stak­lingar og fyr­ir­tæki hafa tekið þessar ráð­legg­ingar upp og beita ýmsum aðgerðum til að auka sótt­varn­ir.

Enn ekki tíma­bært að beita sam­komu­banni

Hvað sam­komu­bann varðar sagði hann ekki enn tíma­bært að beita slíkum aðgerðum en að það myndi skýr­ast á næstu dög­um. Sam­komu­bann væri ein leið til við­bótar við þær aðgerðir sem þegar eru í gangi til að hefta smit. Mjög mis­mun­andi væri hvernig til dæmis Norð­ur­löndin væru að nota slíkt. „Það er engin ein leið til.“

Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, Alma Möller og María Mjöll á fundinum í dag. Mynd: Lögreglan

Til sam­komu­banns mun að sögn Víðis koma þegar að ekki verð­ur­ ­lengur hægt að rekja smitin sem hér grein­ast. „Þessi tíma­punktur fer kannski að kom­a,“ sagði Þórólf­ur. „Þetta er hins vegar við­kvæmt tæki og póli­tískt tæki.“

Miðað við fræðin þá eru sam­fé­lags­legar aðgerðir ein­stak­linga og fyr­ir­tækja til að minnka smit­hættu þær sem skila mestum árangri. „Sá tím­i ­fer að koma [að sett verði á sam­komu­bann] en við erum að sjá fleiri smit en ekki mikið af inn­lendum smit­um. Við reynum að gera þetta af sann­girni ef að af því verð­ur.“

Þórólfur sagði að nú færi að nálg­ast þann tíma­punkt að velta ­fyrir sér hvort að til greina komi að setja alla sem koma til Íslands í sótt­kví. Slíkt sé hins vegar mjög flókið í fram­kvæmd.

Spurður hvort til greina kæmi að loka skólum benti hann á að ­börn væru ekki miklir smit­berar í þessum far­aldri ólíkt því sem verður í hefð­bundnum inflú­ensu­f­ar­öldr­um. Hvað aðgerðir sem grípa á til í Banda­ríkj­un­um og víðar varðar sagð­ist Þórólfi sýn­ast sem svo að margir væru að grípa til­ handa­hófs­kenndra aðgerða og örþrifa­ráða en of seint.

Benti hann á að næsta skrefið í bar­átt­unni gegn veirunni sé að beina sjónum að skaða­minnk­andi aðgerð­um, efla heil­brigð­is­kerfið enn­frekar og hjálpa veikum ein­stak­ling­um. „Við höldum enn að það sé mjög mik­il­vægt að hefta út­breiðslu sem mest með ein­angr­un­ar­að­gerðum sem er verið að beita.“

Hann sagð­ist neita því stað­fast­lega að hér á landi væri m­inna verið að gera í sótt­vörnum vegna veirunnar en ann­ars stað­ar. Hér væri verið að gera meira af því að rekja smit og setja fólk í sótt­kví heldur en á öllum hinum Norð­ur­lönd­un­um. Sagði hann þessa gagn­rýni ekki sann­gjarna gagn­vart ­fjölda fólks sem vinnur myrkr­anna á milli við það að hefta útbreiðsl­una.

Ekki dæma aðra

Alma Möller land­læknir hrós­aði öllum þeim sem mest mæðir nú á vegna veirunn­ar. Hún sagði í sam­fé­lag­inu hafi skap­ast umræða um að heil­brigð­is­starfs­menn hefðu farið í skíða­ferð eftir að veiran greind­ist hér. Bent­i hún á að öllum hafi verið frjálst að taka slíka ákvörð­un, ein­göngu hafi ver­ið biðlað til fólks að sleppa ferða­lög­um. „Sjálfri dettur mér ekki í hug að dæma þá sem fóru,“ sagði Alma. „Það hefur mætt mikið á heil­brigð­is­starfs­fólki í vetur og margir orðnir þyrstir í frí.“

Þeir heil­brigð­is­stafs­menn sem fóru erlendis í frí hafi ekki ­getað séð fyrir hvað áhættu­svæðin breytt­ust hratt. „Við skulum ekki dæma mál ­sem við höfum ekki for­sendur fyrir heldur hafa yfir­vegun og ein­beitum okkur að deg­inum í dag og næstu dög­um. Sýnum umburð­ar­lyndi og stöndum sam­an.“

Um 180 hafa skráð sig í bak­varða­sveit heil­brigð­is­kerf­is­ins, þar af 75 sjúkra­lið­ar, tugir hjúkr­un­ar­fræð­inga og þrjá­tíu lækn­ar. Helm­ing­ur þessa fólks býðst til að sinna fólki með COVID-19. „Heil­brigð­is­starfs­fólk bregst ekki þegar á reyn­ir.“

Um 128 þús­und manns um heim allan hafa greinst með veiruna. ­Yfir 4.700 hafa lát­ist af völdum sýk­ing­ar­inn­ar. Utan Kína hafa flestir grein­st á Ítalíu og þar hafa tæp­lega 900 manns lát­ist. Gríð­ar­legt álag er á heil­brigð­is­kerfi lands­ins og um 10% heil­brigð­is­starfs­manna í norð­ur­hér­uð­u­m lands­ins eru sýkt­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent