Leggja til að allar brottvísanir til Grikklands verði stöðvaðar

Nítján þingmenn vilja að brottvísanir fólks til Grikklands verði stöðvaðar án tafar. Í þingsályktunartillögu þingmannanna segir að hætta sé á að flóttafólk í Grikklandi verði fyrir meðferð sem teljist ómannúðleg í lagalegum skilningi.

Alþingishúsið
Auglýsing

Nítján þing­menn hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þess efnis að dóms­mála­ráð­herra verði falið að tryggja að umsækj­endur um alþjóð­lega vernd verði ekki sendir frá Íslandi til Grikk­lands, óháð því hvort við­kom­andi hafi hlotið alþjóð­lega vernd þar í landi eða ekki.

Í til­lög­unni segir að hætta sé á flótta­fólk í Grikk­landi verði fyrir með­ferð sem telj­ist ómann­úð­leg í skiln­ingi laga útlend­inga­laga og samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­ar­stöðu flótta­manna. Að til­lög­unni standa þing­menn Við­reisn­ar, Sam­fylk­ingar og Pírata, Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir þing­maður Vinstri grænna og Andrés Ingi Jóns­son sem stendur utan flokka.

„Flutn­ings­menn til­lög­unnar telja yfir vafa hafið að aðstæður í Grikk­landi gefi fullt til­efni til þess að stöðva allar brott­vís­anir og end­ur­send­ingar flótta­fólks þang­að. UNICEF og Barna­heill hafa gagn­rýnt stjórn­völd harð­lega fyrir end­ur­send­ingar barna til Grikk­lands. Þá hefur Rauði kross­inn á Íslandi að auki ítrekað bent á að aðstæður þeirra sem þegar hafa hlotið alþjóð­lega vernd í Grikk­landi séu síst skárri en þeirra sem hafi umsókn sína til með­ferðar þar í land­i,“ segir í grein­ar­gerð með til­lög­unni.

Auglýsing

Þing­menn­irnir lýsa yfir ein­dregnum stuðn­ingi við sjón­ar­mið Rauða kross­ins, sem á dög­unum mót­mælti áformum stjórn­valda um að senda fjöl­skyldur með börn héðan til Grikk­lands á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 27. þáttur: Konungdæmið í norðri
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfsstöðvum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent