Viðskipti aftur stöðvuð í kauphöllinni í New York

Bandarískir hlutabréfamarkaðir hrundu við opnun viðskipta í dag og í annað sinn í vikunni stöðvuðust viðskipti vegna mikils verðfalls. Ástæðan nú er ferðabannið sem Bandaríkjaforseti tilkynnti um í nótt.

Markaðurinn í Bandaríkjunum hefur snúist úr því að vera lengsti „bull-markaður“ í sögu landsins yfir í að vera alvarlegasti „bear-markaður“ sem sést hefur frá því í fjármálakreppunni.
Markaðurinn í Bandaríkjunum hefur snúist úr því að vera lengsti „bull-markaður“ í sögu landsins yfir í að vera alvarlegasti „bear-markaður“ sem sést hefur frá því í fjármálakreppunni.
Auglýsing

Í annað sinn í vik­unni voru við­skipti með hluta­bréf í kaup­höll­inni í New York stöðvuð vegna þess að S&P vísi­talan, sem mælir gengi 500 verð­mæt­ustu félögin sem skráð eru á banda­rískan hluta­bréfa­mark­að, hafði lækkað um sjö pró­sent. Við slíka lækkun stöðvast við­skipti sjálf­krafa í 15 mín­útur og er um að ræða varnagla sem settir hafa verið inn í við­skipta­kerfin til að reyna að draga úr líkum á hruni á mark­að­i. 

Stöðv­unin dugði ekki til fyrst um sinn og vísi­talan hélt áfram að lækka eftir að við­skipti hófust á ný. Hún hefur þó aðeins tekið við sér nú og er niður um 6,55 pró­sent þegar þetta er skrif­að. Falli hluta­bréfin um meira en 13 pró­sent innan dags munu við­skipti stöðvast aft­ur. Það þarf kannski ekki að koma á óvart að þau félög sem hafa fallið mest í Banda­ríkj­unum í dag eru flug­fé­lög. 

Auglýsing
Á mánu­dag gerð­ist það líka að við­­skipti voru stöðvuð tíma­bundið í kaup­höll­inni í New York eftir að S&P vísi­talan hafði lækkað um sjö pró­­sent á fyrstu fimm mín­út­­unum eftir opnun mark­aða. Hluta­bréfa­­mark­aðir í Evr­­ópu og Asíu féllu líka skarpt. Ástæður þessa voru þá fyrst og síð­­­ast áfram­hald­andi efna­hags­­leg áhrif af útbreiðslu kór­ón­u­veirunnar og hratt lækk­­andi heims­­mark­aðs­verðs á olíu. Verð­­fallið á mörk­uðum í Banda­­ríkj­unum var það mesta síðan í des­em­ber 2008.

Ástæðan fyrir falli á virði hluta­bréfa í dag má rekja beint til þess að í nótt til­kynnti Don­ald Trump, for­­­seti Banda­­­ríkj­anna, frá því að sett hefði verið ferða­bann sem á að standa yfir í 30 daga frá og með kom­andi föst­u­degi. Það mun virka þannig að öllum íbúum landa sem til­­­heyra Schen­gen-­­­svæð­inu, þar á meðal Ísland og þorri Evr­­­ópu, verður meinað að koma til Banda­­­ríkj­anna á tíma­bil­inu. Banda­rískir rík­­­is­­­borg­­­arar og aðrir sem eru með fasta búsetu í Banda­­­ríkj­unum munu fá að ferð­­­ast ef þeir vilja en sam­­­kvæmt frétta­til­kynn­ingu sem birt var í nótt á vef heima­varn­­­ar­ráðu­­­neyt­is­ins mun þeim banda­rísku far­þegum sem dvalið hafa á Schen­gen-­­­svæð­inu hleypt inn í landið í gegnum valda flug­­­velli þar sem sér­­­stakar ráð­staf­­­anir verða gerðar til að skima fyrir smiti.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiErlent