34 smitaðir og nýtt áhættusvæði skilgreint

Staðfest er að 34 Íslendingar eru smitaðir af kórónaveirunni. Sóttvarnarlæknir ráðleggur fólki að fara ekki að nauðsynjalausu til fjögurra landa og eins svæðis í Austurríki.

Kórónaveiran
Auglýsing

Sótt­varn­ar­læknir ræður nú frá ónauð­syn­legum ferðum til Kína, ­Suð­ur­-Kóreu, Írans, Ítalíu og skíða­svæð­is­ins Ischgl í Aust­ur­ríki. Skíða­svæð­ið Ischgl í Aust­ur­ríki hefur þar með bæst í hóp skil­greindra áhættu­svæða vegna COVID-19 veirunn­ar.

Í gær höfðu 26 Íslend­ingar greinst með veiruna. Þeir höfðu allir verið á ferða­lagi um Ítalíu og Aust­ur­ríki. Í dag hafa svo átta til­felli bæst við og því sam­tals stað­fest smit hjá 34 hér á land­i. 

Allir þeir sem hafa verið á skíða­svæð­inu Ischgl frá 29. ­febr­úar eru nú beðnir um að fara í 14 daga sótt­kví og til­kynna það til sinn­ar heilsu­gæslu. Ef við­kom­andi finnur fyrir flensu­líkum ein­kennum á að hafa sam­band við Lækna­vakt­ina í síma 1700. 

Auglýsing

„Allir þeir sem verið hafa á svæð­inu frá sama tíma og eru auk þess með ein­kenni eiga að hafa sam­band í síma 1700 og  fara eftir leið­bein­ingum þaðan um að fara í sýna­töku. Þeir sem hafa ein­kenni eiga að nota grímur og gæta allrar mögu­legrar smit­var­úð­ar,“ segir í til­kynn­ingu.

Í frétt RÚV í morgun kom fram að von sé á 74 Íslend­ingum með vél Icelandair frá Veróna á laug­ar­dag. Þeir þurfa allir að fara í tveggja vikna sótt­kví. Mik­ill við­bún­að­ur­ verður vegna vél­ar­inn­ar; flug­freyjur um borð verða mennt­að­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar, engin þjón­ustu verður í boði heldur fá far­þegar nesti fyr­ir­ flug­ið.

Tvær áhafnir Icelandair eru í sótt­kví eftir flug heim frá­ München og Veróna um síð­ast­liðna helgi, átta flug­freyjur og fjórir flug­menn. Þetta kemur fram í frétt mbl.­is.

Ein­kenni veirunnar

Nýja kór­óna­veiran (COVID-19) hagar sér í sumu eins og inflú­ensa, ein­kenni eru svipuð og smit­leiðir áþekk­ar. Ein­kenni eru helst hósti, hiti, bein- og vöðva­verkir, þreyta og svo fram­veg­is.

Veiran getur valdið alvar­legum veik­indum hjá þeim sem veik­ir eru fyrir lýsir það sér með sýk­ingum í neðri önd­un­ar­færum og lungna­bólgu, sem koma oft fram sem önd­un­ar­erf­ið­leikar á 4.-8. degi veik­inda.

Útbreiðslan í dag

Tæp­lega 96 þús­und manns í um sjö­tíu löndum hafa greinst með­ veiruna. Stað­fest dauðs­föll af völdum sýk­ing­ar­innar eru 3.286. Rúm­lega 53 ­þús­und manns hafa náð sér af veik­indum sín­um.

Veiran er enn útbreidd­ust í Kína og þar hafa um 3.000 lát­ist af hennar völd­um. Á Ítalíu hafa yfir 100 lát­ist og sömu sögu er að segja frá­ Ír­an.

Ítölsk stjórn­völd hafa ákveðið að loka öllum skól­um, einnig há­skól­um, frá og með deg­inum í dag. Skól­arnir verða lok­aðir í að minnsta kost­i ­tíu daga.

Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin (WHO) hefur enn ekki lýst ­yfir heims­far­aldri vegna nýju kór­ónu­veirunn­ar. Til þess að lýst sé yfir­ heims­far­aldri þurfa ákveðin við­mið að vera til stað­ar, m.a. ákveðin útbreiðsla. Fram­kvæmda­stjóri WHO segir að staðan sé stöðugt end­ur­met­in.

Nú er reyndar talið að veiran hafi stökk­breyst við upp­haf út­breiðsl­unnar í tvær meg­in­teg­und­ir. Virð­ist önnur skæð­ari en hin að því er fram kemur í rann­sókn kín­verskra vís­inda­manna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent