34 smitaðir og nýtt áhættusvæði skilgreint

Staðfest er að 34 Íslendingar eru smitaðir af kórónaveirunni. Sóttvarnarlæknir ráðleggur fólki að fara ekki að nauðsynjalausu til fjögurra landa og eins svæðis í Austurríki.

Kórónaveiran
Auglýsing

Sótt­varn­ar­læknir ræður nú frá ónauð­syn­legum ferðum til Kína, ­Suð­ur­-Kóreu, Írans, Ítalíu og skíða­svæð­is­ins Ischgl í Aust­ur­ríki. Skíða­svæð­ið Ischgl í Aust­ur­ríki hefur þar með bæst í hóp skil­greindra áhættu­svæða vegna COVID-19 veirunn­ar.

Í gær höfðu 26 Íslend­ingar greinst með veiruna. Þeir höfðu allir verið á ferða­lagi um Ítalíu og Aust­ur­ríki. Í dag hafa svo átta til­felli bæst við og því sam­tals stað­fest smit hjá 34 hér á land­i. 

Allir þeir sem hafa verið á skíða­svæð­inu Ischgl frá 29. ­febr­úar eru nú beðnir um að fara í 14 daga sótt­kví og til­kynna það til sinn­ar heilsu­gæslu. Ef við­kom­andi finnur fyrir flensu­líkum ein­kennum á að hafa sam­band við Lækna­vakt­ina í síma 1700. 

Auglýsing

„Allir þeir sem verið hafa á svæð­inu frá sama tíma og eru auk þess með ein­kenni eiga að hafa sam­band í síma 1700 og  fara eftir leið­bein­ingum þaðan um að fara í sýna­töku. Þeir sem hafa ein­kenni eiga að nota grímur og gæta allrar mögu­legrar smit­var­úð­ar,“ segir í til­kynn­ingu.

Í frétt RÚV í morgun kom fram að von sé á 74 Íslend­ingum með vél Icelandair frá Veróna á laug­ar­dag. Þeir þurfa allir að fara í tveggja vikna sótt­kví. Mik­ill við­bún­að­ur­ verður vegna vél­ar­inn­ar; flug­freyjur um borð verða mennt­að­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar, engin þjón­ustu verður í boði heldur fá far­þegar nesti fyr­ir­ flug­ið.

Tvær áhafnir Icelandair eru í sótt­kví eftir flug heim frá­ München og Veróna um síð­ast­liðna helgi, átta flug­freyjur og fjórir flug­menn. Þetta kemur fram í frétt mbl.­is.

Ein­kenni veirunnar

Nýja kór­óna­veiran (COVID-19) hagar sér í sumu eins og inflú­ensa, ein­kenni eru svipuð og smit­leiðir áþekk­ar. Ein­kenni eru helst hósti, hiti, bein- og vöðva­verkir, þreyta og svo fram­veg­is.

Veiran getur valdið alvar­legum veik­indum hjá þeim sem veik­ir eru fyrir lýsir það sér með sýk­ingum í neðri önd­un­ar­færum og lungna­bólgu, sem koma oft fram sem önd­un­ar­erf­ið­leikar á 4.-8. degi veik­inda.

Útbreiðslan í dag

Tæp­lega 96 þús­und manns í um sjö­tíu löndum hafa greinst með­ veiruna. Stað­fest dauðs­föll af völdum sýk­ing­ar­innar eru 3.286. Rúm­lega 53 ­þús­und manns hafa náð sér af veik­indum sín­um.

Veiran er enn útbreidd­ust í Kína og þar hafa um 3.000 lát­ist af hennar völd­um. Á Ítalíu hafa yfir 100 lát­ist og sömu sögu er að segja frá­ Ír­an.

Ítölsk stjórn­völd hafa ákveðið að loka öllum skól­um, einnig há­skól­um, frá og með deg­inum í dag. Skól­arnir verða lok­aðir í að minnsta kost­i ­tíu daga.

Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin (WHO) hefur enn ekki lýst ­yfir heims­far­aldri vegna nýju kór­ónu­veirunn­ar. Til þess að lýst sé yfir­ heims­far­aldri þurfa ákveðin við­mið að vera til stað­ar, m.a. ákveðin útbreiðsla. Fram­kvæmda­stjóri WHO segir að staðan sé stöðugt end­ur­met­in.

Nú er reyndar talið að veiran hafi stökk­breyst við upp­haf út­breiðsl­unnar í tvær meg­in­teg­und­ir. Virð­ist önnur skæð­ari en hin að því er fram kemur í rann­sókn kín­verskra vís­inda­manna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent