34 smitaðir og nýtt áhættusvæði skilgreint

Staðfest er að 34 Íslendingar eru smitaðir af kórónaveirunni. Sóttvarnarlæknir ráðleggur fólki að fara ekki að nauðsynjalausu til fjögurra landa og eins svæðis í Austurríki.

Kórónaveiran
Auglýsing

Sótt­varn­ar­læknir ræður nú frá ónauð­syn­legum ferðum til Kína, ­Suð­ur­-Kóreu, Írans, Ítalíu og skíða­svæð­is­ins Ischgl í Aust­ur­ríki. Skíða­svæð­ið Ischgl í Aust­ur­ríki hefur þar með bæst í hóp skil­greindra áhættu­svæða vegna COVID-19 veirunn­ar.

Í gær höfðu 26 Íslend­ingar greinst með veiruna. Þeir höfðu allir verið á ferða­lagi um Ítalíu og Aust­ur­ríki. Í dag hafa svo átta til­felli bæst við og því sam­tals stað­fest smit hjá 34 hér á land­i. 

Allir þeir sem hafa verið á skíða­svæð­inu Ischgl frá 29. ­febr­úar eru nú beðnir um að fara í 14 daga sótt­kví og til­kynna það til sinn­ar heilsu­gæslu. Ef við­kom­andi finnur fyrir flensu­líkum ein­kennum á að hafa sam­band við Lækna­vakt­ina í síma 1700. 

Auglýsing

„Allir þeir sem verið hafa á svæð­inu frá sama tíma og eru auk þess með ein­kenni eiga að hafa sam­band í síma 1700 og  fara eftir leið­bein­ingum þaðan um að fara í sýna­töku. Þeir sem hafa ein­kenni eiga að nota grímur og gæta allrar mögu­legrar smit­var­úð­ar,“ segir í til­kynn­ingu.

Í frétt RÚV í morgun kom fram að von sé á 74 Íslend­ingum með vél Icelandair frá Veróna á laug­ar­dag. Þeir þurfa allir að fara í tveggja vikna sótt­kví. Mik­ill við­bún­að­ur­ verður vegna vél­ar­inn­ar; flug­freyjur um borð verða mennt­að­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar, engin þjón­ustu verður í boði heldur fá far­þegar nesti fyr­ir­ flug­ið.

Tvær áhafnir Icelandair eru í sótt­kví eftir flug heim frá­ München og Veróna um síð­ast­liðna helgi, átta flug­freyjur og fjórir flug­menn. Þetta kemur fram í frétt mbl.­is.

Ein­kenni veirunnar

Nýja kór­óna­veiran (COVID-19) hagar sér í sumu eins og inflú­ensa, ein­kenni eru svipuð og smit­leiðir áþekk­ar. Ein­kenni eru helst hósti, hiti, bein- og vöðva­verkir, þreyta og svo fram­veg­is.

Veiran getur valdið alvar­legum veik­indum hjá þeim sem veik­ir eru fyrir lýsir það sér með sýk­ingum í neðri önd­un­ar­færum og lungna­bólgu, sem koma oft fram sem önd­un­ar­erf­ið­leikar á 4.-8. degi veik­inda.

Útbreiðslan í dag

Tæp­lega 96 þús­und manns í um sjö­tíu löndum hafa greinst með­ veiruna. Stað­fest dauðs­föll af völdum sýk­ing­ar­innar eru 3.286. Rúm­lega 53 ­þús­und manns hafa náð sér af veik­indum sín­um.

Veiran er enn útbreidd­ust í Kína og þar hafa um 3.000 lát­ist af hennar völd­um. Á Ítalíu hafa yfir 100 lát­ist og sömu sögu er að segja frá­ Ír­an.

Ítölsk stjórn­völd hafa ákveðið að loka öllum skól­um, einnig há­skól­um, frá og með deg­inum í dag. Skól­arnir verða lok­aðir í að minnsta kost­i ­tíu daga.

Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin (WHO) hefur enn ekki lýst ­yfir heims­far­aldri vegna nýju kór­ónu­veirunn­ar. Til þess að lýst sé yfir­ heims­far­aldri þurfa ákveðin við­mið að vera til stað­ar, m.a. ákveðin útbreiðsla. Fram­kvæmda­stjóri WHO segir að staðan sé stöðugt end­ur­met­in.

Nú er reyndar talið að veiran hafi stökk­breyst við upp­haf út­breiðsl­unnar í tvær meg­in­teg­und­ir. Virð­ist önnur skæð­ari en hin að því er fram kemur í rann­sókn kín­verskra vís­inda­manna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent