EPA Kórónaveiran
EPA

Að hægja á útbreiðslu veirunnar „mun bjarga mannslífum“

Ætti ekki bara að leyfa nýju kórónuveirunni að hafa sinn gang, að smitast milli sem flestra svo að faraldurinn fjari sem fyrst út? Stutta svarið er: Nei. Langa svarið er: Nei, alls ekki.

Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til að hefta og hægja á út­breiðslu COVID-19 hér á landi eru bráð­nauð­syn­legar og lyk­il­at­riði til að tryggja að heil­brigð­is­kerfið geti tek­ist á við verk­efn­ið. Þetta sagði í til­kynn­ingu frá­ al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra í gær. 

Það er ástæða fyrir því að þessi skila­boð voru gefin út. Ein­hverjir hafa verið að spyrja sig hvort allar þær var­úð­ar­ráð­staf­anir sem ­gripið hefur verið til séu að gera eitt­hvað gagn, skipta ein­hverju máli. Er ekki alveg eins gott að leyfa þess­ari blessuðu veiru að gera sitt og fara svo ­sem fyrst?

Helsta mark­miðið í bar­áttu gegn far­sóttum og far­öldrum er að koma í veg fyrir útbreiðslu. Það er hins vegar ekki alltaf ger­legt eins og ­dæmin sýna. En þá er bráð­nauð­syn­legt að hægja á útbreiðslu með ýmsum aðgerð­u­m. Þetta er ekki síst lyk­il­at­riði til að tryggja að heil­brigð­is­kerfi landa get­i ­tek­ist á við verk­efn­ið. 

„Það skiptir ekki máli hversu margir fá þessa veiru, það skiptir máli hverjir fá hana,“ sagði Þórólfur Guðn­a­­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi í dag. 

Með því að hægja á útbreiðslu er hægt að koma í veg fyrir að margir veik­ist í einu og þannig er lík­legra að inn­viðir sam­fé­laga stand­ist á­lag. Einnig gefur það fram­leið­endum bólu­efna lengri tíma til rann­sókna og við­bragða. Flest sjúkra­hús eru starf­hæf ef 10% starfs­manna eru fjar­ver­andi en það eru þau mörg hver ekki þegar um helm­ingur starfs­fólks kemst ekki til­ vinnu á sama tíma.

Í umræðu síð­ustu vikna hafa heyrst þær spurn­ingar hvort best væri að leyfa COVID-19 að breið­ast út hratt því þá muni far­aldr­inum ljúka hratt. „Það er upp­skrift að skelf­ing­ar­á­standi, óþarfa þján­ingum og dauðs­föll­u­m,“  hefur New York Times eftir Drew Harris, lýð­heilsu­fræð­ingi við Thomas Jeffer­son-há­skóla í Banda­ríkj­un­um. „Það að hægja á út­breiðslu og dreifa yfir lengri tíma mun bjarga manns­líf­um.“

Að „fletja út kúr­f­una“ heldur sam­fé­lögum gang­andi, seg­ir Harr­is.

Hann grípur til sam­lík­ing­ar: Hugsið um heil­brigð­is­kerf­ið eins og lest­ar­vagn. Í vagn­inum er aðeins pláss fyrir ákveðið margt fólk á hverjum tíma. Á háanna­tíma þá er plássið ekki nóg til að svara eft­ir­spurn svo að fólk þarf að bíða eftir að röðin komi að sér. Að kvöldi stytt­ist röðin í vagn­inn og líkur á því að þú fáir jafn­vel sæti í honum aukast.

Sem sagt: Með því að hægja á útbreiðslu nýju kór­ónu­veirunn­ar og þar með draga úr álagi á heil­brigð­is­kerfið á hverjum tíma aukast líkur á því að þeir sem þurfa að leita lækn­is­að­stoðar fái hana. 

Á þessu grafi má sjá hverjar afleiðingarnar af útbreiðslu veirunnar yrðu ef ekkert yrði gert og ef gripið er til aðgerða.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra

„Það sem er alveg ljóst er að án þess að draga mjög úr hraða út­breiðsl­unnar þá munu heil­brigð­is­kerfi ekki ráða við ástand­ið,“ segir Ric­hard ­Neher, sem starfar við Basel-há­skóla í við­tali við VOX. Hann hefur verið að kort­leggja ­getu sjúkra­húsa í Evr­ópu til að takast á við COVID-19.

Ljóst er að staðan er þegar orðin slæm á Ítalíu þar sem lang­flest til­felli veirunnar hafa greinst utan Kína. Ekki er að fullu útskýrt af hverju veiran breidd­ist svo hratt út þar. Kenn­ingar eru uppi um að hún hafi komið þangað jafn­vel um miðjan jan­úar en ekki greinst fyrr en mörgum vik­um ­síð­ar. Fólk með sýk­ing­una hafi jafn­vel leitað til sjúkra­húsa í miklum mæli án þess að vita að það var með COVID-19. Það aftur varð til þess að um 10% alls heil­brigð­is­starfs­fólks í ákveðnum hér­uðum í norð­ur­hluta lands­ins eru nú smit­uð.  

Enn ein kenn­ingin teng­ist svo háum með­al­aldri ítölsku þjóð­ar­inn­ar. ­Sýk­ingin leggst einna þyngst á eldra fólk og af því er fleira á Ítalíu en í flestum löndum Evr­ópu.

Hver svo sem skýr­ingin er þá er gríð­ar­legt álag á ítalska heil­brigð­is­kerf­inu þessa dag­ana. Reynslan sýnir að í slíku ástandi fjölgar ó­tíma­bærum dauðs­föll­um, þ.e.a.s. hættan á því að fólk sem þarf á heil­brigð­is­þjón­ust­u að halda, vegna lang­vinnra sjúk­dóma til dæm­is, fær hana jafn­vel ekki. „Það sem er hættu­legt í far­öldrum er að allir smit­ist á sama tíma og að heil­brigð­is­kerfin geti ekki brugð­ist við,“ segir Steven Hoffman sem starfar við York-há­skóla. Aðgerðir sem bein­ist að því að minnka náin sam­skipti milli fólks hafa það helst að mark­miði að minnka álag á heil­brigð­is­kerf­ið. 

Milljónir manna um allan heim vinna nú að heiman til að draga úr útbreiðslu nýju kórónuveirunnar.
EPA

Sjúk­dómar smit­ast frá einum manni til ann­ars. Margir þætt­ir hafa hins vegar áhrif á hversu hratt þetta ger­ist. Það fer til dæmis eftir því hversu smit­andi bakt­er­ían eða veiran er, hversu margir eru sér­lega við­kvæm­ir ­fyrir henni og hversu fljótt þeir veikj­ast.

Mun­ur­inn á hinni árs­tíða­bundnu inflú­ensu og nýju kór­ónu­veirunn­i er meðal ann­ars sá að margir hafa að ein­hverju leyti myndað ónæmi fyrir þeirri veiru sem veldur flensu ár hvert og einnig standa bólu­efni við henni til boða. Mun fleiri eru við­kvæmir fyrir nýju kór­ónu­veirunni og þess vegna er hún mun meira smit­andi og getur breiðst hratt út. Því virka þær aðgerðir sem stjórn­völd margra landa hafa nú gripið til; að ráð­leggja fólki að forð­ast fjöl­farna stað­i og jafn­vel aflýsa manna­mótum og marg­vís­legum við­burðum þar sem margir kom­a ­saman . Sótt­kví og ein­angrun hefur einnig áhrif á það hversu hratt veiran get­ur breiðst út.

Margir vinna heima

Aftur er lík­ingin við lest­ar­vagn­inn góð: Þétt­set­inn ­lest­ar­vagn og marg­menni á lest­ar­stöð eru dæmi um staði þar sem fólk er í miklu ­ná­vígi hvert við annað og þar með eiga veirur og bakt­er­íur auð­veld­ara með að dreifa sér. En með því að fækka fólki í hverjum vagni og á hverri lest­ar­stöð er hægt að koma í veg fyrir smit margra í einu.

Í Banda­ríkj­un­um, svo dæmi sé tek­ið, hafa mörg fyr­ir­tæki í Seatt­le, þar sem útbreiðslan er hvað mest, gripið til þess ráðs að biðja ­starfs­fólk að vinna heima. Um 50 þús­und starfs­menn Microsoft eru til­ ­dæmis heima­vinn­andi þessa dag­ana.

Með aðgerðum sem þessum er þeim tæki­færum þar sem smit get­ur átt sér stað fækk­að. Og þetta hægir á útbreiðsl­unni.

Að halda sig fjarri stöðum þar sem margir koma saman er eitt þeirra ráða sem gefið er svo forðast megi smit.
EPA

Mik­il­vægt er að þeir sem eru við­kvæm­ast­ir, t.d. fólk með­ und­ir­liggj­andi sjúk­dóma og aldr­að­ir, gæti sér­stakrar var­úðar og hafa al­manna­varnir hér á landi beint þeim til­mælum til áhættu­hópa halda sig heima við sé þess kostur og hafa bein sam­skipti við sem fæst fólk. Hér er að finna frek­ari leið­bein­ingar til áhættu­hópa.

Gamla, góða tuggan um mik­il­vægi hand­þvottar er aldrei of oft sögð. Að þvo sér reglu­lega um hend­urnar með sápu og heitu vatni í 20-30 ­sek­úndur í hvert skipti dregur úr líkum á smiti. Rétt er að forð­ast náið ­sam­neyti við fólk sem er með almenn kve­fein­kenni, hnerra eða hósta, eins og raun­hæft er. Fleiri góð ráð má finna hér.

 Ráð­gjöf vegna COVID-19 og manna­móta

Til­fellum nýju kór­óna­veirunnar hefur fjölgað hratt hér á landi und­an­farna daga og vik­ur. Líkur eru á að hún haldi áfram útbreiðslu sinn­i í Evr­ópu næstu vikur og mán­uði. Nú þegar hafa tugir til­fella komið upp hér á landi og hund­ruð eru í sótt­kví eftir að hafa orðið útsett fyrir smiti.

Ekki er sam­komu­bann í gildi á Íslandi en ekki er úti­lokað að ­gripið verði til slíkra aðgerða meðan unnið er að því að stemma stigu við út­breiðslu veirunnar hér á landi. Því er eðli­legt að skipu­leggj­endur fjöl­menn­ra við­burða séu ugg­andi yfir stöð­unni. Meðan far­aldur geisar þarf ávallt að meta hvort rétt sé að halda við­burð eða hvort betra sé að fresta til­teknum við­burð­i þar til far­aldur er geng­inn yfir.

Fyrir skipu­leggj­endur

Meðan ekk­ert sam­komu­bann er í gildi er mik­il­vægt fyr­ir­ ­skipu­leggj­endur að gæta vel að smit­vörnum á við­burð­um, segir í leið­bein­ing­um land­lækn­is. Nauð­syn­legt er að gestir hafi greiðan aðgang að heitu vatni og ­sápu, hand­spritti og einnota þurrk­um.

Einnig er brýnt að skipu­leggj­endur taki mið af þeim hópi sem mun sækja við­burð­inn. Vitað er að eldri borg­arar og þeir sem glíma við und­ir­liggj­andi sjúk­dóma (t.d. syk­ur­sýki, hjarta- og æða­sjúk­dóma, lang­vinna lungna­teppu, lang­vinna nýrna­bilun og krabba­mein) eru í mestri hættu með að fá al­var­leg ein­kenni COVID-19.

Skipu­leggj­endur verða jafn­framt að brýna fyrir þátt­tak­end­um að þeir sem eiga að vera í sótt­kví eftir að hafa orðið útsettir fyrir smit eiga ekki að mæta á við­burð­inn.

Þar sem ekki hefur verið sett á sam­komu­bann þá er það á á­byrgð skipu­leggj­enda við­burða að taka upp­lýsta ákvörðun um fram­hald­ið. Ef grunur leikur á að ekki verði hægt að tryggja öryggi ein­stak­linga sem eru í á­hættu­hópi eða að erfitt verði að tryggja gott aðgengi að hrein­læt­is­að­stöð­u, hand­spritti o.þ.h. er ráð­lagt að taka til skoð­unar hvort halda skuli við­burð­inn.

Fyrir þátt­tak­endur

Áður en ákveðið er að halda við­burð þarf hver og einn að ­meta stöðu sína vel. Almennt eigum við ekki að vera í mik­illi nálægð við aðra þegar við finnum fyrir flensu­líkum ein­kenn­um. Sér­stak­lega er þetta mik­il­vægt ­fyrir þá sem annað hvort hafa verið á skil­greindum hættu­svæðum eða verið í tengslum við ein­stak­linga með stað­fest eða grunað smit. Þessir aðilar ættu að ­forð­ast sam­neyti við aðra ein­stak­linga og vera í sótt­kví.

Á fjöl­mennum við­burði er einkar mik­il­vægt að huga vel að ­per­sónu­legu hrein­læti; þvo hendur reglu­lega, nota hand­spritt þegar þörf kref­ur og hnerra eða hósta í einn­nota þurrku eða í oln­boga­bót­ina, segir í nýjum leið­bein­ingum frá land­lækni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar