„Það skiptir ekki máli hversu margir fá þessa veiru, það skiptir máli hverjir fá hana“

Níutíu manns hafa greinst með COVID-19 hér á landi. Sóttvarnalæknir segir að ekki skipti máli hve margir sýkist, heldur hverjir sýkist. Mikilvægast sé að vernda viðkvæma hópa.

Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing„Það skiptir ekki máli hversu margir fá þessa veiru, það skiptir máli hverjir fá hana,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á blaða­manna­fundi vegna útbreiðslu kór­ónu­veirunnar í dag, en fram kom í heims­press­unni í dag að Ang­ela Merkel Þýska­landskansl­ari teldi lík­legt, sam­kvæmt mati sér­fræð­inga, að um það bil tveir þriðju þýsku þjóð­ar­innar smit­að­ist af veirunn­i. 

Þórólfur sagði að þetta mat væri mikið á reiki og tölur um hugs­an­legt hlut­fall smita væru gripnar úr lausu lofti. Hann benti á að norsk yfir­völd hefðu gefið út að talið væri að 25 pró­sent Norð­manna fengju veiruna og að dönsk yfir­völd hefðu talað um að 10 pró­sent íbúa þar í landi smit­uð­ust á ein­hverjum tíma­punkti. Ekk­ert sam­ræmi væri í þessu og mestu máli skipti að vernda þá sem eru við­kvæm­ir.

Auglýsing

Níu­tíu manns hafa nú í heild­ina greinst með COVID-19 sjúk­dóm­inn hér á landi. Alls hafa þrír verið lagðir inn á spít­ala og einn er inni á spít­ala sem stend­ur, sam­kvæmt Þórólfi.

Fram kom í máli Þór­ólfs að ef ekk­ert yrði að gert myndi far­ald­ur­inn lík­lega ganga yfir á 2-3 mán­uð­um. Hér á landi væri hins vegar verið að reyna að hægja á far­aldr­inum eins og hægt er, svo að við gætum horft fram á að vera með við­var­andi ástand vegna útbreiðslu kór­ónu­veirunnar í lengri tíma en þessa 2-3 mán­uð­i. 

Aðgerðir yfir­valda hér­lendis miða að því að reyna að hefta og seinka útbreiðslu veirunnar eins mikið og hægt er og dreifa álag­inu á heil­brigð­is­kerf­ið.

Unnið að rakn­ingu tveggja smita

Enn á eftir að rekja upp­runa tveggja smita sem greinst hafa hér­lend­is, en fjögur smit hafa þegar greinst sem flokk­ast sem svokölluð þriðja stigs smit, en talað er um þriðja stigs smit þegar ein­stak­lingar smit­ast af öðrum ein­stak­lingi sem ekki hefur verið staddur erlendis á skil­greindum áhættu­svæð­um.

Fimmtán manns hafa greinst með COVID-19 hér á landi eftir að hafa verið í sam­skiptum við fólk sem kom smitað frá skil­greindum áhættu­svæð­um, en allir aðrir sem greinst hafa með veiruna hafa smit­ast erlend­is. Lang­flestir voru á skíða­svæðum í Ölp­un­um, þar af 35 sem komu frá Norð­ur­-Ítal­íu, 29 sem voru í Aust­ur­ríki, fjórir sem voru í Sviss og einn sem kom smit­aður eftir að hafa verið í Asíu. Alls níu­tíu manns, sem áður seg­ir.

Yfir 700 manns eru í sótt­kví á Íslandi sem stend­ur, sam­kvæmt því sem fram kom í máli Þór­ólfs, sem hóf blaða­manna­fund­inn á að fara yfir þessar tölu­legu upp­lýs­ingar um útbreiðslu veirunn­ar. Hann sagði nokkra smit­aða ein­stak­linga vera með hita. „Von­andi mun það ástand ekki versn­a,“ sagði Þórólf­ur.

Fram kom í máli sótt­varna­læknis að verið væri að útvíkka þann hóp sem verður tek­inn til sýna­töku og að komin væri til lands­ins ný send­ing af veir­upinnum til þess að taka sýni, en yfir 830 sýni hafa verið tekin hér­lendis til þessa. Til stendur að setja auk­inn kraft í sýna­tök­una, sem hingað til hefur ein­skorð­ast að mestu við þá sem taldir hafa verið í sér­stökum áhættu­hópi.

Land­læknir klár í bak­varða­sveit heil­brigð­is­þjón­ust­unnar

Í dag hafa borist fregnir af því að starfs­menn Land­spít­ala hafi farið í skíða­ferð til Aust­ur­ríkis eftir að biðlað var til heil­brigð­is­starfs­fólks um að fara ekki erlendis á meðan óvissa væri um útbreiðslu veirunn­ar. Þessir starfs­menn eru nú í sótt­kví og var Alma Möller land­læknir spurð út í þetta mál á fund­inum í dag.

„Við not­uðum orðið að biðla til svo það var auð­vitað ekk­ert vald­boð í því,“ sagði land­lækn­ir, en bætti því við að hún væri von­svikin með að þessi staða hefði komið upp, biðlað hefði verið til fólks um að halda sig heima af frjálsum og fúsum vilja. Heil­brigð­is­yf­ir­völd hafa nú óskað eftir því að heil­brigð­is­starfs­fólk, sem er að starfa í öðrum geirum, skrái sig í svo­kall­aða bak­varða­sveit heil­brigð­is­þjón­ust­unn­ar.

Alma sagð­ist hafa skráð sig þar sem gjör­gæslu­lækni, en  óvíst væri vegna núver­andi starfs hennar hvort hún gæti stokkið til ef kallið kæmi, en hún væri alla­vega klár í að leggja sitt af mörkum ef svo bæri und­ir.

Allir skólar þurfi að búa sig undir að bregð­ast við smiti

Fimm­tíu nem­endur við Mennta­skól­ann í Hamra­hlíð eru nú í sótt­kví eftir að einn nem­andi, sem var í skól­anum á fimmtu­dag og föstu­dag, greind­ist með COVID-19 um helg­ina. 

Steinn Jóhanns­son rektor MH var á blaða­manna­fund­inum í dag og sagði að þetta hefði strax raskað skóla­starf­in. Rík áhersla hefði verið lögð á gott upp­lýs­inga­streymi til allra sem málið varð­aði, kenn­ara, nem­enda og aðstand­enda þeirra.

„Það sem við þurftum að gera og allir skólar þurfa að und­ir­búa sig fyrir ef þetta ger­ist er, hvernig við breytum skóla­starf­in­u,“ sagði Steinn og bætti við að ljóst væri að það þyrfti að breyta kennslu­á­ætl­unum og sýna aukið umburð­ar­lyndi, meðal ann­ars þeim nem­endum sem væru hik­andi við að koma í skól­ann sökum þess að þeir ættu aðstand­endur með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. 

Hann sagði að lögð væri áhersla á að hvetja nem­endur til dáða og huga að and­legri líðan allra, á þessum óvissu­tím­um.

Hefð­bundið skóla­hald er í MH í dag og ágætis mæt­ing í skól­ann, þó ein­hverja vanti. Nem­endur í sótt­kví höfðu sumir tök á að taka þátt í kennslu­stundum í gegnum síma, að sögn rekt­ors­ins.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent