Pósturinn fellir niður geymslugjöld á pósthúsum vegna COVID-19

Pósturinn mun fella niður geymslugjöld á pósthúsum að minnsta komsti til 1. apríl næstkomandi en þetta er gert til að koma til móts við viðskiptavini sem eru heima í sóttkví eða í einangrun.

Pósturinn
Auglýsing

Póst­ur­inn mun fella niður geymslu­gjöld á póst­húsum að minnsta komsti til 1. apríl næst­kom­andi en þetta er gert til að koma til móts við við­skipta­vini sem eru heima í sótt­kví eða í ein­angr­un. Eftir þann tíma verður staðan tekin aftur og ákveðið hvort fram­hald verði á nið­ur­fell­ing­unni.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Póst­in­um.

Þá vill Póst­ur­inn biðla til þeirra sem eru heima í sótt­kví eða ein­angrun að grípa til við­eig­andi ráð­stöf­unar og heyra í fyr­ir­tæk­inu ef þeir eiga von á send­ingu. Þá telja for­svars­menn Pósts­ins það vera gríð­ar­lega mik­il­vægt að allir taki höndum saman til að hefta útbreiðslu COVID-19 og vilji þau ekki láta sitt eftir liggja. „Ein­faldasta leiðin til að hafa sam­band við okkur ef þú átt von á send­ingu er að hringja í síma­núm­erið sem er í SMS skila­boð­inu sem við sendum á undan okkur á kvöld­in,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Leið­bein­ingar til að hafa sam­band:

Ef þú átt von á send­ingu skráðu þig inn á minn­post­ur.is með raf­rænum skil­ríkjum og skráðu GSM núm­er­ið, einnig er hægt að greiða fyrir send­ingar inni á síð­unn­i Þú færð SMS frá okkur um hvenær er von á send­ing­unn­i Hringdu í okkur og til­kynntu okkur um aðstæð­ur­ ­Starfs­maður skilur pakk­ann eftir sam­kvæmt leið­bein­ingum

Hafir þú ekki, ein­hverra hluta vegna, fengið SMS eða ert stað­sett(­ur) á lands­byggð­inni og veist að þú átt von á send­ingu en ert í sótt­kví eða ein­angrun hvetjum við þig til að hafa sam­band við okkur í síma 580-1245. Einnig er hægt að nálg­ast þessar leið­bein­ingar á www.post­ur­inn.is/sott­kvi.

Halda áfram að senda til lands­manna

Sess­elía Birg­is­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri þjón­ustu- og mark­aðs­sviðs Pósts­ins, segir í til­kynn­ing­unni að þau ætli að sjálf­sögðu að halda áfram að koma send­ingum til lands­manna hratt og örugg­lega. 

„Raunar trúum við því að þessi leið, þ.e. heim­keyrsla þar sem einn ein­stak­lingur kemur send­ingu til skila sé með örugg­ari leiðum til að berj­ast gegn útbreiðsl­unni svo lengi sem fyllstu var­úðar sé gætt. Það er þess vegna sem við erum að biðla til lands­manna að láta okkur vita ef þeir eru í sótt­kví eða ein­angrun þannig að við getum brugð­ist við með við­eig­andi hætti og lagt okkar að mörkum til að hefta útbreiðslu veirunn­ar,“ segir hún.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent