Ráðuneytið telur að afnám stimpilgjalda „raski í engu launakerfi sjómanna“

Hagsmunasamtök sjómanna telja að stimpilgjöld á fiskiskip hafi verið nauð­syn­legur hem­ill til að vernda störf íslenskra sjó­manna. Ráðuneyti sjávarútvegsmála telur það hins vegar mögulega fela í sér tækifæri fyrir íslenska sjómenn.

Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­ið, sem fer með sjáv­ar­út­vegs­mál, telur að afnám stimp­il­gjalda af fiski­skip­um, sem lögð er til í frum­varpi Bjarna Bene­dikts­­son­­ar, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, raski í engu launa­kerfi sjó­manna við veiðar íslenskra skipa úr íslenskum veiði­heim­ild­um. „Þá verður ekki séð að til­lagan hafi nein bein áhrif á aðrar veiðar sem nú eru stund­að­ar. Með til­lög­unni verður hæg­ara að flytja skip tíma­bundið til ann­ars rík­is, t.d. til Græn­lands, en benda má á að með því geta orðið til nýjar eða auknar tekjur hjá íslenskum útgerð­ar­fé­lögum og mögu­lega jafn­framt tæki­færi fyrir íslenska sjó­menn. “

Þetta kemur fram í minn­is­blaði sem ráðu­neytið hefur skilað inn til efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis sem hefur frum­varpið nú til með­ferð­ar. 

Til­efni minn­is­blaðs­ins eru umsagnir Sjó­manna­sam­bands Íslands og VM - félags vél­­stjóra og málm­­­tækn­i­­manna um frum­varpið þar sem þau sögð­ust ekki geta undir neinum kring­um­­stæðum nema að einu leiti tekið undir nauð­­syn þess að afnema stimp­il­­gjöld af fiski­­skip­­um. Und­an­­tekn­ingin sé sú þegar skip komi í fyrsta skipti á íslenska skipa­­skrá. 

Telja að stimp­il­gjöldin hafi verið nauð­syn­legur hem­ill

Í umsögn þeirra sagði að stimp­il­gjöldin hafi verið nauð­­syn­­legur hem­ill til að vernda störf íslenskra sjó­­manna sem taka laun eftir íslenskum kjara­­samn­ing­­um. Félögin benda á að í lang flestum til­­­fellum séu íslenskir sjó­­menn fjöl­­skyld­u­­menn sem eigi lífs­við­­ur­væri sitt undir öruggu rekstr­­ar­um­hverfi þeirra skipa sem séu þeirra starfs­vett­vang­­ur. „Með því að aflétta stimp­il­gjaldi er útgerð­inni gert kleift að flagga skipum út og inni af íslenskri skipa­­skrá að eigin geð­þótta og stefna afkomu sjó­­mann­anna í stór­hætt­u.“

Auglýsing
Þar sagði einnig að í ljósi þess sem fram hefði komið í „Sam­herj­a­skjöl­un­um“ svoköll­uðu ætti Alþingi að fara sér afar hægt í þessum efn­um. 

Áður hafði félag skip­stjórn­ar­manna skilað sam­bæri­legri umsögn og sagt  að ákvæði lag­anna um stimp­il­gjöld væri sá þrösk­uldur sem komið hefði í veg fyrir „stór­aukna hreyf­ingu skipa inn og út af íslenskri skipa­skrá undir erlent flagg og til bak­a.“

Þessu er ráðu­neyti sjáv­ar­út­vegs­mála, sem stýrt er af Krist­jáni Þór Júl­í­us­syni, algjör­lega ósam­mála. Hægt er að lesa minns­blað ráðu­neyt­is­ins í heild sinni hér. 

Ráðu­neytið tekur undir sjón­ar­mið SFS

Afnám stimp­il­gjalda af fiski­skipum hefur lengi verið bar­áttu­mál Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS), sem gæta hags­muna útgerð­ar­manna. Í umsögn þeirra við frum­varp­ið, sem var birt í lok nóv­em­ber í fyrra, segja þau að mik­il­vægt sé að „heima­til­­búnar hindr­­­anir dragi ekki mátt úr íslenskum sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækjum sem eiga í harðri sam­keppni á alþjóð­­legum mark­aði. Stjórn­­völd eru hvött til þess að gæta að sam­keppn­is­hæfni íslenskra útflutn­ings­­fyr­ir­tækja því að í þeim efnum er hæg­­ara að styðja en reisa.“

SFS þver­­tekur einnig, líkt og ráðu­neyti sjáv­ar­út­vegs­mála, fyrir það að staða íslenskra sjó­­manna muni breyt­­ast verði stimp­il­­gjöldin afn­um­in. Á árunum 2008 til 2017 greiddu sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tæki rúm­­­lega 1,2 millj­­­arða króna í stimp­il­­­gjald vegna fiski­­­skipa. 

SFS hafa barist hart fyrir því að gjaldið verði afn­u­mið und­an­farin mis­s­eri, meðal ann­­ars í umsögn um fjár­­­laga­frum­varp fyrir árið 2020 þegar það lá fyrir seint á síð­asta ári. Þar sögðu þau aðgerð­ina nauð­­­syn­­­lega og löngu tíma­­­bæra. 

Í umsögn­inni sagði meðal ann­­­ars að það væri mat sam­tak­anna að mik­il­vægt sé að átta sig á því að skip séu ekk­ert annað en atvinn­u­tæki þeirra sem þau nota. „Með því að fara fram á háa greiðslu stimp­il­gjalda vegna skipa sem eru yfir 5 brúttó­­­tonnum á sér stað mis­­­munun eftir atvinn­u­­­grein­um, enda ljóst að aðrir lög­­­að­ilar sem not­­­ast þurfa við tæki á borð við flug­­­­­vél­­­ar, rút­­­­­ur, vinn­u­­­vélar eða önnur stór­­­virk atvinn­u­tæki er ekki skylt að greiða stimp­il­­­gjöld.[...] Jafn­­­framt ber að nefna að fyr­ir­tæki í útgerð sem hafa áhuga á að end­­­ur­nýja sinn skipa­­­kost, þurfa ekki aðeins að greiða 1,6% stimp­il­­­gjald heldur verður það 3,2% af verð­­­mæti við­­­skipt­anna sem fer í stimp­il­­­gjöld. Þannig þurfa fyr­ir­tækin jafnan að greiða bæði gjaldið við sölu eldra skips og síðan aftur við kaup á nýju skipi og því verður álagn­ingin í raun tvö­­­­föld við end­­­ur­nýjun skipa­stóls.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skin og skúrir í Kauphöllinni á tímum COVID
Samkomulag lífeyrissjóðanna um að fjárfesta innanlands virðist halda lífi í Kauphöllinni, en gengi skráðra félaga þar hefur verið misjafnt á síðustu sex mánuðum.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Bilið breikkar milli banka og lífeyrissjóða í útlánum til húsnæðiskaupa
Júní var umsvifaminnsti mánuður í útlánum til húsnæðiskaupa hjá lífeyrissjóðum en meira var greitt upp af lánum þeirra heldur en þeir lánuðu út. Ný óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum námu alls 31 milljarði króna hjá bönkunum í júní.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Gylfi Zoega
Voru gerð mistök í sumar?
Kjarninn 15. ágúst 2020
Sjö ný innanlandssmit – fækkar í sóttkví
Fjöldi virkra smita eykst aftur eftir að hafa fækkað um 8 í fyrradag.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Aukin ferðagleði Íslendinga virðist hafa hjálpað til við að halda neyslunni upp hér á landi
Aukin velta Íslendinga bætti upp fyrir rúman helming af tapinu vegna ferðamanna
Aukin innlend eftirspurn hefur vegið þungt á móti samdrætti í útfluttri ferðaþjónustu, samkvæmt minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Neytendastofu í Borgartúni.
Grímur sem ekki uppfylla kröfur hafa verið teknar úr sölu
Neytendastofa fylgist með grímumarkaðnum á Íslandi, nú þegar spurn eftir grímum er í hæstu hæðum. Dæmi eru um að grímur til sölu uppfylli ekki lágmarkskröfur og það vill Neytendastofa alls ekki.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Hundruð milljarða mögulegur ávinningur af því að forðast harðar sóttvarnaaðgerðir
Stjórnvöld hafa lagt mat á efnahagsleg áhrif þess að opna landið og borið það saman við ábatann af því að hleypa ferðamönnum inn.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Fjöldi erlenda ríkisborgara starfar við mannvirkjagerð á Íslandi.
Atvinnuleysi útlendinga á Íslandi komið yfir 20 prósent
Heildaratvinnuleysi á Íslandi mældist 8,8 prósent um síðustu mánaðamót. Atvinnuleysi er miklu hærra á meðal erlendra ríkisborgara en íslenskra. Rúmlega helmingur allra atvinnulausra útlendinga eru frá Póllandi.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent