Sigurður Ingi skipar starfshóp um ræktun og nýtingu orkujurta

Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, er formaður hópsins.

Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, hefur skipað starfs­hóp um ræktun og nýt­ingu orku­jurta, sem sagt repju. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðs­ins í dag.

Sam­kvæmt ráðu­neyt­inu er verk­efni hóps­ins að kanna for­sendur fyrir stór­tækri og sjálf­bærri ræktun orku­jurta á Íslandi til fram­leiðslu á líf­dísil og öðrum afurð­um, til að mynda fóð­ur­mjöli, áburði og stöngl­um.

Í starfs­hópnum sitja Ing­veldur Sæmunds­dótt­ir, aðstoð­ar­maður ráð­herra og for­maður hóps­ins, Dr. Gylfi Árna­son pró­fessor við Háskóla Íslands, Hlín Hólm frá Sam­göngu­stofu, Jón Bern­ód­us­son frá Sam­göngu­stofu, Jón Þor­steinn Gunn­ars­son frá Fóð­ur­blönd­unni, Ólafur Egg­erts­son bóndi á Þor­valds­eyri, Sandra Ásgríms­dóttir frá Mann­viti og Sig­ur­bergur Björns­son, skrif­stofu­stjóri sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is­ins. Starfs­hóp­ur­inn mun, sam­kvæmt til­kynn­ing­unni, skila til­lögum og drögum að aðgerða­á­ætlun fyrir lok sept­em­ber á þessu ári.

Auglýsing

­Meg­in­verk­efni sér­fræð­inga­hóps­ins er, sam­kvæmt ráðu­neyt­inu, ann­ars vegar að greina fram­leiðslu og fram­leiðslu­verð repju­rækt­unar ásamt flutn­ings­kostn­aði og öðrum kostn­aði við rækt­un­ina, þar með talið hver væru hag­kvæm­ustu rækt­un­ar­svæði lands­ins. Hins vegar að leggja mat á mögu­legan markað fyrir repju­af­urðir og mark­aðs­verð. Það verði einnig hlut­verk hóps­ins að vinna að því að upp­fylla mark­mið í þings­á­lyktun Alþingis frá árinu 2017 um að árið 2030 verði 5 til 10 pró­sent elds­neytis íslenska skipa­flot­ans íblandað líf­elds­neyti.

Sig­urður Ingi segir við til­efnið að efl­ing akur­yrkju, ræktun orku­jurta og nýt­ing repju­olíu geti dregið úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á marg­vís­legan hátt. Rann­sóknir sýni að hægt sé að fram­leiða hér á landi líf­dísil úr repju­olíu sem nýta megi sem elds­neyti á þorra þeirra véla sem gerðar eru fyrir dísilolíu úr jarð­ol­íu. Íslensk fram­leiðsla spari inn­flutn­ing og vinnsla afurð­anna skapar atvinnu og eykur sjálf­bærni.

Hafa unnið að rann­sóknum um langt skeið

„Sam­göngu­stofa og þar á undan Sigl­inga­stofnun hefur um langt skeið unnið að rann­sóknum á ræktun orku­jurta á Íslandi og nýt­ingu þeirra. Gerðar hafa verið til­raunir með repju­ræktun sem hafa gef­ist vel. Ræktun og notkun repju­olíu væri hag­kvæm um leið og hún hafi jákvæð áhrif á umhverf­ið,“ segir á vef Stjórn­ar­ráðs­ins.

Þá kemur fram að til­raunir Sam­göngu­stofu bendi til þess að repju­dís­ill gefi við brennslu sam­bæri­lega orku og hefð­bundin dísil­ol­ía. Stór mark­aður sé fyrir repju­olíu sem líf­dísil, en íslenski fiski­skipa­flot­inn brennir til dæmis árlega alls um 160 þús­und tonnum af dísilol­íu. Reynslan hafi sýnt að hver hekt­ari lands í repju­rækt gefi af sér um eitt tonn af repju­ol­íu. Miðað við 10 pró­sent íblöndun þyrfti því að rækta repju á um 16.000 hekt­urum lands.

Sömu­leiðis metur Sam­göngu­stofa ávinn­ing fel­ast í ræktun repju í land­græðslu. „Tæki­færi fel­ast í auk­inni akur­yrkju sem hefur náð nokk­urri hylli íslenskra bænda á und­an­förnum árum og ára­tug­um. Ræktun á inn­lendu fóðri sem áður var talin utan seil­ingar fyrir Íslend­inga, hefur verið stunduð með ágætum árangri í öllum lands­hlutum og verður sífellt stærri þáttur í fóð­ur­öflun bænda. Það eykur mögu­leika land­bún­aðar og gæti orðið mik­il­væg nýsköpun hér á landi. Ávinn­ing­ur­inn fer eftir því landi sem valið er en hann er mestur á ógrónu landi svo sem á íslenskum sönd­um.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent