Sigurður Ingi skipar starfshóp um ræktun og nýtingu orkujurta

Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, er formaður hópsins.

Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, hefur skipað starfs­hóp um ræktun og nýt­ingu orku­jurta, sem sagt repju. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðs­ins í dag.

Sam­kvæmt ráðu­neyt­inu er verk­efni hóps­ins að kanna for­sendur fyrir stór­tækri og sjálf­bærri ræktun orku­jurta á Íslandi til fram­leiðslu á líf­dísil og öðrum afurð­um, til að mynda fóð­ur­mjöli, áburði og stöngl­um.

Í starfs­hópnum sitja Ing­veldur Sæmunds­dótt­ir, aðstoð­ar­maður ráð­herra og for­maður hóps­ins, Dr. Gylfi Árna­son pró­fessor við Háskóla Íslands, Hlín Hólm frá Sam­göngu­stofu, Jón Bern­ód­us­son frá Sam­göngu­stofu, Jón Þor­steinn Gunn­ars­son frá Fóð­ur­blönd­unni, Ólafur Egg­erts­son bóndi á Þor­valds­eyri, Sandra Ásgríms­dóttir frá Mann­viti og Sig­ur­bergur Björns­son, skrif­stofu­stjóri sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is­ins. Starfs­hóp­ur­inn mun, sam­kvæmt til­kynn­ing­unni, skila til­lögum og drögum að aðgerða­á­ætlun fyrir lok sept­em­ber á þessu ári.

Auglýsing

­Meg­in­verk­efni sér­fræð­inga­hóps­ins er, sam­kvæmt ráðu­neyt­inu, ann­ars vegar að greina fram­leiðslu og fram­leiðslu­verð repju­rækt­unar ásamt flutn­ings­kostn­aði og öðrum kostn­aði við rækt­un­ina, þar með talið hver væru hag­kvæm­ustu rækt­un­ar­svæði lands­ins. Hins vegar að leggja mat á mögu­legan markað fyrir repju­af­urðir og mark­aðs­verð. Það verði einnig hlut­verk hóps­ins að vinna að því að upp­fylla mark­mið í þings­á­lyktun Alþingis frá árinu 2017 um að árið 2030 verði 5 til 10 pró­sent elds­neytis íslenska skipa­flot­ans íblandað líf­elds­neyti.

Sig­urður Ingi segir við til­efnið að efl­ing akur­yrkju, ræktun orku­jurta og nýt­ing repju­olíu geti dregið úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á marg­vís­legan hátt. Rann­sóknir sýni að hægt sé að fram­leiða hér á landi líf­dísil úr repju­olíu sem nýta megi sem elds­neyti á þorra þeirra véla sem gerðar eru fyrir dísilolíu úr jarð­ol­íu. Íslensk fram­leiðsla spari inn­flutn­ing og vinnsla afurð­anna skapar atvinnu og eykur sjálf­bærni.

Hafa unnið að rann­sóknum um langt skeið

„Sam­göngu­stofa og þar á undan Sigl­inga­stofnun hefur um langt skeið unnið að rann­sóknum á ræktun orku­jurta á Íslandi og nýt­ingu þeirra. Gerðar hafa verið til­raunir með repju­ræktun sem hafa gef­ist vel. Ræktun og notkun repju­olíu væri hag­kvæm um leið og hún hafi jákvæð áhrif á umhverf­ið,“ segir á vef Stjórn­ar­ráðs­ins.

Þá kemur fram að til­raunir Sam­göngu­stofu bendi til þess að repju­dís­ill gefi við brennslu sam­bæri­lega orku og hefð­bundin dísil­ol­ía. Stór mark­aður sé fyrir repju­olíu sem líf­dísil, en íslenski fiski­skipa­flot­inn brennir til dæmis árlega alls um 160 þús­und tonnum af dísilol­íu. Reynslan hafi sýnt að hver hekt­ari lands í repju­rækt gefi af sér um eitt tonn af repju­ol­íu. Miðað við 10 pró­sent íblöndun þyrfti því að rækta repju á um 16.000 hekt­urum lands.

Sömu­leiðis metur Sam­göngu­stofa ávinn­ing fel­ast í ræktun repju í land­græðslu. „Tæki­færi fel­ast í auk­inni akur­yrkju sem hefur náð nokk­urri hylli íslenskra bænda á und­an­förnum árum og ára­tug­um. Ræktun á inn­lendu fóðri sem áður var talin utan seil­ingar fyrir Íslend­inga, hefur verið stunduð með ágætum árangri í öllum lands­hlutum og verður sífellt stærri þáttur í fóð­ur­öflun bænda. Það eykur mögu­leika land­bún­aðar og gæti orðið mik­il­væg nýsköpun hér á landi. Ávinn­ing­ur­inn fer eftir því landi sem valið er en hann er mestur á ógrónu landi svo sem á íslenskum sönd­um.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent