Háskóli Íslands hættir að tanngreina

Háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt að endurnýja ekki verksamning sem hefur verið í gildi á milli Háskóla Íslands og Útlendingastofnunnar.

haskoli-islands_14131517555_o.jpg
Auglýsing

Háskóla­ráð Háskóla Íslands sam­þykkti ein­róma á fundi sínum 6. mars síð­ast­lið­inn að end­ur­nýja ekki verk­samn­ing sem verið hefur í gildi á milli Háskóla Íslands og Útlend­inga­stofn­unn­ar. Verk­samn­ing­ur­inn sner­ist um kaup Útlend­inga­stofn­unar á þjón­ustu Tann­lækna­deildar Háskóla Íslands í málum þar sem vafi leikur á aldri ein­stak­linga sem sótt hafa um alþjóð­lega vernd á Íslandi.

Frá þessu er greint á vef Háskóla Íslands í dag.

Þar kemur fram að á sama tíma og samn­ing­ur­inn var und­ir­rit­aður í mars 2019 hafi Háskóli Íslands komið ábend­ingum til dóms­mála­ráð­herra þess efnis að bókun barn­arétt­ar­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna frá 16. nóv­em­ber 2017 kunni að gefa til­efni til þess að end­ur­skoða lög um útlend­inga, þar á meðal ákvæði um ald­urs­grein­ing­ar.

Auglýsing

Í umræddri bókun barn­arétt­ar­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna segir meðal ann­ars að ríki skuli not­ast við fjöl­þætt mat á líkam­legum og and­legum þroska barna, sem fram­kvæmt er af barna­læknum og öðrum sér­fræð­ingum í þroska barna. Í sömu bókun kemur fram að ríki skuli meðal ann­ars forð­ast að not­ast við klínískar ald­urs­grein­ingar á tönn­um. 

Sam­kvæmt til­kynn­ingu Háskóla Ís­lands kom skól­inn sömu sjón­ar­miðum á fram­færi í skrif­legum athuga­semdum við þing­manna­frum­varp um breyt­ingu á lögum um út­lend­inga haustið 2019.

Útlend­inga­stofnun brást ekki við athuga­semdum

Þá hefði háskól­aráð haft vænt­ingar til þess að brugð­ist yrði við þessum athuga­semdum með breyt­ingum á reglum og verk­lagi Út­lend­inga­stofn­unar í þá átt að heild­stætt mat á aldri umsækj­enda yrði fjöl­þætt­ara og að ein­ungis yrði not­ast við ald­urs­grein­ingar á tönnum í tak­marka­til­vik­um.

„Þetta hefur ekki gengið eftir á því ári sem samn­ing­ur­inn hefur verið í gildi. Af þeirri ástæðu þótti háskól­aráði rétt að end­ur­nýja ekki umræddan verk­samn­ing við Út­lend­inga­stofn­un,“ segir á vef HÍ.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent