Vextir Seðlabankans lækkaðir um 0,5 prósentustig og hafa aldrei verið lægri

Seðlabankinn tilkynnti um sitt útspil vegna áhrifa af útbreiðslu kórónuveirunnar í dag þegar hann lækkaði stýrivexti. Þeir hafa nú helmingast á innan við ári.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Auglýsing

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands hefur lækkað meg­in­vexti hans, oft kall­aðir stýri­vext­ir, úr 2,75 pró­sent í 2,25 pró­sent. Vaxta­lækk­unin var við­búin enda til­kynnti pen­inga­stefnu­nefndin í gær að vaxta­á­kvörð­un­ar­degi hefði verið flýtt um viku, en sam­kvæmt áætlun átti hann að vera 18. mars. Ólík­legt var talið að sú breyt­ing hefði verið gerð nema að til stæði að lækka vext­ina. 

Á­stæðan er þau efna­hags­legu áhrif sem fyr­ir­sjá­an­lega verða á íslenskt efna­hags­líf vegna útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um. 

Í til­kynn­ingu frá pen­inga­stefnu­nef­dn­inni kemur fram að hún hafi jafn­framt ákveðið að lækka með­al­tals­bindi­skyldu inn­láns­stofn­ana úr einu pró­senti niður í núll pró­sent. Föst bindi­skylda verður áfram eitt pró­sent. Þar segir að nefndin muni „áfram fylgj­ast grannt með fram­vindu efna­hags­mála og nota þau tæki sem nefndin hefur yfir að ráða til að styðja við þjóð­ar­bú­skap­inn“.

Vextir voru síð­ast lækk­aðir í febr­ú­ar, og þá um 0,25 pró­sentu­stig. Alls hafa stýri­vextir því  lækkað um 2,25 pró­­­sent­u­­­stig frá því í maí síð­­­ast­liðnum þegar yfir­­­stand­andi vaxta­­­lækk­­­un­­­ar­­­ferli hófst. Það þýðir að vextir hafa helm­ing­ast á innan við einu ári.

Ákvörð­unin kemur í kjöl­far þess að rík­is­stjórnin kynnti alls sjö aðgerðir sem hún ætlar að grípa til vegna fyr­ir­liggj­andi aðstæðna í efna­hags­líf­inu. Á meðal þeirra er að fella niður gistin­átt­ar­skatt á þau fyr­ir­tæki sem greiða slík­an. Þá hafa bankar lands­ins kynnt Seðla­banka Íslands ýmsar til­lögur sem þeir vilja að gripið verði til vegna aðstæðn­a. 

Auglýsing
Í Mark­að­in­um, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, í dag segir að þeir vilji meðal ann­ars að Seðla­bank­inn beiti efna­hags­reikn­ingi sínum með því að kaupa sér­tryggð skulda­bréf fyr­ir­tækja á mark­aði. Þá vilja bank­arnir einnig að ríkið bera hluta af þeirri útlána­hættu sem fylgir því ef bank­arnir koma til móts við fyr­ir­tæki, aðal­lega í ferða­þjón­ustu, með auk­inni lausa­fjár­fyr­ir­greiðslu. 

Þegar vextir voru lækk­aði í febr­úar sagði Seðla­bank­inn að það væri vegna þess að vís­bend­ingar væru um að hag­vöxtur í fyrra hafi verið heldur meiri en áður var talið en að horfur fyrir þetta og næsta ár hefðu versnað sam­­kvæmt nýrri þjóð­hags­­spá Seðla­­bank­ans sem birt er í febr­­ú­­ar­hefti Pen­inga­­mála. Þar var gert ráð fyrir að hag­vöxtur verði ein­ungis 0,8 pró­­sent í ár en í nóv­­em­ber­­spá bank­ans var búist við 1,6 pró­­sent vexti. Lak­­ari horfur megi fyrst og fremst rekja til erf­ið­­ari stöðu útflutn­ings­at­vinn­u­­greina og versn­andi fjár­­­mögn­un­­ar­skil­yrða inn­­­lendra fyr­ir­tækja.

Nú er ljóst að sú spá verður lík­ast til tekin frekar nið­ur.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 27. þáttur: Konungdæmið í norðri
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfsstöðvum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent