Vextir Seðlabankans lækkaðir um 0,5 prósentustig og hafa aldrei verið lægri

Seðlabankinn tilkynnti um sitt útspil vegna áhrifa af útbreiðslu kórónuveirunnar í dag þegar hann lækkaði stýrivexti. Þeir hafa nú helmingast á innan við ári.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Auglýsing

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands hefur lækkað meg­in­vexti hans, oft kall­aðir stýri­vext­ir, úr 2,75 pró­sent í 2,25 pró­sent. Vaxta­lækk­unin var við­búin enda til­kynnti pen­inga­stefnu­nefndin í gær að vaxta­á­kvörð­un­ar­degi hefði verið flýtt um viku, en sam­kvæmt áætlun átti hann að vera 18. mars. Ólík­legt var talið að sú breyt­ing hefði verið gerð nema að til stæði að lækka vext­ina. 

Á­stæðan er þau efna­hags­legu áhrif sem fyr­ir­sjá­an­lega verða á íslenskt efna­hags­líf vegna útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um. 

Í til­kynn­ingu frá pen­inga­stefnu­nef­dn­inni kemur fram að hún hafi jafn­framt ákveðið að lækka með­al­tals­bindi­skyldu inn­láns­stofn­ana úr einu pró­senti niður í núll pró­sent. Föst bindi­skylda verður áfram eitt pró­sent. Þar segir að nefndin muni „áfram fylgj­ast grannt með fram­vindu efna­hags­mála og nota þau tæki sem nefndin hefur yfir að ráða til að styðja við þjóð­ar­bú­skap­inn“.

Vextir voru síð­ast lækk­aðir í febr­ú­ar, og þá um 0,25 pró­sentu­stig. Alls hafa stýri­vextir því  lækkað um 2,25 pró­­­sent­u­­­stig frá því í maí síð­­­ast­liðnum þegar yfir­­­stand­andi vaxta­­­lækk­­­un­­­ar­­­ferli hófst. Það þýðir að vextir hafa helm­ing­ast á innan við einu ári.

Ákvörð­unin kemur í kjöl­far þess að rík­is­stjórnin kynnti alls sjö aðgerðir sem hún ætlar að grípa til vegna fyr­ir­liggj­andi aðstæðna í efna­hags­líf­inu. Á meðal þeirra er að fella niður gistin­átt­ar­skatt á þau fyr­ir­tæki sem greiða slík­an. Þá hafa bankar lands­ins kynnt Seðla­banka Íslands ýmsar til­lögur sem þeir vilja að gripið verði til vegna aðstæðn­a. 

Auglýsing
Í Mark­að­in­um, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, í dag segir að þeir vilji meðal ann­ars að Seðla­bank­inn beiti efna­hags­reikn­ingi sínum með því að kaupa sér­tryggð skulda­bréf fyr­ir­tækja á mark­aði. Þá vilja bank­arnir einnig að ríkið bera hluta af þeirri útlána­hættu sem fylgir því ef bank­arnir koma til móts við fyr­ir­tæki, aðal­lega í ferða­þjón­ustu, með auk­inni lausa­fjár­fyr­ir­greiðslu. 

Þegar vextir voru lækk­aði í febr­úar sagði Seðla­bank­inn að það væri vegna þess að vís­bend­ingar væru um að hag­vöxtur í fyrra hafi verið heldur meiri en áður var talið en að horfur fyrir þetta og næsta ár hefðu versnað sam­­kvæmt nýrri þjóð­hags­­spá Seðla­­bank­ans sem birt er í febr­­ú­­ar­hefti Pen­inga­­mála. Þar var gert ráð fyrir að hag­vöxtur verði ein­ungis 0,8 pró­­sent í ár en í nóv­­em­ber­­spá bank­ans var búist við 1,6 pró­­sent vexti. Lak­­ari horfur megi fyrst og fremst rekja til erf­ið­­ari stöðu útflutn­ings­at­vinn­u­­greina og versn­andi fjár­­­mögn­un­­ar­skil­yrða inn­­­lendra fyr­ir­tækja.

Nú er ljóst að sú spá verður lík­ast til tekin frekar nið­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent