Vextir Seðlabankans lækkaðir um 0,5 prósentustig og hafa aldrei verið lægri

Seðlabankinn tilkynnti um sitt útspil vegna áhrifa af útbreiðslu kórónuveirunnar í dag þegar hann lækkaði stýrivexti. Þeir hafa nú helmingast á innan við ári.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Auglýsing

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands hefur lækkað meg­in­vexti hans, oft kall­aðir stýri­vext­ir, úr 2,75 pró­sent í 2,25 pró­sent. Vaxta­lækk­unin var við­búin enda til­kynnti pen­inga­stefnu­nefndin í gær að vaxta­á­kvörð­un­ar­degi hefði verið flýtt um viku, en sam­kvæmt áætlun átti hann að vera 18. mars. Ólík­legt var talið að sú breyt­ing hefði verið gerð nema að til stæði að lækka vext­ina. 

Á­stæðan er þau efna­hags­legu áhrif sem fyr­ir­sjá­an­lega verða á íslenskt efna­hags­líf vegna útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um. 

Í til­kynn­ingu frá pen­inga­stefnu­nef­dn­inni kemur fram að hún hafi jafn­framt ákveðið að lækka með­al­tals­bindi­skyldu inn­láns­stofn­ana úr einu pró­senti niður í núll pró­sent. Föst bindi­skylda verður áfram eitt pró­sent. Þar segir að nefndin muni „áfram fylgj­ast grannt með fram­vindu efna­hags­mála og nota þau tæki sem nefndin hefur yfir að ráða til að styðja við þjóð­ar­bú­skap­inn“.

Vextir voru síð­ast lækk­aðir í febr­ú­ar, og þá um 0,25 pró­sentu­stig. Alls hafa stýri­vextir því  lækkað um 2,25 pró­­­sent­u­­­stig frá því í maí síð­­­ast­liðnum þegar yfir­­­stand­andi vaxta­­­lækk­­­un­­­ar­­­ferli hófst. Það þýðir að vextir hafa helm­ing­ast á innan við einu ári.

Ákvörð­unin kemur í kjöl­far þess að rík­is­stjórnin kynnti alls sjö aðgerðir sem hún ætlar að grípa til vegna fyr­ir­liggj­andi aðstæðna í efna­hags­líf­inu. Á meðal þeirra er að fella niður gistin­átt­ar­skatt á þau fyr­ir­tæki sem greiða slík­an. Þá hafa bankar lands­ins kynnt Seðla­banka Íslands ýmsar til­lögur sem þeir vilja að gripið verði til vegna aðstæðn­a. 

Auglýsing
Í Mark­að­in­um, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, í dag segir að þeir vilji meðal ann­ars að Seðla­bank­inn beiti efna­hags­reikn­ingi sínum með því að kaupa sér­tryggð skulda­bréf fyr­ir­tækja á mark­aði. Þá vilja bank­arnir einnig að ríkið bera hluta af þeirri útlána­hættu sem fylgir því ef bank­arnir koma til móts við fyr­ir­tæki, aðal­lega í ferða­þjón­ustu, með auk­inni lausa­fjár­fyr­ir­greiðslu. 

Þegar vextir voru lækk­aði í febr­úar sagði Seðla­bank­inn að það væri vegna þess að vís­bend­ingar væru um að hag­vöxtur í fyrra hafi verið heldur meiri en áður var talið en að horfur fyrir þetta og næsta ár hefðu versnað sam­­kvæmt nýrri þjóð­hags­­spá Seðla­­bank­ans sem birt er í febr­­ú­­ar­hefti Pen­inga­­mála. Þar var gert ráð fyrir að hag­vöxtur verði ein­ungis 0,8 pró­­sent í ár en í nóv­­em­ber­­spá bank­ans var búist við 1,6 pró­­sent vexti. Lak­­ari horfur megi fyrst og fremst rekja til erf­ið­­ari stöðu útflutn­ings­at­vinn­u­­greina og versn­andi fjár­­­mögn­un­­ar­skil­yrða inn­­­lendra fyr­ir­tækja.

Nú er ljóst að sú spá verður lík­ast til tekin frekar nið­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í skýrslu HMS segir að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 5,1 prósent milli ára.
Hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaði hefur aldrei verið jafn hátt
Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að það sem af er ári hefur hlutfall fyrstu kaupenda verið nærri 30 prósentum. Fasteignamarkaðurinn er einkar líflegur nú um stundir en umsvif eru að jafnaði minni á sumrin en á öðrum árstíðum.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Grand hótel í Reykjavík er eitt hótela Íslandshótela hf.
Stærsta hótelkeðja landsins biður skuldabréfaeigendur um greiðslufrystingu
Íslandshótel hefur lagt til við skuldabréfaeigendur í tæplega 2,9 milljarða skuldabréfaflokki að samþykkt verði að engar greiðslur berist vegna skuldabréfanna fyrr en seinni hluta árs 2021.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Eitt innanlandssmit og fólki í einangrun fer fækkandi
Aðeins eitt nýtt innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær. Átta sýni bíða mótefnamælingar úr landamæraskimun. 112 manns eru með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Minnisblöð Þórólfs: Frá tillögum til ráðlegginga
Þórólfur Guðnason hefur í tæplega 20 minnisblöðum sínum til ráðherra lagt til, mælt með og óskað eftir ákveðnum aðgerðum í baráttunni gegn COVID-19. En nú kveður við nýjan tón: Mögulegar aðgerðir eru reifaðar en það lagt í hendur stjórnvalda að velja.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur styrkt stöðu sína verulega samkvæmt nýrri könnun.
Meirihlutinn í Reykjavík myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum
Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi allra flokka í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun. Þrír flokkanna sem mynda meirihluta í borginni bæta við sig fylgi og borgarfulltrúum en Samfylkingin dalar. Staða meirihlutans er þó að styrkjast verulega.
Kjarninn 14. ágúst 2020
82 dagar í kosningar í sundruðum Bandaríkjunum
Joe Biden mælist með umtalsvert forskot á Donald Trump á landsvísu þegar minna en þrír mánuðir eru í bandarísku forsetakosningarnar. Hann er líka með yfirhöndina í flestum hinna mikilvægu sveifluríkja.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Margrét Tryggvadóttir
Hlaupið endalausa
Leslistinn 13. ágúst 2020
Búið að fjármagna útgáfu spilsins þar sem leikendur eru með þingmenn í vasanum
Þingmaður Pírata er þegar búinn að ná að safna nægilegri upphæð á Karolina Fund til að gefa út Þingspilið. Söfnunin er þó enn í gangi, og ef það næst að safna meira, þá verður útgáfan veglegri.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent