„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi

Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.

haskoli-islands_14128538452_o.jpg
Auglýsing

Röskva, nem­enda­fé­lag við Háskóla Íslands, hefur hrundið af stað und­ir­skrifta­söfnun þar sem skorað er á háskóla­ráð að fella þjón­ustu­samn­ing við Útlend­inga­stofnun um ald­urs­grein­ingar á fylgd­ar­lausum börnum með tann­grein­ing­um úr gildi og standa vörð um mann­rétt­indi flótta­fólks og umsækj­enda um alþjóð­lega vernd.

Ástæðan fyrir áskor­un­inni er að þann 6. febr­úar næst­kom­andi mun háskóla­ráð fjalla um fyrr­nefndan þjón­ustu­samn­ing. Þegar þetta er skrifað hafa 673 skrifað und­ir.

Þá segir í áskor­un­inni að lengst af hafi tann­grein­ingar og rann­sóknir tengdar þeim farið fram án vit­neskju stjórn­sýslu Háskól­ans, án þjón­ustu­samn­ings og án vit­neskju almenn­ings, í gegnum lektor og tann­lækni við Tann­lækna­deild. Þegar aðgerða­sinnar og stúd­entar sem berj­ast fyrir rétt­indum flótta­fólks og umsækj­enda um alþjóð­lega vernd hafi stigið fram og komið upp um fram­kvæmd­ina hafi háskóla­ráð ákveðið að semja við Útlend­inga­stofn­un, frekar en að stöðva þjón­ust­una.

Auglýsing

Um að ræða við­tekna skoðun mann­rétt­inda­sam­taka um heim allan

„Tann­grein­ingar eru vafa­samar af mörgum ástæð­um, þar má helst benda á að ýmis alþjóða­sam­tök hafa mælt gegn þess­ari fram­kvæmd, m.a. barna­rétt­inda­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna, UNICEF, og Rauði kross­inn. Þetta er því ekki ein­göngu spurn­ing um sið­ferði nokk­urra aðgerða­sinna, heldur við­tekna skoðun mann­rétt­inda­sam­taka víðs vegar um heim,“ segir í áskor­un­inni.

Þá telja for­svars­menn und­ir­skrifta­söfn­un­ar­innar tann­grein­ingar jafn­framt stinga í stúf við vís­inda­siða­reglur Háskóla Íslands, en í því sam­hengi er bent ákvæði greinar í regl­unum sem byggja á fimm þátt­um: Virð­ingu fyrir mann­eskj­unni, vel­ferð, skað­leysi, rétt­læti og heið­ar­leika og vönd­uðum vís­inda­legum vinnu­brögð­um. „Það má með sanni segja að tann­grein­ingar upp­fylla ekki þessar kröf­ur. Skrif­stofa rekt­ors og aðilar innan HÍ hafa haldið því fram að tann­grein­ingar falli ekki undir vís­inda­siða­regl­urn­ar, vegna þess að þær telj­ast ekki til rann­sókna. Því eru stúd­entar og aktí­vistar ósam­mála og telja það ekki rétt. Tann­grein­ingar falla undir þessar regl­ur, ekki ein­göngu vegna þess að þær eru fram­kvæmdar innan veggja HÍ og nið­ur­stöður þeirra hafa verið gefnar út á bréfs­efni HÍ, heldur einnig vegna þess að nið­ur­stöður þeirra hafa verið birtar í fræði­legum grein­um.“

Spurn­ing um áreið­an­leika

Enn fremur segir í áskor­un­inni að vand­inn við tann­grein­ingar felist þó ekki ein­göngu í sið­ferði­legum vafa­málum sem fylgja þeim, heldur séu vik­mörkin ein­fald­lega of mikil til að þær geti talist áreið­an­leg­ar, sér­stak­lega þegar um sé að ræða ald­urs­mat á ein­stak­lingum í kringum átj­ánda ald­ursár­ið.

Umrædd vik­mörk séu 1,4 ár, og þó Útlend­inga­stofnun vilji meina að nið­ur­stöður tann­grein­inga hafi ekki áhrif á umsókn þeirra ein­stak­linga sem gang­ast undir þær, þá hafi nú þegar komið fram dæmi um ein­stak­linga sem vísað hafi verið úr landi vegna nið­ur­staðna úr tann­grein­ingum sem reynd­ust rang­ar. Upp­lýst sam­þykki sé sér­stakt vand­kvæði hér, því til þess að veita upp­lýst sam­þykki sé nauð­syn­legt að rann­sóknin hafi ekki nei­kvæð áhrif á líf og stöðu ein­stak­lings innan sam­fé­lags. Óháð stöðu þeirra í sam­fé­lag­inu geti börn ekki veitt upp­lýst sam­þykki.

Rýri traust Háskóla Íslands

Auk þess er bent á að allt bréfs­efni Útlend­inga­stofn­unar sé gefið út á íslensku, án þess að hæl­is­leit­endur fái færi á að læra tungu­mál­ið. Þau sem und­ir­gang­ast tann­grein­ingar fái því ekki einu sinni tæki­færi til að túlka nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar sjálf.

„Há­skóli Íslands er stærsta mennta­stofnun lands­ins og hefur fram­kvæmd tann­grein­inga óhjá­kvæmi­lega innan skól­ans áhrif á við­horf flótta­manna til Íslands. Ein­stak­lingar sem hafa farið í tann­grein­ingar hafa þegar lýst því yfir að þeir sjái ekki fram á að geta treyst HÍ fram­ar, hvað þá stundað nám þar. Að fram­kvæma tann­grein­ingar við HÍ hefur því afger­andi áhrif á rétt flótta­fólks til að stunda nám við HÍ, sem og nei­kvæð áhrif á lík­am­lega og and­lega heilsu þeirra,“ segir í áskor­un­inni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sex ný innanlandssmit – 120 með COVID-19
Sex ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær. Fjögur sýni bíða mótefnamælingar úr landamæraskimun. 120 manns eru með COVID-19 og í einangrun. Einn liggur á gjörgæsludeild.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Jacinda Ardern er í endurkjöri fyrir Verkamannaflokkinn. Til stóð að kosningar færu fram 19. september en það kann að breytast.
Í örvæntingarfullri leit að upprunanum
Þegar fyrsta nýja tilfellið af COVID-19 í meira en 100 daga greindist á Nýja-Sjálandi í vikunni vöknuðu margar spurningar en þó fyrst og fremst ein: Hvernig í ósköpunum komst veiran aftur inn í land sem hafði nær lokað sig algjörlega af fyrir umheiminum?
Kjarninn 13. ágúst 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 14. þáttur: Maðurinn sem breytti sér í múmíu
Kjarninn 13. ágúst 2020
Oddný G. Harðardóttir
Hækkum atvinnuleysisbætur!
Kjarninn 13. ágúst 2020
Útgáfufélag DV og tengdra miðla tapaði yfir 600 milljónum á 28 mánuðum
Frjáls fjölmiðlun tapaði 21,5 milljón króna á mánuði frá því að félagið keypti DV og tengda miðla og fram að síðustu áramótum. Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar fjármagnaði tapreksturinn með vaxtalausu láni.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Eldvarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar tekur fljótlega til starfa á starfsstöð stofnunarinnar á Sauðárkróki.
Búið að ráða í stöðu framkvæmdastjóra eldvarnasviðs HMS á Sauðárkróki
Stefnt er að því að eldvarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar taki til starfa á Sauðárkróki 1. október næstkomandi. Sjö nýir starfsmenn verða ráðnir auk framkvæmdastjóra en enginn af núverandi starfsmönnum HMS á sviðinu mun flytja norður.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Fyrsta bakarí Brauð og Co. opnaði á Frakkastíg í mars 2016.
Skeljungur búinn að kaupa fjórðungshlut í bæði Gló og Brauð & Co
Greint er frá því í árshlutauppgjöri Skeljungs að fyrirtækið hafi fest kaup á 25 prósent hlut í bakarískeðjunni Brauð & Co og veitingastaðakeðjunni Gló á síðasta ársfjórðungi. Ekkert hefur verið gefið upp um kaupverðið.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Herbert Herbertsson
Þeim er fórnandi, eða (ásættanleg áhætta)
Kjarninn 12. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent