„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi

Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.

haskoli-islands_14128538452_o.jpg
Auglýsing

Röskva, nem­enda­fé­lag við Háskóla Íslands, hefur hrundið af stað und­ir­skrifta­söfnun þar sem skorað er á háskóla­ráð að fella þjón­ustu­samn­ing við Útlend­inga­stofnun um ald­urs­grein­ingar á fylgd­ar­lausum börnum með tann­grein­ing­um úr gildi og standa vörð um mann­rétt­indi flótta­fólks og umsækj­enda um alþjóð­lega vernd.

Ástæðan fyrir áskor­un­inni er að þann 6. febr­úar næst­kom­andi mun háskóla­ráð fjalla um fyrr­nefndan þjón­ustu­samn­ing. Þegar þetta er skrifað hafa 673 skrifað und­ir.

Þá segir í áskor­un­inni að lengst af hafi tann­grein­ingar og rann­sóknir tengdar þeim farið fram án vit­neskju stjórn­sýslu Háskól­ans, án þjón­ustu­samn­ings og án vit­neskju almenn­ings, í gegnum lektor og tann­lækni við Tann­lækna­deild. Þegar aðgerða­sinnar og stúd­entar sem berj­ast fyrir rétt­indum flótta­fólks og umsækj­enda um alþjóð­lega vernd hafi stigið fram og komið upp um fram­kvæmd­ina hafi háskóla­ráð ákveðið að semja við Útlend­inga­stofn­un, frekar en að stöðva þjón­ust­una.

Auglýsing

Um að ræða við­tekna skoðun mann­rétt­inda­sam­taka um heim allan

„Tann­grein­ingar eru vafa­samar af mörgum ástæð­um, þar má helst benda á að ýmis alþjóða­sam­tök hafa mælt gegn þess­ari fram­kvæmd, m.a. barna­rétt­inda­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna, UNICEF, og Rauði kross­inn. Þetta er því ekki ein­göngu spurn­ing um sið­ferði nokk­urra aðgerða­sinna, heldur við­tekna skoðun mann­rétt­inda­sam­taka víðs vegar um heim,“ segir í áskor­un­inni.

Þá telja for­svars­menn und­ir­skrifta­söfn­un­ar­innar tann­grein­ingar jafn­framt stinga í stúf við vís­inda­siða­reglur Háskóla Íslands, en í því sam­hengi er bent ákvæði greinar í regl­unum sem byggja á fimm þátt­um: Virð­ingu fyrir mann­eskj­unni, vel­ferð, skað­leysi, rétt­læti og heið­ar­leika og vönd­uðum vís­inda­legum vinnu­brögð­um. „Það má með sanni segja að tann­grein­ingar upp­fylla ekki þessar kröf­ur. Skrif­stofa rekt­ors og aðilar innan HÍ hafa haldið því fram að tann­grein­ingar falli ekki undir vís­inda­siða­regl­urn­ar, vegna þess að þær telj­ast ekki til rann­sókna. Því eru stúd­entar og aktí­vistar ósam­mála og telja það ekki rétt. Tann­grein­ingar falla undir þessar regl­ur, ekki ein­göngu vegna þess að þær eru fram­kvæmdar innan veggja HÍ og nið­ur­stöður þeirra hafa verið gefnar út á bréfs­efni HÍ, heldur einnig vegna þess að nið­ur­stöður þeirra hafa verið birtar í fræði­legum grein­um.“

Spurn­ing um áreið­an­leika

Enn fremur segir í áskor­un­inni að vand­inn við tann­grein­ingar felist þó ekki ein­göngu í sið­ferði­legum vafa­málum sem fylgja þeim, heldur séu vik­mörkin ein­fald­lega of mikil til að þær geti talist áreið­an­leg­ar, sér­stak­lega þegar um sé að ræða ald­urs­mat á ein­stak­lingum í kringum átj­ánda ald­ursár­ið.

Umrædd vik­mörk séu 1,4 ár, og þó Útlend­inga­stofnun vilji meina að nið­ur­stöður tann­grein­inga hafi ekki áhrif á umsókn þeirra ein­stak­linga sem gang­ast undir þær, þá hafi nú þegar komið fram dæmi um ein­stak­linga sem vísað hafi verið úr landi vegna nið­ur­staðna úr tann­grein­ingum sem reynd­ust rang­ar. Upp­lýst sam­þykki sé sér­stakt vand­kvæði hér, því til þess að veita upp­lýst sam­þykki sé nauð­syn­legt að rann­sóknin hafi ekki nei­kvæð áhrif á líf og stöðu ein­stak­lings innan sam­fé­lags. Óháð stöðu þeirra í sam­fé­lag­inu geti börn ekki veitt upp­lýst sam­þykki.

Rýri traust Háskóla Íslands

Auk þess er bent á að allt bréfs­efni Útlend­inga­stofn­unar sé gefið út á íslensku, án þess að hæl­is­leit­endur fái færi á að læra tungu­mál­ið. Þau sem und­ir­gang­ast tann­grein­ingar fái því ekki einu sinni tæki­færi til að túlka nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar sjálf.

„Há­skóli Íslands er stærsta mennta­stofnun lands­ins og hefur fram­kvæmd tann­grein­inga óhjá­kvæmi­lega innan skól­ans áhrif á við­horf flótta­manna til Íslands. Ein­stak­lingar sem hafa farið í tann­grein­ingar hafa þegar lýst því yfir að þeir sjái ekki fram á að geta treyst HÍ fram­ar, hvað þá stundað nám þar. Að fram­kvæma tann­grein­ingar við HÍ hefur því afger­andi áhrif á rétt flótta­fólks til að stunda nám við HÍ, sem og nei­kvæð áhrif á lík­am­lega og and­lega heilsu þeirra,“ segir í áskor­un­inni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur: Mesta hækkun lægstu launa sem samið hefur verið um í kjarasamningum
Borgarstjórinn í Reykjavík opinberaði hvað felst í tilboði borgarinnar til ófaglærðra starfsmanna Eflingar í sjónvarpsviðtali í kvöld. Hann segir tilboðið upp á mestu hækkun lægstu launa í Íslandssögunni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Frá baráttufundi á vegum Eflingar fyrr í mánuðinum.
Segja borgina hafa slegið á sáttarhönd láglaunafólks – Verkfallið heldur áfram
Engin lausn er í sjónmáli í deilum Eflingar við Reykjavíkurborg eftir að tilboði sem Efling lagði fram í gær til lausnar á deilunni var ekki tekið.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Krínólín, kjólar og ómældur kvennakraftur!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Konur & krínólin eftir Eddu Björgvinsdóttur.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Láglaunastefnan gerir mann svangan
Kjarninn 19. febrúar 2020
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna
Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi og líkast til verðandi forstjóri Samherja.
Búist við að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja í næsta mánuði
Tímabundnu leyfi Þorsteins Más Baldvinssonar frá forstjórastóli Samherja virðist vera að fara að ljúka. Sitjandi forstjóri reiknar með að hann snúi aftur í næsta mánuði. Engin niðurstaða liggur fyrir í rannsókn Samherjamálsins hérlendis.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Útvegsmenn vilja að sjómenn greiði hlutdeild í veiðigjaldi til stjórnvalda
Ein af nítján kröfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er að sjómenn greiði hlut í veiðigjaldi og kolefnisgjaldi. Formanni Sjómannasambands Íslands líst ekki kröfurnar „frekar en endranær.“
Kjarninn 19. febrúar 2020
Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár
Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent