„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi

Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.

haskoli-islands_14128538452_o.jpg
Auglýsing

Röskva, nemendafélag við Háskóla Íslands, hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að fella þjónustusamning við Útlendingastofnun um aldursgreiningar á fylgdarlausum börnum með tanngreiningum úr gildi og standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd.

Ástæðan fyrir áskoruninni er að þann 6. febrúar næstkomandi mun háskólaráð fjalla um fyrrnefndan þjónustusamning. Þegar þetta er skrifað hafa 673 skrifað undir.

Þá segir í áskoruninni að lengst af hafi tanngreiningar og rannsóknir tengdar þeim farið fram án vitneskju stjórnsýslu Háskólans, án þjónustusamnings og án vitneskju almennings, í gegnum lektor og tannlækni við Tannlæknadeild. Þegar aðgerðasinnar og stúdentar sem berjast fyrir réttindum flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd hafi stigið fram og komið upp um framkvæmdina hafi háskólaráð ákveðið að semja við Útlendingastofnun, frekar en að stöðva þjónustuna.

Auglýsing

Um að ræða viðtekna skoðun mannréttindasamtaka um heim allan

„Tanngreiningar eru vafasamar af mörgum ástæðum, þar má helst benda á að ýmis alþjóðasamtök hafa mælt gegn þessari framkvæmd, m.a. barnaréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, og Rauði krossinn. Þetta er því ekki eingöngu spurning um siðferði nokkurra aðgerðasinna, heldur viðtekna skoðun mannréttindasamtaka víðs vegar um heim,“ segir í áskoruninni.

Þá telja forsvarsmenn undirskriftasöfnunarinnar tanngreiningar jafnframt stinga í stúf við vísindasiðareglur Háskóla Íslands, en í því samhengi er bent ákvæði greinar í reglunum sem byggja á fimm þáttum: Virðingu fyrir manneskjunni, velferð, skaðleysi, réttlæti og heiðarleika og vönduðum vísindalegum vinnubrögðum. „Það má með sanni segja að tanngreiningar uppfylla ekki þessar kröfur. Skrifstofa rektors og aðilar innan HÍ hafa haldið því fram að tanngreiningar falli ekki undir vísindasiðareglurnar, vegna þess að þær teljast ekki til rannsókna. Því eru stúdentar og aktívistar ósammála og telja það ekki rétt. Tanngreiningar falla undir þessar reglur, ekki eingöngu vegna þess að þær eru framkvæmdar innan veggja HÍ og niðurstöður þeirra hafa verið gefnar út á bréfsefni HÍ, heldur einnig vegna þess að niðurstöður þeirra hafa verið birtar í fræðilegum greinum.“

Spurning um áreiðanleika

Enn fremur segir í áskoruninni að vandinn við tanngreiningar felist þó ekki eingöngu í siðferðilegum vafamálum sem fylgja þeim, heldur séu vikmörkin einfaldlega of mikil til að þær geti talist áreiðanlegar, sérstaklega þegar um sé að ræða aldursmat á einstaklingum í kringum átjánda aldursárið.

Umrædd vikmörk séu 1,4 ár, og þó Útlendingastofnun vilji meina að niðurstöður tanngreininga hafi ekki áhrif á umsókn þeirra einstaklinga sem gangast undir þær, þá hafi nú þegar komið fram dæmi um einstaklinga sem vísað hafi verið úr landi vegna niðurstaðna úr tanngreiningum sem reyndust rangar. Upplýst samþykki sé sérstakt vandkvæði hér, því til þess að veita upplýst samþykki sé nauðsynlegt að rannsóknin hafi ekki neikvæð áhrif á líf og stöðu einstaklings innan samfélags. Óháð stöðu þeirra í samfélaginu geti börn ekki veitt upplýst samþykki.

Rýri traust Háskóla Íslands

Auk þess er bent á að allt bréfsefni Útlendingastofnunar sé gefið út á íslensku, án þess að hælisleitendur fái færi á að læra tungumálið. Þau sem undirgangast tanngreiningar fái því ekki einu sinni tækifæri til að túlka niðurstöður rannsóknarinnar sjálf.

„Háskóli Íslands er stærsta menntastofnun landsins og hefur framkvæmd tanngreininga óhjákvæmilega innan skólans áhrif á viðhorf flóttamanna til Íslands. Einstaklingar sem hafa farið í tanngreiningar hafa þegar lýst því yfir að þeir sjái ekki fram á að geta treyst HÍ framar, hvað þá stundað nám þar. Að framkvæma tanngreiningar við HÍ hefur því afgerandi áhrif á rétt flóttafólks til að stunda nám við HÍ, sem og neikvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu þeirra,“ segir í áskoruninni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent