Börn eiga alltaf rétt á stuðningi og heildstæðu mati

Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á útlendingalögum.

7DM_0542_raw_2167.JPG
Auglýsing

„Börn eiga að mínu mati og að mati Evr­ópu­ráðs­ins og Evr­ópu­ráðs­þings­ins - og í sam­ræmi i við Barna­sátt­mála S.Þ.- alltaf rétt á stuðn­ingi og aðstoð í sam­ræmi við stöðu sína sem börn.“

Þetta segir Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, í færslu á Face­book síðu sinni, en hún hefur lagt fram frum­varp til laga um breyt­ingu á útlend­inga­lög­um. Með frum­varp­inu er lagt til að horfið verði frá ald­urs­grein­ingu með lík­ams­rann­sókn og horft fremur til heild­stæðs mats.

„Ald­urs­grein­ingar á borð við tann­grein­ingar (eins og gert er hér á Íslandi) beina­mynda­tökur og jafn­vel skoðun kyn­færa ( eins og leyfi­legt er í Dan­mörku ! ) hafa verið not­aðar til að greina aldur barna til að meta hvort við­kom­andi ein­stak­lingur eigi rétt á til­tek­inni þjón­ustu í þeim löndum sem þau leita eftir vernd. Þessar aðferðir hafa verið gagn­rýndar um ára­bil,“ segir Rósa í Face­book færslu sinn­i. 

Auglýsing

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu segir að mark­miðið sé að breyta fram­kvæmd ald­urs­grein­ing­ar, og horfa fremur til þess að vernda betur mann­rétt­inda þeirra sem umræð­ir. „Í und­an­tekn­ing­ar­til­vikum megi leggja fyrir útlend­ing að hann gang­ist undir lík­ams­rann­sókn ef enn leikur vafi á aldri við­kom­andi og fyrir liggur að öðrum mögu­legum úrræðum hafi verið beitt við hið heild­stæða mat,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Í grein­ar­gerð­inni segir enn frem­ur, að lík­ams­rann­sóknir hafi verið gagn­rýnd­ar, meðal ann­ars fyrir óná­kvæmni, og þá hafi einnig komið til­mæli frá alþjóða­stofn­unum um að virða alþjóða­samn­inga og mann­rétt­indi þegar börn eiga í hlut. „Víða hafa ald­urs­grein­ingar byggðar á lík­ams­rann­sóknum verið gagn­rýnd­ar, bæði vegna sið­ferð­is­legra þátta og vís­inda­legrar óná­kvæmni. Þá hafa komið fram til­mæli frá Evr­ópu­ráð­inu, Evr­ópu­ráðs­þing­inu og ráð­herra­nefnd Evr­ópu­ráðs­ins þar sem meg­in­inn­tak þeirra er að þegar vafi leikur á því hvort umsækj­endur sem sækja um alþjóð­lega vernd séu börn skuli þeir ávallt metnir sem börn en ekki sem full­orðn­ir, og að beitt skuli heild­stæðu mati til að reyna að kom­ast að aldri þeirra en ekki tann­grein­ingum sem eru taldar afar óáreið­an­leg aðferð til að mæla aldur barna,“ segir í greina­gerð­inn­i. 

Rósa Björk seg­ist vona að Alþingi sam­þykki frum­varp­ið.  „Frum­varpi mínu um að heild­stætt mat verði frekar notað heldur en ald­urs­grein­ingar á borð við tann­grein­ingar eða ann­ars konar lík­ams­rann­sóknir var dreift í dag. Ég vona að Alþingi muni sam­þykkja þetta góða þing­mál mitt. Börnum sem leita eftir alþjóð­legri vernd til heilla. Og okkur öllum sem fá þau til okk­ar.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ólafur Valsson
Þjóðaröryggi, jarðstrengir og rafmagn á Dalvík
Kjarninn 16. desember 2019
Helgi Seljan og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Forseti Alþingis minnist Helga Seljan
Steingrímur J. Sigfússon minntist fyrrverandi þingmannsins, Helga Seljan, á þingi í dag. „Helgi var einkar vel látinn í hópi þingmanna fyrir sitt glaða skap, heiðarleika og hreinskiptni í samstarfi, svo og fyrir dugnað og alúð við þingstörfin.“
Kjarninn 16. desember 2019
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er fyrsti flutningsmaður tillögu um að hækka lágmarksframfærslu almannatrygginga í 300 þúsund krónur.
Stenst ekki jafnræðisreglu að hækka lágmarksframfærslu sumra í 300 þúsund
Meirihluti velferðarnefndar segir að það myndi líklega kosta tugi milljarða króna að hækka lágmarksframfærslu almannatrygginga í 300 þúsund krónur. Það standist ekki jafnræðisreglu að taka ákveðna hópa út fyrir sviga.
Kjarninn 16. desember 2019
Ekki tímabært að fella niður ívilnun á tengiltvinnbíla
Efnahags- og viðskiptanefnd telur ekki tilefni til þess að skattaívilnunin á tengiltvinnbílum falli niður með öllu í lok árs 2020. Nefndin leggur í staðinn til að fjárhæðarmark ívilnunarinnar lækki í nokkrum áföngum.
Kjarninn 16. desember 2019
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent