Börn eiga alltaf rétt á stuðningi og heildstæðu mati

Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á útlendingalögum.

7DM_0542_raw_2167.JPG
Auglýsing

„Börn eiga að mínu mati og að mati Evr­ópu­ráðs­ins og Evr­ópu­ráðs­þings­ins - og í sam­ræmi i við Barna­sátt­mála S.Þ.- alltaf rétt á stuðn­ingi og aðstoð í sam­ræmi við stöðu sína sem börn.“

Þetta segir Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, í færslu á Face­book síðu sinni, en hún hefur lagt fram frum­varp til laga um breyt­ingu á útlend­inga­lög­um. Með frum­varp­inu er lagt til að horfið verði frá ald­urs­grein­ingu með lík­ams­rann­sókn og horft fremur til heild­stæðs mats.

„Ald­urs­grein­ingar á borð við tann­grein­ingar (eins og gert er hér á Íslandi) beina­mynda­tökur og jafn­vel skoðun kyn­færa ( eins og leyfi­legt er í Dan­mörku ! ) hafa verið not­aðar til að greina aldur barna til að meta hvort við­kom­andi ein­stak­lingur eigi rétt á til­tek­inni þjón­ustu í þeim löndum sem þau leita eftir vernd. Þessar aðferðir hafa verið gagn­rýndar um ára­bil,“ segir Rósa í Face­book færslu sinn­i. 

Auglýsing

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu segir að mark­miðið sé að breyta fram­kvæmd ald­urs­grein­ing­ar, og horfa fremur til þess að vernda betur mann­rétt­inda þeirra sem umræð­ir. „Í und­an­tekn­ing­ar­til­vikum megi leggja fyrir útlend­ing að hann gang­ist undir lík­ams­rann­sókn ef enn leikur vafi á aldri við­kom­andi og fyrir liggur að öðrum mögu­legum úrræðum hafi verið beitt við hið heild­stæða mat,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Í grein­ar­gerð­inni segir enn frem­ur, að lík­ams­rann­sóknir hafi verið gagn­rýnd­ar, meðal ann­ars fyrir óná­kvæmni, og þá hafi einnig komið til­mæli frá alþjóða­stofn­unum um að virða alþjóða­samn­inga og mann­rétt­indi þegar börn eiga í hlut. „Víða hafa ald­urs­grein­ingar byggðar á lík­ams­rann­sóknum verið gagn­rýnd­ar, bæði vegna sið­ferð­is­legra þátta og vís­inda­legrar óná­kvæmni. Þá hafa komið fram til­mæli frá Evr­ópu­ráð­inu, Evr­ópu­ráðs­þing­inu og ráð­herra­nefnd Evr­ópu­ráðs­ins þar sem meg­in­inn­tak þeirra er að þegar vafi leikur á því hvort umsækj­endur sem sækja um alþjóð­lega vernd séu börn skuli þeir ávallt metnir sem börn en ekki sem full­orðn­ir, og að beitt skuli heild­stæðu mati til að reyna að kom­ast að aldri þeirra en ekki tann­grein­ingum sem eru taldar afar óáreið­an­leg aðferð til að mæla aldur barna,“ segir í greina­gerð­inn­i. 

Rósa Björk seg­ist vona að Alþingi sam­þykki frum­varp­ið.  „Frum­varpi mínu um að heild­stætt mat verði frekar notað heldur en ald­urs­grein­ingar á borð við tann­grein­ingar eða ann­ars konar lík­ams­rann­sóknir var dreift í dag. Ég vona að Alþingi muni sam­þykkja þetta góða þing­mál mitt. Börnum sem leita eftir alþjóð­legri vernd til heilla. Og okkur öllum sem fá þau til okk­ar.“

Formaður stjórnar: Illa vegið að mér og öðrum stjórnarmönnum
VR ákvað í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna.
Kjarninn 20. júní 2019
Umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna afturkallað
Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var einnig samþykkt.
Kjarninn 20. júní 2019
Arion banki eignast ferðaskrifstofufyrirtækið TravelCo
Arion banki hefur nú tekið yfir starfsemi TravelCo. Bankinn hyggst selja fyrirtækið eins hratt og kostur er.
Kjarninn 20. júní 2019
Yngvi Örn Kristinsson
Skattlagning lífeyrissparnaðar og skerðing ellilífeyris
Kjarninn 20. júní 2019
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegi MND dagurinn 21. júní 2019
Kjarninn 20. júní 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra
Íslensk stjórnvöld hafa ekki mótað afstöðu til Beltis og brautar
Kínverski sendiherrann á Íslandi segir íslensk stjórnvöld vera opin fyrir þátttöku í Belti og braut. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki mótað sér afstöðu til verkefnisins.
Kjarninn 20. júní 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Hann mun láta af því starfi í ágúst og nýr taka við.
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinast um næstu áramót
Breytingarnar lúta að sameiningu verkefna hjá einni stofnun. Sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði eða voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.
Kjarninn 20. júní 2019
Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent