Börn eiga alltaf rétt á stuðningi og heildstæðu mati

Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á útlendingalögum.

7DM_0542_raw_2167.JPG
Auglýsing

„Börn eiga að mínu mati og að mati Evr­ópu­ráðs­ins og Evr­ópu­ráðs­þings­ins - og í sam­ræmi i við Barna­sátt­mála S.Þ.- alltaf rétt á stuðn­ingi og aðstoð í sam­ræmi við stöðu sína sem börn.“

Þetta segir Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, í færslu á Face­book síðu sinni, en hún hefur lagt fram frum­varp til laga um breyt­ingu á útlend­inga­lög­um. Með frum­varp­inu er lagt til að horfið verði frá ald­urs­grein­ingu með lík­ams­rann­sókn og horft fremur til heild­stæðs mats.

„Ald­urs­grein­ingar á borð við tann­grein­ingar (eins og gert er hér á Íslandi) beina­mynda­tökur og jafn­vel skoðun kyn­færa ( eins og leyfi­legt er í Dan­mörku ! ) hafa verið not­aðar til að greina aldur barna til að meta hvort við­kom­andi ein­stak­lingur eigi rétt á til­tek­inni þjón­ustu í þeim löndum sem þau leita eftir vernd. Þessar aðferðir hafa verið gagn­rýndar um ára­bil,“ segir Rósa í Face­book færslu sinn­i. 

Auglýsing

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu segir að mark­miðið sé að breyta fram­kvæmd ald­urs­grein­ing­ar, og horfa fremur til þess að vernda betur mann­rétt­inda þeirra sem umræð­ir. „Í und­an­tekn­ing­ar­til­vikum megi leggja fyrir útlend­ing að hann gang­ist undir lík­ams­rann­sókn ef enn leikur vafi á aldri við­kom­andi og fyrir liggur að öðrum mögu­legum úrræðum hafi verið beitt við hið heild­stæða mat,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Í grein­ar­gerð­inni segir enn frem­ur, að lík­ams­rann­sóknir hafi verið gagn­rýnd­ar, meðal ann­ars fyrir óná­kvæmni, og þá hafi einnig komið til­mæli frá alþjóða­stofn­unum um að virða alþjóða­samn­inga og mann­rétt­indi þegar börn eiga í hlut. „Víða hafa ald­urs­grein­ingar byggðar á lík­ams­rann­sóknum verið gagn­rýnd­ar, bæði vegna sið­ferð­is­legra þátta og vís­inda­legrar óná­kvæmni. Þá hafa komið fram til­mæli frá Evr­ópu­ráð­inu, Evr­ópu­ráðs­þing­inu og ráð­herra­nefnd Evr­ópu­ráðs­ins þar sem meg­in­inn­tak þeirra er að þegar vafi leikur á því hvort umsækj­endur sem sækja um alþjóð­lega vernd séu börn skuli þeir ávallt metnir sem börn en ekki sem full­orðn­ir, og að beitt skuli heild­stæðu mati til að reyna að kom­ast að aldri þeirra en ekki tann­grein­ingum sem eru taldar afar óáreið­an­leg aðferð til að mæla aldur barna,“ segir í greina­gerð­inn­i. 

Rósa Björk seg­ist vona að Alþingi sam­þykki frum­varp­ið.  „Frum­varpi mínu um að heild­stætt mat verði frekar notað heldur en ald­urs­grein­ingar á borð við tann­grein­ingar eða ann­ars konar lík­ams­rann­sóknir var dreift í dag. Ég vona að Alþingi muni sam­þykkja þetta góða þing­mál mitt. Börnum sem leita eftir alþjóð­legri vernd til heilla. Og okkur öllum sem fá þau til okk­ar.“

Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Vilja steypa Boris Johnson af stóli
Breska stjórnarandstaðan leitar nú að nýjum þingmanni sem gæti orðið forsætisráðherra Bretlands í stað Borisar Johnson. Jeremy Corbyn telur sig vera manninn í verkið, en ekki eru allir innan stjórnarandstöðunnar á sama máli.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Draumur um landakaup
Einhverjir hafa kannski, til öryggis, litið á dagatalið sl. föstudag þegar fréttir bárust af því að Bandaríkjaforseti hefði viðrað þá hugmynd að kaupa Grænland. Þetta var þó ekki aprílgabb og ekki í fyrsta skipti sem þessi hugmynd skýtur upp kollinum.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir
Ok skiptir heiminn máli
Kjarninn 17. ágúst 2019
Peningastefnunefnd í tíu ár
Gylfi Zoega segir að framtíðin muni leiða í ljós hvort áfram takist að ná góðum árangri eins og hafi verið gert með peningastefnu síðustu 10 ára á Íslandi en reynslan síðasta áratuginn sé samt staðfesting þess að það sé hægt ef vilji sé fyrir hendi.
Kjarninn 17. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Nýir tímar á Norðurslóðum?
Kjarninn 17. ágúst 2019
Kristján Guy Burgess
Lífeyrissjóðir og loftslagsváin
Kjarninn 17. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent