Börn eiga alltaf rétt á stuðningi og heildstæðu mati

Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á útlendingalögum.

7DM_0542_raw_2167.JPG
Auglýsing

„Börn eiga að mínu mati og að mati Evr­ópu­ráðs­ins og Evr­ópu­ráðs­þings­ins - og í sam­ræmi i við Barna­sátt­mála S.Þ.- alltaf rétt á stuðn­ingi og aðstoð í sam­ræmi við stöðu sína sem börn.“

Þetta segir Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, í færslu á Face­book síðu sinni, en hún hefur lagt fram frum­varp til laga um breyt­ingu á útlend­inga­lög­um. Með frum­varp­inu er lagt til að horfið verði frá ald­urs­grein­ingu með lík­ams­rann­sókn og horft fremur til heild­stæðs mats.

„Ald­urs­grein­ingar á borð við tann­grein­ingar (eins og gert er hér á Íslandi) beina­mynda­tökur og jafn­vel skoðun kyn­færa ( eins og leyfi­legt er í Dan­mörku ! ) hafa verið not­aðar til að greina aldur barna til að meta hvort við­kom­andi ein­stak­lingur eigi rétt á til­tek­inni þjón­ustu í þeim löndum sem þau leita eftir vernd. Þessar aðferðir hafa verið gagn­rýndar um ára­bil,“ segir Rósa í Face­book færslu sinn­i. 

Auglýsing

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu segir að mark­miðið sé að breyta fram­kvæmd ald­urs­grein­ing­ar, og horfa fremur til þess að vernda betur mann­rétt­inda þeirra sem umræð­ir. „Í und­an­tekn­ing­ar­til­vikum megi leggja fyrir útlend­ing að hann gang­ist undir lík­ams­rann­sókn ef enn leikur vafi á aldri við­kom­andi og fyrir liggur að öðrum mögu­legum úrræðum hafi verið beitt við hið heild­stæða mat,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Í grein­ar­gerð­inni segir enn frem­ur, að lík­ams­rann­sóknir hafi verið gagn­rýnd­ar, meðal ann­ars fyrir óná­kvæmni, og þá hafi einnig komið til­mæli frá alþjóða­stofn­unum um að virða alþjóða­samn­inga og mann­rétt­indi þegar börn eiga í hlut. „Víða hafa ald­urs­grein­ingar byggðar á lík­ams­rann­sóknum verið gagn­rýnd­ar, bæði vegna sið­ferð­is­legra þátta og vís­inda­legrar óná­kvæmni. Þá hafa komið fram til­mæli frá Evr­ópu­ráð­inu, Evr­ópu­ráðs­þing­inu og ráð­herra­nefnd Evr­ópu­ráðs­ins þar sem meg­in­inn­tak þeirra er að þegar vafi leikur á því hvort umsækj­endur sem sækja um alþjóð­lega vernd séu börn skuli þeir ávallt metnir sem börn en ekki sem full­orðn­ir, og að beitt skuli heild­stæðu mati til að reyna að kom­ast að aldri þeirra en ekki tann­grein­ingum sem eru taldar afar óáreið­an­leg aðferð til að mæla aldur barna,“ segir í greina­gerð­inn­i. 

Rósa Björk seg­ist vona að Alþingi sam­þykki frum­varp­ið.  „Frum­varpi mínu um að heild­stætt mat verði frekar notað heldur en ald­urs­grein­ingar á borð við tann­grein­ingar eða ann­ars konar lík­ams­rann­sóknir var dreift í dag. Ég vona að Alþingi muni sam­þykkja þetta góða þing­mál mitt. Börnum sem leita eftir alþjóð­legri vernd til heilla. Og okkur öllum sem fá þau til okk­ar.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Comparative Sociology is Sociology
Kjarninn 1. apríl 2020
„Stjórnvöld í Bretlandi hafa brugðist almenningi“
Misjöfn viðbrögð eru hjá stjórnvöldum ríkja heimsins við faraldrinum sem nú geisar. Í Bretlandi hamstrar fólk nauðsynjavörur og nokkuð hefur þótt skorta á upplýsingagjöf til almennings þar í landi.
Kjarninn 31. mars 2020
Freyr Eyjólfsson
COVID-19 dregur úr loftmengun í heiminum
Kjarninn 31. mars 2020
Alma Möller, landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Enginn losnað úr öndunarvél enn sem komið er
Sóttvarnalæknir furðar sig á þeim fjölda beiðna um undanþágur frá sóttkví og samkomubanni sem berast. Ekki sé hægt að veita mörgum undanþágu einfaldlega af því að þá eykst hættan á því að smitum fjölgi hratt.
Kjarninn 31. mars 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, sem steig niður úr forstjórastólnum tímabundið í nóvember 2019 en settist aftur í hann nýverið.
Samherji fær að sleppa við yfirtökuskyldu á Eimskip
Samherji þarf ekki að taka yfir Eimskip þrátt fyrir að hafa skapað yfirtökuskyldu. Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að að vegna COVID-19 eigi að veita undanþágu frá yfirtökuskyldunni.
Kjarninn 31. mars 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, var til svara á upplýsingafundinum í dag.
„Það er vond hugmynd“ að ferðast um páskana – „Ekki gera það“
Það þarf að sýna „þolgæði“ og „biðlund“ til að ljúka faraldrinum. Alls ekki er ráðlegt að Íslendingar leggist í ferðalög um páskana. Það skapar óteljandi vandamál sem hægt er að komast hjá með því að vera heima.
Kjarninn 31. mars 2020
Kristbjörn Árnason
Mannlegir kingsarar vikunnar.
Leslistinn 31. mars 2020
Tobba Marinós ráðin nýr ritstjóri DV
DV á að verða miðill sem umfram allt verður með „vönduð efnistök“. Hlé verður gert á pappírsútgáfu miðilsins.
Kjarninn 31. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent