Knýja mætti allan skipaflota Íslands með repjuolíu

Stjórnvöld hafa í hyggju að fara af stað með aðgerðaáætlun til að ná því markmiði að íslenski skipaflotinn noti 5 til 10 prósenta íblöndun af íslenskri repju­olíu á aðalvélarnar með það fyrir augum að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá skipum.

Skip við bryggju
Auglýsing

Unnt væri að framleiða næga repjuolíu hér landi fyrir eldsneyti á allan skipaflota Íslendinga en hann brennir árlega um 160 þúsund tonnum af jarðdísilolíu. Samgöngustofa telur að ræktun og notkun repjuolíu hér á landi sé hagkvæm og góður kostur þegar litið er til umhverfisáhrifa. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, hyggst skipa starfshóp sem vinna á að áætlun um að íslenski skipaflotinn noti 5 til 10 prósent íblöndun af íslenskri repjuolíu á aðalvélar sínar.

Hægt að nýta repjuolíu á þorra véla 

Árið 2008 hófst verkefni um sjálfbæra ræktun orkujurta til skipaeldsneytis á Íslandi hjá Siglingastofnun Íslands. Samkvæmt svari Sigurðar Inga við fyrirspurn frá Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, um sjálfbæra ræktun orkujurta hefur verkefnið skilað mikilli þekkingu, en rannsóknir á ræktun repju sem orkujurtar og notkun lífdísils hafa sýnt að hægt er að framleiða hér á landi lífdísil úr repjuolíu sem nýta má sem eldsneyti á þorra þeirra véla sem gerðar eru fyrir dísilolíu úr jarðolíu. 

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Mynd:Bára Huld BeckÍ svari ráðherra segir að þegar litið sé til markmiða um sjálfbærni í orkuframleiðslu og loftslagsmarkmiða sé ræktun og notkun repjuolíu góður kostur. Ávinningurinn fari þó að nokkru leyti eftir því landi sem valið er. 

Sé valið land sem ræst hefur verið fram gæti ávinningurinn orðið hverfandi. Sé valið ógróið land, svo sem eins og þeir sandar sem eru hér á landi, verður ávinningurinn mestur.

Auglýsing

Brennir 160 þúsund tonnum á ári

Íslenski fiskiskipaflotinn brennir árlega um 160 þúsund tonnum af jarðdísilolíu. Orkan sem repjudísill gefur við brennslu er mjög sambærileg við það sem jarðdísill gefur af sér. Til þess að rækta repju sem gefur þetta magn af eldsneyti þarf 160 þúsund hektara lands miðað við að hver hektari gefur af sér um eitt tonn af repjuolíu. 

Sé miðað við ræktun repju á sandi dregur hver hektari lands í sig um 6 tonn af koldíoxíði (CO2) á ræktunartíma, með tilliti til brennslu eldsneytis við notkun tækja við ræktunina. Við ræktun repju á 160 þúsund hekturum lands dregur hún því í sig tæplega milljón tonn af koldíoxíði meðan á ræktuninni stendur. 

Mynd:SamgöngustofaVið brennslu á 160 þúsund tonnum af repjuolíu eru losuð um 500 þúsund tonn af koldíoxíði í andrúmsloftið. Eftir standa um 500 þúsund tonn af koldíoxíði sem ræktunin hefur dregið til sín úr andrúmsloftinu og bundið í jörð. Koldíoxíðið sem bundist hefur undirbýr jarðveginn fyrir næstu ræktun. 

Við brennslu á 160 þúsund tonnum af jarðdísil er losunin koldíoxíðs tæp 500.000 tonn. Losun koldíoxíðs sem verður við brennslu jarðdísils og repjuolíu er því mjög sambærileg en við ræktun á repjuolíu er sama magni af koltvíoxíði bundið í jörðu. 

Hægt að nota aukaafurðir repjuræktunar í áburð og fóðurmjöl

Enn fremur kemur fram í svarinu að þær aukaafurðir sem fylgja repjuræktun er hægt að nota sem áburður og fóðurmjöl sem notað er sem dýrafóður. Við framleiðslu á repjudísil fellur einnig til verðmæt aukaafurð, glyseról. Glyserólið þarf að hreinsa en er síðan hægt að nota til hreinsunar í margs konar efnaiðnaði. 

Ræktun repjuolíu fylgir aukaafurð sem er próteinríkt fóðurmjöl fyrir dýr. Mynd:Birgir HarðarsonSamhliða þessum rannsóknum hefur farið af stað samstarfsverkefni Samgöngustofu, verkfræðistofunnar Mannvits og útgerðarfyrirtækisins Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði. 

Útgerðarfyrirtækið rekur stórt kúabú á Flatey á Mýrum þar sem ræktuð er repja og unnin úr henni olía sem er nýtt sem eldsneyti fyrir skip fyrirtækis. Auk þess fylgir ræktuninni áburður og fóðurmjöl fyrir nautgripi, en á búinu eru alls 500 nautgripir. Stefnt er að því að allt eldsneyti fiskiskipa fyrirtækisins verði hrein repjuolía í framtíðinni og að allur fóðurbætir kúabúsins að koma frá repjuræktuninni. 

Markmiðið að íslenski skipaflotinn noti íslenska repjuolíu

Á Íslandi eru um 480.000 hektarar af ónotuðu ræktunarlandi sem með sérstöku átaki væri að nýta til að framleiða alla þá olíu sem íslenski skipaflotinn notar, að því er fram kemur í svarinu. Ræktun repjuolíu myndi því ekki ógna matvælaframleiðslu þar sem þessi landsvæði eru ekki í notkun í dag. 

„Þegar litið er til markmiða um sjálfbærni í orkuframleiðslu og loftslagsmarkmiða er þetta ótvírætt góður kostur,“ segir Sigurður Ingi en hann ætlar að sjá til þess að rannsóknarverkefnið haldi áfram enda sé það hluti af áhersluatriðum stjórnvalda til að mæta losunaráhrifum samkvæmt Parísarsamkomulaginu sem og aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. 

Þá hafa stjórnvöld hyggju að fara af stað með aðgerðaáætlun til að ná því markmiði að íslenski skipaflotinn noti 5 til 10 prósent íblöndun af íslenskri repjuolíu á aðalvélar sínar. Stefnt er að því að starfshópur verði skipaður sem fyrst og að fyrstu drög liggi fyrir í árslok.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent