Knýja mætti allan skipaflota Íslands með repjuolíu

Stjórnvöld hafa í hyggju að fara af stað með aðgerðaáætlun til að ná því markmiði að íslenski skipaflotinn noti 5 til 10 prósenta íblöndun af íslenskri repju­olíu á aðalvélarnar með það fyrir augum að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá skipum.

Skip við bryggju
Auglýsing

Unnt væri að fram­leiða næga repju­olíu hér landi fyrir elds­neyti á allan skipa­flota Íslend­inga en hann brennir árlega um 160 þús­und tonnum af jarð­dísilol­íu­. ­Sam­göngu­stofa telur að ræktun og notkun repju­olíu hér á landi sé hag­kvæm og góður kostur þegar litið er til umhverf­is­á­hrifa. Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­herra, hyggst skipa starfs­hóp sem vinna á að áætlun um að ­ís­lenski skipa­flot­inn noti 5 til 10 pró­sent íblöndun af íslenskri repju­olíu á aðal­vélar sín­ar.

Hægt að nýta repju­olíu á þorra véla 

Árið 2008 hófst verk­efni um sjálf­bæra ­ræktun orku­jurta til skipa­elds­neytis á Ísland­i hjá Sigl­inga­stofnun Íslands. Sam­kvæmt svari Sig­urðar Inga við fyr­ir­spurn frá Silju Dögg Gunn­ars­dótt­ur, þing­mann­i Fram­sókn­ar­flokks­ins, um sjálf­bæra ræktun orku­jurta hef­ur verk­efnið skilað mik­illi þekk­ingu, en rann­sóknir á ræktun repju sem orku­jurtar og notkun líf­dís­ils hafa sýnt að hægt er að fram­leiða hér á landi líf­dísil úr repju­olíu sem nýta má sem elds­neyti á þorra þeirra véla sem gerðar eru fyrir dísilolíu úr jarð­ol­íu. 

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Mynd:Bára Huld BeckÍ svari ráð­herra segir að þegar litið sé til mark­miða um sjálf­bærni í orku­fram­leiðslu og lofts­lags­mark­miða sé ræktun og notkun repju­olíu góður kost­ur. Ávinn­ing­ur­inn fari þó að nokkru leyti eftir því landi sem valið er. 

Sé valið land sem ræst hefur verið fram gæti ávinn­ing­ur­inn orðið hverf­andi. Sé valið ógróið land, svo sem eins og þeir sandar sem eru hér á landi, verður ávinn­ing­ur­inn mest­ur.

Auglýsing

Brennir 160 þús­und tonnum á ári

Íslenski fiski­skipa­flot­inn brennir árlega um 160 þús­und tonnum af jarð­dísilol­íu. Orkan sem repju­dís­ill gefur við brennslu er mjög sam­bæri­leg við það sem jarð­dís­ill gefur af sér. Til þess að rækta repju sem gefur þetta magn af elds­neyti þarf 160 þús­und hekt­ara lands miðað við að hver hekt­ari gefur af sér um eitt tonn af repju­ol­íu. 

Sé miðað við ræktun repju á sandi dregur hver hekt­ari lands í sig um 6 tonn af koldí­oxíði (CO2) á rækt­un­ar­tíma, með til­liti til brennslu elds­neytis við notkun tækja við rækt­un­ina. Við ræktun repju á 160 þús­und hekt­urum lands dregur hún því í sig tæp­lega milljón tonn af koldí­oxíði meðan á rækt­un­inni stend­ur. 

Mynd:SamgöngustofaVið brennslu á 160 þús­und tonnum af repju­olíu eru losuð um 500 þús­und tonn af koldí­oxíði í and­rúms­loft­ið. Eftir standa um 500 þús­und tonn af koldí­oxíði sem rækt­unin hefur dregið til sín úr and­rúms­loft­inu og bundið í jörð. Koldí­oxíðið sem bund­ist hefur und­ir­býr jarð­veg­inn fyrir næstu rækt­un. 

Við brennslu á 160 þús­und tonnum af jarð­dísil er los­unin koldí­oxíðs tæp 500.000 tonn. Losun koldí­oxíðs sem verður við brennslu jarð­dís­ils og repju­olíu er því mjög sam­bæri­leg en við ræktun á repju­olíu er sama magni af koltví­oxíði bundið í jörð­u. 

Hægt að nota auka­af­urðir repju­rækt­unar í áburð og fóð­ur­mjöl

Enn fremur kemur fram í svar­inu að þær auka­af­urðir sem fylgja repju­ræktun er hægt að nota sem áburður og fóð­ur­mjöl sem notað er sem dýra­fóð­ur­. Við fram­leiðslu á repju­dísil fellur einnig til verð­mæt auka­af­urð, glyser­ól. Glyser­ólið þarf að hreinsa en er síðan hægt að nota til hreins­unar í margs konar efna­iðn­að­i. 

Ræktun repjuolíu fylgir aukaafurð sem er próteinríkt fóðurmjöl fyrir dýr. Mynd:Birgir HarðarsonSam­hliða þessum rann­sóknum hefur farið af stað sam­starfs­verk­efni Sam­göngu­stofu, verk­fræði­stof­unnar Mann­vits og útgerð­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Skinn­ey-­Þinga­nes á Höfn í Horna­firð­i. 

Útgerð­ar­fyr­ir­tækið rekur stórt kúabú á Flatey á Mýrum þar sem ræktuð er repja og unnin úr henni olía sem er nýtt sem elds­neyti fyrir skip fyr­ir­tæk­is. Auk þess fylgir rækt­un­inni áburður og fóð­ur­mjöl fyrir naut­gripi, en á búinu eru alls 500 naut­grip­ir. ­Stefnt er að því að allt elds­neyti fiski­skipa fyr­ir­tæk­is­ins verði hrein repju­olía í fram­tíð­inni og að allur fóð­ur­bætir kúa­bús­ins að koma frá repju­rækt­un­inn­i. 

Mark­miðið að íslenski skipa­flot­inn noti íslenska repju­olíu

Á Íslandi eru um 480.000 hekt­arar af ónot­uðu rækt­un­ar­landi sem með sér­stöku átaki væri að nýta til að fram­leiða alla þá olíu sem íslenski skipa­flot­inn not­ar, að því er fram kemur í svar­inu. Ræktun repju­olíu myndi því ekki ógna mat­væla­fram­leiðslu þar sem þessi land­svæði eru ekki í notkun í dag. 

„Þegar litið er til mark­miða um sjálf­bærni í orku­fram­leiðslu og lofts­lags­mark­miða er þetta ótví­rætt góður kost­ur,“ segir Sig­urður Ingi en hann ætlar að sjá til þess að ­rann­sókn­ar­verk­efnið haldi áfram enda sé það hluti af áherslu­at­riðum stjórn­valda til að mæta los­un­ar­á­hrif­um ­sam­kvæmt Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu sem og aðgerða­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­mál­u­m. 

Þá hafa stjórn­völd hyggju að fara af stað með aðgerða­á­ætlun til að ná því mark­miði að íslenski skipa­flot­inn noti 5 til 10 pró­sent íblöndun af íslenskri repju­olíu á aðal­vélar sín­ar. Stefnt er að því að starfs­hópur verði skip­aður sem fyrst og að fyrstu drög liggi fyrir í árs­lok.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent