Knýja mætti allan skipaflota Íslands með repjuolíu

Stjórnvöld hafa í hyggju að fara af stað með aðgerðaáætlun til að ná því markmiði að íslenski skipaflotinn noti 5 til 10 prósenta íblöndun af íslenskri repju­olíu á aðalvélarnar með það fyrir augum að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá skipum.

Skip við bryggju
Auglýsing

Unnt væri að fram­leiða næga repju­olíu hér landi fyrir elds­neyti á allan skipa­flota Íslend­inga en hann brennir árlega um 160 þús­und tonnum af jarð­dísilol­íu­. ­Sam­göngu­stofa telur að ræktun og notkun repju­olíu hér á landi sé hag­kvæm og góður kostur þegar litið er til umhverf­is­á­hrifa. Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­herra, hyggst skipa starfs­hóp sem vinna á að áætlun um að ­ís­lenski skipa­flot­inn noti 5 til 10 pró­sent íblöndun af íslenskri repju­olíu á aðal­vélar sín­ar.

Hægt að nýta repju­olíu á þorra véla 

Árið 2008 hófst verk­efni um sjálf­bæra ­ræktun orku­jurta til skipa­elds­neytis á Ísland­i hjá Sigl­inga­stofnun Íslands. Sam­kvæmt svari Sig­urðar Inga við fyr­ir­spurn frá Silju Dögg Gunn­ars­dótt­ur, þing­mann­i Fram­sókn­ar­flokks­ins, um sjálf­bæra ræktun orku­jurta hef­ur verk­efnið skilað mik­illi þekk­ingu, en rann­sóknir á ræktun repju sem orku­jurtar og notkun líf­dís­ils hafa sýnt að hægt er að fram­leiða hér á landi líf­dísil úr repju­olíu sem nýta má sem elds­neyti á þorra þeirra véla sem gerðar eru fyrir dísilolíu úr jarð­ol­íu. 

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Mynd:Bára Huld BeckÍ svari ráð­herra segir að þegar litið sé til mark­miða um sjálf­bærni í orku­fram­leiðslu og lofts­lags­mark­miða sé ræktun og notkun repju­olíu góður kost­ur. Ávinn­ing­ur­inn fari þó að nokkru leyti eftir því landi sem valið er. 

Sé valið land sem ræst hefur verið fram gæti ávinn­ing­ur­inn orðið hverf­andi. Sé valið ógróið land, svo sem eins og þeir sandar sem eru hér á landi, verður ávinn­ing­ur­inn mest­ur.

Auglýsing

Brennir 160 þús­und tonnum á ári

Íslenski fiski­skipa­flot­inn brennir árlega um 160 þús­und tonnum af jarð­dísilol­íu. Orkan sem repju­dís­ill gefur við brennslu er mjög sam­bæri­leg við það sem jarð­dís­ill gefur af sér. Til þess að rækta repju sem gefur þetta magn af elds­neyti þarf 160 þús­und hekt­ara lands miðað við að hver hekt­ari gefur af sér um eitt tonn af repju­ol­íu. 

Sé miðað við ræktun repju á sandi dregur hver hekt­ari lands í sig um 6 tonn af koldí­oxíði (CO2) á rækt­un­ar­tíma, með til­liti til brennslu elds­neytis við notkun tækja við rækt­un­ina. Við ræktun repju á 160 þús­und hekt­urum lands dregur hún því í sig tæp­lega milljón tonn af koldí­oxíði meðan á rækt­un­inni stend­ur. 

Mynd:SamgöngustofaVið brennslu á 160 þús­und tonnum af repju­olíu eru losuð um 500 þús­und tonn af koldí­oxíði í and­rúms­loft­ið. Eftir standa um 500 þús­und tonn af koldí­oxíði sem rækt­unin hefur dregið til sín úr and­rúms­loft­inu og bundið í jörð. Koldí­oxíðið sem bund­ist hefur und­ir­býr jarð­veg­inn fyrir næstu rækt­un. 

Við brennslu á 160 þús­und tonnum af jarð­dísil er los­unin koldí­oxíðs tæp 500.000 tonn. Losun koldí­oxíðs sem verður við brennslu jarð­dís­ils og repju­olíu er því mjög sam­bæri­leg en við ræktun á repju­olíu er sama magni af koltví­oxíði bundið í jörð­u. 

Hægt að nota auka­af­urðir repju­rækt­unar í áburð og fóð­ur­mjöl

Enn fremur kemur fram í svar­inu að þær auka­af­urðir sem fylgja repju­ræktun er hægt að nota sem áburður og fóð­ur­mjöl sem notað er sem dýra­fóð­ur­. Við fram­leiðslu á repju­dísil fellur einnig til verð­mæt auka­af­urð, glyser­ól. Glyser­ólið þarf að hreinsa en er síðan hægt að nota til hreins­unar í margs konar efna­iðn­að­i. 

Ræktun repjuolíu fylgir aukaafurð sem er próteinríkt fóðurmjöl fyrir dýr. Mynd:Birgir HarðarsonSam­hliða þessum rann­sóknum hefur farið af stað sam­starfs­verk­efni Sam­göngu­stofu, verk­fræði­stof­unnar Mann­vits og útgerð­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Skinn­ey-­Þinga­nes á Höfn í Horna­firð­i. 

Útgerð­ar­fyr­ir­tækið rekur stórt kúabú á Flatey á Mýrum þar sem ræktuð er repja og unnin úr henni olía sem er nýtt sem elds­neyti fyrir skip fyr­ir­tæk­is. Auk þess fylgir rækt­un­inni áburður og fóð­ur­mjöl fyrir naut­gripi, en á búinu eru alls 500 naut­grip­ir. ­Stefnt er að því að allt elds­neyti fiski­skipa fyr­ir­tæk­is­ins verði hrein repju­olía í fram­tíð­inni og að allur fóð­ur­bætir kúa­bús­ins að koma frá repju­rækt­un­inn­i. 

Mark­miðið að íslenski skipa­flot­inn noti íslenska repju­olíu

Á Íslandi eru um 480.000 hekt­arar af ónot­uðu rækt­un­ar­landi sem með sér­stöku átaki væri að nýta til að fram­leiða alla þá olíu sem íslenski skipa­flot­inn not­ar, að því er fram kemur í svar­inu. Ræktun repju­olíu myndi því ekki ógna mat­væla­fram­leiðslu þar sem þessi land­svæði eru ekki í notkun í dag. 

„Þegar litið er til mark­miða um sjálf­bærni í orku­fram­leiðslu og lofts­lags­mark­miða er þetta ótví­rætt góður kost­ur,“ segir Sig­urður Ingi en hann ætlar að sjá til þess að ­rann­sókn­ar­verk­efnið haldi áfram enda sé það hluti af áherslu­at­riðum stjórn­valda til að mæta los­un­ar­á­hrif­um ­sam­kvæmt Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu sem og aðgerða­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­mál­u­m. 

Þá hafa stjórn­völd hyggju að fara af stað með aðgerða­á­ætlun til að ná því mark­miði að íslenski skipa­flot­inn noti 5 til 10 pró­sent íblöndun af íslenskri repju­olíu á aðal­vélar sín­ar. Stefnt er að því að starfs­hópur verði skip­aður sem fyrst og að fyrstu drög liggi fyrir í árs­lok.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent