Knýja mætti allan skipaflota Íslands með repjuolíu

Stjórnvöld hafa í hyggju að fara af stað með aðgerðaáætlun til að ná því markmiði að íslenski skipaflotinn noti 5 til 10 prósenta íblöndun af íslenskri repju­olíu á aðalvélarnar með það fyrir augum að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá skipum.

Skip við bryggju
Auglýsing

Unnt væri að fram­leiða næga repju­olíu hér landi fyrir elds­neyti á allan skipa­flota Íslend­inga en hann brennir árlega um 160 þús­und tonnum af jarð­dísilol­íu­. ­Sam­göngu­stofa telur að ræktun og notkun repju­olíu hér á landi sé hag­kvæm og góður kostur þegar litið er til umhverf­is­á­hrifa. Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­herra, hyggst skipa starfs­hóp sem vinna á að áætlun um að ­ís­lenski skipa­flot­inn noti 5 til 10 pró­sent íblöndun af íslenskri repju­olíu á aðal­vélar sín­ar.

Hægt að nýta repju­olíu á þorra véla 

Árið 2008 hófst verk­efni um sjálf­bæra ­ræktun orku­jurta til skipa­elds­neytis á Ísland­i hjá Sigl­inga­stofnun Íslands. Sam­kvæmt svari Sig­urðar Inga við fyr­ir­spurn frá Silju Dögg Gunn­ars­dótt­ur, þing­mann­i Fram­sókn­ar­flokks­ins, um sjálf­bæra ræktun orku­jurta hef­ur verk­efnið skilað mik­illi þekk­ingu, en rann­sóknir á ræktun repju sem orku­jurtar og notkun líf­dís­ils hafa sýnt að hægt er að fram­leiða hér á landi líf­dísil úr repju­olíu sem nýta má sem elds­neyti á þorra þeirra véla sem gerðar eru fyrir dísilolíu úr jarð­ol­íu. 

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Mynd:Bára Huld BeckÍ svari ráð­herra segir að þegar litið sé til mark­miða um sjálf­bærni í orku­fram­leiðslu og lofts­lags­mark­miða sé ræktun og notkun repju­olíu góður kost­ur. Ávinn­ing­ur­inn fari þó að nokkru leyti eftir því landi sem valið er. 

Sé valið land sem ræst hefur verið fram gæti ávinn­ing­ur­inn orðið hverf­andi. Sé valið ógróið land, svo sem eins og þeir sandar sem eru hér á landi, verður ávinn­ing­ur­inn mest­ur.

Auglýsing

Brennir 160 þús­und tonnum á ári

Íslenski fiski­skipa­flot­inn brennir árlega um 160 þús­und tonnum af jarð­dísilol­íu. Orkan sem repju­dís­ill gefur við brennslu er mjög sam­bæri­leg við það sem jarð­dís­ill gefur af sér. Til þess að rækta repju sem gefur þetta magn af elds­neyti þarf 160 þús­und hekt­ara lands miðað við að hver hekt­ari gefur af sér um eitt tonn af repju­ol­íu. 

Sé miðað við ræktun repju á sandi dregur hver hekt­ari lands í sig um 6 tonn af koldí­oxíði (CO2) á rækt­un­ar­tíma, með til­liti til brennslu elds­neytis við notkun tækja við rækt­un­ina. Við ræktun repju á 160 þús­und hekt­urum lands dregur hún því í sig tæp­lega milljón tonn af koldí­oxíði meðan á rækt­un­inni stend­ur. 

Mynd:SamgöngustofaVið brennslu á 160 þús­und tonnum af repju­olíu eru losuð um 500 þús­und tonn af koldí­oxíði í and­rúms­loft­ið. Eftir standa um 500 þús­und tonn af koldí­oxíði sem rækt­unin hefur dregið til sín úr and­rúms­loft­inu og bundið í jörð. Koldí­oxíðið sem bund­ist hefur und­ir­býr jarð­veg­inn fyrir næstu rækt­un. 

Við brennslu á 160 þús­und tonnum af jarð­dísil er los­unin koldí­oxíðs tæp 500.000 tonn. Losun koldí­oxíðs sem verður við brennslu jarð­dís­ils og repju­olíu er því mjög sam­bæri­leg en við ræktun á repju­olíu er sama magni af koltví­oxíði bundið í jörð­u. 

Hægt að nota auka­af­urðir repju­rækt­unar í áburð og fóð­ur­mjöl

Enn fremur kemur fram í svar­inu að þær auka­af­urðir sem fylgja repju­ræktun er hægt að nota sem áburður og fóð­ur­mjöl sem notað er sem dýra­fóð­ur­. Við fram­leiðslu á repju­dísil fellur einnig til verð­mæt auka­af­urð, glyser­ól. Glyser­ólið þarf að hreinsa en er síðan hægt að nota til hreins­unar í margs konar efna­iðn­að­i. 

Ræktun repjuolíu fylgir aukaafurð sem er próteinríkt fóðurmjöl fyrir dýr. Mynd:Birgir HarðarsonSam­hliða þessum rann­sóknum hefur farið af stað sam­starfs­verk­efni Sam­göngu­stofu, verk­fræði­stof­unnar Mann­vits og útgerð­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Skinn­ey-­Þinga­nes á Höfn í Horna­firð­i. 

Útgerð­ar­fyr­ir­tækið rekur stórt kúabú á Flatey á Mýrum þar sem ræktuð er repja og unnin úr henni olía sem er nýtt sem elds­neyti fyrir skip fyr­ir­tæk­is. Auk þess fylgir rækt­un­inni áburður og fóð­ur­mjöl fyrir naut­gripi, en á búinu eru alls 500 naut­grip­ir. ­Stefnt er að því að allt elds­neyti fiski­skipa fyr­ir­tæk­is­ins verði hrein repju­olía í fram­tíð­inni og að allur fóð­ur­bætir kúa­bús­ins að koma frá repju­rækt­un­inn­i. 

Mark­miðið að íslenski skipa­flot­inn noti íslenska repju­olíu

Á Íslandi eru um 480.000 hekt­arar af ónot­uðu rækt­un­ar­landi sem með sér­stöku átaki væri að nýta til að fram­leiða alla þá olíu sem íslenski skipa­flot­inn not­ar, að því er fram kemur í svar­inu. Ræktun repju­olíu myndi því ekki ógna mat­væla­fram­leiðslu þar sem þessi land­svæði eru ekki í notkun í dag. 

„Þegar litið er til mark­miða um sjálf­bærni í orku­fram­leiðslu og lofts­lags­mark­miða er þetta ótví­rætt góður kost­ur,“ segir Sig­urður Ingi en hann ætlar að sjá til þess að ­rann­sókn­ar­verk­efnið haldi áfram enda sé það hluti af áherslu­at­riðum stjórn­valda til að mæta los­un­ar­á­hrif­um ­sam­kvæmt Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu sem og aðgerða­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­mál­u­m. 

Þá hafa stjórn­völd hyggju að fara af stað með aðgerða­á­ætlun til að ná því mark­miði að íslenski skipa­flot­inn noti 5 til 10 pró­sent íblöndun af íslenskri repju­olíu á aðal­vélar sín­ar. Stefnt er að því að starfs­hópur verði skip­aður sem fyrst og að fyrstu drög liggi fyrir í árs­lok.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent